Dagur - 22.04.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 22.04.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. apríl 1995 - DAGUR - 5 Fatahreinsun Húsavíkur hef- ur tekið í notkun nýjan tækjabúnað sem gerir starfs- fólki kleift að hreinsa leður- og rússkinnsfatnað, flotgalla og ýmsan viðkvæman fatnað sem erfitt hefur verið að fá hreinsaðan. Sigurður Þórar- insson og Hafdís Jósteins- dóttir reka Fatahreinsunina, ásamt Þóreyju dóttur sinni og Kjartani Bjarnasyni, eig- inmanni hennar. Afengis- verslunin á Húsavík er í öðr- um enda húsnæðisins og starfsfólkið gengur til starfa þeim megin við þilið sem meira aðkallandi verkefni bíða hverju sinni. Kjartan Bjarnason, Þórey Sigurðardóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Hafdís Jó- steinsdóttir og Sigurður Þórarinsson í Fatahreinsun Húsavíkur. Mynd: IM „Þaó er ný tækni sem hreinsun- in í nýju vélunum byggist á, en þaö eru efnakljúfar sem notaóir eru vió meöhöndlunina. Tæki eins i og þessi hafa veriö í notkun í Reykjavík í hálft ár, og gefist vel. Mjög gott er aö þrífa ullarfatnað og annan fatnað sem erfitt er að þvo í vélunum. Þvottaprógrömmin eru mjög fjölhæf og við bindum vonir við aó geta aukið þjónust- una verulega með tilkomu þessa nýja tækjabúnaðar. Vélin er af gerðinni Electrolux Wascator, þekkt merki sem A. Karlsson hf. í Reykjavík flytur inn. Fimm vélar af þessari gerð munu vera komnar upp á Reykjavíkursvæðinu, en ég veit ekki betur en þetta sé fyrsta vélin sem sett er upp utan höfðuð- borgarsvæðisins," sagði Sigurður. Gaman að skila góðum fatnaði - Hefur veriö erfitt aó fá ýmsan viðkvæman fatnað hreinsaðan á landsbyggðinni? „Já, sérstaklega leðrið og rús- skinnið. Mér vitanlega hafa aóeins tveir staðir í Reykjavík verið meó slíka þjónustu. Við höfum vísaó okkar vióskiptavinum á þessa staði, en nú vonum viö að aukin ekki vandmál lengur vióskipti komi í kjölfar aukinnar þjónustu. Við starfrækjum einu efnalaug- ina á svæðinu milli Akureyrar og Egilsstaóa." - Hvað er langt síðan þið keyptuð fyrirtækió? „Það verða fimm ár í sumar og þetta hefur gengió sæmilega, en er erfitt eins og allur rekstur í dag. Við höfum samt fengið góð vió- brögð. Þetta er samrekið með áfengisversluninni og skapar 3-4 störf, en er breytilegt eftir árstíð- um.“ - Hvemig Hkar þér starfið í efnalauginni, Hafdís? „Alveg ágætlega, sérstaklega þegar vel gengur og við skilum góðum fatnaði til baka. Þetta er stundum erfitt þegar ilíkur eru illa farnar og fólk hefur gefist upp við að glíma vió erfiða bletti eftir aó hafa reynt ýmsar leiðir. Oft er verra að eiga við blettinn eftir að fólk hefur sjálft reynt að hreinsa hann og ýmis tískulatnaður í dag er ákaflega erfiður í meðhöndlun.“ ✓ Afengissala í lægð - Hvemig gengur að selja áfengi á Húsavík, Sigurður? „Það gengur sæmilega vel. Áfengissala hefur verið í lægð um allt land það sem af er árinu. Ætli megi ekki kenna atvinnu- og efna- hagsástandi í þjóðfélaginu þar um. Mér finnst tókbakssala þó vera enn meiri en áður og hún er geysi- lega mikil.“ - Hvemig fer þessi rekstur saman? „Hann fer nokkuð vel saman og ég held hann beri hvom annan uppi. Til að byrja með heyrðust vissar efasemdaraddir." - Bjóóið þió hraðhreinsun á fatnaói? „Já, en höfum ekki auglýst það ncitt sérstaklega. Við reynurn þó að þjóna ferðafólki sem verður fyrir óhöppum og bæjarbúum sem liggur á að fá fatnað af sérstökum ástæðum. I fyrra auglýstum viö hreinsun á gluggatjöldum, buó- umst til að sækja, senda og setja upp, og tveir aðilar þáðu það boó. Við erum að reyna sem flest til að skapa okkur rekstargrundvöll. Við vonum að tilkoma þessara nýju véla geri okkur kleift að bjóða enn meiri og betri þjónustu. Þetta eru dýr og vönduð tæki, en við höfum haft tækjabúnað frá sama fyrir- tækinu frá því að við byrjuðum." IM Þessi mynd var tekin af Valgerði Valgarðsdóttur og Birgi Snæbjörnssyni í Dómkirkjunni í Rcykjavík í febrúar sl. þegar Vaigerður var vígð í starf djákna. Innsetmng djákna í guðsþjónustu á morgun, sunnu- daginn 23. apríl, mun prófasturinn í Eyjafjarðarprófastsdæmi séra Birgir Snæbjömsson formlega setja Valgerði Valgarðsdóttur í starf djákna. Valgerður var vígð djáknavígslu í Dómkirkjunni í Reykjavík hinn 12. febrúar sl. Valgerður var í fyrsta hópnum, sem lauk djáknanámi frá Háskóla Islands. Starfsvettvangur Valgeróar veróur á Fjórðungssjúkrahúsinu, Seli og Kristnesspítala, og mun hún þar annast líknarþjónustu, sál- gæslu og helgihald í samráði og samvinnu við sóknarpresta Akur- eyrarprestakalls. Valgerður mun liðsinna sjúklingum, aðstandend- um þeirra og starfsfólki stofnan- anna. Valgerður hóf störf 1. janúar og hefir það þegar sannast aö mik- il blessun fylgir starfi hennar. Val- gerður mun prédika við guðsþjón- ustuna. Kór M.A. syngur við athöfnina undir stjóm Ragnheiðar Ólafsdótt- ur. Jóna Fanney Svavarsdóttir mun syngja einsöng í messunni. Hún er frá Litladal í Austur- Húnavatnssýslu. Afi hennar var Jóhann heitinn Konráðsson, sem svo mörgum yljaði um hjartarætur meö söng sínum í Akureyrar- kirkju. (Fréttatilkynning) Opið mánudaga til laugardaga kl. 10-19. Sunnudaga kl. 12-18. STÓRI BÓKAMARKAÐURINN Glerhúsinu, Hafnarstræti 26-30 GARÐYRKJUFÉLAG AKUREYRAR Félagsmenn í Garð- yrkjufélagi Akureyrar Miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.00 mun Dr. Hörður Kristinsson flytja fyrirlestur í máli og myndum um Villtar íslenskar jurtir. Fyrirlesturinn verður í kaffistofu gömlu Gróðrarstöðvarinnar við Drottningarbraut. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Stjórn Garðyrkjufélags Akureyrar. FLYTJUM AUGLYSINGASTOFU> OKKARI DDDEYRARGOTU 23 ÁGÆTIVIÐSKIPTAVINUR. VIÐ HÖFUM FLUTT AUGLÝSINGASTOFU OKKAR í ODDEYRARGÖTU 23. HÚS ÞETTA STENDUR Á HORNI ODDEYRARGÖTU OG BJARMASTÍGS. AUGLÝSINGASTOFAN VERÐUR í KJALLARA HÚSSINS OG GENGIÐ INN AÐ AUSTANVERÐU. VELKOMIN AUGLÝSINGASTOFAN TENGSL ODDEYRARGÖTU 23 - SÍMI 12616 - FAX: 11777

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.