Dagur - 01.11.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 01.11.1994, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 1. nóvember 1994 - DAGUR - 9 ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Áhorfcndur voru vel mcð á nótunum og höfðu gaman af mótinu. íþóttir fatlaðra - boccia: Elvar íslands- meistari Um helgina fór fram íslands- mótið í boccia í íþróttahöllinni á Akureyri og þar fór heimamað- urinn Elvar Thorarensen úr Akri með sigur af hólmi. Hann sá á eftir titlinum í fyrra til bróð- ur síns og kom tvíefldur til leiks nú. Völsungurinn, Kristbjörn Óskarsson, varð í öðru sæti í hópi þeirra bestu. Mjög góð þátttaka var í mótinu að þessu sinni og öll framkvæmd mótsins fór mjög vel fram. Leikið var í fyrsta sinn eftir tímatöflu og gekk það mjög vel fyrir sig og skipulag var mjög gott. Skemmti- leg keppni var í öllum deildum og Norðlendingar voru sigursælir. Elvar sigraði sem áður segir í 1. deild eftir skemmtilega úrslita- keppni en Kristbjörn var annar, Sigurrós Karlsdóttir úr Akri þriðja, Hjalti Eiðsson úr ÍFR fjórði og Einar Scheving Thor- steinsson úr Ösp í fímmta sæti. I 2. deild var það Iris Gunnars- dóttir úr Snerpu sem sigraði en Tryggvi Gunnarsson úr Akri og Aðalsteinn Friðjónsson úr Eik komu þar skammt á eftir. Sigurður Kristjánsson, Ösp, varð fjórði og Jón Þorgeir Guöbjömsson, ÍFR, varð fimmti. Askell Traustason varð efstur í 3. deild og félagi hans úr Eik, Sævar Bergsson, kom honum næstur. Gunnar Birgisson, Nesi, varð þriðji og síóan komu Guöný Óskarsdóttir úr Ösp og Sigurrós Önundardóttir úr ÍFR. Akureyringur hirti einnig efsta sætið í 4. deildinni en þar var Arn- fríður Stefánsdóttir úr Akri efst og á eftir henni, kom Þjóturinn Arni Jónsson. Hrafnhildur Sverrisdóttir úr Snerpu frá Siglufirði varð þriðja, Þorsteinn Stefánsson, Akri, fjórði og Ölver Bjarnason úr Kveldúlfi fimmti. Sauðkrækingar einokuðu opng flokkinn og Sveinn Steinþórsson varð í fyrsta sæti. Örn Sigurðsson Elvar Thorarenscn, íslandsmcistari, cinbcittur á svip í úrslitakeppninni. og Kári Steinsson, félagar hans úr Grósku, komu þar á eftir. Hildur Haraldsdóttir, ÍFR, varð efst í rennuflokki, Kristinn Ás- geirsson Ösp varö annar og Aðal- heiður Bára Steinsdóttir úr Grósku varð þriðja. Þórey Jóhannsdóttir úr IFR varð fjórða og Þórhallur Jónsson úr Ösp fimmti. Sigurrós Karlsdóttir, Akri, varð í þriðja sæti og sýndi góða takta. Tryggvi Gunnarsson, Akri, fer lipurlcga mcð boltann. Það skiptust á skin og skúrir hjá kcppcndum. Aðalstcinn Friðjónsson, Eik, kast- k ar hér boltanuni fagmannlcga. v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.