Dagur - 09.09.1994, Síða 1
Sextán ára á stolnum bíl:
Gripinn með
fíkniefni
- hefur viðurkennt
nokkur innbrot og
fíkniefnaneyslu
Afimmta tímanum í fyrrinótt
barst lögreglu á Akureyri
tilkynning um innbrot í Dekkja-
höllina við Draupnisgötu. Við
eftirgrennslan kom í Ijós að það-
an hafði horfið bifreið sem síðan
sást fara norður úr bænum. Lög-
reglan á Dalvík náði ökumann-
inum sem reyndist hafa amfet-
amín í fórum sínum. Hann er
aðeins 16 ára og hefur lögregla
áður haft af honum afskipti.
Lögreglan á Dalvík sá bílinn
koma frá Arskógssandi og stefna
inn Þorvaldsdal. Lögreglan elti og
náði manninum og Akureyrarlög-
reglan kom síðan til aðstoðar.
Við leit á fundust fíkniefni í
fórum mannsins. Um var að ræóa
amfetamín og hefur hann jafn-
framt viðurkennt hassneyslu. Viö
yfirheyrslur hefur maðurinn játaó
fleiri innbrot sl. nótt en síðdegis í
gær var hann enn í yfirheyrslu og
málið í rannsókn. Umræddur maö-
ur er aðeins 16 ára gamall og þ.a.l.
án ökuréttinda en hefur áður kom-
ið við sögu lögreglu vegna bif-
reiðaþjófnaðar. HA
Varöskipiö Óðinn frá
Hammerfest í dag:
Skildi eftir slas-
aða sjómenn
- en tók olíu
og sjúkragögn
Varðskipið Óðinn heldur frá
Hammerfest í Norður- Nor-
egi í dag áleiðis í Smuguna eftir
að hafa tekið olíu, kost og
sjúkragögn fyrir lækninn sem er
um borð. Um 40 íslenskir togar-
ar eru á veiðum í Smugunni, og
er mikil ánægja meðal sjómann-
anna með nærveru varðskipsins
en um 800 íslenskir sjómenn eru
á þessum slóðum. Koma Óðins
til Noregs virtist ekki vekja
mikla athygli íbúa Hammerfest
þrátt fyrir deilu þjóðanna, en
Qöldi norskra fjölmiðlamanna
tók hins vegar á móti skipinu.
Varðskipið Óóinn verður í Bar-
entshafi fram eftir septembermán-
uði, jafnvel lengur ef íslensku tog-
aramir halda áfram veióum á
þessum slóðum. I gær var veiði
fremur treg á þessum slóðum eftir
mokveiði undanfama daga. Varð-
skipið kom í gær úr Smugunni
meó fimm sjómenn og einn blaða-
mann frá Morgunblaðinu, en fjórir
sjómannanna voru slasaðir á hendi
og einn í baki. Sjómennirnir eru af
togurunum Júlíusi Geirmundssyni
frá Isafirói, Snorra Sturlusyni frá
Reykjavík, Margréti frá Akureyri
og Sigli og Siglfírðingi frá Siglu-
firói. Reiknað var með að sjómaó-
urinn af Siglfirðingi færi aftur
með Óöni í Smuguna eftir rann-
sókn á sjúkrahúsinu í Hammer-
fest, en hinir héldu heim á leið.
GG
Rekstur KEA fyrstu 6 mánuði ársins:
Mun betri afkoma
- batinn fyrst og fremst þakkaður
lægri fjármagnskostnaði
Uppgjör fyrir rekstur Kaup-
félags Eyfirðinga fyrstu 6
mánuði þessa árs liggur nú fyrir.
Um er að ræða rekstur móður-
fyrirtækisins eingöngu án dótt-
urfyrirtækja. Niðurstöður upp-
gjörsins sýna að umskipti hafa
orðið til hins betra í rekstri fé-
lagsins miðað við sömu mánuði í
fyrra.
Velta móðurfyrirtækisins hefur
aukist um 5% miðað við síðasta ár
og var nú 3.887 milljónir, launa-
greióslur hafa aukist um 1% voru
623 millj., hagnaóur fyrir fjár-
magnsliói nam 136 millj. saman-
borið við 128 millj. fyrir sama
tíma í i'yrra. Fjármagnsgjöld að
frádregnunt fjármagnstekjum voru
103 millj. til gjalda samanborið
við 229 millj. í fyrra og nú varð
hagnaður af rekstri 24 millj. sam-
anborið við tap fyrstu 6 mán. síð-
asta árs sern nam 107 millj.
Batinn að þessu sinni er fyrst
og fremst þakkaður lægri fjár-
magnskostnaði. 1 fyrra voru ljár-
magnsgjöld mjög há, m.a. vegna
gengisfellingar í júní það ár og
einnig voru vextir mun hærri þá
en nú.
Magnús Gauti Gautason kaup-
félagsstjóri kvaðst afar ánægður
með að uppgjörið sýndi bata í
rekstri en hvort hann væri nægjan-
legur yrði síðan að koma í ljós.
„Við bíðum með að segja mikið
um þetta þar til 8 mánaða uppgjör
liggur fyrir en nú er unnið aó því.
Inn í því uppgjöri verða einnig
dótturfyrirtæki Kaupfélagsins,"
sagði Magrtús Gauti. Hann sagði
niðurstööuna svipaða því og búist
var við, sumt hafi gengið lakar og
sumt betur.
Þróunin hefur verið sú að af-
koma í verslun og afuróareikning-
um hefur batnað en ýmist versnað
eða staðió í stað í iðnaðar-, þjón-
ustu og sjávarútvegsgreinum.
Reiknað er meó aó 8 mánaða upp-
gör liggi fyrir um miðjan október
og þá sést betur hver staðan cr.
HA
Forstoðumaöur Atvinnumálaskrifstofu
Akureyrarbæjar:
Líklegt að Hallgrímur Guð-
mundsson verði ráðinn
umsækjendur voru Ármann
Sverrisson, Ásbjörn Dagbjarts-
son, Elín Antonsdóttír, Frímann
Frímannsson, Guðrún Gísla-
dóttir, Svava Theodórsdóttir og
Hallgrímur Guðmundsson. Hall-
grímur var bæjarstjóri í Hvera-
gerði á sl. kjörtímabili en þar áð-
ur bæjarstjóri að Höfn í Horna-
firði.
Bæjarstjóraskipti urðu í Hvcra-
gerði eftir síðustu kosningar, m.a.
vegna þess að Sjálfstæðisflokkur-
inn vann þá hreinan meirihluta, en
Hallgrímur segir aó ráðning hans
hafi verið ópólitísk en honum hafi
ekki samið við núverandi forseta
bæjarstjómar og því hafi endur-
ráóning ekki verið á dagskrá af
beggja hálfu.
Finnur Birgisson arkitekt, vara-
formaður atvinnumálanefndar Ak-
ureyrar, segist ekki geta staðfest
að Hallgrímur verði ráðinn í starf-
ið, en vissulega hafi málið verið
reifað við hann og væntanlega
verði gengið til samninga við
hann á næstunni. Eftir eigi að
koma í ljós hvort um semst milli
hans og atvinnumálanefndarinnar.
Formaður hennar, Guðmundur
Stefánsson, er í sumarfríi fram í
næstu viku og er þá fyrirhugað að
boða fund og taka ákvörðun uni
ráðningu forstöðumanns.
Hallgrímur Guðmundsson segir
að sér sé ekkert að vanbúnaði aó
koma norður ef af ráðningu verð-
ur, og vilji þá hraða því vegna
skólagöngu barnanna, en hann sé
m.a. með búslóð í Hafnarstræti
41, fasteign sem hann er eigandi
að. GG
Dröfn hf. á Sauðárkróki:
Rækjuframleiðslan orðin
meiri en á öllu sl. ári
Aþessu ári hefúr rækjuverk-
smiðjan Dögun hf. á Sauð-
árkróki unnið liðlega 1.400 tonn
af rækju, en hæst hefúr verk-
smiðjan komist í að vinna 1.250
tonn á heilu ári. Á árinu 1993
var framleiðslan rétt um 1.000
tonn. Enn eru eftir þrír og hálfur
mánuður af árinu svo ársfram-
leiðslan gæti farið í rúm 1.800
tonn ef tekið er mið af meðal-
talsframleiðslu.
Tómas Ástvaldsson, verkstjóri
hjá Dögun hf., segir ástæðu þess-
arar miklu framleiðslu vera góða
veiði, fleiri báta og ekki síst batn-
andi afurðaverð í Bretlandi og því
Ieita menn eftir meira hráefni þeg-
ar bjartsýnin í rækjuiðnaðinum fer
vaxandi að nýju. Tómas segist
vona aó horft sé nú fram til betri
tíðar í rækjuveiðum og vinnslu á
íslandi.
Innfjarðarrækjuveiói hófst ekki
á Skagafirði haustiö 1993 fyrr en í
nóvembermánuði, en framan af
hausti var rækjuveiði bönnuð á
Skagafirói vegna mikillar
smáýsugöngu á rækjuslóð. Heild-
arkvótinn 1993 til 1994 var 500
tonn, en Hafrannsóknastofnun
hefur gefið út bráðabirgðakvóta
sem er 1.000 tonn á Húnaflóa, 350
tonn á Skagafjörð, 500 tonn á
Skjálfanda og 600 tonn á Öxar-
fjörð. Haustleiðangur Hafrann-
sóknastofnunar hefst 12. septem-
ber nk. á Arnarfirði á rannsóknar-
skipinu Dröfn og síðan verða
veiðisvæðin fyrir Norðurlandi
könnuð. Veiðileyfi kunna því í
fyrsta lagi að verða gefin út í byrj-
un októbermánaðar ef ekkert
hamlar veiðum eins og
smáýsugangan gerði á Skagafirði
sl. haust.
Þessi aukna vinnsla á árinu hjá
Dögun hf. hefur ekki kallaó á auk-
ið starfslið, starfsmannafjöldinn er
15 manns og unnið á einni vakt.
Dögun hf. á útgerðarfyrirtæki sem
heitir Marver og gerir út rækjubát-
inn Haföm. Einnig kaupir verk-
smiójan rækjuaflann af þremur
öðrum bátum, þ.e. Jökli frá Sauð-
árkróki, Sólborgu frá Fáskrúós-
firði og Snæfara frá Hafnarfirði,
sem væntanlega verður á rækju-
veiðum hjá Dögun hl'. til næstu
áramóta.
Framkvæmdastjóraskipti hafa
orðið hjá fyrirtækinu. Ómar
Gunnarsson hefur hafið störf hjá
Samskipum í Reykjavík en Ágúst
Guðmundsson tekið við fram-
kvæmdastjórastöðunni. GG
Flest bendir nú til að Hall-
grímur Guðmundsson í
Hveragerði verði ráðinn for-
stöðumaður atvinnumálaskrif-
stofu Akureyrar en starfið var
nýlega auglýst laust til umsókn-
ar. Níu umsóknir bárust, tveir
óskuðu nafnleyndar, en aðrir
Fyrsti skóladagurinn
I gær hófu grunnskólar á Akureyri starfsemi sína. Margir eru að koma í
skólann í fyrsta sinn og af svipnum á þcssum áhugasömu ncmendum að
dæma er skemmtilegur vetur framundan. Mynd: Robin.