Dagur


Dagur - 12.11.1994, Qupperneq 9

Dagur - 12.11.1994, Qupperneq 9
Laugardagur 12. nóvember 1994-DAGUR-9 Litla timburhúsið hennar Lenu í Dæli er heill heimur út af fyrir sig. Þar er þráðurinn spunninn úr náttúrumunum, þeli, fíðu, skinni og hári, húsgögnin eru íslensk og forn og leikfang litla barnsins sem liggur á gæruskinninu leggur. Lenu fylgir hógværð, mildi og friður en Qölbreytt sköpunar- verk hennar vitna um frjóan hug og listrænt handbragð. Hún skapar íslenska muni og vinnur að því að auka veg og virðingu forns íslensks handverks en hún er fæddur Norðmaður og sleit bernsku- skónum í Afríkuríkinu Líberíu. Gefum Lenu Zachariassen orðið: ^ Hrosshár öðlast nýtt hlut- ~ verk í höndum handverks- konunnar. cn ég er sífeílt aö fást við eitthva nýtt. Nú linnst mér til dæmis mjö gaman aö súta skinn og vinna t. þeim. Hár í niatnum Ég var lcngi mcö handverkiö í cldhúsinu og þá voru alltaf hár matnum í Dæli. Það var heldui ekki hægt aö hengja skinn upp un allt cldhús, þaö eru ailt aórii möguleikar síöan ég fékk þett; hús. Ég fékk styrk frá Menningar sjóöi Sparisjóðs Svarfdæla til ac halda áfram handverkinu og einnig hef ég fengið styrk frá Smáverkefnasjóöi landbúnaðarins. Þcssir styrkir hvöttu mig til að halda áfram. I húsi handverkskonunnar „Ég er frá Tönsberg, sem er sunnarlega í Noregi, en forcldrar mínir íluttu til Líberíu þegar ég var sex ára gömul og þar bjó ég til tólf ára aldurs. Þess vegna cru all- ar mínar æskuminningar frá Lí- beríu en faðir minn var aö vinna þar hjá alþjóölegu fyrirtæki í þró- unarhjálp. Æskuár í Líberíu Það var stórkostlegt að alast upp í Líberíu. Viö krakkarnir þurftum aö treysta á eigin frumkvæói og ímyndunarafl, vió áttum ekkert dót, náttúran var í senn leikvöllur okkar og leikfang. Þarna var fólk frá mörgum þjóðum og eitt sinn átti ég bekkj- arsystkini frá 17 löndum. Noregur og Afríka eru mjög ólík lönd og ég held aó Island sé líkara Afríku en Noregi. Það er svo stutt síóan fólkiö bæói hér á Islandi og í Afr- íku þurfti að bjarga sér sjálft og þar eins og hér hefur verió mikil cinangrun og nauðsynlegt að kunna að búa að sínu. Að þessum sex árum liðnum fórum við aftur til Noregs. Að festa rætur Ég festi aldrei fullkomlega rætur í Noregi á ný og svo cndaði ég hér í Skíðadal og hér hef ég náð að festa rætur. Sennilcga var það for- vitnin sem varð til þcss að ég kom hingað. Ég frétti að þaó væri auð- velt aö fá vinnu á íslenskum bóndabæ og hafði samband við sendiráðið og fékk í framhaldi af því vinnu á Melum í Svarfaðardal. Nú cru liðin 13 ár síðan ég kom hingað í Svarfaðardalinn til að vinna á búinu hjá Svönu. Til tunglsins Ég kom hingað að sumarlagi og ég man að ég hugsaði með mér, Lene hvaó ert þú að gera hér?, þegar ég sat í rútunni á lciðinni frá Keflavík til Reykjavíkur. Það er rnjög sérstakt fyrir þann sem ekki hefur séð Island að byrja á því að fara þessa leió. Mér fannst ég allt eins geta verið komin til tunglsins. Ég var því ánægð meó Svarfaðar- dalinn þegar ég kom þangað. Hausar á matarborðinu Það sem ég minnist hclst af minni fyrstu reynslu héðan var þegar ég hitti sviðahausana í fyrsta sinn. Þarna lágu þeir á matarborðinu og ég hugsaði, guð minn góður hvað er þetta! Eg hef ekki enn fengið mig til aó boröa sviða- hausa. Hér á íslandi er gott að vera en þaó er ótrúlega erfitt aó læra tungumálið. Ég verð líka á vissan í mildum móðurörmum. ► hátt alltaf útlendingur. Mcðal ann- ars vegna þess að ég cr ekki af ís- lenskum bændaættum. Islending- um finnst fólk fyrst fullgilt þcgar þeir geta rakið saman ættir þess og sínar og það er ckki hægt í mínu tilfelli. Móðir - Handverkskona - Bóndi Ég og maðurinn minn, Oskar Snæberg Gunnarsson, búum mcð kýr hér í Dæli við mynni Skíða- dalsins. Foreldrar Oskars cru með sauðfé og hér cru líka nokkur hross og kanínur. Við cigum þrjú börn, Tómas Ýniir 10 ára, Irisi Björk 5 ára og lítinn herra Eyþór Frey fimm mánaða. Ég vinn aó handverkinu sam- hliða búinu, leitast við aó finna jafnvægi á milli þess aó vera bóndi, móðir og handverkskona. Hráefnið sem ég vinn úr er að- allcga þaó sem aðrir henda. Ég fæ ánægju út úr því aó geta breytt því scm talið er einskisnýtt í hand- vcrksmuni. Ég vinn mikið úr hrosshári, bæöi mcð hefðbundnu gömlu að- feróinni sem tíðkaðist hér um ald- ir, en ég reyni líka að koma með nýjungar til að auka Ijölbreytnina í nýtingu hrosshársins. Pung breytt í blómapott Ég vinn úr faxi, tagli og búkhári hcstsins. Til dæmis hef ég prjónað vcsti úr búkhári en búkhárió var meðal annars notað í tátiljur í gamla daga. Ég hef líka nýtt ýmislcgt sem fátítt cr að nýta úr nautum, hér getur þú séð blómapotta, hatta og fieyghulstur úr nautspungum og þessi litli sekkur var einu sinni hlandblaðra í nauti. Ég vinn muni úr fióka, sem cr úr ull og kanínu- fiðu, til dæmis þcnnan þorrablóts- hatt. Ég nýti líka ýmislegt sem fellur til úr refum, minkum, geit- um, lömbum, köttum, hundum og flciri dýrum. Oft kcmur til mín fólk með hár af uppáhaldsdýrinu sínu og biður mig að vinna muni úr því. Þaö finnst mér skemmtilegt því aó á bak við þannig rnuni liggur saga og ást, það gefur þeim aukið gildi. Mér finnst gaman að lita og spinna band úr fjölbreytilcgu hrá- efni, ég hef til dæmis bæói spunn- iö kött og hund. Kúahland Þetta band litaði ég mcö gcrjuöu kúahlandi. Það þarf aó velgja það upp á hverjum degi í scx vikur og þá er lyktin svo sannarlcga ekki gcðsleg cn svona var þetta gcrt í gamla daga. Þeir sem þekkja handverk mitt kannast flestir við skartgripina frá mér, eyrnalokkana og krossana, í skjóli Stólsins kúrir húsið ◄ hennar Lenu. Innan dyra er ævintýraheimur. Námskeið Ég hef verði meó námskeið í gömlu hrosshársvinnunni og ullar- vinnu. I framtíðinni ætla ég í sam- vinnu við handverkskonuna Guð- rúnu Höddu á Akurcyri að halda námskeió í jurtalitun, myndvefn- aði, prjóni, sútun og ef til vill ficiru. Lopapeysumenning Ég reyni að láta hlutina sem ég bý til kosta það scm þeir þurfa að kosta. Konum hættir til að gefa vinnu sína, það er gömul lopa- peysumenning, en allir verða að taka kaup fyrir störf sín, líka handverksfólk. Núna eru um það bil sex ár stó- an ég fór fyrst að selja handverkið mitt. Ég hef aðallega selt mína muni héðan frá Dæli. Viðskipta- vinirnir heimsækja mig hingað cða hringja í mig og panta af mér muni. En handverksmunir sem ég hef unnið eru Iíka til sölu á nokkr- um stöðum til dæmis í Varmahlíð, á Akureyri og á höfðuborgarsvæð- inu. Unnið af gleði Nú eru lleiri og fieiri aó hasla sér völl í handverksiðnaói og þú spyrð mig hvort ég hafi ráð handa þeim. Ég vil fyrst og fremst ráðleggja fólki aó selja ekkert sem það er ekki ánægt meó. Handvcrksmunir eru fyrst nægilega góóir þegar handvcrksmaðurinn tímir ekki lcngur að selja þá. Svo ættu allir að læra réttu vinnubrögðin áður cn þeir hefja sölu á handverki, það liggur ckk- ert á. 011 svona vinna verður að fá tíma til aö þróast. Handverkið þarf að vera lifandi, með sál, unnið af gleði handverksmannsins sem skapar það og gott er aó þaó eigi sér sína einstöku sögu. Fjöður og sortulyngsblek Sjáðu þessa skó, þeir eru einstakir í okkar fjölskyldu. Maðurinn minn veiddi villimink í gildru við ána og ég og dóttir mín sútuóum skinnið. Svo bjuggum við mæðg- urnar til skó handa henni úr fióka og brydduðum þá meó minka- skinninu. Þetta cru skórnir hennar Irisar Bjarkar." Við þökkum Lenu fyrir spjallió og staöfcstum heimsóknina í litla húsið undir Stólnum, fjallinu háa og tignarlega, með því að rita nafnið okkar í gestabókina með svansfjöður og bleki úr sortulyngi. KLJ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.