Dagur - 24.11.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 24. nóvember 1994
— LEIÐARI----------------------------
Barátta sem aldrei má linna
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir).
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Bindindisdagur fjölskyldunnar er í dag 24.
nóvember. Með sérstökum degi helguðum
þessu málefni er með ýmsu móti vakin at-
hygli á vímuefnavandanum. Þörfin á því er
ljós og brýn enda bendir því miður fátt til
að leggja megi árar í bát í baráttunni gegn
vímuefnanotkun hér á landi.
Áfengisneysla, reykingar og notkun ann-
arra vímuefna eru þættir sem snúa beint að
heilbrigðiskerfinu, þess hluta samneyslunn-
ar sem tekur til sín stærstan hluta fjármuna
ríkissjóðs. Það er ekki að tilefnislausu að Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin lítur á áfengi sem
einn skæðasta vágest heilsunnar og hvetur
þjóðir heims til að spyrna við fótum. Afleið-
ingar áfengisneyslu eru ekki aðeins heilsu-
farslegs eðlis heldur eru fjöldamargir fylgi-
kvillar, ekki síst andlegs eðlis fyrir fjöl-
skyldu og aðstandendur áfengissjúkra. Allt
er þetta þekkt hér á landi, ekkert síður en
erlendis.
Reykingar eru annar þáttur vímuefna-
neyslunnar sem stöðugt þarf að 'berjast á
móti. Nýlegar fregnir hér á landi af auknum
reykingum unglinga eru mikið áhyggjuefni
því allar fyrirliggjandi upplýsingar sýna
fram á skaðsemi reykinga. Þessi þróun seg-
ir skýrt og greinilega að áróðurinn þarf að
vera stöðugur, öflugur og beittur þannig að
unglingar taki eftir honum. Hann þarf að
koma gegnum fjölmiðla, skóla og síðast en
ekki síst í gegnum heimilin og foreldrana.
Engu að síður hafa jákvæðir hlutir gerst í
baráttunni gegn reykingum og nægir þar að
nefna vaxandi fjölda reyklausra vinnustaða
og bann við reykingum á mörgum opinber-
um stöðum.
Framundan er áframhaldandi barátta fyr-
ir því að á bindindi sé litið sem jákvætt lífs-
mynstur. Hver dagur sem þetta málefni fær
kastljós umræðunnar er af hinu góða og
minnir á að á öllum baráttukröftum er þörf.
Árangur á þessu sviði kemur alls staðar
fram.
Af bæjarmálum í
Ólafsfírði
Á októbcrfundi bæjarstjórnar Ól-
afsfjarðar var ákvcöió að Ólafs-
fjaróarbær greiddi ekki húsaleigu-
bætur á árinu 1995. Um þetta mál
var samstaða í bæjarstjórn og bæj-
arfulltrúar almennt þeirrar
skoðunar að bætur af þessu tagi
skyldu greiddar af sameiginlegum
tekjum landsmanna í gegnum
skattakerfiö. Það kom mér því
spánskt fyrir sjónir aó sjá þaó nú
að bæjarstjórn skuli þrátt fyrir
fyrri samþykkt ákveða á nóvem-
berfundi sínum aó greiða húsa-
leigubætur. Reyndar ekki til al-
mennra leigjenda í bænum heldur
eingöngu til bæjarstjóra líkt og áó-
ur. Á þeim fundi var samþykktur
starfssamningur vió bæjarstjóra
þar sem m.a. er kveóið á um það
að bæjarsjóður greiði nióur húsa-
leigu til bæjarstjóra þannig að hún
nemi aldrei hærri upphæð en 2,7%
af fastcignamati hússins sem hon-
um er séó fyrir. Samkvæmt þessu
greiðir bæjarstjóri u.þ.b. kr.
18.000 á mánuði í leigu sem þykir
ekki mikið á leigumarkaðnum í
Ólafsfirði. Til samanburðar má
geta þess að bærinn leigir einbýl-
ishús við Hlíðarveg á kr. 45.000
og mánaóarleiga á minni íbúðum í
félagslega leigukerfinu mun vera
hærri en bæjarstjóri þarf að borga.
Aö fenginni fyrri rcynslu minni af
skrifum um þetta mál skal það
tekið fram að þau beinast ekki að
þeim sem leigir húsið þ.e.a.s. bæj-
arstjóra, heldur er það skoðun mín
að jafnt skuli yfir alla ganga sem
leigja hjá bænum. Til eru skýrar
reglur um leigu á húsnæði bæjar-
ins og ég sé enga ástæöu til þess
að undanþiggja bæjarstjóra, frckar
en aðra, því að greiða leigu sam-
kvæmt þeim reglum. Séu ein-
hverjar slíkar ástæður hins vegar
fyrir hendi ber auðvitað aö vísa
þeim rétta boðleið í bæjarkerfinu
líkt og með önnur slík mál.
Stjórnarkjör í Sparisjóði
Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjar-
stjórnar Ólafsfjarðar í sumar var
að venju skipað í stjórnir, nefndir
og ráð á vegum bæjarstjórnar.
Meirihlutinn gerði þá alvarlegar
athugasemdir við skipan Vinstri-
manna og óháðra á Sigurbjörgu
Ingvadóttur í stjórn Sparisjóósins
og fóru þcir mikinn í gagnrýni
sinni. Sögðu þeir skipan Sigur-
bjargar í stjórnina vera „pólitíska
misnotkun“ sem væri „til þess
fallin að skaða ímynd Sparisjóös-
ins um sjálfstæði“ og að sjálf-
sögðu áskildi mcirihlutinn „sér
allan rétt til að brcgóast alvarlega
við þessari misbeitingu'* cins og
segir í bókun þeirra um málið.
Björn Valur Gíslason.
Margir hafa spurt mig um hvernig
þetta mál hafi að lokum farið og
er rétt að greina frá því.
Vinstrimenn og óháðir mót-
mæltu auðvitað harðlega þessum
fáránlegu afskiptum meirilhutans
á skipan fólks í trúnaðarstörf hjá
bænum sem á sér ekki hliðstæðu í
sögu bæjarins. En meirihlutinn
hefur áður brotið blað á þessu
sviði eins og þeir vita sem fylgst
hafa meö bæjarmálum í Ólafsfirði
og jafnan komist sneypulega frá
þeim afrekum og svo fór einnig
nú.
„Samkvæmt þcssu grciðir bæjarstjóri u.þ.b. kr. 18.000 á mánuði í leigu scm þykir ckki mikið á leigumarkaðnum í
Olafsfirði,11 scgir Björn Valur Gíslason m.a. í grein sinni.
Að fenginni fyrri
reynslu minni af
skrifum um þetta
mál skal það tekið
fram að þau beinast
ekki að þeim sem
leigir húsið, þ.e.a.s.
bæjarstjóra, heldur
er það skoðun mín
að jafnt skuli yfir
alla ganga sem leigja
hjá bænum.
Eftir aó meirihlutanum var
boðið aó draga bókun sína til
baka, sem þeir töldu af og frá, var
málinu vísað til félagsmálaráóu-
neytisins og bankaeftirlitsins og
beðið um álit á því hvort skipan
Sigurbjargar í stjórn Sparisjóðsins
bryti á einhvern hátt sveitarstjórn-
arlög eða venjur og hefðir um slík
mál. Skemmst er frá því aö segja
að svo rcyndist ekki vera. I svari
frá bankaeftirlitinu segir m.a.:
„Það er mat bankaeftirlitsins aó
seta viðkomandi í bæjarstjórn
leiöi ekki ein og sér til vanhæfnis
til sctu í stjórn Sparisjóðs Ólafs-
fjaröar." I svari félagsmálaráðu-
neytisins segir m.a.; „...er það álit
félagsmálaráöuneytisins að skipan
Sigurbjargar Ingvadóttur bæjar-
fulltrúa í stjórn Sparisjóðs Ólafs-
íjarðar brjóti ekki í bága við
ákvæói sveitarstjórnarlaga nr.
8/1986, varðandi kjör bæjarstjórn-
ar á fulltrúum í nefndir, ráð og
stjórnir, eða ákvæói samþykktar
um stjórn Ólafsfjarðarbæjar og
fundarsköp nr. 277/1988. Enn-
fremur tclur ráóuneytió að hugs-
anleg venja þess efnis að bæjar-
fulltrúar sitji ekki í stjórn spari-
sjóðsins, geti ekki ein og sér leitt
til þcss að telja skipan bæjarfull-
trúa ólögmæta, enda er það komið
undir ákvörðunarvaldi bæjar-
stjórnar hverju sinni hverja hún
kýs í stjórn sparisjóðsins.“
Svo mörg voru þau orð. Margt
fleira væri hægt að segja um þetta
mál meirihlutanum til háóungar
en ástæðulaust að halda því áfram.
Hótun þcirra um að bregðast al-
varlega við skipan Sigurbjargar í
stjórn Sparisjóðsins hlýtur þó enn
að teljast í fullu gildi þó sé vand-
séó hvernig þau viðbrögð eigi að
vera. Á meðan situr Sigurbjörg í
stjórn Sparisjóðs Ólafsfjaróar,
fyrst kvenna, skipuð af Vinstri-
mönnum og óháðum mcð stuön-
ingsáliti bankaeftirlits og félags-
málaráðuneytisins sem ætti að
vcra nokkuó traust þrátt fyrir
gusugang meirihluta bæjarstjórnar
Ólafsfjarðar.
Björn Valur Gíslason.
Vörður, félag ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri:
Ráðsteína um samspil háskóla,
rannsókna og atvinnulífs
Vörður, félag ungra Sjálfstæðis-
manna á Akureyri, gengst næst-
komandi laugardag fyrir ráð-
stefnu undir yfirskriftinni „Há-
skóli, rannsóknir, atvinnulíf“.
Þar munu m.a. áhrifamenn frá
þessum sviðum þjóðlífsins ræða
málin, liver frá sínu sjónar-
horni.
Á meðal ræðumanna eru Þor-
stcinn Gunnarsson, rektor Háskól-
ans á Akureyri, Vilhjálmur Lúð-
víksson, framkvæmdastjóri Rann-
sóknaráðs Islands, Þorkell Sigur-
laugsson, framkvæmdastjóri Þró-
unarsviós Eimskips, Halldór
Blöndal, samgöngu- og landbún-
aðarráðherra, Halldór Jóhannsson,
framkvæmdastjóri ferðaskrifstof-
unnar Ratvís á Akureyri og Svan-
hildur Hólm Valsdóttir, formaður
Varðar.
Marmið nicð ráðstefnunni er að
ræða sampil háskóla, rannsókna
og atvinnulífs í ljósi slæmrar
stöðu atvinnulífsins og mikils at-
vinnuleysis. Fundarmenn munu
velta upp þcim spurningum hvort
aukin mcnntun og rannsóknir geti
komið í veg fyrir atvinnuleysi,
hvort það sé meginhlutverk
mennta- og rannsóknarstofnana að
vinna aó uppbyggingu atvinnu-
veganna og hvort Háskólinn á Ak-
ureyri geti orðið lyltistöng fyrir
atvinnulíf við Eyjafjörð.
Ráðstefnan veróur haldin í
Verkmcnntaskólanum á Akureyri
og hefst kl. 13.15 og stendur til
16.50. Ráðstcfnan er öllum opin
og er ráöstelnugjald 600 kr. að
inniföldum kaffiveitingum. Ráð-
stefnustjóri verður Tómas Ingi Ol-
rich, alþingismaður.