Dagur - 14.09.1994, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 14. september 1994
Dcttifoss er cinn frægasti foss í Evrópu og þúsundir ferðamanna koma til að skoða hann á hverju sumri. Gert er ráð fyrir að þó Jökulsá yrði virkjuð væri hægt að halda ásýnd hans að mestu
óbreyttri yfir mesta ferðamannatímann með því að hleypa vatni framhjá virkjunarmannvirkjum. Tilfinningalegt gildi þess að setja „krana á Dettifoss“ með þcssum hætti er hins vegar erfitt að
meta.
Virkjanir vatnsfallanna norðan Vatnajökuls:
„Vatnsföllin miklu sem renna undan
Vatnajökli norðanverðum, Jökulsá á
Fjöllum og Jökulsá á Brú, búa yfír mikilli
virkjanlegri orku. Orkugeta þeirra
hvorrar um sig er álíka og öll vatnsorka
sem nú er virkjuð á Islandi, eða um
4000-4.500 GWh/ári (gígavattsstundir
á ári).“ Þannig hefst skýrsla vinnuhóps
sem iðnaðarráðuneytið skipaði seint á
síðasta ári til að draga saman fyrirliggj-
andi leiðir um virkjun Jökulsár á
Fjöllum og Jökulsár á Brú. Ljóst má vera
að ekki eru allir á eitt sáttir um hugmyndir
í þessa veru. Framkvæmdirnar hefðu í för
með sér verulega umhverfisröskun, meiri
en nokkur önnur framkvæmd á Islandi
hefur haft til þessa að mati Náttúru-
verndarráðs. Hér á eftir verða raktir þeir
kostir sem helst er talið að komi til
greina við virkjun þessara miklu vatns-
falla, kjósi menn á annað borð að hrófla
við þeim og umhverfísáhrif þeirra.