Dagur - 24.05.1995, Side 1
Fjölveiðiskipið Sunna SI-67 leigð kýpversku útgerðarfyrirtæki:
Áhöfnin skráð á Kýpur
Rækjuskipið Sunna SI-67 hélt
í gær til rækjuveiða á
Flæmska hattinn við Nýfundna-
land. Frá sl. áramótum hefur
Arnarnes SI-70 verið á veiðum í
Flæmska hattinum en það er
gert út af Þormóði ramma hf. á
Siglufírði, rétt eins og Sunna SI,
en skráð á Kýpur. Ólafur H.
Marteinsson, framkvæmdastjóri
Þormóðs ramma hf., vildi í gær
ekkert tjá sig um málið, sagði
aðeins að skipið væri að halda á
veiðar.
Samkvæmt heimildum blaósins
var samið í hádeginu í gær við
áhöfn skipsins um að hún yrði
skráð á Kýpur, en skipið hefur
veriö leigt kýpversku útgerðarfyr-
irtæki til þess að komast hjá því
að þurfa að binda skipið við
bryggju komi til verkfalls á fiski-
skipaflotanum. Gengið hefur verið
frá tryggingarmálum sjómann-
anna.
Þau skip sem eru með áhafnir
sem fara í verkfall, ef til þess
kemur, þurfa að hætta veiðum á
miðnætti aðfaranótt nk. fimmtu-
dags. Sunna SI hefur verið á
rækjuveiðum hér við land og hef-
ur fengið 75 kr/kg fyrir iðnaðar-
rækjuna sem hefur farið til vinnslu
hjá rækjuverksmiðju Þormóðs
ramma hf., útgerðar skipsins.
Önnur skip, eins og t.d. Bliki EA-
12 frá Dalvík, hefur fengið allt að
160 kr/kg en þá hefur verið óskað
eftir tilboðum í iönaðarrækjuna.
Það sama hefur t.d. gerst með iðn-
aðarrækju af Svalbaki EA-2, tog-
ara UA, en nýverið fengust 140
kr/kg fyrir iðnaðarrækjuna sem
fór til vinnslu hjá Strýtu hf. á Ak-
ureyri. GG
Hugmyndir um að nýta
húsnæðið undir heimavist
Hótel Ólafsfjörður rekið sem gistiheimili í sumar:
Skandia
Lifandi samkeppni
W - lœgri iðgjöld
Geislagötu 12 • Sírai 12222
Akureyrí, miðvikudagur 24. raaí 1995
98. töiublað
Rekstri Hótels Ólafsfjarðar
hf. hefur verið breytt í þá
veru að fram til hausts verður
það rekið sem gistiheimili í stað
hótels áður. Rekstur hótelsins
hefúr gengið fremur stirðlega, og
vilja eigendur, Skeljungur hf.,
losna út úr rekstrinum eða selja
hann með öðrum hætti. M.a.
hefúr flogið fyrir að sótt verði
um það til bygginganefndar Ól-
afsfjarðarbæjar að hótelbygging-
unni verði breytt í íbúðir.
Hvaö við tekur á haustmánuð-
um er óljóst, en rekstraraðilar hafa
lýst því yfir að verði engin breyt-
ing á rekstrarformi hótelsins verði
því lokað í haust. Hótelið er leigt
og rekið af Sigurjóni Magnússyni,
framkvæmdastjóra bifreiðaverk-
stæðisins Múlatinds hf. í Ólafs-
firði, og hótelstjóranum Þórhildi
Þorsteinsdóttur auk þcss sem þau
reka greiðasölu og bensínaf-
greiðslu sem eru sambyggð hótel-
inu.
Þorsteinn Ásgeirsson, forseti
bæjarstjómar Ólafsfjarðar, segir
það mjög alvarlegt mál fyrir ðl-
afsfjarðarbæ ef hótelinu verði lok-
að og það kollvarpi meira og
minna öllum áformum um upp-
byggingu ferðamannaþjónustu í
bænum. Sótt hefur verið um að-
stoð eða styrk til Ólafsfjarðarbæj-
ar vegna rekstursins en afstaða
hefur ekki verið tekin. Það veróur
væntanlega til umræðu á næsta
bæjarráðsfundi.
Rekstrargrundvöllur hótels í
Ólafsfirði yfir vetrarmánuöina
viróist ekki vera fyrir hendi og því
hafa skotið upp kollinum hug-
myndir um að hótelið verói rekið
sem heimayist yfir vetrarmánuð-
ina í tengslum við sameiginlegan
framhaldsskóla Dalvíkinga og Ól-
afsfirðinga ef af þeim hugmynd-
um skólayfirvalda á Dalvík og Ól-
afsfirði verður. GG
/ kulda og trekki.
Mynd: Rob>n
Ferðamenn farnir að láta sjá sig
Ferðamenn hafa verið í Mý-
vatnssveit síðan um páska
pg virðist köld tíð engu skipta.
íslendingar eru þó ekki farnir af
stað enda er tími sumarleyfa
einungis rétt að heijast.
„Erlendir ferðamenn sem koma
hingað á vorin eiga ekkert von á
betra veóri heldur en hefur verið,
þeir koma bara í þetta arktíska
umhverfi og hafa gaman af,“
sagði Pétur Snæbjörnsson, hótel-
stjóri í Hótel Reynihlíð. „Eg vona
að Islendingar á ferð um landið
verði jafn margir og í fyrra. Svo
virðist sem Norðurland eystra hafi
notið góðs af átakinu ísland sækj-
um þaó heim, en þaó veröur að
halda starfinu áfram, áhrif af slíku
átaki fjara fljótt út ef árar eru
lagðar í bát.“ Nánast er fullbókað í
gistingu í Hótel Reynihlíð í sumar
og telur Pétur að heimtur verði
góðar.
Að sögn Eiríks Gíslasonar í
Staóarskála er ekki kominn virki-
legur sumarhugur í fólk þar enda
verið mjög kalsasamt. „Við sjáum
nú engan sérstakan mun ennþá í
viðskiptum, við erum í alfaraleið
Gefla hf. á Kópaskeri:
Árni stjórnarformaður
Staða skólastjóra Odd-
eyrarskóla að losna
Indriði Úlfsson, skólastjóri
Oddeyrarskóla á Akureyri,
hefúr sagt starfi sínu lausu og
jafnframt sótt um eftirlaun.
Indriði var ráðinn skólastjóri
samkvæmt „gamla“ kerfinu,
þ.e. hann lætur af störfum 1.
september nk. í stað 1. ágúst, en
í dag miðast kennararáðningar
við þann tíma. Eftirmaður Indr-
iða mun taka við stöðunni 1.
ágúst nk.
Staða skólastjóra Oddeyrar-
skóla verður auglýst á næstunni,
líklega 28. maí nk. en þá verður
jafnframt auglýst eftir umsóknum
um kennarastöður í Noróurlands-
umdæmi eystra og verður þaó
þriója auglýsing á þessu vori. Um
miðjan júnímánuð veröur þá hægt
að sækja um undanþágur fyrir
leióbeinendur þar sem þess er
þörf, en þar er fyrst og fremst um
aó ræóa leiðbeinendur sem kennt
hafa árum saman.
Sigurður Flosason, aðstoðar-
skólastjóri Oddeyrarskóla, hefur
jafnframt sagt upp stöóu sinni og
hefur einnig sótt um eftirlaun.
Vegna þess hve nemendum Odd-
eyrarskóla hefur fækkað á undan-
fömum árum verður staða Sigurð-
ar ekki auglýst að sinni. GG
Astjórnarfundi útgerðarfyrir-
tækisins Jökuls hf. á Rauf-
arhöfn og Fiskiðju Raufarhafnar
hf., sem haldinn var sl. laugar-
dag eins og skýrt hefur verið frá
í Degi, var Gunnlaugur A. Júlí-
usson, sveitarstjóri Raufarhafn-
arhrepps, kjörinn stjórnarfor-
maður beggja fyrirtækjanna.
Aðrir stjómarmenn eru Ámi
Heiðar Gylfason, framkvæmda-
stjóri Bifreiðaverkstæðis Áma,
sem er varaformaður, Þór Frið-
riksson, vélstjóri í frystihúsi Fisk-
iðiðju Raufarhafnar hf., Hafþór
Sigurðsson, framleiðslustjóri SR-
mjöls hf. og Hilmar Þór Hilmars-
son, verksmiðjustjóri á Þórshöfn.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar
stjórnar rækjuverksmiðjunnar
Geflu hf. á Kópaskeri, sem Jökull
hf. á Raufarhöfn á meirihluta í,
eða 63%, var Ámi Heiðar Gylfa-
son kjörinn stjómarformaóur en
Gunnlaugur A. Júlíusson varafor-
maður. GG
Norðurland vestra:
Tilboð í efnisvinnslu
Þrjú tilboð bárust í efnis-
virmslu fyrir Vegagerðina á
Norðurlandi vestra, en tilboðin
voru opnuð hjá Vegagerð ríkis-
ins á Sauðárkróki í gær.
011 tilboðin voru talsvert undir
kostnaðaráætlun Vegageróarinnar
sem hljóðaði upp á 56,3 milljónir
króna. Lægst bauð Króksverk hf„
38,8 milljónir eða 68% af kostn-
aðaráætlun. Tak hf. Búðardal
bauð 44,2 milljónir eða 78% og
Amarfcll á Akureyri bauð 45,8
milljónir eöa 81 %. HA
og það er alltaf straumur fólks
milli landshluta allan ársins hring.
Fyrstu bakpokaferðalangarnir fóru
þó að sjást í síðustu viku. Eg get
þó ekki sagt að það sé neinn gang-
ur í þessu, það veróur ekki fyrr en
upp úr mánaðamótum.“ Eiríkur
sagóist ekki hafa áhyggjur af að
kalt sumar hefði áhrif á viðskiptin,
ef kalt væri sunnanlands lægi
straumurinn norður og öfugt og þá
kæmi sér vel að vera miðsvæðis.
Á Umferðarmiðstöðinni á Akur-
eyri var gott hljóð í fólki. „Það
kom nú heill sænskur karlakór í
morgun og var að leita upplýsinga
um gönguleiðir, hesta- og snjó-
sleðaferðir og svo sungu þeir fyrir
okkur í þakklætisskyni,“ sagði
Unnur Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Upplýsingamið-
stöðvar ferðantanna. „Við sjáum
greinilegan mun dag frá degi.
Hingað koma sífellt fleiri ferða-
mcnn meö hverjunt deginum sem
líður, allt frá bakpokaferðalöngum
upp í ferðatöskufólk.“ Unni virð-
ast Skandinavar vera í miklum
meirihluta en svolítið er um Breta.
Unnur hefur fengið mjög marg-
ar fyrirspumir erlendis frá um
ferðir í sumar og segist vera bjart-
sýn.
Skoðunarferðir í Mývatnssveit
og áætlunarferðir á Egilsstaöi eru
hafnar en verkfall Sleipnis setur
náttúrulega strik í reikninginn.
„Við reynum auðvitað að gera allt
sem við getum fyrir fólkið, en bíl-
stjórarnir geta því mióur ekkert
keyrt nema skólaböm.“ sr