Dagur - 15.12.1994, Síða 7

Dagur - 15.12.1994, Síða 7
Fimmtudagur 15. desember 1994 - DAGUR - 7 NVJAR BARNABÆKUR Mannslíkaminn í máli og myndum Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út bókina „Mannslíkaminn í máli og myndurn" í þýðingu Jóns O. Edwald. I þessari fallegu og greinar- góðu bók er líkama okkar lýst í máli og myndum, byggingu hans, líffærum, starfsemi einstakra líf- færa. Auk beinna staðreynda flyt- ur bókin ýmsan athyglisverðan fróðleik sem veitir svör við spurn- ingum barna og unglinga. Glöggur texti og litríkar myndir auka þekk- ingu og veita greinargott yfirlit um gerð og störf mannslíkamans. Þótt bókin höfði einkum til barna og unglinga mun hún veróa les- endum á öllum aldri til óblandinn- ar ánægju. Bókin er í stóru broti með 500 litmyndum og teikningum. Stærð bókarinnar er 96 bls. Verð kr. 1970. Rúmið hans Ama - eftir Bubba og Tolla Bókaútgáfan Setberg hefur gefiö út bókina „Rúmið hans Arna“ cftir Bubba Morthens og myndskreytt af Tolla. Bubba Morthens er margt til lista lagt. Söngvari, hljóófæralcik- ari, laga- og textasmiður. Og nú þrcytir hann frumraun sína scm rithöfundur í þessari skemmtilegu barnabók, sem Tolli bróðir hans skreytir með glæsilegum litmynd- um. Verðkr. 1590. Allt í eínu! Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út bókina „Allt í einu!“, mynd- skreytta sögubók fyrir börn eftir Colin McNaughton. Þetta er fjör- leg og skemmtileg saga meó bráð- smellnum litmyndum. Þar segir frá grísinum Orra, sem lendir í ýmsum ævintýrum á leiðinni heim úr skólanum, því aó úlfurinn ljóti liggur í leyni - en alltaf fer illa fyrir úlfmum og Orri litli kemst heim til mömmu sinnar, grunlaus um hættumar. Þórgunnur Skúladóttir þýddi bókina sem er 28 bls. Verð kr. 880. Bara við tvö - eftir Andrés Indriðason Bókaútgáfan Ióunn hefur gefið út bókina „Bara við tvö“, nýja ung- lingabók eftir Andrés Indriðason, sem um árabil hefur verið einn þekktasti og vinsælasti barna- og unglingahöfundur þjóðarinnar. Andrés hefur hlotið ýmsar viður- kenningar og verðlaun fyrir bækur sínar og þær hafa jafnan fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og lesenda. I bókinni Bara við tvö segir frá Geira, sem er ekki fyrr byrjaður í nýjum skóla en hann fellur kylli- flatur fyrir Maríönnu, sætustu stelpunni í bekknum - að sjálf- sögðu - en það þarf meira en venjuleg klókindi til að krækja í hana. Það er verðugt verkefni fyrir hugvitsamasta tíundabekking norðan Alpafjalla. Þrátt fyrir at- hyglissjúkan keppinaut, margvís- legan misskilning og ýmis óvænt ljón á veginum lætur hann ekki deigan síga því að ljóst er hvað Maríanna hugsar - er það ekki? Bara við tvö er fyndin og fjör- ug saga um hressa unglinga og allar þær krókaleiðir sem liggja að settu marki. Bókin er 152 bls. Verð kr. 1680. Með bómull í skónum - eftir Iðunni Steinsdóttur Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út nýja barnabók eftir Iðunni Steins- dóttur rithöfund og nefnist hún „Með bómull í skónum“. Segir þar frá sömu krökkum og komu við sögu í bók Iðunnar, Skuggarn- ir af fjallinu, en þetta er þó algjör- lega sjálfstæð saga, sem gefur bráðskemmtilega mynd af litríku lífi og leikjum í litlu þorpi um miðbik aldarinnar. I kynningu á bókarkápu segir m.a.: „I þorpinu undir bratta fjallinu sést ekki til sólar yfir háveturinn. Og stundum þarf ekki mikið til að ímyndunaraflið l'ari á flug hjá krökkunum. En raunveruleikinn gctur líka verið furðulegt ævintýri þar sem skiptast á skin og skúrir, gleði og sorg. Hrekkjusvín, draug- ar og ýmsar skrítnar skrúfur eru á stjái og svo kvcður alvaran sér hljóðs þegar skriðan fellur á hest- húsið hans afa.“ Iðunn Steinsdóttir hefur áður sent frá sér allmargar bækur l'yrir börn og unglinga og hafa þær fengið góða dóma og notið vin- sælda meðal lesenda. Brian Pilkington gerði kápu- mynd á bókina, sem er 145 bls., prentuð í Prentbæ hf. Verö kr. 1680. Kvöldsögur - eftir Þorgrím Þráinsson Fróði hf. hefur gefið út bókina Kvöldsögur eftir Þorgrím Þráins- son. I bókinni cru fjórar mynd- skreyttar ævintýrasögur fyrir yngstu lesendurna og börn á for- skólaaldri. Sögurnar tcngjast jól- unum á einn eða annan hátt en hafa þó sígilda skírskotun. Snjókarl biður vin sinn aó fijúga með sér til fjarlægs lands til að gefa veikum strák leikföng. Jólasveinn týnir lyklunum að hlöðunni þar sem gjafirnar eru geymdar og sér fram á að geta ekki glatt bömin. Blómálfar hjálpa einmana stúlku að taka til og gleðja foreldra sína og lítill bangsi þarf að dúsa einn uppi á háalofti á meðan heimilisfólkið syngur og dansar kringum jólatréð. Bókin er í stóru broti og öll lit- prentuð. Myndir í bókina eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Verókr. 1290. Dekurdrengur á dreifbýlis- bomsum - fyrsta bók Hildar Einarsdóttur Fróði hf. hefur gefið út bókina Dekurdrengur á dreifbýlisbomsum eftir Hildi Einarsdóttur. Þetta er fyrsta bók Hildar en hún hefur lengi fengist við ritstörf og blaða- mennsku. Bókin fjallar um Reykjavíkur- strák sem býr við gott atlæti heima hjá sér en er dálítið baldinn og fyrirferðarmikill og foreldrum hans finnst prakkarastrik hans og félaganna ganga helst til langt og ákveða að senda hann í sveit. I sveitinni hefst ný tilvera hjá stráknum. I fyrstu geðjast honum ekki að sveitaverkunum og allt er honum mjög framandi. En áður en langt um líður er hann kominn á kaf í hin ólíklegustu verkefni og farinn að kunna vel við sig í sveit- inni enda gerist þar margt ævin- týralegt. Krakkarnir á bæjunum fara á fjórðungsmótið, sem haldið cr í sveitinni, fara í langa og skemmtilega útreiðartúra og þegar cinn góðhesturinn á bænunt, Vængur, verður fyrir alvarlegu slysi þurfa allir að hjálpast að til að hann nái bata aó nýju. Dekurdrengur á dreifbýlisbom- sum er prentunnin í G.Ben.-Edda prentstofa hf. Kápuhönnum ann- aðist Guðmundur Ragnar Stein- grímsson. Mál og menning: Guð og ammahans Út er komin hjá Máli og menn- ingu ljóðabókin Guð og amrna hans eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Meðal yrkisefna eru ást, erótík, ferðalög, framandi fólk og suðrið sæla. Mörg Ijóðanna í þessari bók lýsa djúpstæðri ævintýraþrá og þekkingarleit höfundar en einnig er slegið á þjóðlega strengi. Þetta er fyrsta ljóðabók Jóhönnu en hún er einkurn þekkt sem blaðakona og matkráka. Bókin er 58 bls., unnin í G. Ben - Eddu prentstofu hf. Kápu hannaði Haraldur Jónsson. Verð bókarinnar er 1.690 kr. Heiða íiremur sjálfsmorð - eftir Hafliða Vilhelmsson Hlöóugil hefur gefið út skáldsög- una „Heiða fremur sjálfsmorð“ eftir Hafliða Vilhelmsson. Þetta er sjötta skáldsaga Hafiiða en áður hcfur hann sent frá sér bækur eins og Leió tólf og Beyg. Sagan „Heiða frernur sjálfs- morð“ fjallar um nokkra heita sumardaga í lífi Heiðu, fjórtán ára stúlku, sem starfar nteð vinum sínum í vinnuskólanum. Heióa er ósköp venjuleg, frísk og tápmikil stúlka, foreldrar hennar hamingju- samir enda í góðu starfi, auk þess sem nýlokið er viö að leggja Káhrs-parket á stofugólfin. Systir Heiðu trúlofast honunt Silla, því hún á von á barni. Lífið er áhyggjulaust; einmunablíða og Heiða er hrifin af jafnaldra sínum og vini, honum Hjalta, og hún á alla framtíðina fyrir höndum. Lokahátíð Vinnuskólans nálgast og það er nauðsynlegt að slá upp veislu af því tilefni, en hvar á aö halda partýið? Það kemur í hlut Heiðu að gera það, eina vanda- málið er aö foreldrar hennar mega ekki vita það. Sannast hið forn- kveðna að fljótt skipast veður í lofti; þegar örlögin reiða til höggs, verður ógæfan mest þar sem ham- ingjan var best. Heiða fremur sjálfsmorð er 132 bls., prentuð í Libris. Bókin kostar innbundin kr. 2296, kiljan er seld ákr. 1968. Vertu með okkur allan sólarhringinn: Tónlist - leikir - góð tónlist - viðtöl frábær tónlist - íþróttir - langbesta tónlistin. fyrir alla sími í stúdiói 27333, - auglýsingar og fax 27636 Jólagleði Erekki komið nóg afjólastressinu? Hvernig væri að gefa pví frí eina kvöldstund og mæta á tónleika? Mánakórinn heldur tónleika laugardaginn 17. desember kl. 21.00 í Akureyrarkirkju. Af fjölbreyttri efnisskrá má nefna kórlög, innlend og er- lend, negrasálma og síðast en ekki síst jólalög. Einsöngur og fjölbreyttur undirleikur. Stjórnandi Michael J. Clarke. AÐGANGUR ÓKEYPIS. Mánakórinn. Björn Sigurðsson Húsavík Húsavík-Akureyri-Húsavík Jólaáætlun 1994-1995 Frá Húsavík Frá Akureyri Fimmtudagur 15/12 Afgreiðslur: 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 16/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 16/12 8.00 og 17.00 7.30 og 18.30 Laugardagur 17/12 Engin ferð Engin ferð Sunnudagur 18/12 19.00 Engin ferð Mánudagur 19/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Þriðjudagur 20/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Miðvikudagur 21/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Fimmtudagur 22/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 23/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 23/12 17.00 18.30 Laugardagur 24/12 Engin ferð Engin ferð Sunnudagur 25/12 Engin ferð Engin ferð Mánudagur 26/12 19.00 Engin ferð Þriðjudagur 27/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Miðvikudagur 28/12 17.00 7.30 Fimmtudagur 29/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 30/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 30/12 17.00 18.30 Laugardagur 31/12 Engin ferð Engin ferð Sunnudagur 1/1 95 Engin ferð Engin ferð Mánudagur 2/1 95 8.00 og 17.00 15.30 Þriðjudagur 3/1 95 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Miðvikudagur 4/1 95 17.00 7.30 Fimmtudagur 5/1 95 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 6/1 95 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 6/1 95 17.00 18.30 HVAÐ ER SPARFAR? Spadargjald greiðist a.m.k. tveim dögum eftir brotttör. Ath. takmark- að sætaframboð. Spadargjald fyrir fullorðinn Húsavík-Akureyri-Húsavík kr. 1000,- Spadargjald fyrir fullorðinn Húsavík-Reykjavík-Húsavík kr. 4.600,- Húsavík: B.S.H. HF Héðinsbraut 6, sími 96-42200. Akureyri: Umferðarmiðstöðin Hafnarstræti 82, sími 96-24442.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.