Dagur


Dagur - 10.02.1995, Qupperneq 11

Dagur - 10.02.1995, Qupperneq 11
HVAÐ ER Af> Cm E RAST? Föstudagur 10. febrúar 1995 - DAGUR -11 Spilavist í Hamri Á sunnudagskvöld kl. 20 verður spilavist í Hamri, félagsheimili Þórs á Akureyri. Að vanda verður spilað um glæsilega vinninga og eru allir velkomnir. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins opnuð Alþýðuflokkurinn opnar kosninga- skrifstofu í Brekkugötu 5 á Akur- eyri annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30. Frambjóðendur flokksins við komandi Alþingiskosningar verða við opnun skrifstofunnar og eru allir velkomnir að koma, njóta veitinga og ræða undirbúning kosn- inganna. Guðmundur Oddur sýnir Ijósmyndir á Café Karólínu Guðmundur Oddur Magnússon, kennari í grafískri hönnun við Myndlistaskólann á Akureyri, opnar ljósmyndasýningu á Café Karólínu á morgun, laugardag, kl. 14. Guð- mundur naut tilsagnar í Ijósmyndun viö Emily Carr College of Art and Craft í Vancouver í Kanada, en þar stundaði hann nám í grafískri hönn- un. Myndimar sem Guðmundur sýnir eru flestar nýjar af nálinni og era teknar í hans nánasta umhverfi, Grófargilinu á Akureyri. Sýningin mun standa út febrúarmánuð og er opin á venjulegum opnunartíma kaffihússins. Opið hús hjá Reikifélaginu Opið hús verður hjá Reikifélagi Norðurlands í Bamaskóla Akureyr- ar nk. sunnudag kl. 20. Allir sem vilja kynnast reiki eru boðnir vel- komnir. íslandsfirum- sýníngá ,Á köldum klaka“ íslandsfrumsýning verður I kvöld, föstudag, samtímis í Borgarbíói og Stjömubíói í Reykjavík, á nýjustu rnynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, „Á köldum klaka“. Aðalhlutverk í myndinni eru í höndum vin- sælasta leikara og rokkstjömu Japana af yngri kynslóðinni, Masatoshi Nagase, bandarísku kvikmyndaleikaranna Lili Taylor, Fisher Stevens og Laura Hughes og Gísla Hall- dórssonar. í öðrum hlutverkum eru m.a. Magnús Ólafsson, Rúrik Haraldsson, Flosi Ólafs- son, Bríet Héðinsdóttir, Ari Matthíasson, Álfrún Ömólfs- dóttir, Hallbjöm Hjartarson, Katrín Ólafsdóttir og Jóhannes grínari. Sagan segir frá Hirata, ung- um starfsmanni fisksölufyrir- tækis í Tokyo. Hann hefur náð góóum árangri í starfi og er á förum til Hawaii til að slaka á við golfiðkun í sól og hita þeg- ar afi hans boöar hann á sinn fund. Afinn segir að Hirata verði að fara til íslands til að fremja þar hefðbundna jap- anska minningarathöfn við á í óbyggðum þar scm forcidrar hans drukknuðu í bílslysi sjö ántm áður. Samkvæmt gamalli japanskri trú leita sálir hinna látnu að þeim tíma liðunum aftur til þess staðar þar sem þeir fórust og verði ekki réttir helgisiöir framkvæmdir finna þær aldrei friö. Hirata segist ekki trúa á þessi gömlu hindur- vitni en fellst að lokum á að breyta ferðaáætlunum sínum og heldur til íslands. Þar niæta honum meiri hremmingar og furður en hann gat látið sig dreyma um. Hann verður aldrei samur maður eftir feró- ina til íslands. En kannski fann sál hans frið. 66 1 Ljósmyndasýrtingunni „Fólk og vélar í 60 ár“ sem hefur verið í Fé- lagsborg alla þessa viku lýkur nk. sunnudag kl. 22. Sýningin verður opin í dag og á morgun kl. 14 til 18. Að sögn Jóns Amþórssonar, sem hefur haft veg og vanda af sýningunni, hefur hún gengið afar vel og fjölmargir lagt leið stna í Félagsborg. Jón sagði aó sýningargestir hafi lagt aðstandendum sýningarinnar lið við að þekkja fólkið á myndunum. Það skal ítrekað að þessari athyglisverðu Ijósmyndasýn- ingu lýkur nk. sunnudagskvöld. Námskeið í makróbatískri matargerð Heilsuhomið og Bautinn standa fyr- ir námskeiði í makróbatískri matar- gerð í Gryfjunni í VMA á morgun, laugardag, kl. 13.30. Leiðbeinandi verður Sigrún Ólafsdóttir, sem hefur séð um námskeiðahald í Matreiöslu- skólanum okkar. Innifalið í nám- skeiðinu eru uppskriftabæklingar. Námskeiðsgjald er kr. 1.500. Uppl. og skráning í Heilsuhominu í síma 21889 og Bautanum í síma 21818. til Afríku, halda tónleika á veitinga- staðnum Við Pollinn á Akureyri nk. sunnudagskvöld kl. 22. Á efnis- skránni verður ósvikin tónlist frá Afríku. Aðgangur er ókeypis. Tón- leikamir era liður í Sólstöfum - nor- rænni menningarhátíð á Islandi í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík síðar í þessum mánuði. Kynningarfundur frambjóÖenda G-listans! - Bergþórshvoli, Dalvík, föstudaginn 10. febrúar kl. 20.30. - Snælandi, Húsavík, laugardaginn 11. febrúar kl. 11.00. - Breiðumýri, Reykjadal, sunnudaginn 12. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir Alþýðubandalagið og óháðir Fyrirlestur um fálka og rjúpur í Þingeyjarsýslum „Um fálka og rjúpur í Þingeyjar- sýslum" nefnist fyrirlestur sem Ól- afur K. Nielsen fuglafræðingur flyt- ur í Safnahúsinu á Húsavík laugar- daginn 11. febrúar kl. 14. Meðan húsrúm leyfir er _ öllum heimill ókeypis aðgangur. Ólafur hóf rann- sóknir á fálkum og rjúpum vorið 1981 og hefur stundað þær síðan. Hann mun fjalla um heistu niður- stöður rannsóknanna. Rannsóknar- svæði Ólafs hefur verið í Þingeyjar- sýslum, samtals um 5200 ferkíló- metrar. Rannsóknimar hafa gengið út á að kanna hvaða áhrif stofn- sveiflur rjúpunnar hafa á líf og af- komu fálkans. Tvær sýningar hjá LA um helgina Leikfélag Akureyrar sýnir Á svört- um fjöðrum annað kvöld, Jaugar- dagskvöld, kl. 20.30 og Óvænta heimsókn í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Miðasalan er opin virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýn- ingardaga fram að sýningu. Síminn er 24073. Tweety í Sjallanum Hin vinsæla hljómsveit Tweety (Andrea og Þorvaldur) sjá um fjörið í Sjallanum á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöld. í kvöld er hinrs vegar diskótek í Sjallanum. Á Góða dátanum verður Karakter í kvöld og annað kvöld og Bergur Rögnvalds- son verður í Kjallaranum. Fjölskyldubingó í Lóni Slysavamadeild kvenna á Akureyri heldur bingó í Lóni við Hrísalund nk. sunnudag, 12. febrúar, kl. 15. Margt góðra vinninga. Allir vel- komnir. Skákþing Akureyrar að hefjast Skákfélag Akureyrar stendur í kvöld kl. 20 fyrir 15 mínútna móti í skák- heimilinu við Þingvallastræti. Á morgun, laugardag, kl. 13.30 hefst Skákþing Akureyrar í yngri flokki og eldri flokkurinn hefst kl. 14 á sunnudag. Sveifla frá Afríku á Akureyri Super Djempe Kan - tónlistarmenn frá Noregi, sem eiga ættir að rekja Renault 19 RTi ’93, ek. 18 þ. Toyota Carina E ’93, ek. 51 þ. Subaru Legacy 2000 GL A/T sóll. V: 1.300.000. V: 1.240.000. ’92, ek. 18 þ. V: 1.750.000. MMC L-200 4x4 bensín ’90, ek. 80 þ. V: 920.000. VW Golf 1800 st. ek. 4 þ. V: 1.520.000 stgr. Subaru Justy 4x4 A/T ’91, ek. 25 þ. V: 750.000 stgr. Subaru Legacy 1800 st. ’90, ek. 81 þ. V: 1.200.000. MMC Lancer GLXi HB A/T ’91, ek. 60 þ. V: 950.000. SÝNISHORN AF SÖLUSKRÁ: Nissan Patrol ’93, ek. 60 þ. L-300 2,4 I ’92, ek. 60 þ. Space Wagon 4x4 ’91, ek 57 þ. Toyota Corolla XLi ’94, ek. 5 þ. Subaru Justy 4x4 ’86, ek. 87 Pajero 3 d. V-6 ’92, ek. 51 þ. Vantar allar tegundir bíla og vélsleða á skrá og á staðinn BÍLASALA við Hvannavelli Símar 24119 & 24170

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.