Dagur - 10.02.1995, Qupperneq 16
skilju átti að vera komin fram fyrr“
Rækjutogarinn Júlíus Havs-
teen ÞH-1 frá Húsavík er á
veiðum á Digranesflaki austur
af Bakkaflóa og hefur ekki afl-
ast nema rétt sæmilega, eða um
eitt til eitt og hálft tonn í halinu
af ágætri rækju. Á sama svæði
eru um 10 rækjutogarar. Bræla
hefur verið á þessum slóðum
undanfarna daga og skipin því
þurft að veiða nær landinu en í
gær voru skipin að sækja dýpra
í ágætu veðri.
Jóhann Gunnarsson, skipstjóri
á Júlíusi Havsteen ÞH, segir að sér
lítist vel á reglugeró um veiðar
með seiðaskilju fyrir Norðurlandi
sem sjávarútvegsráðuneytið hefur
nýverið gefið út því víóa sé þörf
fyrir slíka reglugerð til að hindra
veiðar á smáfiski eða karfaseið-
um.
- segir Jóhann Gunnarsson, skipstjóri
VEÐRIÐ
Á Norðurlandi er spáð breyti-
legri vindátt, víða kalda en úr-
komulausu í dag. Veður fer
heldur hlýnandi. Á morgun
verður hvöss austan eða suð-
austan átt og rigning eða
slydda. Á sunnudag verður
austlæg átt, slydda og 0-3
stiga hiti.
Á mánudag frystir aftur þá
verður hæg norðaustlæg átt
en úrkomulítið.
„Við höfum verið með seiða-
skilju hér um borð I rúmt ár og
notað hana á þeim svæðum þar
sem við teljum þörf á. Það eru
ekki mikil vandkvæöi að því að
nota seiðaskilju á skuttogurum
eða á þeim bátum sem taka allt
inn að aftan en það er verra með
þá sem taka inn á síðunni. Maður
veit eiginlega ekki hvemig þeir
fara að því að Ieysa það vandamál.
Eg hef þá trú að þessa reglugerð
hefði sjávarútvegsráðuneytið átt
að hafa gefið út fyrir nokkru síð-
an. Að vísu er það mjög afmarkað
hvar þessi karfaseiói hafa fengist
og við höfum ekki séð önnur seiði
en karfaseiði, og þá helst á Nýja-
grunninu út af Norðurlandi, t.d. á
vissum slóðum á Kolbeinseyjar-
hryggnum og eins norður af
Húnaflóanum á Sporðagrunni.
Auðvitað eru svo blettir annars
staðar þar sem vart hefur orðió við
karfaseiði, en í miklu minna
magni og á mjög afmörkuóu
svæði,“ segir Jóhann Gunnarsson,
skipstjóri. GG
Tíð umferðarslys á vegarkaflanum milli
Akureyrar og Ólafsfjarðarvegar:
Þrettán manns hafa slasast,
einn alvarlega og einn látist
Fimmtán umferðarslys urðu
á þjóðvegi 1 á vegarkaflan-
um milli Akureyrar og Ólafs-
Qarðarvegar, þjóðvegar nr. 82,
á árunum 1992, 1993 og 1994
samkvæmt skráningu lögreglu
og skiptist það jafnt á milli ár-
anna. Flest umferðarslysin hafa
orðið í námunda við gatnamót-
in við félagsheimilið Hlíðarbæ,
þ.e. þjóðveg nr. 816, Dagverðar-
eyrarveg, en þar er töluverð
bunga á veginum og á því virð-
ast margir ökumenn flaska.
Einnig myndast oft mikil ísing
á þessum vegarkafla, en líklega er
algengasta orsök umferðarslysa
þama of hraður akstur.
Af þessum fimmtán umferðar-
slysum vom sex án slysa á öku-
manni eða farþega en níu með
slysum; en alls hafa þrettán manns
slasast, þar af einn látist; einn
mikið slasaður en minni meiðsl
hjá ellefu manns.
Á þessu ári hefur a.m.k. orðið
eitt umferðarslys á þessum vegi,
en þá rákust saman tvær bifreióar
á gatnamótum þjóðvegar 1 og
816. Öldruð hjón í öðmm bílnum
hluti áverka vegna höfuðhnykks
og bifreiðamar vom mikið
skemmdar. Það er því full ástæða
til þess að hafa uppi vamaðarorð
til ökumanna sem aka þennan
vegarkafla. Umferðarslys em
þjóðfélaginu dýr, bæði á ökutækj-
um og fólki, en banaslys verða
ekki bætt. GG
1 18 þvottakerfi
| 5 kg þvottur
IHitabreytirofi
600 snúninga
| Rústfrír pottur
I Frábært verð 42.595 ,■ stgr. I
I
■ isaupangi • oimi ííjddo ■
KAUPLAND
Kaupangi • Slmi 23565
Júlíus Havsteen ÞH-1 frá Húsavík í ágætri rækju á Digranesflaki:
Flugfélag Norðurlands:
Fleiri farþegar
og meiri vörur
á siðasta ári
„Reglugerð um veiðar með seiða-
Rósa Sigurjónsdóttir, starfsmaður á Skattstofunni á Akureyri, tekur við skattframtali frá ungum skattgreiðanda.
Mynd: Robyn.
Framtalsfrestur að renna út
Annríki verður á skattstofum
landins í dag enda sfðasti
skiladagur á skattframtölum.
Leyfilegt er að skila framtölum í
bréfalúgur skattstjóraembætt-
anna fram til miðnættis í kvöld
en þeir sem telja sig ekki geta
lokið framtalinu á tilskildum
tíma þurfa að sækja um frest.
Að sögn Sveinbjöms Svein-
bjömssonar, skattstjóra í Norður-
landsumdæmi eystra, er alltaf
nokkuó um að framteljendur óski
eftir fresti til að skila framtali og
þetta hlutfall er svipað nú og áöur.
Sveinbjöm segir að alla jafna
komi stór hluti af skattframtölun-
um í hús á síðasta skiladegi þann-
ig að vænta megi hefðbundins
annríkis hjá skattstofunum í dag.
Leiðbeiningar með skattfram-
tölum vom einfaldaðar nokkuð í
ár frá því sem áður var og segir
Sveinbjöm að þessum breytingum
hafi verið vel tekið af framteljend-
um. JÓH
Flugfélag Norðurlands hf. á
Akureyri flutti á síðasta ári
23.500 farþega í áætlunarflugi.
MeðaltalsQölgun var 4% frá
fyrra ári. Vöru- og póstflutning-
ar jukust um 6% og þar flutti fé-
Iagið 339 tonn. Þar fyrir utan er
leiguflug og þar er um svipuð
viðskipti að ræða milli ára.
Á leiðinni Akureyri-ísafjöður
fjölgaði farþegum lítillega milli
ára, Akureyri-Grímsey stóð nást í
stað, sem og Akureyri-Húsavík,
en talsverð fjölgun var á leiðinni
Húsavík-Reyjavík, sem á ekki
minnstan þátt í heildar fjölgun far-
þega. Talsverð fjölgun farþega var
einnig á leiðinni Akureyri-Þórs-
höfn og einnig fjölgun þó minna
sé, á Kópasker, Raufarhöfn og
Vopnafjörð. Leiðin Akureyri-Eg-
ilsstaðir stóð í stað en smá sam-
dráttur var á leiðinni Akureyri-
Keflavík.
Sigurður Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri FN, kvaðst mjög
ánægóur með þessa niðurstöðu,
enda um aukningu að ræða yfír
heildina sem fyrr segir. „Ástæðan
fyrir þessu er kannski sú að við
höfum haldið fargjaldahækkunum
í algeru lágmarki. Á nokkuð
mörgum árum hafa þau nánast
ekkert hækkað og því er í rauninni
um aö ræða lægri fargjöld miðað
við kaupgetu en fyrir nokkrum ár-
um.“ Engar breytingar urðu á
vélakosti félagsins á síðasta ári.
Endanlegar tölur um afkomu
liggja ekki fyrir en aðalfundur
verður haldinn í næsta mánuði.
HA
Akureyri, föstudagur 10. febrúar 1995
þotTAbUðborð k BÁUUnum
fóstuíugs-, UugÁrÖAgs- og sunnuöagskuöló
Vcrð aðcins kr. 1.390,-
KbölPscöill SmiÖjunnAr og lcikbússtilboð
Þjóöklrkjan kannar mögu-
leika á aukinni þjónustu:
Vígslubiskup
verði til viðtals
á Akureyri
Til athugunar er að Bolli
Gústavsson, vígslubiskup
á Hólum, verði til viðtals með
reglulegu millibili á skrifstofú
á Akureyri og hefur verið
nefndur sá möguleiki að
hann, Svavar Alfreð Jónsson,
nýráðinn héraðsprestur Eyja-
íjarðar- og Þingeyjarprófast-
dæmis, og frœðslufulltrúi
þjóðkirkjunnar á Norður-
landi hafi sameiginlega skrif-
stofúaðstöðu á Akureyri.
Málið er þó ennþá á athugun-
arstigi og engin ákvörðun
verið tekin.
„Ég hef rætt það við vígslu-
biskupinn á Hólum að ekki
væri óeólegt aó sá möguleiki
yrði kannaður að hann hefði
aðsctur öóru hvcrju á Akureyri.
Honum lcist mjög vcl á þá
hugmynd og hann hefur sett
sig í samband við Akureyrar-
og Glerárkirkju á Akurcyri
vegna þessa máls. í lok þessa
mánaðar hcld ég fund með
vígslubiskupunum þar sem
þetta mál verður skýrt og skoö-
að nánar,“ sagði hr. Ólalur
Skúlason, biskup, í samtali við
Dag. Hann sagði ekki ócölilegt
að víglubiskup, nýráðinn hór-
aðsprcstur og fræðslufulltrúi
hefðu sameiginlegt skrifstofu-
húsnæói á Akureyri. óþh