Dagur - 15.12.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 15.12.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 15. desember 1994 Bækur eru mikilvægari nú en nokkru sinní fyrr Voldugu vœttir. Gefið barninu mínu í vöggugjöf - ekki aðeins góða heilsu,fegurð og ríkidœmi og allt það sem þið að venju gefið. Gefið að barnið rnitt hungri í bœk- ur, þess bið ég af öllu hjarta, því ég óska þess af alhug að barnið niitt hafi aðgang að œvintýraland- inu, þar sem það getur sótt hina fegurstu gleði -. Þannig þyrfti hver móðir að hugsa. Astrid Lindgren Á íslandi eru rétt tæplega 70.000 börn undir 16 ára aldri. Mörg þeirra eru örsmá, önnur ná okkur upp aó hnjám eða mjöðmum, enn önnur ná okkur upp að öxlum eða eru hærri en við. Mörg þeirra alast upp í borg eða bæ, önnur inn til dala eða út vió sjó. Sum hafa báða foreldrana í kringum sig, önnur al- ast upp meó föður sínum einum eða móður. Nokkur hafa flutt frá öðrum löndum. Enn önnur eiga í erfiöleikum vegna þess að þau hafa hlotið heilaskaða, heyra ekki, sjá ekki eða eru fötluð. Sum þess- ara barna alast upp á heimilum þar sem mikið er af bókum, önnur sjá fáar bækur. Börn eru ólík og alast upp við ólíkar aðstæður. Þess vegna er þýðingarlaust að tala um börn sem einn hóp þar sem allir eru eins. Hvert og eitt barn er sérstakt, á sína möguleika, sína gleði og sorg, sína fjölskyldu og umhverfi. Þrátt fyrir allan þennan breyti- leika eiga börnin margt sameigin- legt; þörf fyrir að þroskast og upp- lifa, þörf fyrir öryggi og tengsl, þörf fyrir fæði og klæði, þörf fyrir að tilheyra einhverjum sem getur gefió sér tíma fyrir þau, þörf fyrir aó verða sjálfstæð og vilja bjarga sér í lífinu. Við getum spurt, hvort bækur hafi einhverju hlutverki að gegna í þessari þróun. Að kynnast heiminum... Margt af því sem áður var sjálf- sagt og hluti af daglegu lífi fjöl- skyldunnar er börnunum okkar óþekktur heimur. Börn þurfa á bókum að halda sem geta sagt þeim frá og geta eflt tengslin á milli fulloróinna og barna. Mikil- vægir þættir lífsins eiga sér stað fyrir utan veröld barnanna; fæó- ingar, veikindi, ellihrumleiki og dauði. Fæst börn sjá ekki lengur að kýrin er mjólkuð, aö fiskurinn er dreginn úr sjó, að ullin á kind- unum verður að hlýjum fatnaði og að kartafian margfaldast í kart- Kristín Aðalstcinsdóttir. öflugarðinum. Ég efast ekki um gagnsemi lesturs. Geti börn lesið eða fái þau tækifæri til að hlusta á annan lesa opnast þeim nýr hcim- ur sem auðveldar þeim að skilja atburði, annað fólk og eigin til- finningar. Flestir fara í gegnum langa skólagöngu og börn fá sífellt að heyra hve nauósynlegt það er að fá góðar einkunnir, standa sig. Það er aó verða þrengra á vinnu- markaðinum. Lífið gengur mikið út á samkeppni og þekkingu. Ein- mitt þess vegna þörfnumst við bóka sem gefa okkur svigrúm fyr- ir hugmyndir okkar og ímyndanir, fyrir önnur gildi en þau sem hægt er að vega og mæla. ... og sjálfum sér... Börn geta átt erfitt með að takast á við tilfinningar sem þau ekki skilja. Þau geta hugsanlega upplif- að óöryggi og hræðslu, ekki síöur en hinir fullorðnu en án þess að skilja hvers vegna. Það er algengt aó börn verði hrædd vió eigin til- finningar, tilfinningar sem þau botna ekkert í. Með lestri bóka geta börn kom- ið orði á tilfinningar sem eru þeim óljósar vegna þess að bókin segir frá líðan fólks og viðbrögðum sem þau kannast við. Börn lifa sig auó- veldlega inn í heim bókarinnar og hún getur skýrt margt sem er að gerast með þeim sjálfum. Hægt er að líta á lcstur sem nokkurs konar samtal á milli fólks, börnin verða mcðvituð um það sem bókin segir. Þctta cr aug- ljóst þegar lesin er bók sem okkur finnst mikilvæg. Þessi viðbrögó verða enn sterkari ef lesarinn hef- ur sterkt ímyndunarafl eöa á auð- velt meö að skilja líf annarra, reynslu þeirra og áhugamál. Lest- ur eflir ímyndunaraflió og þá um leió skilninginn. ...á eigin forsendum. Ekki má gleyma að börnin ráða ferðinni þegar þau lesa. Þau geta lesið rólega eða hraðar. Þau geta tekið sér þann tíma sem þau þurfa og vilja til að vinna úr upplýsing- um, túlka texta og njóta góðra bóka. Bækur gefa tækifæri til sam- veru, þar sem foreldrar og börn njóta öryggis og næöis, rækta dýr- mætar tilfinningar. Bækur gefa ekki þessar tilfinningar sjálfkrafa eða einar og sér. Hinn fullorðni þarf að skapa aðstæðurnar eða stuðla að því að börnin fái kyrrð og ró. Lestur gefur okkur tækifæri til að njóta kyrrðar og samveru með börnunum okkar en hann kennir okkur og börnunum einnig að njóta einveru. Samvera er dýr- mæt, það er einvera líka. Millifyrirsagnirnar eru blaðsins. Hvert er hlutverk bókarinnar? Það er vióurkennt að meó lestri bóka skynja börn hugsanir og til- finningar, geta fengið sterkari til- finningu fyrir tungumálinu og aukið oröaforóa sinn. Auk þess getur þekking þeirra eflst á mörg- um sviðum. I bókum kynnast þau öðrum bömum og öðru umhverfi. Stundum er þetta fólk og umhverfi þeim kunnugt en oft kynnast þau nýrri veröld. Þannig uppgötva börn það óþekkta og ómeðvitaða í sjálfum sér og hvert hjá öðru. Þau skynja staðreyndir og upplifa til- finningar. Mörg okkar sem erum fulloröin í dag höfóum ekki aógang aö mörgum bókunt. Því getur verið að okkur finnist að börn nútímans sem hafa allt af öllu; sjónvarp, myndbönd, útvarp, geisladiska, tímarit og margra ára skólagöngu þurfi ekki á bókum að halda. Eg álít hins vegar að nú þurfi þau frekar á bókum að halda en nokkru sinni fyrr vegna þess að veröldin er alltaf aö veróa flóknari og flóknari, ekki síst vegna áhrifa frá sjónvarpi og útvarpi sem víða eru í gangi mest allan þann tíma sem börnin eru vakandi. Áhrifin streyma inn í stofurnar okkar án þess aö við finnum næði til þess að vinna úr því sem inn berst, án þess að við náum að melta áhrifin. Nú er færra fullorðið l'ólk í návist barnanna og þcir sem eru til staðar eiga oft annríkt. Það eru færri til að svara spurningum, færri til aö tala við og vera með. Ætlar þú að kaupa bók handa bamínu þínu Þegar á fyrsta ári taka börnin okkar sér bók í hönd, glíma vió litrík spjöldin og naga hornin. Upp frá því verður bókin sjálfsagóur þáttur í til- veru þeirra alla tíð, eða hvað? Bækur hafa án efa aldrei verið fjölbreyttari en nú. I bókahillum má finna allt frá einföldum myndabókum til flókinna fræðibóka, vísindarita, þjóðsagna og Islendinga- sagna. Bókabúðir og bókasöfn landsins eru fullt hús matar fyrir bókaunnendur á öllum aldri og þessa dagana er úrvalió meira en nokkru sinni, ótal nýir bókatitlar í boði. En er bókin sjálfsögð í huga barnanna okkar eða ekki? Er að vaxa úr grasi kynslóð á Islandi sem ekki kann aó meta bækur? Kristín Aðalsteinsdóttir, stundakennari við Háskólann á Akurcyri, hefur ritað grein um mik- ilvægi bóka í lífi barnanna okkar sem bitist hér í blaóinu. Þar segir hún ineóal annars að hún álíti aó börn þurfi frekar á bókum aó halda nú en nokkru sinni. Björn Eiríksson hjá Bókaútgáfunni Skjaldborg hefur mikla reynslu af því að gefa út barnabækur. Hvernig fer hann að því að velja bækur til útgáfu fyrir börn? „I sjálfu sér veljum við barnabækur alveg á sama hátt og bækur fyrir fullorðna. Það er númer eitt að bókin sé góð og númer tvö aó við getum selt hana. Því miður fer þetta ekki alltaf saman og sumar bækur eru virkilega góðar en ómögulegt að selja þær. Þetta á við bæöi um barnabækur og aðrar bækur.“ - Markaðurinn og gæðin fara sem sagt ekki alltaf saman? „Nei, því miður, dæmi um það eru ákveðnar myndasögubækur fyrir um þessi jól? börn. Ég var lengi á móti þeim, mér fannst textinn og málfarið í þeim lé- legt. Þær byggja á myndskoðun og litlum lestri og ekki vinnur það gegn ólæsi barna, en þessar bækur seljast." - Hvernig hefur þú brugðist við því? „Nútíminn kallar á myndir og litprentun en ég hef reynt að leggja sérstaka áherslu á að textinn sé vandaóur, málfarið gott og að textinn sé frekar meiri en minni. Það nýjasta hjá okkur er bóka- klúbbur fyrir börn, Lestrarhesturinn, sem byggir á sölu fræðibóka sem samt eru litskrúðugar og myndskreyttar. Við höfum gegnum tíðina gefió út töluvert af íslcnskum barnabókum. I lyrra gáfum við til dæmis út bók eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur í Árnesi í Aóaldal, sem að mínu viti skrifar mjög góðan texta og sú bók seldist vel. Það er dæmi um bók þar sem hefur tekist að láta fara saman gæði og sölu. Vió gefum einnig út bók eftir hana fyrir þessi jól sem heitir Allt í sómanum og er á kjamyrtu íslensku máli. Hún er að mínu mati upplögð lestrarbók." - Þú leggur mikla áherslu á málfarió? „Já, sérstaklega þegar barnabækur eiga í hlut. Annars er vandinn með barnabækurnar aó þær verða að vera um helmingi ódýrari en bækur fyrir fulloróna en það kostar svipað að gefa þær út. Við reynum að hafa þær í öllum tilfellum jafn vandaðar eins og bækur fyrir fullorðna. Þaö þýðir cinfaldlcga að við vcrðum að selja meira magn. Hinsvegar sýna rannsóknir að lestur barna fer þverrandi og það er eitt- hvað sem við verðum að sameinast um að bcrjast gegn, það er alveg ljóst," sagði Björn. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.