Dagur - 12.11.1994, Síða 8

Dagur - 12.11.1994, Síða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 12. nóvember 1994 Norðanmenn komu, sáu og sígruðu - Siddi og Gulli náðu frábærum árangri á íslandsmótinu í hárskurði Eins og fram hefur komið í Degi náðu bræðurnir Sigurkarl og Guðlaugur Aðalsteinssynir frá- bærum árangri á Islandsmeist- aramótinu í hárskurði og hár- greiðslu um síðustu helgi. Sigur- karl varð íslandsmeistari í hár- skurði og sigraði mjög örugg- lega, þar sem hann vann gull- verðlaun í öllum þremur grein- unum sem keppt var í. Guðlaug- ur var í þriðja sæti með jafn mörg stig e:ns og Ómar Diðriks- son, frá HáiKÍass í Reykjavík, sem hlaut annað sætið. Þessir þrír hárskerar skipa landslið Islands í hárskurði og er það í fyrsta sinn sem bræður eru saman í liðinu og einnig er það nýmæli aó meirhluti liösins skuli vera búsettur utan höfðuborgar- svæðisins. Samhliða kcppni í hárskurði er keppt um Islandsmeistaratitil í hárgreiðslu. I hárskurði greiða, blása, lita og klippa hárskerar karlkyns módcl en í hárgreiðslu eru það hárgreiðslumeistarar sem hafa hendur í hári kvenna. Passion Sigurkarl, eða Siddi, hefur rekió hársnyrtistofuna Passion á Akur- eyri síðan árið 1986 og ári síðar kom bróóir hans Guðlaugur, Gulli, til starfa á stofunni. Um þessar mundir kemba sex starfsmenn hár viðskiptavina hár- greiðslustofunnar og að sögn Sidda er nóg að gera og taldi hann að svo væri um flestar hár- greiðslustofur norðanlands. „Mér frnnst fagfólk hér á Norð- urlandi fylgjast mjög vel með. Fé- lag hárgreiðslufólks á svæðinu hefur verió duglegt að halda nám- skeið og þau hafa verið vel sótt. Eg tel að Norólendingar eigi kost á góóri þjónustu á þessu sviði og megi vera virkilega ánægðir með hana,“ sagði Siddi. Arum saman eini keppand- inn utan Reykjavíkur En snúum okkur að keppninni. Það segir sína sögu að frá því Siddi keppi fyrst á Islandsmóti í hárskurói ái.ð 1981 hefur hann Akureyrarliðið i harskurði, Guðiaugur Aðalsteinsson, Hermóður Hilmarsson, Þórður Steindórsson, Kári Magnús- son, Friðrik Biöndai og Islandsmeistarinn Sigurkarl Aðalstcinsson. Mynd: Robyn. verið eini keppandinn, sem býr og starfar utan Reykjavíkur. Enda sagói Siddi kærkomið að hafa nú fengið annan hárskera héðan að norðan í hóp keppnismanna í hár- skurói og ekki spillir það sam- vinnunni að um bróður og sam- starfsmann er aó ræða. Siddi hefur í öll þcssi ár verió í landsliói Islands í hárskurði og alls fjórum sinnum hafnað í öðru sæti í keppninni um Islandsmeist- aratitilinn. Bestum árangri á erlendri grund hefur hann náð þegar hann hlaut gullverðlaun fyrir tískulínu í hárskurði á stórmóti hárgreiðslu- fólks í París áriö 1992. En sem sagt nú varð Siddi Is- landsmeistari með fullt hús stiga og er það í fyrsta sinn sem sami einstaklingur sigrar í öllum þeim greinum sem keppt er í á Islands- móti. [slandsmeistarinn Siddi að störfum, módelið cr Þórður Steindórsson. Gulli kom á óvart Siddi á langa keppnissögu í hár- skurði að baki en hvað með Gulla. - Ert þú nýliði á keppnissviðinu, Gulli? „Eg hef tvisvar áður tekið þátt í Islandsmótinu í hárskurði. Arió 1987 varð ég Islandsmeistari nema í hárskurði og í hitt skiptið náði ég ekki sérstökum árangri. Því hef ég litla keppnisreynslu og árangurinn í keppninni um síðustu helgi kom mér skemmtilega á óvart.“ - Fannst þér Gulli ekki standa sig vei, Siddi? „Þetta var frábært hjá honum. í raun ætti honum ekki aó geta gengió svona vel þar sem hann hefur ekki næga keppnisreynslu til þess, því kom þetta gífurlega á óvart. Það tekur yfirleitt mörg ár að ná þessum árangri en auðvitað gat ég miðlað honum af minni reynslu og ég hafði séð þaó á æf- ingum að hann hafði alla burði til að gera góða hluti.“ Æft mánuðum saman - Var þetta erfið keppni, Guðlaug- ur? „Þetta tekur virkilega á taug- arnar, er mikið stress. Undirbún- ingurinn hefur líka tekió gífurleg- an tíma.“ - Siddi, hvemig fer keppnin fram? „Hver keppandi mætir með tvö módel og svo er keppt í þremur greinum áferðargreiðslu, sem er kvöldgreiðsla herra, tískulínu og frjálsum formblæstri. í raun er Gulli að leggja síðustu hönd á verk- ið, það er Friðrik Blöndal sem situr í stólnum. tíminn sem ætlaður er í hverja grein allt of stuttur og því skiptir miklu aö þjálfa hraðann.“ - Er búið aó æfa mikið? „Já, það er óhætt að segja það. Við byrjuðum að undirbúa okkur í mars og í júní vorum viö búnir að velja módelin. Síða hafa strákarnir ekki getað klippt sig eins stutt og þeir hefðu viljað. Það hefur verió æft meira og minna á kvöldin og um helgar og eiginkpnur okkar bræðra, Ingibjörg og Ólafía, hafa sýnt mikla þolinmæöi. Strákarnir sem voru módel hjá okkur, Þóróur Steindórsson, Friðrik Blöndal, Hermóður Hilmarsson og Kári Magnússon, stóðu sig líka frábær- iega vel og eiga svo sannarlega sinn þátt í velgengninni,“ sagði Siddi. H------ ■ ... ■ -..-- ■ J ' Framsóknarvíst Spílakvöld Þríggja kvölda keppni Þríðja spílakvöld. Framsóknarvíst að Hótel KEA míðvíkudagínn 16. nóvember kl. 20.30. Kvöldverðlaun fyrir hvert kvöld. Góð heíldarverðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. AÍIir veíkomnír. Framsóknarfélag Akureyrar. H1—■ - ......- - - - j Landsliðsmenn á Akureyri á leiðinpi á stórmót - Er svo næsta vers að keppa meö landsliði Islands í hárskurði, Siddi? „Já, vió eigum að keppa á Evr- ópumcistarmóti, Norðurlanda- meistarmóti og Heimsmeistar- móti. Þessi mót krefjast gífurlegs undirbúnings og auk þess er mjög dýrt að taka þátt í þeim. Hársnyrti- sambandið hér á Norðurlandi hef- ur stutt mig fjárhagslega vegna keppninnar meó landsliðinu en það veróur sífellt erfiðara og erf- iðara að komast á mótin fjárhags- lega séó.“ - Hverju breytir það fyrir ykk- ur í daglegu starfi hér á stofunni aó taka þátt í keppni? „Það eykur áhugann og er auk þess geysileg þjálfun í þeim grunnatriðum, scm eru grundvöll- ur vinnunnar á stofunni,“ sagói Gulli. - Ertu sammála, Siddi? „Já, svo verður keppnin líka til þess að nákvæmnin eykst ósjálf- rátt í öllum klippingum. Mér fannst á tímabili að ég væri oröinn óþolandi nákvæmur en nú er ég mjög sáttur við að vera það.“ / Islandsmeistarinn - Nú tókst þér að veröa íslands- meistari, Siddi, eftir að hafa fjór- um sinnum orðiö í öðru sæti. Hvað var það sem gerói gæfu- muninn? „Þetta var minn dagur og ég var með frábæra stráka sem mód- el. Strákarnir sem voru módel hjá okkur eru á heimsmælikvarða, toppmódel, jákvæðir og hressir með rétta hárió og höfuðlagið. Þetta var einstaklega skemmti- legur og samhentur hópur. Við skutum keppinautunum skelk í bringu þegar við komum i salinn, sex manna samhent lió aö norðan og ekki að ástæóulausu. Þegar úrslit voru tilkynnt eftir fyrstu greinina og ég hlaut gullið en Gulli silfrið þá strax sást hvert stefndi," sagði Sigurkarl Aðal- steinsson, Islandsmeistari í hár- skurði árió 1994. Hvernig verður jólaklippingin í ár? „í dag cru margar línur í hártísku vinsælar bæði fyrir dömur og herra. Sem dæmi má ncfna að í dömuklippingunum eru topparnir áberandi, breiðir bartar og þverar línur í hnakkann í stuttu hári. Þetta kemur í kjölfar tjásuklippingar, sem var í tísku í sumar. Litir eins og koparbrúnt og gyllt eru vinsæl- ir, en um þessar mundir er mikið um litun og strípur af ýmsu tagi. Permanent er hinsvegar ekki al- mennt en hinsvegar eru alltaf ein- staklingar sem kjósa að nýta sér það. I herratískunni er það stuttalín- an sem er áberandi. Annars vegar mjög stutt í vöngum en meira hár uppi á höfðinu og hins vegar stutt hár greitt fram meó tjásuðum toppi.“ KLJ Pönnukökur fyrír gesti í Vín Pönnukökuveisla veröur í Blóma- skálanum Vín í Eyjafjaróarsveit á morgun í tilefni af 10 ára afmæli skálans á þessu ári. Haldið var upp á afmælið meö veglegri veislu í sumar og á morgun er ætlunin að endurtaka pönnukökubaksturinn og gefa gestum pönnukökur að hætti skálans með kaffinu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.