Dagur - 15.03.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 15.03.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 15. mars 1995 FRÉTTIR Búnaðarþing Islands 1995: „Óttast áróður lýðskrumara" - sagði Haukur Halldórsson í ræðu við setningu þingsins Ráðstefnugcstir hlýða af athygli á mái Hauks Hafsteinssonar frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríksins. Næstur honum situr Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Mynd: Halldór. „Það sem mest ástæða er til að óttast nú er áróður lýðskrumara sem halda því fram að auðvelt sé að bæta hag almennings svo tugum prósenta skipti með því einu að leyfa frjálsan ótollaðan innflutning búvara. Slik krafa lá á borðinu þegar við komum að þjóðarsáttarsamningunum í nóvember 1989. Henni var þó góðu heilli hafnað,“ sagði Hauk- ur Halldórsson, formaður Stétt- arsambands bænda, við setningu Búnaðarþings í fyrradag. Haukur sagði bændur hafa á Haukur Halidórsson. Fyrsta verkefni Samráösnefndar BSRB félaga á Noröurlandi eystra: Fjölsótt ráðstefna um lífeyrisréttindi í nokkur ár hefur verið heimild í lögum BSRB að stofna samráðs- nefndir aðildarfélaga BSRB á ákveðnum svæðum eða lands- hlutum. Tilraun með slíka nefnd á Norðurlandi var gerð fyrir nokkru síðan, en í byrjun þessa árs fór fólk af stað af fullum krafti og stofnuð var Samráðs- nefnd BSRB félaga á Norður- landi eystra í janúar sl. Var Ein- ar Emilsson á Dalvík kosinn oddviti nefndarinnar. Fyrsta verkefni hennar var ráðstefna um lífeyrismál, sem haldin var á Hótel KEA sl. föstudag. Frum- mælendur voru Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB, Haukur Hafseinsson frá lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Birna Jóhannesdóttir frá lífeyrissjóði starfsmanna Akureyrarbæjar. Ráðstefnan tókst afar vel og var aðsókn framar öllum vonum, en yfir 70 manns sátu hana. „Bæði *dllll> Glerárkirkja Samvera eldri borgara verður í Glerárkirkju nk. fimmtudag 16. mars kl. 15-17. Samveran hefst með stuttri helgistund í kirkjunni. Síðan er gengið í safnaðarsalinn þar sem gefst tækifæri til að hlýða á söng, spjalla saman o. fl. Boóið verður upp á veitingar gegn vægu verði. Ath. takið meó ykkur spil. AHir veikomnir. GLERÁRKIRKJA. voru framsöguerindin afar góð og spumingar sem komu úr salnum ekki síður. Fólk var því greinilega komið þama til að fræðast og fékk góð svör við sínum spumingum. I rauninni tel ég aó þama hafi kom- ið fram flest það sem máli skiptir í þessum efnum,“ sagði Einar Em- ilsson. Að hans sögn eykur það mönn- um bjartsýni á áframhaldandi öfl- ugt starf nefndarinnar hversu vel tókst til. „Fyrst og fremst er þetta hugsað til að styrkja félögin og sameina þau í starfi, bæói kjara- lega, félagslega og menningarlega og þá fyrst og fremst með því að halda ráðstefnur og fundi. Þannig viljum við draga starf BSRB meira út á land því fólk í félögum út á landi fer ekki til Reykjavíkur á svona ráðstefnu. I mínum huga er engin spurning að með þessu móti veröi fólk út á landi meðvit- aðri um tilvist sinna félaga og til- vist BSRB. Þannig verður BSRB líka sterkara," sagði Einar. Næsta skerf sagði Einar vera að ákveða með næsta verkefni og af nógu er að taka í þeim efnum. HA undanfömum ár- um lækkaó veró á framleiðslu sinni með hag- ræðingu í rekstri og því miður að hluta til með því að skerða eigin kjör. Aðrir sem að framleiðslu- ferlinu kæmu hefðu hins vegar lítið lagt af mörkum. Hann nefndi sem dæmi að ekki væri betur séð en að verslunin væri að taka enn stærri bita af kökunni en áður. Þrátt fyrir margháttaða erfið- leika sem að steðjuðu og óljósa stöóu hvað framtíðina varðaði sagði Haukur margt vera hagstætt í umhverfinu. Hann sagði heilbrigt efnahagsumhverfi og stöðugt verðlag vera eitt af því sem land- búnaðinum væri mjög mikilvægt. „Gæði íslenskra búvara eru al- mennt viðurkennd og neysla flestra búvara er mikil hér á landi miðað við þaó sem gerist annars staðar og fer vaxandi, t.d. í græn- meti og mjólkurvörum. Atak til uppbyggingar handverks og smá- iðnaðar í sveitum hefur skilað góðum árangri og uppgangur er í hrossarækt og hestamennsku. Síð- ast en ekki síst hafa bændur sem stunda ferðaþjónustu náð góðum árangri," sagði Haukur Halldórs- son meðal annars. SV Mat Seðlabankans á áhrifum nýgerðra kjarasamninga: Verðbolga verður afram litil - miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Félagsmálaráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu yfirmanns barnaverndarstofu. Staða yfirmanns barnaverndarstofu er laus til umsókn- ar sbr. lög nr. 22/1995. Barnaverndarstofa annast samhæfingu og efiingu barnaverndarstarfs og daglega stjórn barnaverndarmála. Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun auk reynslu og/eða þekkingar á sviði barnaverndar, stjórnunar og rekstrar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist félagsmálaráðuneytinu fyrir 31. mars nk. Félagsmálaráðuneytið, 10. mars 1995. Seðlabankinn hefur endurmetið verðlagshorfur á árinu 1995 í framhaldi af nýgerðum kjara- samningum og mælingu vfsitölu neysluverðs (áður framfærslu- vísitala) f marsmánuði. Einnig hefur verið lagt fyrsta mat á verðlagshorfur á árinu 1996. Samkvæmt þessu mati sam- rýmast nýgerðir kjarasamningar áframhaldandi lágri veróbólgu hér á landi miðað við þær þjóðhags- forsendur sem nú liggja fyrir. Þannig er því spáð aó vísitala neysluverðs hækki um 2,3% frá ársmeðaltali 1994 til meðaltals 1995 og um 2,9% frá 1995 til 1996. Þetta er minni verðbólga en spáð er í OECD ríkjum á þessu ári og svipuð og spáð er á því næsta. Spá Seðlabankans byggir á þeirri forsendu að nýgerðir kjara- samningar milli ASI og VSI verði fyrirmynd annarra kjarasamninga í landinu en þeir eru taldir fela í sér 3,6% meðalhækkun launa í upphafi samningstímans, 3,1% hækkun 1. janúar á næsta ári og 0,15% hækkun í desember, eóa samtals um 7% hækkun launa á UTBOÐ Akureyri - Dýpkun fyrir flotkví Hafnarstjórn Akureyrar óskar eftir tilboóum í dýpkun fyrir flotkví. Magn er áætlað 150.000 nf. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Akureyrarhafnar Oddeyrarskála við Strandgötu og á skrifstofu Vita- og hafnamálastofnunar Vesturvör 2, Kópavogi frá þriðju- deginum 14. mars, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðjudaginn 28. mars 1995 kl. 11.00. Hafnarstjórn Akureyrar. samningstímanum. Auk þess er talið aö launakostnaður aukist um 0,3% vegna sérkjarasamninga. Aðrar forsendur eru þær að gengi haldist stööugt, aó fram- leiðni aukist um 1% 1995 og 1,5% 1996 og launaskrið verði 1% hvort ár. Verðbólguspáin og ofan- greindar forsendur fela í sér að raungengi á mælikvarða verðlags haldist tiltölulega stööugt á þessu og næsta ári en hækki um 2,5% á mælikvarða launa. Raungengi mun því haldast áfram lágt á sögulegan mælikvarða. Raunlaun hækka miðað við ofangreindar forsendur um 1,9% milli ára 1995 og 1,7% 1996, segir í frétt frá Seðlabankanum. KK. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 12080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.