Dagur - 12.11.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 12.11.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 12. nóvember 1994 Spáð í stjörnur helgarinnar - eftir B. Kr. Fjöldi fólks fell- ur fyrir ÞER um helgina. Þú get- ur ekkert gert að því þó þú sért svona fót- stór. Þú byrjar í nýrri vinnu bráðlega. Guðmundur Árni lætur breyta þér í stöðumæli við Fjórðungssjúkrahúsið, þið eruð ekkert SKYLDIR. Helgin verður mjög róleg, SVO róleg að pottablómin fara til nágrannans. Það bilar hjá þér bíllinn og viðgerðin kost- ar þig 40.000.- Í9 kall, SVART. Þú ferð í fýlu og ákveður að selja. Senni- lega færðu tilboð á sunnu- daginn frá föður bifvéla- virkjans, 35.000.- staðgreitt. Helgin verður GEFANDI og ánægjuleg. Þú sinnir áhuga- málum þínum og málar kommóðufætur alla helg- ina. Helgin verður mjög erfið. Þú ferð alveg í rusl, brotnar niður, fellur saman og lendir í til- finningalegri kreppu þegar þér verður á að bakka á bíl nágrannans, sem bregst hinn versti við og kallar þig KRATA. Samviskan er að éta þig upp. Bekkjarkennari sonar þíns sagði upp vegna þess að ÞU og foreldrar tveggja ann- arra barna gátu ekki séð um veitingar á starfsdegi kennara í síðustu viku, ein- um af níu í mánuðinum. Helgin verður frábær. Þú verður mjög afslöppuð/aður og færð jafnvel á tilfinning- una að þú sért fugl. Heimil- islæknirinn er ÆÐI. Þetta verður ábatasöm helgi. Hundinum þín- um verða dæmdar bætur eftir að OBUNDINN póstur beit hann. Þú ert einhvern veginn ekki eins og þú átt að þér að vera um þessar mundir. I öllum bænum REYNDU að halda því áfram. Það gengur ekkert upp hjá þér þessa dag- ana. Láttu bara sprauta þig og sofðu alla helgina. EKKI örvænta. Þetta verður róleg helgi hjá þér. Þú verður þó handtekin/n tvisvar sinnum. Stundum verður maður bara að láta sér það NÆGJA. NVJAR B/EKUR Vesturfarínn - eftir Pál Pálsson Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Pál Pálsson, Vesturfarinn. A bókarkápu segir: Gamall landflótta Tékki ákveður eftir áralanga búsetu í Danmörku að flytjast til systur sinnar í fyrirheitna landinu, Ameríku. Hann á að baki sára lífsreynslu og þegar kona hans deyr pakkar hann sínum kærustu eigum niður í ferðatösku og kaupir sér far til New York - með viðkomu á íslandi. En margt fer öðruvísi en ætlað er og raunveruleikinn er oft lyginni líkastur. Páll Pálsson er fæddur í Reykjavík 1956. Hann hefur áður sent frá sér skáldögumar Hallærisplanið (1982), Beðið eftir strætó (1983) og Á hjólum (1991). Hugmyndina að Vesturfaran- um fékk Páll fyrir 15 árum þegar hann las frétt í Dagblaðinu um gamlan land- flótta Tékka sem lenti í heldur óskemmtilegri reynslu þegar hann ferðaðist með íslensku flugfélagi ti! Ameríku. Páll hefur unnið kvikmynda- handrit byggt á sömu hugmynd og hef- ur Friðrik Þór Friðriksson keypt af honum kvikmyndaréttinn og þegar haf- ið undirbúning að gerð myndarinnar. Vesturfarinn er 114 bls. að stærð, prentaóur í G. Ben/Eddu. Kápu gerói Valgarður Gunnarsson, listmálari. Veró kr. 2980. Ný skáldsaga frá Fríðu A. Sigurðardóttur Bókaútgáfan Forlagió hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Fríðu Á. Sig- uröardóttur, í luktum heimi. Á bókarkápu segir m.a.: „Hann heitir Tómas, er tæplega fímmtugur og áleitnar spumingar sækja að hon- um: Hvað er það sem gefur lífinu gildi? Hvaða stjóm hefur einstakling- urinn á örlögum sínum? Ástinni? Hamingjunni? Eða er ást og hamingja kannski bara orðin tóm; slitgjamt haldreipi hins örvæntingarfulla manns sem kominn er af léttasta skeiði?“ I luktum heimi er skáldsaga sem ekki bregst aðdáendum Fríóu. I henni má glöggt þekkja höfundareinkenni hennar um leið og hún sýnir á sér nýj- ar hliðar. Sagan er í senn átakanleg og sorgleg, en í stílnum býr jafnframt leiftrandi kímni og djúpur mannskiln- ingur. Ný bók eftirFríðu Á. Sigurðardótt- ur er viðburður í heimi bókmennt- anna, enda er hún ótvírætt í hópi eftir- tektarveröustu rithöfunda á Islandi. Síðasta skáldsaga Fríðu, Á meðan nóttin líður, sló eftirminnilega í gegn og hlaut bæði íslensku bókmennta- verðlaunin og Bókmenntaverðlaun Noróurlandaráðs. I luktum heimi er 281 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Erlingur Ingvarsson gerði kápu. Verð kr. 3.380. Gamlar vísur handa nýjum bömum Bókaútgáfan Forlagió hefur sent frá sér bókina Gamlar vísur handa nýjum bömum. I bókina hefur Guðrún Hann- esdóttir, bókasafnsfræðingur, valið gamlar vísur, þulur og kviólinga sem hún hefur fundið í ýmsum prentuðum og óprentuðum heimildum og fómm fólks sem geymdi efnið í minni sér. Guórún hefur einnig myndskreytt vísumar á einkar smekklegan hátt og er hver vísa felld inn í fagurlega litaða teikningu. Gamlar vísur handa nýjum bömu er 36 bls. að stærð, prentaðar í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð kr. 1290. H H ELGARJLJL EILABR0T Umsjón: GT 9. þáttur Lausnir á bls. 16 Hvað þýðir enska orðið millennium ? HQH Milljón Ijósár Peningaskápur Þúsund ára timabil Hve gamall var Adolf Hltler er hann framdi sjálfsmorð? 56 ára 59 ára 61 árs í hvaða borg voru Ólympíuleikamir haldnir árið I9S2? Helsingfors |Q| Melbourne Róm Hvað er jarðarber? Graenmeti Hneta Laufblað Hvað heítir Umboðsmaður Alþlngis? I Garðar Valdimarsson Gaukurjörundsson Friðrik Ólafsson 6 Hvert er helsta hlutverk Umboðsmanns Alþlngis? I Aðstoða Alþingi við frumvarpsgerð Q| Hafa eftirlit með opinberri stjórnsýslu Kynna ný lög Hvað er Brennisteinsalda? Alda sem ris í kjölfar eldgoss í sjó Brennisteinsnáma á Öræfum Fjall í Landmannalaugum 8 Hvert var heiti sóknar Bandamanna gegn Þjóðverjum í Norður-Afríku i seinni heimstyrjöldinni? I Barbarossa R Operation Overlord Nj Torch Hvað er íle-de-France? I Endurreisnarstefna De Gaulle Eyja á Ermarsundi Svæði í kringum París 10 Hvað hét biskupinn sem stofnaði Kaupmannahöfn árið 1157? I Absalon Kramer-Mikkelsen Weidekamp r - . ' Hvað heltir millidómstigið á milli héraðsdómstóla og Hæstaréttar? I Félagsdómur B!i Landsdómur bað er ekkert millidómstig á Islandi Hvenær sökk farþegaskipið Titanic? 1912 n 1914 1917 Hver er lelkja- og markahæst í islenska kvennalandsliðinu í knattspymu? I Ásta B. Gunnlaugsdóttir Guðrún Sæmundsdóttir Vanda Sigurgeirsdóttir GAMLA MYNPIN Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja ein- hvern á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir aó snúa sér til Minja- safnsins, annaó hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 24162 eóa 12562 (símsvari).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.