Dagur - 15.12.1994, Page 11

Dagur - 15.12.1994, Page 11
NYJAR BÆKUR Fimmtudagur 15. desember 1994 - DAGUR - 11 Akureyri: í kvöld, fimmtudaginn 15. des- ember, verður spænskt kvöld í Deiglunni, sal Gilfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Nokkrir kunnir listamenn munu þar leggja sitt af mörkum til að skapa sérstætt spánskt and- rúmsloft og gefa fólki tækifæri til að gleyma jólaönnunum við ljúfa tóna og upplestur. Þeir sem i'ram koma eru leikar- arnir Amar Jónsson, Viöar Egg- ertsson, Rósa Guðný Þórsdóttir ásamt Einari Kr. Einarssyni, gítar- leikara. Einar Kr. Einarsson flytur spænska og suðurameríska tónlist. Arnar les úr nýútkomnum An- dalúsíuljóðum arabískra skálda í þýóingu Daníels Á. Daníelssonar læknis á Dalvík. Áður hafa komið út í þýðingu hans sonnettur Shakespeares og vöktu þær mikla athygli. Rósa Guöný Þórsdóttir les úr þýðingum Guðbergs Bergsson- ar á úrvali spænskra ljóða og Við- Arnar Jónsson. ar Eggertsson úr þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar á Tataraþulum eftir Gabríel Garcia Lorca. Vegna framkvæmda við inn- ganginn í Deigluna verður gengið Ginar Kr. Einarsson. inn um Café Karólínu. Dagskráin hefst kl. 21 en salurinn verður opnaður kl. 20.30 þar sem hægt verður að njóta vcitinga. Að- gangseyrir er kr. 500. NÝJAR BÆKUR Margir norðlenskir atburðir í bókinni Dagar íslands: Er 10. júlí dagur Þingeyinga? Atburðir sem tengjast Þingey- ingum eða Þingeyjarsýslu raðast með undarlegum hætti á einn dag, 10. júlí. Þetta kemur fram í bókinni „Dagar íslands“ sem var að koma út. Þennan dag árið 1937 féll danskur maður um sjötíu metra niður í gljúfur við Dettifoss en lifði af fallið, árið 1942 veiddi Jakob V. Hafstcin 36 punda lax í Laxá í Aðaldal, en þetta var þá stærsti lax sem veiðst hafði á flugu, þennan dag árið 1948 var hengibrú yfir Jökulsá á Fjöllum vígð en við það styttist vegurinn milli Norðurlands og Austurlands um sjötíu kílómetra, og árið 1980 hófst fimmta hrina Kröfluelda, en það var stærsta hrinan til þess tíma og stóð í rúma viku. Auk þess má nefna að sama mánaðar- dag 10. júlí árið 1970, tók ríkis- stjórn Jóhanns Hafstein við völd- um, en Jóhann og Jakob voru fæddir á Akureyri, synir Júlíusar Havsteen, sem lengst af var sýslu- maður á Húsavík. I bókinni „Dagar Islands“ er á þriðja þúsund atburðum úr sögu og samtíð raðað eftir dögum, þeir elstu eru frá elleftu öld en þeir yngstu gerðust í síðasta mánuði. Margir norðlenskir atburðir eru í bókinni, meðal annars frá Akur- eyri og Eyjafirði. Það er merkileg tilviljun að gufuskip kom í fyrsta sinn til Akureyrar 27. júní 1857, nákvæmlega tveim árum eftir að gufuskip kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur. Norðurland kom mikið við sögu fólksflutninganna miklu á síðustu öld. Fjórir Þingey- ingar lögðu af stað frá Akureyri til Brasilíu 11. júlí 1863 en ferðin tók þrjá mánuói. Þetta er talió vera undanfari fólksflutninga til Bandaríkjanna og Kanada um og Æuglýslng hjá okkur nær um allt Norðurland ©24222 Fax 27639 upp úr 1870. Það var einmitt frá Akureyri sem tjölmennasti hópur- inn lagði af stað til Vesturheims, 2. júlí 1876, en þá fóru 752 Norð- lendingar með skoska skipinu Verona. Sagt er frá ýmsum fróðlegum og forvitnilegum atburðum í bók- inni „Dagar Islands“ en einnig fljóta með skrýtnir og skemmti- legir atburðir. Akurcyringar ættu að una vel við samanburð sem kemur franr í atburði 1. október 1979: „Mesta úrkoma hér á landi, 243 millimetrar á einum sólar- hring, mældist í kvískerjum í Or- æfum. Þetta jafngildir helmingi af ársúrkomu á Akureyri.“ Hins veg- ar er stundum kalt noróanlands. Mesta frost hér á landi, -37,9 á celsíusmæli, mældist á Grímsstöð- um á Fjöllum 22. janúar 1918 og ekki að undra að þetta hafi verið nefndur frostaveturinn mikli. Heldur meira frost mældist þó á Akureyri 21. mars 1881, en það met er ekki staðfest. En Eyfirðing- ar kunna að færa sér veðráttuna í nyt eins og sjá má af því að 31. desember 1874 var haldin skemmtisamkoma á Espihóli í Eyjafirði, á lokadegi þjóðhátíðar- árs. Gerður var mikill snjóskáli þar sem borð, bekkir og ræðustóll voru úr ís! Það er Jónas Ragnarsson sem tók saman bókina „Dagar Islands" en útgefandi er Vaka-Helgafell. Byggðir Eyjafiarðar Ritið byggðir Eyjafjm-ðar 1990 liefur að geyma iipplýsiugar um býli og búendur í Eyjafirði allt frá síðustu aldamótum. Myitdir cru afba;jum og flcsltim núvcrandi ábncndnm. Rilið er í Ivcirr) biiidurn, alls 1175 síður. Verð kr. 13.680,- Bækurnur lasl bjá Rúnaðarsarnbandi Eyjaljarðar, Óscyri 2, 603 Akurcyri, sí.ni 96-24477. Sctidum í póslkröfn uni alll land. BÚNAÐARSAMBAND EYJAFJARÐAR. Nýjar reglur um greiðslumat Aukið öryggi fyrir öllu íbúðarkaup kalla á vel ígrundaða ákvörðun og mikilvægt er að vanda þartil allra verka. Með tilkomu greiðslumats hafa einstaklingar átt auðveldara með að átta sig á væntanlegri greiðslubyrði. Nú hefur Húsnæðisstofnun endurnýjað reglur sínar um greiðslumat og miða þær að því að gera íbúðarkaup öruggari en áður. Helstu breytingar eru þessar: ■ Miðað er við að greiðslubyrði allra lána fyrstu 3 árin eftir íbúðarkaup, byggingu eða endurbætur, verði ekki hærri en 18% af heildarlaunum. ■ Meira tillit er tekið til sveiflukenndra launa en áður. Áhersla er lögð á heildarlaun umsækjanda samk\>æmt skattskýrslu í stað mánaðarlauna síðustu þrjá mánuði. H Lánafyrirgreiðsla, s.s. skammtímalán banka til kaupanda, verður að vera formlega staðfest sem áki’örðun. Sala lausafjármuna, t.d. bíls, ogaðstoð skyldmenna verður að hafa farið fram áður en Húsnæðisstofnun samþykkir kaup á veðskuldabréfi. Leitið til viðskiptabanka ykkar eða annarra fjármálastofnana eftir frekari upplýsingum varðandi hinar nýju reglur um greiðslumat. HUSNÆÐ1SST0FNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRALIT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 OPIÐ KL. 8-16 VIRKA DAGA |________________ Föstudagur Jet Black Joe Miðaverð kr. 800 Laugardagur Miðaverð kr. 500 Góði dátinri Yfir I-ið Fimmtud., föstud. og laugardag Kjallarinn Arnar Guðmundsson Fimmtud., föstud. og laugardag

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.