Dagur - 24.11.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 24.11.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Fimmtudagur 24. nóvember 1994 - DAGUR - 3 Flutningur grunnskolans til sveitarfélaga: Mikilvægur þáttur í stefnumótun - sagði menntamálaráðherra á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga í gær. „Grundvöllur þess að flutning- urinn geti átt sér stað er að lög- um um grunnskóla verði breytt. Samkvæmt núgildandi fyrir- komulagi er ábyrgð á skólahaldi skipt milli ríkis og sveitarfélaga en flutningurinn mun fela í sér að sveitarfélög yfirtaka ekki ein- ungis rekstrarlega, heldur einnig faglega, ábyrgð á skólahaldi,“ sagði Olafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, í ræðu um flutning grunnskólans til sveit- arfélaga á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga í gær. Ráðherra fjallaói vítt og breitt um málefniö og sagði flutninginn vera ntikilvægan þátt í stefnumót- un í skólamálum í ráðherratíð sinni. Hann sagði skólastefnuna endurspeglast í tilteknum grund- vallaratriðum sent gilda eiga fyrir skólastarfið í heild. Þau segir hann vera eftirfarandi 7 atriði: Aukin valddreifing í skólakerf- inu; fræðsluyfirvöld skilgreini skýr markmið um nám og kennslu; lög kveöi á um starfs- hætti sent stuðli að sem mestri fagmennsku í skólastarfi; skólarn- ir verði opnari gagnvart samlélag- inu; mat á skólastarfinu og ein- stökum þáttum þess verði eflt á næstu árum, s.s. til að afla upplýs- inga um stjórnunarhætti í skólum, námsárangur og námsferil nem- enda, kennsluhætti og áhrif þeirra á námsárangur, samskipti skóla og tengsl heimila og skóla; starfstími grunn- og franthaldsskóla verði betur nýttur og kennsludögum fjölgað; að lokunt aó kjarasamn- ingar viö kennara verði endur- skoðaðir frá grunni. Ráðherra lét í lok ræðu sinnar í ljós þá von aö sem best samstaða tækist á milli ríkis, sveitarfélaga og samtaka kennara um það ntikil- væga mál að flytja grunnskólann að fullu til sveitarfélaga. Hann sagði sér vera ljóst að á þessu stigi væru enn nokkrir óvissuþættir eft- ir og að eðli málsins samkvæmt yrði ekki úr þeim greitt fyrir en nær drægi lokaafgreiðslu Alþing- is. SV Leikfélag Dalvíkur sýnir söngleikinn Land míns föður eftir Kjortan Ragnarsson Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir Tónlistarstjóri: Gerrit Schuil 9. sýning föstudag 25. nóvember kl. 21 10. sýning laugardag 26. nóvember kl. 21 11. sýning sunnudag 27. nóvember kl. 15 Sýningar eru í Ungó og hefjast kl. 21 Hljóðtæknilegar mælingar á íþróttasal KA-heimilisins: Ekki góður til tónlistarflutn- ings án gagngerra breytinga - skásti kosturinn fyrir tónleika Diddú og Kristjáns? Akureyrarbær lét nýlega fram- kvæma hljóðtæknilegar mæling- ar og útreikninga á íþróttasal KA-heimilisins með það fyrir augum að rneta hljómburð salar- ins með tilliti til tónlistarflutn- ings í húsinu. Mælingarnar voru framkvæmdar af tæknifræðing- unum Stefáni Guðjónssyni og Hannesi Sigurðssyni hjá Hljóði hf., hljóðtækniráðgjöf í Reykja- vík. I skýrslu sem gefin var út um mælingarnar kemur fram að íþróttasalurinn, eins og hann er í dag, cr ekki góður til tónlistaflutn- ings og þarf gagngerar breytingar á honurn svo hann verði vel ásætt- anlegur til tónleikahalds. Það sem stendur salnum aðallega fyrir þrif- um er vöntun á öllum frumendur- köstum, sem eru nauðsynleg til að styrkja hljómsveit og einstök hljóðfæri. Frumendurköst fást með endurkastflötum, lóðréttum sem láréttum, sem eru í nálægð hljómsveitarinnar og kasta hljóð- inu út í salinn til áheyrenda. Þetta er hægt aó bæta með góðri sviós- umgjörð. Bæta þarf hliðar salarins þannig að hljóðendurköst frá þcim berist betur inn á áheyrendasvæð- in sjálf í staó þess að stór hluti þeirra berst frá hliðunum og aftur í salinn þar sent enginn situr. Sviðinu þarfa að breyta veru- Iþróttasalur KA-hcimiIisins gæti orðið skásti kosturinn til að hýsa stærstu tónlistarviðburðina. lega frá því sem var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands 30. september sl. svo beina hljóðió frá öllum hljóðfærum berist áheyr- endum. Laga þarf bakvegginn svo ekki myndist högghljóð eða flökt í salnunt. Högghljóð myndast þegar hljóöið kastast milli gaflanna í salnum. A áðurnefnum tónleikum var lagt mat á hljóðtæknilega upplif- un. Þeim er það gerði fannst hljóðið frá hljómsveitinni sem mjög fjarrænt og dreift og taldi ástæðuna þá að hljómsveitin var 0,5 til 1,00 metri yftr eyrurn áheyrenda og heyrðu áheyrendur því aðcins beina hljóóiö frá ircmstu hljóöfæraleikurunum og óminn frá hinum hljóðfærununt. Það er vegna þess að fremstu hljóófæralcikararnir skyggja á þá scm fyrir aftan eru. Einleikari á fiðlu var staósettur framanlega á sviði og því alllangt frá flötum, sem styrkt gætu fiðluleikinn og endurkastað hljóðinu út í salinn. Þessu var m.a. lýst meö eftirfar- andi orðum: „Eins og einleikarinn væri staddur úti í miðri eyðimörk eóa úti á mióju engi." Ljóst er að Akurcyrarbær er ekki tilbúinn aó ráðast í mjög fjár- frekar framkvæmdir í Iþróttahöll- inni til aó uppfylla þær óskir sem tónlistarmenn vilja að séu geróar þar til að uppfylla óskir um sem bestan hljómburð. Iþróttaskemm- an á Glerárcyrum er varla nægjan- legú stórt hús til að hýsa stærstu tónlistarviðburði hér svo hæglega gæti íþróttasalur KA- heimilisins orðið skásti kosturinn að uppfyllt- um einhverjum breytingum. M.a. gæti tónlcikum Diddú og Krist- jáns Jóhannssonar, miðvikudag fyrir páska á komandi vori, verið valinn þar staður. GG Miímsala kl. 17-19 sýningardaga í Lambhaga, sími 61900, og í Ungó eftir kl. 19 fram ab sýningu Tekid við pöntunum í símsvara í sama númeri allan sólarhringinn Fiskmarkaður Vopnafjarðar hefur starfað í fimm mánuði: Tæp 400 tonn verið seld Fiskmarkaður Vopnafjarðar hefur starfað á fimmta mánuð í húsnæði sem áður hýsti tré- smíðaverkstæði en á efri hæð- inni er Slysavarnadeildin Sjöfn til húsa. Þrátt fyrir að Vopna- fjörður geti varla talist í þjóð- braut á Islandi fer sá fiskur sem kemur inn á ntarkaðinn í allar áttir, t.d. til Reykjavíkur og Dal- víkur og er fiskurinn fluttur út og suður til kaupcnda. Einar Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Vopnafjarðar, segir aö á markað- inn komi fiskur af togurunum Ey- vindi Vopna NS-70 og Brettingi NS-50 auk ýmissa báta sem landa á Vopnafirði. Það er fyrst og fremst aukfiski sem selt er af tog- urunum sem frystihús Tanga hf. tekur ekki til vinnslu. M.a. hefur Noróurströnd hf. á Dalvík keypt mikið af steinbít á Vopnafirði. Salan á markaðnum er mjög misjöfn, hefur farið upp í 27 tonn á cinum degi en frá því að starf- semin hófst hafa verið seld þar tæp 400 tonn. Fiskmarkaður Vopna- fjarðar er tengdur Fiskmarkaöi Suðumesja og Reiknistofu fisk- markaða þannig að fiskkaupendur á Suðumesjum og víöar geta tekið þátt í að bjóóa í fisk á Vopnafirói án þess að vera þar eða að fulltrúi þeirra sé á staðnunr. GG HEIÐURSLAUN BRUNABÓTAFÉLAGS ÍSLANDS ehf 1995 Stjórn Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags íslands veitir einstaklingum heiðurslaun samkvæmt reglum, sem settar voru árið 1982, í því skyni að gefa þeim kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag, hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Reglurnar, sem gilda um heiðurslaunin og veitingu þeirra fást á skrifstofu BÍ að Ármúla 3 í Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við veitingu heiðurslaunanna árið 1995 þurfa að skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 10. desember 1994. Eignarhaldsfélagið BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.