Dagur - 24.11.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 24. nóvember 1994
ÍÞRÓTTIR
HALLDÓR ARINBJARNARSON
Urslit
Handknattleíkur:
Afturelding-KA 18:21
Stjaman-Valur 23:22
FH-ÍR 23:21
KR-HK 22:21
ÍH-Selfoss 17:21
Víkingur-Haukar 25:28
Staðan:
11 8 1 2 262:23017
3 276:255 16
2 279:263 15
Afturelding 117 0 4 276:242 14
3 280:254 14
5 278:264 12
5 294:294 12
4 240:257 12
6255:264 10
7 239:249 8
11 10 10 243:268 2
1100 11 212:294 0
Valur
Stjarnan
Víkingur
KA
FH
Haukar
Selfoss
ÍR
KR
HK
ÍH
1180
1163
1162
1160
1160
1152
1150
1140
Jóhann Jóhannsson skoraði þrjú
mörk í leiknum gcgn Afturcldingu í
gærkvöldi en átti oft í erfiölcikum
með að koma boltanum framhjá
Hcrgsveini Itcrgsvcinssyni í
hraðauppltlaupum.
Handknattleikur -1. deild karla:
Kraftmiklir KA-menn
- sigruðu Aftureldingu meö miklum yfirburöum
„Þetta var frábært og nákvæm-
lega það sem við ætluðum okkur
og eins og við ætluðum okkur.
Ég er í skýjunum yflr frammi-
stöðu minna manna og ég væri
að Ijúga ef ég segðist ekki vera
bjartsýnn á framhaldið, sérstak-
lega í ljósi þess að okkar sterk-
asti maður frá því í fyrra hefur
ekki verið með að undanförnu,“
sagði Alfreð Gíslason, þjálfari
KA, eftir að lið hans hafði unnið
glæsilegan og öruggan sigur á
liði Aftureldingar í Mosfellsbæ,
18:21, í gærkvöldi.
Það er óhætt að segja að Pat-
rekur Jóhannesson hafi byrjað
leikinn frábærlega fyrir KA og
geröi sjö fyrstu mörk liðsins. KA
hreinlega valtaði yfir heimamenn í
fyrri hálfleik og náðu strax ör-
uggri forustu, 3:10. Heimamenn
náðu aóeins að klóra í bakkann en
engu að síður höfðu KA-mehn sex
marka forustu í hálfleik, 7:13.
I seinni hálfleik var sama upp á
teningnum en í stöðunni 9:15
náðu heimamcnn þremur mörkum
í röð og héldu þá margir aö leikur-
inn mundi jafnast og að róður KA
þyngjast. Sterkir leikmenn KA
voru þó ekki á því að hleypa þeim
Körfuknattleikur - bikarkeppni KKÍ:
Brjálaður baráttuleikur
- Þórsarar fá KR-inga í heimsókn
í kvöld kl. 20.00 verður sann-
kallaður stórleikur í íþróttahöll-
inni á Akureyri þegar að lið Þórs
og KR mætast í 8-liða úrslitum
bikarkeppni KKÍ. Á sama tíma
mætast lið Tindastóls og KFÍ
frá Isafírði í íþróttahúsinu á
Sauðárkróki.
Þór og KR mættust um miðjan
október og þá var mikið fjör í
Höllinni. Þá voru það gestirnir
sem fóru mcð sigur af hólmi cn
Þórsarar ætla ekki að láta það end-
urtaka sig. „Þctta er í allt annarri
keppni og allt öðruvísi leikur.
Bikarleikir eru skemmtilegustu
leikir sem l’ólk á kost á að sjá og
ekki spurning að þetta er stærsti
leikur ársins hjá okkur, hingað
til,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari
n °n □ □
Líkamsrœktin
Hamri!
Sími 12080
Ný námskeið
hefjost mánudaginn
28. nóvember.
Þórs, í samtali við Dag og bætti
við að það væri að duga eða drep-
ast fyrir liðið í þessurn leik.
Þórsarar léku ekkert á sunnu-
dag þar sem leik þeirra vió Snæ-
fell var frestað. „Við fengum
hvíld og erum mjög vel upplagóir
og engin mciðsl að hrjá liðið. Við
ætlum að sjálfsögðu aó hefna
ófaranna frá því í október. Þeir
hafa verið nokkuð brokkgengir
síðan og í deildinni er enginn telj-
anlcgur munur á þessum liðum,“
sagði Hrannar.
- En hvað er það sem helst þarf
aó stöóva hjá KR-ingum?
„Það er l’yrst og i'remst Falur
Haróarson, leikstjómandi liðsins,
sem er driffjöðurin í liðinu. Síðan
eru þeir meó stóran og sterkan
Kana, Donovan Casanave, sem
reyndar er ekki mjög ötlugur skor-
ari en er mjög rnikill frákastari.
Birgir Mikaelsson cr cinnig af-
buróa leikmaður þegar hann nær
sér á strik og tæknilega séð eru
þeir með mjög gott lið en cru ekki
mjög sterk liðsheild. Þar erum við
sennilega sterkari og meira baráttu-
lió og ég vona að það komi okkur
vel í bikarnum," sagði Hrannar.
Þórsarar vonast eftir að fólk
fjölmenni í Höllina og styðji vel
við bakið á liðinu. „Áhorfendur
geta spilað lykilhlutverk í svona
leik þar sem allt er lagt undir. Það
er enginn annar séns og það væri
gífurlega gaman að fá mikió af
áhorfendum. Góður stuðningur frá
þeim mundi gefa okkur strax
nokkur stig í forgjöf,“ sagöi
Hrannar Hólm að lokum og lofaði
að áhorfendur fengju að sjá „brjál-
aðan baráttuleik“ í kvöld.
Náðugt hjá Stólunum
Á sama tíma og þetta gæti orðió
einn erfiðasti leikur Þórs þá ættu
Stólarnir að eiga einn sinn auöveld-
asta leik í vetur þegar Isfirðingar
koma í heimsókn. Gestirnir leika í
1. deild og eru þar með 8 stig. Það
gæti þó háð Tindastólsliöinu að
Torrey John á við meiðsl að stríða.
Einum leik er lokió í 16-liða
úrslitum en Grindvíkingar burst-
uöu Skallagrímsmenn, 105:63, á
þriójudag. I kvöld leika IA-IR,
Snæfcll-Keflavík og Haukar-
Reynir Sandgerði. Á föstudag
leika Dalvíkingar við Njarðvík-
inga og Valsmenn við Blikana.
lengra og tvö góð mörk frá Alfreð
þjálfara breyttu stöðunni í 12:17
og þar með má segja að sigurinn
hafi verið í höfn hjá liðinu. Undir
lokin voru KA-menn kærulausir
og virtust ekki hafa áhuga á stærri
sigri. Þeir fengu á sig fjögur mörk
í röð og lokastaóan var sem áður
segir, 18:21.
Það var fyrst og fremst frábær
varnarleikur KA-manna og kraftur
Patreks í sókninni sem skópu
þennan sigur. Allir leikmenn liðs-
ins spiluóu vel og vörn KA, meó
þá Patrek og Alfreð ásamt Erlingi
Kristjánssyni, er ekki árennileg.
Sigmar Þröstur varði einnig mjög
vel og tók 24 skot í leiknum en
hinum megin var Bergsveinn
Bergsveinsson ekki síðri og stöðv-
aði meðal annars fjölda hraðupp-
hlaupa KA.
Mörk Aftureldingar: Róbert Sighvats-
son 6, Ingimundur Helgason 5/4, Jason
Olafsson 3, Gunnar Andrésson 2, Þorkell
Guóbrandsson 1. Varin skot: Bergsveinn
Bergsveinsson 24.
Mörk KA: Patrekur Jóhannesson 10/4,
Alfreó Gíslason 4, Jóhann Jóhannson 3,
Erlingur Kristjánsson 2, Einvaróur Jó-
hannsson 1, Leó Öm Þorleifsson I. Varin
skol: Sigmar Þröstur Óskarsson 24.
Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guó-
jón Sveinsson. Dæmdu vel.
Sund:
Þrju Akureyrarmet fellu
Um síðustu helgi var Bikar-
keppni íslands, 2. deildar í
sundi, haldin í Sundhöll Reykja-
víkur. Sjö lið tóku þátt og hafn-
aði Sundfélagið Óðinn, frá Ak-
ureyri, í fjórða sæti.
Nær allir keppcndur Óðins
bættu persónulegan árangur sinn í
þeim greinum sem þeir kepptu í.
Þar að auki voru sett þrjú glæsileg
Akureyrarmet. Baldur Már Helga-
son setti met í 800 metra skrið-
sundi, sem hann synti á 9:07,64
mínútum og í 100 metra bringu-
sundi sem hann synti á 1:11,08
mínútum en þar var hann 4/100 úr
sekúndu á eftir Eðvarði Þór Eð-
varðssyni, fyrrurn Islandsmethafa
í greininni. Þorgeróur Benedikts-
dóttir setti Akureyrarmet í 200
metra skriðsundi, sem hún synti á
2:12,32 mínútum.
Þorgerður náði besta árangri
allra keppcnda á mótinu, í 200
metra skriósundi, sem gaf 701 stig
af 1000 mögulegum (heimsmet)
og Ómar Þorsteinn Árnason náði
þriðja besta árangrinum, í 100
metra skriðsundi, þar sem hann
synti á tímanum 55,65 sekúndum
og fékk 658 stig.
Ómar vann þrjár greinar á mót-
inu og varð sigursælasti einstak-
lingur mótsins ásamt Eðvarð Þór
Eðvarssyni, sem nú þjálfar lið
HSK en það varð í efsta sæti. Lió-
ið keppir því í 1. deild á næsta ári
og Ármann fer sömu leið ef stig
Knattspyrna:
ívar ekki til
Grindavíkur
ívar Bjarklind, knattspyrnu-
maðurinn knái úr KA, mun ekki
leika með Grindvíkingum í 1.
deildinni næsta sumar eins og
búist var við.
Ivar átti viðræður við forráða-
menn Grindavíkur um síðustu
helgi en eftir þær minnkaði áhugi
hans á að leika með liðinu næsta
sumar. Enn er ekki afráðið hvar
kappinn leikur en hann mun eiga
viðræður við KA-menn eftir helgi
auk þess sem Eyjamenn eru enn
inni í dæminu og eru áhugasamir
um að fá hann í sínar raðir.
liðsins eru fleiri en næstneðsta lið-
ið í 1. deild fær en keppt verður í
þeirri deild um næstu helgi.
Lokastaðan varð þessi:
1. HSK 21.601
2. Ármann 18.040
3. KR 17.284
4. Óðinn 5.343
5. Njarðvík 12.529
6. ÍBV 9.085
7. Vestri 8.976
[var Bjarklind hætti við að fara til
Grindavíkur.
upp
Brian Little hefur sagt starfi sínu
lausu sem framkvæmdastjóri
Leieester og er talið að hann taki
vió Aston Villa innan skamms.
Eigandi Leiccster scgist þó
verða mjög hissa cf Littlc tekur
við ööru liöi á næstunni. Sjálfur
segir Littlc að al'sögn sín sé af
persónulegum ástæðum.
Villbytja
Márkahrókurinn þeldökki, Andy
Cole, hefur ekkert leikið meó
Ncwcastle í síðustu fimm lcikj-
um vegna meiðsla en nú er útlit
fyrir að hann fari að spila á ný.
Hann er byrjaður að æfa á nýjan
leik og vonast til að geta leikið
gegn Ipswích á laugardaginn.
Handknattleikur:
KA-Haukar
I
1 kvöld kl. 17.30 lcika KA og
Haukar í 8-liða úrslitum í bik-
arkeppni 2. flokks í handbolta.
KA-menn hvetja stuðnings-
menn félagsins til að mæta og
hvetja framtíðarleikmcnn fé-
lagsins til dáöa cn í 2. flokki
cru margir strákar,
farnir að banka á
meistarafíokki.
scm
eru
í
BIKARKEPPNI HSÍ - S TÓRLEIKUR!
SUNNUDAGINN 27. NOVEMBER KL. 20.00