Dagur


Dagur - 15.12.1994, Qupperneq 5

Dagur - 15.12.1994, Qupperneq 5
 Skýrsla um umferðarslys á íslandi 1993: Slysum með meiðslum fjölgar sífellt - óvenju fá dauðaslys í umferðinni á síðasta ári Umferðarráð hefur sent frá sér skýrslu þar sem dregin eru sam- an ÖU slys í umferðinni á árinu 1993, samkvæmt þeim upplýs- ingum sem sendar hafa verið til Umferðarráðs frá lögreglu- mönnum, sýslumönnum eða fulltrúum þeirra. Markviss skráning umferðarslysa var haf- in árið 1966 og í skýrslunni má fínna ýmsan athyglisverðan samanburð á tölum milli ára. Marktækastur er samanburður- inn á árabilinu 1975- 1993, en sama aðferð hefur verið notuð við skráninguna síðan 1975. Færri dauóaslys uröu í umferð- inni 1993 cn í langan tíma þar á undan. Alls urðu 17 banaslys þar sem 17 létu lífið og aðeins tvíveg- is síðan 1966 hafa færri látist í umferðinni, árið 1968 þegar að- eins 6 létust og árið eltir þegar 12 létust. Síðan þá hel'ur fjöldi þeirra sem bíða bana í umferðarslysum aóeins einu sinni l'arió undir 20, árið 1976, en þá létust 19. Af þeim sem létust árið 1993 voru 8 ökumenn bifreiða, 2 ökumenn bif- hjóla, 2 farþegar í framsæti, 1 far- þegi í aftursæti og 4 gangandi. Allt voru þetta karlmenn að tveimur undanskildum. Arið 1993 gerói lögreglan skýrslur unt 1003 slys meö meiðslunt, og í þeim slösuðust/lét- ust 1451 vegfarandi. Er það aukn- ing unt 7,5% frá árinu 1992 og hefur þessi tala sífellt vaxið und- anfarin ár, eins og síðar verður kornið að. Ef einstakir mánuðir eru skoðaðir kemur í ljós að um mióbik ársins, frá maí og frarn í október, eru slys tíðust, en mun færri í skammdeginu. Flest slys verða í ágúst, 109. Tæpur helm- ingur allra umferðarslysa verður í Reykjavík, eða 48,8%, síðan kem- ur Hafnarfjörður meó 8,5%, Kópavogur mcð 4,7%, Akureyri meó 3,3% og aðrir staðir 34,7%. Hér hefur aðeins verið talað um slys sem leiddu af sér dauða eða alvarleg meiðsl, en slys nteð eignatjóni eingöngu voru 3223, þar af réttur helmingur í Reykja- vík. A hverjar 100 þús. bilreiðar í landinu slösuðust eða létust 1.086 og 550 á hverja 100 þús. íbúa. Er þaö aukning frá árinu 1992 en þá slösuðust eða létust 977 á hverjar 100 þús. bifreiðar og 514 á hverja 100 þús. íbúa. Af þeim sem slösuðust eða lét- ust voru 658, cða 45%, ökumenn bifreiða, farþcgar í bifreiðum voru 34,6%, gangandi voru 10,1%, hjólreiðamenn 4,5%, ökumenn léttra bifhjóla 0,6% og ökumenn og farþegar bifhjóla 4,1%. Aðrir vegfarendur voru 0,7%. Óhuggulegar slysatölur Athyglisvert er að skoða saman- burð á fjölda untferðarslysa milli ára. Þess ber strax að geta að skýrslan er unnin upp úr skýrslum lögreglu- og sýslumanna og því ekki hægt að fá marktækan sam- anburð á slysum þar sem aðeins verður eignatjón og þar með einnig á heildar fjölda umferóar- slysa. Þetta stafar af því að árið 1988 er tekið upp það kerfi aó ökumenn geta sjálfir útfyllt tjóna- skýrslu, án þess að kalla til lög- reglu, ef ekki verða mciðsl. Einnig telur Umferðarráð að hin opinbera skráning nái ekki til allra þeirra sem slasast í umferðinni, sérstak- lega eru reiðhjólaslys vantalin. Áður er þess getið aó dauðaslys hafa sjaldan verið færri. Hins veg- ar hefur slysunt meö meiðslum sí- fellt farið fjölgandi ár frá ári og gildir þá einu við hvaö er miðaö. Sé farið 10 ár aftur í tímann og ár- ið 1983 skoöað, hcfur slösuðum fjölgað um 88,2% á hverjar 100 þús. bifreióar, 61% á hverja millj- ón selda bensínlítra, 55% á hverja milljón ekna kílómetra og 109% á hverja 100 þús. íbúa. Þetta er þró- un sent hlýtur að vera Umferðar- ráöi og auðvitað öllum lands- mönnunt, alvarlegt umhugsunar- efni. HA Á þcssu línuriti má sjá þróun allra skráðra umferðaróhappa og slysa með mciðslum sérstaklega, frá árinu 1966. Samanburður milli ára á öllum skráðum umfcrðaróhöppum er ekki raunhæfur, þar sem ökumcnn gcta sjálfir farið að gera tjónaskýrslu árið 1988 og þau óhöpp koma ekki fram í þeim tölum sem Umferðarráð fær. Fastlega má þó reikna með að þar sem slysum með meiðslum hefur farið fjölgandi, hafi hcildarfjöldi umfcrðarslysa einnig vaxið. Höfðíngleg gjöf A „Litlu jólum“ Félags aldraðra á Dalvík og nágrenni, sem haldin voru í Víkurröst á Dalvík 10. des- ember sl., barst félaginu vegleg gjöf frá Rauðakrossdeild Dalvík- urhéraðs. I upphafi santkomunnar afhenti Elín Rósa Ragnarsdóttir, f.h. dcildarinnar, Friðgeiri Jó- hannssyni, forntanni Félags aldr- aðra, ávísun að upphæð kr. 100 þús. til styrktar starfsemi félags- ins. Þessi stuðningur og velvilji Rauðakrossdeildarinnar er félag- inu mjög mikilvægur og gerir því kleift að auka þjónustu vió sína öldruðu félagsmenn, t.d. með fjölgun námskeiða á ýmsum svið- um. Á sl. ári sýndi Rauðakross- deildin hug sinn til félagsins á sambærilegan hátt. Þennan stuðn- ing þakkar Félag aldraóra heils- hugar og tekur hann sem hvatn- ingu til aukinnar þjónustu við aldraöa í héraðinu. Félagið sendir hinum fjöl- mörgu velunnurum sínum bestu óskir um gleðileg jól og gott far- sælt komandi ár og þakkar fyrir margháttaða hjálpsemi og aðstoð á liónum árum. Fréttatilkynning. Bridgefélag Sauðárkróks: Félagar í jólafrí Félagar í Bridgefélagi Sauðár- króks luku spilamennskunni á þessu ári með því að spila tví- menning sl. mánudag og þeir þar með komnir í jólafrí. Ásgrímur Sigurbjömsson og Páll Hjálmarsson höfnuðu í efsta sæti með 99 stig en Gunnar Þórð- arson og Einar Oddsson urðu í öðru sæti með 96 stig. Þessi pör fengu jólapakka frá félaginu. Að auki var dregið út eitt par, sem fékk vöruúttekt frá Matvörubúð- inni. Hinir heppnu voru Eyjólfur Sigurðsson og Þórarinn Thorla- cíus. KK Fimmtudagur 15. desember 1994 - DAGUR - 5 Mánakórinn: Jólatónleikar í Akureyrarkirkju nk. laugardag Mánakórinn, blandaður kór frá Akureyri og hreppunum utan Akureyrar, heldur jólatónleika í Akureyrarkirkju nk. laugardag, 17. desember, kl. 21. Þar býður kórinn upp á það sem hann hef- ur verið að æfa frá því á haust- dögum. Má þar nefna ýmis kór- lög innlend og erlend, negra- sálma og síðast en ekki síst jóla- lög, sem söngstjórinn hefur út- sett fyrir litla hljóinsveit og blandaðan kór, og er það frum- flutningur. Aógangur að tónleikunum er ókeypis. Mánakórinn æfir tvisvar í viku yfir vetrarmánuóina og hefjast æf- ingar af fullurn krafti fljótt eftir áramót, og þá veröur tekist á við nýja söngskrá sem ákveóið hefur verið að flytja í lok mars. Allir velunnarar söngs, sem ekki hafa látið veróa af því að fara í kór eru hvattir til að kynna sér málin, því alltaf er hægt að bæta við nýjunt félögum. Stjórn kórsins er til viðtals í símum 22011,23640 og 23046. Schiesser^ Opið laugardagfrá 10-22 Sunnudag frá 13-17 Miðstöð hagstæðra viðskipta

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.