Dagur - 12.11.1994, Síða 5

Dagur - 12.11.1994, Síða 5
Laugardagur 12. nóvember 1994 - DAGUR - 5 Að eignast barn Nýlega vakti viðtal við kvensjúkdómalækni í Reykjavík athygli vegna þeirra ummæla hans að íslendingar eignuðust of mörg börn og að hætta væri á að okkur fjölgaði of mikið. Hvernig standa málin á Akureyri? Hefur barnsfæðingum Qölgað á undanfórnum árum? Samkvæmt upplýsingum frá Fjórðungssjúkrahús- inu hefur tala fæddra barna verið svipuð síöustu þrjú ár, þó hefur dregió lítillega úr fæóingum. Arið 1991 fæddust 435 börn, ári seinna 423 böm og á síóasta ári fæddust 384 börn. I lok október höfóu um 280 börn litið dagsins ljós á sjúkrahúsinu. I ágúst sl. fæddust 29 böm sem eru óvenju fáar fæðingar því undanfarin ár hefur ágústmánuöur verió einn sá fjörugasti á fæóing- ardeildinni. A síðasta ári fæddust t.d. 45 börn í ágúst og áriö áóur 36 börn. Alíka margir strákar og stelpur fæðast aó jafnaói. Ljósmæóur á fæóingardeildinni segjast ekki hafa áhyggjur af því að Akureyringum fjölgi of mikið. A fæóingardeildinni eru rúm fyrir 14 sængurkonur. Yfirleitt dvejast þær í 5 sólarhringa á deildinni en upp á síðkastið hafa margar þeirra kosiö aö fara fyrr hcim. A heilsuverndarstöðvunum er víöa foreldrafræósla í tengslum vió mæðraeftirlitið. A endurhæfingarstöð- inni Bjargi er boðió upp á leikfimi fyrir barnshafandi konur og líkamsræktarstöðin Púlsinn hefur einnig á boóstólnum mæðralcikfimi. Fyrir nokkrum árum bauð fæðingardeildin upp á æfingar en það þurfti að fella þær niður vegna skorts á sjúkraþjálfurum. Hlutverki fæöingardeildarinnar lýkur þcgar forcldramir fara meö bömin heim. En hvernig líöur nýjum foreldrum á Akureyri? „Algjör himnasending“ ábyrgðarmikil staóa". Hulda „ciginlega finnst mér ég óskap- Björk telur mikilvægt að hún sé lega heppin að geta leyft mér heima mcð drenginn fyrsta árið og það". Hulda Björk Grímsdóttir og Arnar Birgisson mcð soninn. „Fyrsta fæðingin sérstökust“ Það er oftast ákveðinn ljómi yfír nýbökuðum foreldrum, ekki síst ef um fyrsta barn er að ræða. Hulda Björk Grímsdóttir og Arnar Birgisson eru þar engin undantekning. Þau ljóma af gleði þegar þau sýna stolt litla soninn sem fæddist þann 20. október sl. Huldu Björk leið mjög vel alla mcðgönguna og hún var í vinnu þar til hún var komin rúma átta rnánuði á leió. Hcnni fannst mæðraeftirlitið „hálf snubbótt", hún hefði þurft að bcra sig eftir flestum upplýsingum sjálf. Fæó- ingin gekk vel en tók sinn tíma. Arnar sagði frammistöðu og viö- mót lækna og hjúkrunarfólks fæð- ingardeildarinnar aðdáunarvert. Þrátt fyrir að Hulda Björk væri þreytt að lokinni fæðingu var hún í sjöunda himni þegar hún fékk drenginn í hendurnar. Hann var 14 merkur og 51 cm og hinn hraust- asti. „Hann er algjör himnasending," segir Hulda Björk, „mér finnst ég vera orðin fullorðin, þetta er svo Hrönn. Guðbjörg. Höfundar þessarar greinar eru Hrönn Kristinsdóttir og Guð- björg Gunnarsdóttir, nemendur í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Islands. Hrönn er fædd í Reykjavík árið 1965. Hún lærði leikhúsfræði og bókmenntir í V- Berlín í tvö ár og BA-prófi í kvikmyndagerð lauk hún í Los Angeles árið 1990. Guðbjörg er Reykvíkingur, fædd árið 1957. Hún lauk landa- fræði frá HÍ og kennsluréttindum. Það er greinilegt að hér búa börn. Fyrir utan húsdyrnar standa þríhjól, barnakerra og reiðhjól. Dyrnar opnar lítil stelpa með orðunum „ég á syst- ur sem er minni en ég“. Svana Zóphaníasdóttir og Hallgrímur Valsson eiga þessi börn. Þann 27. ágúst sl. fæddist þeim yngsta dóttirin Anna María. Fyrir áttu þau Heiðar fjórtán ára, Helenu ellefu ára og Hildi þriggja ára. Svana er ljósmóðir á fæðingar- deild Fjóðungssjúkrahússins. Hún hlakkar til að fara aftur að vinna. Hún hefur alltaf unnið úti þrátt fyrir börnin. „Eg vil endilcga fara aó vinna aftur því annars einangr- ast maður svo.“ Svana segir að allar meðgöng- urnar hafi verið svipaðar. „Fyrsta fæðingin var auðvitað sérstökust en hin þrjú skiptin voru líka upp- lifun og hvert og eitt barn ein- stakt." Svana scgist ekki ætla að eiga fleiri börn en hún hafi dregist dálítið út úr félagslífinu vegna þess aó fólk úr hennar kunningja- hóp væri yfirleitt ekki lcngur mcó lítil börn. Karín María Svcinbjörnsdóttir og Hcrmann Óskarsson og dóttirin. „Fínnst hún vera lítill gulImoli“ Karín María Sveinbjörnsdóttir situr sæl og brosandi á rúmi sínu á fæðingardeild Fjórðungs- sjúkrahússins með hvítvoðung í fanginu. Karín er 43 ára gömul og var að eignast dóttur eftir 16 ára hlé. Eiginmaður Karínar er Hermann Oskarsson og er þetta fyrsta barn þeirra hjóna saman. Fyrir á Karín tvö börn og Her- mann eitt. Litla dóttirin fæddist á kvenna- daginn 24. októbcr sl. Hún vó 13 og hálfa mörk og mældist 50 cm. Karín sagði það vera yndislegt aö eignast litlu dótturina. Meðgangan var svipuð þcim fyrri, fæðingin gekk vel og „ég klippti á naflastrcnginn," segir faðirinn stoltur. Litla stúlkan er vær og góð, sefur vel og tekur hraustlega til matar síns. Karín ákvað að fara í legvatnspróf „bara til þess að verða rólcgri,“ eins og hún sagði. Hún kvaðst tclja aö eldri foreldrar mætu hlutina á annan hátt en þeir yngri. Ungu fólki þætti sjálfsagt að gcta eignast börn og fyndist það c.t.v. ekkcrt svo merkilegt. „Mér finnst hún vera lítill gull- moli,“ sagði Karín urn dótturina. Það cr að verða æ algengara að konur um og yfir fertugt eignist börn og aöspurð um viðhorf vina og vandamanna svaraði Karín því til að allir hafi samglaðst þeim hjónum og systkinin væru ánægð með litlu dömuna. Ilclcna, Hildur og Anna María. 90 ár (irá stofnun Iðnaðarmannafélags Akureyrar Fyrir 90 árum laugardaginn 12. nóvember árið 1904 var haldinn á Hótel Akureyri undirbúnings- fundur að stofnun iðnaðar- mannafélags í Akureyrarbæ. Sama ár gekk í gildi reglugerð um próf iðnnema og mun hún hafa ýtt undir stofnun iðnaðar- mannafélags á Sauðárkróki. Til- gangur Iðnaðarmannfélags Akur- eyrar var meðal annars að efia framfaraviðleitni iðnaðarmanna á Akureyri, að hlynna að því að inn- lendur iðnaður festi dýpri rætur í þjóðfélaginu og að hlutast til um að nýjar iðngreinar yrðu stofnsett- ar á Akureyri. Því má ef til vill segja að í upphallegum tilgangi félagsins hafi falist vísir að nútím- anum sem endurspeglast í átakinu, „Islenskt, já takk“. Eitt helsta ætlunarverk og við- fangsefni félagsins var að koma upp og halda skóla fyrir vcrðandi iðnaðarmenn. Það var síðan í nóv- ember árið 1905 að iðnskóli tók til starfa í húsnæði Barnaskóla Akur- eyrar. Eitt af verkefnum iðnaðar- mannafélagsins á fyrstu starfsár- um þess var iðnsýning á Akureyri, sem var opnuð í Gagnfræðaskól- anum, nú Menntaskólanum, áriö 1906. I ljósi nútíma handverks- sýninga á Hrafnagili S Eyjafjarðar- sveit vekur athygli að í bókinni Iðnaóarmannafélag Akureyrar, þættir úr sögu félagsins segir um iðnsýninguna árið 1906. „Margs- konar smíði var þarna sýnd, list- iðnaður og hannyrðir og auk þess matar- og ostagerð. Meira var þar af munum cftir konur en karla og höfðu einkum konur á Akureyri sóma af sýningunni.“ Meðal fjöl- margra aðila sem hlutu verðlaun á þessari iðnsýningu var Vindla- verksmiðja Ottós Tulinius fyrir vindla og Stefán Jónsson á Munkaþverá fyrir ost. Iðnaðarmannafélag Akureyrar sem slíkt hefur nú verið lagt niður og önnur samtök iðnaóarmanna tekið við hlutverki þess. KLJ Hús Iðnaðarniannafélags Akurcyr- ar á horni Fróðasunds og Lundar- götu var vígt í nóvembcr árið ^ 1928. ^

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.