Dagur - 12.11.1994, Page 4

Dagur - 12.11.1994, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 12. nóvember 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENTHF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTlN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Hugsað til framtíðar Með hverju árinu sem líður undirstrikast æ betur mikilvægi Háskólans á Akureyri fyrir bæjarfélagið og í raun alla landsbyggðina. Uppbygging há- skólanáms á Akureyri var orðin tímabær og sá tími sem liðinn er síðan skólinn hóf starf hefur opnað augu margra fyrir þeim vaxtarmöguleikum sem skólinn á í framtíðinni. Dagur skýrði í gær frá mikilvægum tímamótum sem kunna að vera framundan í starfsemi skól- ans, þ.e. flutningi starfseminnar í núverandi hús- næði vistheimilisins Sólborgar. Allt frá upphafi hefur verið ljóst að finna yrði skólanum viðun- andi stað í bænum þar sem möguleikar væru til að koma upp hentugu framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina. Alltaf hefur verið ljóst að mikil dreif- ing á starfseminni um bæinn væri neyðarbrauð. Því eru þær fyrirætlanir sem fyrir liggja fagnaðar- efni. Flutningur skólans í hús Sólborgar snýst ekki bara um fermetrafjölda heldur tengist þetta mál framtíðaruppbyggingu skólans. Forráðamenn skólans hafa lagt á það áherslu að ekki verði tek- in ákvörðun um flutning nema fyrir liggi nákvæm áætlun um uppbygginguna mörg næstu ár. Bjart- sýni Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra, í Degi í gær gefur fyrirheit um að af þessari lausn á húsnæðismálum skólans geti orðið og jafnframt að hrundið verði í framkvæmd áætlunum um byggingu kennsluhúss, rannsóknahúss, fyrir- lestrasalar og bókasafns við skólann. Fari sem horfir gætu þessar framkvæmdir orðið á næstu 5- 10 árum og það er mikilsvert fyrir atvinnulífið á Akureyri, verði ekki veruleg breyting á frá því sem verið hefur undanfarin ár. Erfitt er að mæla þær tekjur sem starfsemi skólans er að skila inn í bæjarfélagið nú þegar og út frá því má augljóst vera að hvert skref til uppbyggingar hans eru já- kvæðar fréttir. I UPPAHALDI Húnavaka á náttborðinu - hjá Skúla bæjarstjóra á Blönduósi kúli Þórðarson Stók við starfi bœjarstjóra á Blönduósi 1. ágúst síðast- liðinn. Skúli er Hún- vetningur, fœddur og uppalinn á Hvamms- tanga. Hann starfaði um árabil í Félags- málaráðuneytinu en varframkvœmdastjóri Sambands sveitarfé- laga á Norðurlandi vestra, búsettur á Hvammstanga, þang- að til hann tók við starfi bœjarstjóra á Blönduósi. Eiginkona Skúla er Sigurbjörg Friðriksdóttir kennari, þau eiga tvœr dœtur. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Vel tiireiddir kjötréttir." Uppáhaldsdrykkur? „Islenskt blávatn." Ertu liamhleypa til allra verka á heimilinu? „Það er nú tæplega hægt að segja það.“ Er heilsusamlegt líferni ofarlega á baugi hjá þér? Skúli Þórðarson. „Nei, ekki sérstaklega að öóru íeyti en því að ég hef áhuga á úti- vist.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú ? „Ég kaupi Morgunblaóið en hér á bæjarskrifstofunni ies ég Feyki, Dag og fleiri blöð.“ Hvaða bók er á náttborðinu lijá þér? „Það eru nokkrir árgangar af Húnavöku, ársriti Ungmenna- sambands Austur-Húnvetninga." Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Raggi Kalli og Erik Clapton." Uppáhaldsíþróttamaður? „Þcir eru margir góðir. Ég gcri ekki upp á niilli þeirra enda hef ég ekki sérstakan áhuga á keppn- isíþróttum." Staifarþú með einhverjum félaga- samtökum? „Nei, starfið hefur orku mína óskipta.“ Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Frcttir, vcður og fréttatengt efni.“ Hvar skemmtir þú þér best? „Ég skemmti mér best á fjöl- skyldusetrinu Grund í Vestur- Hópi með fjölskyldu og félögum við leik og störf.“ Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Ég hef mest álit á þeim stjórn- málamönnum sem eru að vinna aó góóum málum til hagsbóta fyrir land og þjóð hverju sinni. Núna fylgist cg til dæmis mcó Jóhönnu Sigurðardóttur." Hvar á landinu vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? „Ég myndi vilja fara vestur yflr Gljúfrá í Vestur- Hópið.“ Hvaða hluteða fasteign langarþig mest að eignast um þessar mundir? „Nýtt veiöihjól fyrir næsta sum- ar.“ Hvernig vilt þú helst verja frístund■ um þínum? „í útivist og vciðiskap." Hvað œtlarðu aðgera um lielgina? „Ef ég hef tækifæri til ætla ég á rjúpnaskyttcrí í Vainsnesfjalli." Áttu þér framtíðarmarkmið? „Aó gera mitt besta.“ KLJ MED MORCUNKAFFINU Ritarinn ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Áður en lengra er haldið pistlaskrifum þessum, vill höfund- ur taka þaó fram að þctta er bæði lýjandi og leiðinlegt verk- efni, auk þess aó vera mannorðsskemmandi í hæsta máta, eins og dæmin sanna. Vegna alls þessa hefur höfundur því brugðió á þaö ráö að stofna fyrirtækió „Hugsmiójan e.f.“, til heimilis á hinu fyrirhugaða fríiónaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll. í fram- haldi af því hefur fyrirtækið svo ráðió, í gegnum hið stjóm- vísindalega atvinnuleysisátak yfirvalda, niðurgrciddan starfsmann til að annast þessi vafasömu pistlaskrif í fram- tíðinni. Þó höfundur muni að sjálfsögóu áfram hafa yfirumsjón með verkefninu og þiggja laun samkvæmt því er öll ábyrgð á ritverkum þcssum, eftirleióis á herðum ritara. Enda pistl- unum ekki ætlað að birta álit eða skoðanir höfundar, heldur aðeins samantekt hans á skoðunum annara. Einkum ritara. Vegna hins takmarkaða rýmis, sem svona pistlum er ætl- að, gefst enginn kostur á aó kryfja nokkurt mál til mergjar, hvað þá heldur að beita skáldlegri andagift að nokkru ráði og mun höfundur því Iáta þaó ógert. Álit ritara er hins vegar það aó betra sé að skrifa svona pistil, en vera atvinnulaus. A því hefur höfundur enga skoðun frekar en öðru. Hallast þó helst aó því aó ritari hafi einhversstaóar heyrt málsháttinn „Betra er að veifa röngu tré, en öngvu" og tileinki sér síðan þaó viðhorf í störfum sínum og lífsháttum. Aðspuróur segist ritari ekki sjá neitt rangt við aö skrifa pistil. Éf höfundur eigi við blýantinn, sem þetta ranga tré, sé þvi til að svara að hvorki blýanturinn né ritari skeyti hið minnsta um rangfærslur og orðhengilshátt höfundar. Sem betur fer er höfundur þess fullviss aó blýanturinn hcfur enga - og ritari mjög takmarkaóa hæfileika til að meta snilligáfu og mun því ótrauður halda áfram starfi sínu. Raunar má segja aó þama í síðustu málsgrein setji höf- undur fram bæði skoðun og álit en hjá því verður vart kom- ist í svo persónulegu máli, sem hér um ræóir. Á hinn bóg- inn hefur höfundur ekki hugsaö sér að eyða hinu takmark- aða plássi, sem pistlinum er ætlað, í frekara karp við ritara, enda má hann hafa hverja þá skoóun sem honum sýnist á hvaða máli sem er öðru en hæfileikum höfundar sem höf- undar meðan álit hans er með þeim hætti, sem fram hefur komið. Mun höfundur því nú á þessari stundu snúa skörpum hugarsjónum sínum að ööru og brýnna málefni. Nefnilega hvernig best sé að ljúka þessum prýðilega pistli. Áður en að því kemur vill höfundur þó hreyfa öðru og ef til vill enn þarfara máli. Hvemig stcndur á því aó enginn pennafær maður meó fullu viti skuli ennþá af fullri einurð og frjáls- huga víðsýni hafa tekið upp hanskann fyrir ríkisstjóm vora og aðra „ábyrga“ aóila í þessu landi sem daglega liggja undir áföllum í hinu pólitíska ölduróti? Halda mcnn að það sé eitthvert grín að stjóma þessari þjóð, sem daglega elur af sér nýja atvinnuleysingja með síauknar kröfur um citthvað sem hvergi er minnst á í nokkru hagfræði- eða stjómvís- indariti. Þessari þjóð, sem varpað hefur allri ábyrgð á lífs- björg sinni á herðar örfárra einstaklinga. Sem betur fer hafa þó téðir einstaklingar fullt og óskoraó eignarhald á öllum bjargræðisvegum okkar, þannig að öf- undsjúkur og nöldrandi almcnningur fær í litlu spillt háleit- um hugsjónum þessara manna sem nótt og nýtan dag vaka yfir hagsmunum sínum og sinna nánustu, meðan ég og þú, lcsandi góður, fljótum sofandi að feigðarósi örbirgðar mcð tilheyrandi áþján og nióurlægingu. Nei, vinir góóir. Sjúgið þakklátir skóreimar þessara manna, eins og Italir spagettý og yður mun vel farnast. Nú hefur höfundur aftur brotið hlutlcysisásetning sinn, en hver fær orða bundist í slíku máli? Aðspuróur kvaóst ritari vera staðráðinn í að segja starfi sínu lausu, því slíkan þvætting gæti enginn maður með fullu viti hlustað á, hvaó þá látið sjá eftir sig svart á hvítu. Sem löghlýðinn og reglugeróaþenkjandi borgari og vinnuveit- andi benti ég ritara þá meó hinni mestu hógværð á þá aug- ljósu staðreynd aó þá færu atvinnuleysisbætumar hans auð- vitað út í veður og vind. Færðist ritari þá allur í aukana og talaði um ánauð og niðurlægingu, embættisafglöp og kvóta- brask, afturhvarf til miðalda, ónýta verkalýósforystu og sljóan lýó með svipuðu ofstæki og calvinskur biskup, eða norskur púritani cóa (og ojbarasta) kommúnisti. Þar næst minntist hann á fimmtu málsgrein pistilsins þar sem stendur „einkum ritara“. Taldi það illa hafa staðist í þessum pistli og kvaðst vona að það yrði betur virt í þeim næsta. Að endingu lýsti hann því svo yfir að áhyggjur höf- undar af endi þessa pistils væru öldungis óþarfar. Slík verk enduðu ævinlega á punkti og stundum basta. Auk þess þyrfti ekki endi þar, sem ekkert upphaf væri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.