Dagur - 15.12.1994, Page 16

Dagur - 15.12.1994, Page 16
alfa Verður pessi gœðastimpill á nýju innréttingunum og hurðunum þínum? Trésmiðjon filfo • Óscyri lo • 603 flkurevri Sími 96 12977 • Fox 96 12978 Lindukonféktið rennur út Það eru mörg handtökin áður en gómsætt Lindukonfektið kitlar bragðlauka sælkeranna. Mynd: Robyn Dalvík: Hart deilt í Atvinnumálanefhd Friðrik Gígja, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks og óháðra í at- vinnumálanefnd Dalvíkur, lét bóka á nefndarfundi 30. nóvem- ber að hann hefði orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með störf nefnd- arinnar. Hinir Qórir nefndar- mennirnir svara bókun Friðriks í annarri bókun á næsta fundi at- vinnumálanefndar, 3. desember, þar sem „öllum dylgjum um svefn okkar hinna“, eins og það er orð- að, er vísað til föðurhúsanna. Bókun Friðriks Gígja 30. nóv- ember sl. er eftirfarandi: „Á fyrsta fundi Atvinnumálanefndar þann 28. júlí síðastliðinn kom fram mikill vilji nefndarmanna um virkni At- vinnumálanefndar Dalvíkur. Var mikill hugur í mönnum og voru uppi raddir um að breyta samþykkt fyrir Atvinnumálanefnd Dalvíkur, í því skyni að hlutverk hennar yrði beinskeyttara og menn velktust ekkert í vafa um hvaða hlutverki hún hefði að gegna í þágu bæjarfé- lagsins. Verð ég að segja, að vonbrigðin eru mikil, ef tekið er mið af ofan- greindu. Vildi ég með bókun þessari skora á formann og aðra nefndar- menn að vakna af værum blundi og taka til hendinni af krafti og einurð Dalvík til heilla því hún á það svo sannarlega skilið.“ Hinir fjórir nefndarmennimir í Atvinnumálanefnd Dalvíkur, Hauk- ur Snorrason, Albert Gunnlaugsson, Ingvar Kristinsson og Einar Am- grímsson, svömðu bókun Friðriks með annarri bókun. Þar segir orð- rétt: „Atvinnumálanefnd em settar ákveðnar skorður, bæði hvað varðar fjárhagsáætlun og crindisbréf frá bæjarstjóm. Það sem af er þessu kjörtímabili hafa verið haldnir þrír fundir frá því að nefndin var fyrst kölluð saman þann 28.07. 1994. Engu máli hefur verið vísað til nefndarinnar frá bæjarstjóm en nefndin hefur sent bréf til fyrirtækja og einstaklinga í rekstri ásamt því að heimsóknir í fyrirtæki em hafn- ar. Það má kannski til sanns vegar færa að of langan tíma hafi tekið að koma bréfum til þessara aðila, fyrir því liggja ástæður sem óþarfi er að rekja hér en Friðrik er vel kunnugt um. Ollum dylgjum um svefn okkar hinna í nefndinni vísum við heim til föðurhúsa þar sem við teljum að starfssvið hvers nefndarmanns eigi ekki aó vera ígildi atvinnumálafull- trúa.“ óþh - á að vera toppurinn á Oruggt má telja að sala á konfekti er aldrei meiri en einmitt fyrir jólin, enda konfekt- ið ómissandi hluti af jólahald- inu. Þrátt fyrir ásókn innfluttrar vöru eru þó flestir sem telja ís- lenska konfektið langt um betra, enda er það búið til með öðrum hætti en hin innflutta iðnaðar- framleiðsla. Konfektið frá Lindu hefiir á sér sérstakan gæða- stimpil og margir sem ekki geta hugsað sér jólin án þess. Að sögn Svavars Hannessonar, sem stjórnar framleiðslunni hjá Lindu á Akureyri, hefur kon- fektið ekki selst betur í mörg undanfarin ár. Lindukonfektið fer að hans sögn um allt land en er ekki endi- lega bundið við Norðurland. „Þetta er að mestu leyti árstíða- bundin framleiósla. Það er yfirleitt byrjað að huga að framleiðslunni, bæði á molunum og pöntun á um- búðum, um mitt sumar og síóan fer þetta í gang af fullum krafti með haustinu. Við suma mola er talsveró handavinna og öll niður- röðunin fer fram í höndunum. Þaó er því talsvert dúllað við þetta og konfektið hjá okkur er ekkert sem bara rennur út úr vélum. Þetta á líka að vera toppurinn í íslenskri sælgætisgerð,“ sagði Svavar. Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri íslandsflugs: Munum gefa út yfir- lýsingu í lok vikunnar - til að halda Siglfirðingum ekki í óvissu Bæjarstjórinn á Siglufirði seg- ist ekkert hafa frétt frekar frá samgönguráðuneytinu um framhald flugs til Siglufjarðar eftir að umsókn íslandsflugs um Akureyrarflug var lögð inn. fs- landsflug hefur sem kunnugt lýst því yfir að flugi félagsins til Siglufjarðar verði hætt fáist ekki leyfí til að fljúga jafnframt til Sauðárkróks eða Akureyrar. Beiðni um flug til Sauðárkróks hefur þegar verið hafnað. „Eg er sannfærður um að það verður flogið áfram hingað til Siglufjarðar, þetta er spurning um hvernig og hverjir annist þetta flug en forsvarsmenn Flugfélags Norðurlands sögðu eftir viöræður við þá á Akureyri nýverið að þeir væru tilbúnir að skoða möguleika á flugi til Siglufjarðar. Boltinn er aftur á móti þessa dagana hjá Is- landsflugi og samgönguráðherra," sagði Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri á Siglufirði. Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Islandsflugs, segir að engin svör hafi fengist frá samgönguráðuneytinu þrátt fyrir að gengið hafí verið eftir svari við umsókn Islandsflugs um leyfi til áætlunarflugs á flugleiðinni miiíi Reykjavíkur og Akureyrar, Egils- VEÐRIÐ Aftur mun frysta um allt land. Á Norðurlandi eystra snýst til suðvestanáttar og veróur víóa stinningskaldi en síðan uppstytta og létt- skýjaó síódegis. Á Noróur- landi vestra veróur suóvest- anstinningskaldi og all- hvasst, síóan slydda eóa éljagangur. Úrkomulaust og 4-6 stiga frost þegar nær dregur helgi. KA-heimilið á Akureyri: Reyklaust félagsheimili frá 1. janúar 1995 Aðalstjóm Knattspymufé- lags Akureyrar hefur sam- þykkt að fclagshcimiU KA verði reyklaus staður frá næstu áramótum og tekur það til ailra húsakynna félagsins. Eitt af markmiðum KA er að skapa félagsmönnum sínum og þeim öðmm sem í heimilið koma eins heUsusamlegt og að- laðandi umhverfí og kostur er. Með reyklausu félagsheimili er stigið skref í þá átt, jafnframt því aó bæta móttöku viðskipta- vina og annarra sem erindi eiga við KA-heimilið. Undantekningar frá þessari samþykkt eru gerðar ef haldnar eru sérstakar skemmtanir á veg- tim KA og cf KA lcigir út hús- næðið við sérstök tækifæri til annarra aðila. Sigurður Magnús- son, framkvæmdastjóri Iþrótta- sambands Islands (ÍSÍ), segir að þessi samþykkt sé sú fyrsta sinnar tegundar sem hann hafi spumir af, en fyrr á þessu ári tók ISI höndum saman við heil- brigðisráðuneytið um að stefnt yrði að því aö gera öll íþróttahús og félagsheimili landsins rcyk- laus. GG íslenskri sælgætisgerö Hvaó varðar framleiðsluna al- mennt sagði Svavar að þar væri allt á uppleió. „Salan hefur verið mikið vaxandi, því með stóru og vel virku sölukerfi hjá Góu hefur þetta allt gerbreyst.“ Nóg hefur verió aó gera að sögn Svavars en um 14 manns vinna nú við fram- leiðsluna. HA Innbrot á Akureyri: Unglingspiltar stálu pening- um, áfengi og sígarettum Tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára, brutust inn í veitinga- staðinn Torgið á Akureyri aðfar- arnótt miðvikudags og stálu þaðan um 50 þúsund krónum í peningum, fjórum vínflöskum og litlu magni af sígarettum. Lögreglumenn sem voru á eft- irlisferð um nóttina veittu þeim eftirtekt, kannski ekki síst vegna þess að þeir hafa áður gerst brot- legir viö lögin, en þegar þeir lögóu á flótta var full ástæða til þess að kanna málið frekar. Þeir voru færðir í fangageymslur en vióurkenndu síðan innbrotið vió yfirheyrslu. Málið er upplýst, fer til sýslumanns og þaðan til Ríkis- saksóknara sem gefur út ákæru í málinu. GG staða og Ísafjarðar auk leyfis til flugs á leiðinni Akureyri-Siglu- tjörður-Akureyri. „Það er að vænta ákvörðunar í lok vikunnar af hálfu íslandsflugs til þess að halda Siglfirðingum ekki lengur í óvissu um hvað við ætlum að gera. Við vonum hins vegar að vió verðum búnir að fá svar frá samgönguráðherra fyrir þann tíma. Viö munum gefa út yfirlýsingu, hvort sem svar ráð- herra liggur fyrir eða ekki. Okkur er ekkert Ijúft að hætta að fljúga til Siglufjarðar," sagði Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Islandsflugs. GG INNANHÚSS' MÁLNINC frð kr. 3.990,- KAUPLAND Kaupangi • Sími 23565 RAFTÆKI I MIKLU ÚRVALI Vöfflujárn frá 4.880,- Kaffivél frá 2470,- 0 KAUPLAND HF. Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.