Dagur - 01.09.1994, Blaðsíða 12

Dagur - 01.09.1994, Blaðsíða 12
Færri kennarar með full rétt- indi hafa sótt um Iausar kennarastöður á Norðurlandi en undanfarin tvö ár. Úlfar Björns- son, aðstoðarskólastjóri Glerár- skóla, segir að engu sé líkara en allir þeir sem hafi öðlast réttindi til kennslu og hyggist nýta sér þau réttindi búi fyrir sunnan. Engin umsókn hafi borist frá ný- útskrifuðum kennurum frá Kennaraháskóla íslands. „Margir sækja um fjölda lausra kennarastarfa og velja síðan eðli- lega úr þaó sem þeim líst best á án þess aó afturkalla hinar umsókn- irnar. Það barst nokkuó af um- sóknum frá réttindafólki i fyrra og hitteófyrra, en svo virðist sem þeir sem hafi kennararéttindi og voru í öðrum störfum cn misstu þau vegna samdráttar í þjóðfélaginu hafi þegar skilað sér,“ sagði Úlfar Björnsson. Gengið var frá síöustu kennara- ráðningu í Glerárskóla í gær og Brimvarnargarður við Dalvíkurhöfn: Gengiö að til- boði Valar hf. - sem er 59,9% af kostnaðaráætlun Stjórn Hafnasamlags Eyja- fjarðar tók fyrir á fundi sl. miðvikudag bréf frá Vita- og hafnamálastofnun, þar sem mælt er með því að samið verði við Völ hf. á grundvelli fráviks- tilboðs um byggingu brimvarn- argarðs í norðurhluta Dalvíkur- hafnar. Með lengingu noróurgarðs hafnarinnar mun viðlegupláss aukast um leiö og kyrrara verður í höfninni en úthafsaldan veldur oft mikilli hreyfingu í Dalvíkurhöfn í grimmustu vetrarvcðrum. Tilboð Valar hf. hljóðaói upp á kr. 79.003.915. Kostnaðaráætlun Vita- og hafnamálastofnunar hljóðaði upp á 133.005.585 og er því tilboð Valar hf. aóeins 59,9% af kostnaðaráætlun. Stjórn Hafnasamlags Eyjafjarð- ar samþykkti fyrir sitt leyti að gengið yrði til samninga við Völ hf. Reiknað er með að fram- kvæmdir hefjist á þcssu hausti. GG O VEÐRIÐ Veóurstofan spáir vaxandi allhvassri sunnanátt og rigningu á Noróurlandi vestra í dag. Á Norðurlandi eystra verður vaxandi sunnanátt og skýjaó fram eftir degi og síðdegis er bú- ist við rigningu. Hlýtt verður áfram um allt land, einkum Norður- og Austurland. Verður þessi gœðasthnpill á nýju innréttingunum og hurðunum þínum? Trésmiðj'on fllfa • Óscyri lo • 603 Bkureviri Sími 96 12977 • Fax 96 12978 „Færri umsóknir frá réttindakennurum en oft áður“ - segir Úlfar Björnsson, aðstoöarskólastjóri Glerárskóla Akureyri, fimmtudagur 1. september 1994 Grunnskólarnir hefjast í dag meö kennarafundum: var þar um leiðbeinanda aö ræða, þ.c. réttindalausan kennara. Ráðið hefur verið í allflestar kennara- stöóur, það sem er ófrágengið er brot úr stöðum í örfáum skólum. Kcnnarafundir eru í flestum grunnskólunum í dag og þing kcnnara á Norðurlandi eystra er á Laugum í Reykjadal 5. og 6. sept- ember en fyrir kennara á Norður- landi vestra á Siglufirði 7. og 8. október. Fyrstu nemendurnir mæta svo í skólann 7. september nk. GG Á mánudaginn, á 132 ára afmæli Akurcyrar, afhenti Icirlistakunan Margrct Jónsdóttir bænum litia vatnslaug scm hún hcfur gert í Lystigaröinum. Laugin er aöallcga hugsuö fyrir börn að busla og leika scr í og þau voru fljót að taka við sér eins og myndin sýnir. Mynd: GT Engin stefnumörkun um húsaleigu- bætur hjá bæjar félögu m á Norðurlandi Ekkert bæjarfélag á Norður- landi er byrjað að huga að greiðslu húsaleigubóta að sögn bæjarstjóra þar en ekki náðist þó í bæjarstjórann á Húsavík til þess að staðfesta þetta. „Sveitar- stjórn skal ákveða fyrir 1. októ- ber ár hvert hvort sveitarfélagið greiði húsaleigubætur næstkom- andi ár,“ eins og segir í lögum um húsaleigubætur sem sam- þykkt voru á Alþingi í vor. Að- eins er því einn mánuður til stefnu til þess að ákveða hvort íbúar í leiguhúsnæði fá greiddar húsaleigubætur á næsta ári. Samkvæmt drögum að reglu- gerð samkvæmt lögunum yrði grunnijárhæð bótanna 7.000 kr. á mánuði fyrir hverja íbúð. Að auki bættust við 4.500 kr. fyrir fyrsta barn, 3.500 kr. fyrir annað og 3.000 kr. fyrir þriðja. Til við- bótar kæmu 12% þess hluta IciguQárhæðar er Iiggur á milli 20.00-45.000 kr. Húsaleigubætur myndu samkvæmt drögunum skerðast óháð fjölskyldustærð í hverjum mánuði um 2% af árs- tekjum umfram 1,5 millj. kr. og þær yrðu aldrei hærri en sem nemur 50% af leigufjárhæð - að hámarki 21.000 kr. á mánuði. Dagur hefur undanfarið kannað undirbúning að greiðslu húsa- Icigubóta hjá stærstu sveitariélög- unum á Norðurlandi, þ.e. hjá sex af sjö bæjarfélögum. Af samtölum við bæjarstjóra og staðgengla þcirra, sem Dagur náði tali af, virðist að engin stefnumörkun hafi farið fram um það hvort greiddar verði húsalcigubætur á næsta ári en ákvöróun um það er í höndum svcitarstjórna samkvæmt lögum nr. 100/1994 um húsaleigubætur. Ríkið myndi endurgreiða sveit- arfclögum 60% af greiddum bótum. Þáverandi bæjarstjóri á Blönduósi, Ofeigur Gestsson, sagði í samtali við Dag að engin stcfnumótun hefði farið fram þar - allt aö 21.000 kr. á mánuði frá og meö janúar nk. enda væri lítió urn húsnæði á al- mennum markaði - þ.e. sem lög um húsaleigubætur tækju tii. Menn hefðu kynnt sér lögin cn beðið hefði verið eftir ákveðinni breytingu á þeim. Snorri Björn Sigurðsson, bæj- arstjóri á Sauðárkróki, sagðist bú- ast við að stóru sveitarfélögin fyrir sunnan yrðu fyrst til að taka ákvörðun í þessu cfni. Gerði hann ráð fyrir að bæjarstjórnin á Sauð- árkróki myndi þefa uppi hvað aðr- ir aðilar ætluóu að gera varðandi húsaleigubætur. Snorri Björn sagöi þó mismikla ástæöu til þess að greiða niður húsaleigu eftir því hver húsaleigukostnaóur væri. Hann benti á að helst yröi að vera samræmi varðandi þetta mál á ein- stökum svæöum enda gæti greiðsla húsaleigubóta ella orkað tvímælis út frá sjónarmiðum um jafnræði borgaranna. Ekkert hefur verið rætt um greiðslu húsaleigubóta á Siglufirði að sögn Björns Valdimarssonar bæjarstjóra. Kristinn Hreinsson, bæjarritari á Olafsfirði, sagði enga ákvörðun um greiðslu húsaleigubóta liggja fyrir en hún yrði tekin fijótlega. Málið væri stutt á veg komið en fylgst yröi með þróun þess annars staðar. Húsnæðisnefnd hcfði kynnt sér þessi mál og væri með þau í skoðun. Bæjarstjórn Dalvíkur hefur enn ekki tekið afstöðu til greióslu húsaleigubóta að sögn Rögnvalds Skíða Frióbjörnssonar bæjarstjóra. „Akvörðun vcrður tekin innan til- skilins tíma um það hvort og með hvaða hætti þetta verður fram- kvæmt,“ sagði Rögnvaldur Skíði í samtali við Dag. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði aðspurður að eng- in ákvörðun heföi verið tekin urn hvort greiddar yrðu húsaleigubæt- Dræm loðnuveiði Mjög hefur dregið úr loðnu- veiði undanfarna sólar- hringa en hennar hefur helst orðið vart við miðlínu milli ís- lands og Grænlands. Á þriðju- dag og miðvikudag var aflinn rúm 6 þúsund tonn og er þá heildarafli íslensku skipanna orðinn 192 þúsund tonn, eða 30% af úthlutuðum kvóta. Á sama tíma í fyrra var aflinn 275 þúsund tonn. Afli erlendra skipa sem landað hafa hérlendis er 29 þúsund tonn. Örn KE-13 landaöi 550 tonn- um á Raufarhöfn í gær og segir Sigurður Sigurðsson, skipstjóri, að þetta sé góð loóna en lítið af henni en hún hali haldið norður mcð Grænlandi og síðan horfið þegar hún kom að 68 gráðum 30’, og ekki fundist altur þrátt fyrir lcit margra báta á svæöinu. „Flestir bátarnir hafa leitað norðan og vestan miölínunnar en einnig leituðu nokkrir bátar austur undir Kolbeinsey í nótt. Hvalirnir hafa ekki verið til vandræða núna, þcir fóru ábyggilega mcð loönun- inni norður eftir. Við höfum séð mikið af loðnu, en það hefur gengið crfiðlcga að veiða hana vegna einhverrar drullu í sjónum og mikils straums en hún er ekki í stórum torfum, hálfgerður „peóringur”. Það hcl'ur þurft að kasta oft til þcss að fá fullfermi, t.d. köstuðum við 10 eða 12 sinnum til að ná þessum tonnum sem við fengum. Þegar best hefur látið höfum við fengið 400 tonn í einu kasti og það rcdd- ar túrnum alveg,” sagði Siguröur, skipstjóri á Erni KE. GG ur á Akurcyri á næsta ári en fjallað yrði urn málið í bæjarstjórn á næstunni. Ekki náðist í Einar Njálssson, bæjarstjóra á Húsavík. GT Allt fyrir garðinn í Perlunni við 0KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565 I----------------- I I 1 18 þvottakerfi | 5 kg þvottur IHitabreytirofi 600 snúninga | Rústfrír pottur I Frábært verð 39.900,- I stgr. . . |4 KAUPLAND m Kaupangi v/Mýrarveg. sími 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.