Dagur - 24.05.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 24. maí 1995
LETTIR
HESTAMANNAFELAGIÐ
LÉTTIR
^^KUREYR^/
Reiðnámskeið
Fyrirhugað reiðnámskeið með Kolbrúnu Krist-
jánsdóttur verður haldið dagana 29. maí-5. júní.
Kvennaflokkur, unglingaflokkur, karlaflokkur.
Skráning og allar nánari upplýsingar í Skeifunni sími 26I63
(frá kl. 9-I2) eða hjá Birnu í síma 24988 eftir kl. 20.
Fræðslunefnd Léttis.
Utboð
Óskað er eftir tilboðum í frágang
íþróttahúss á Raufarhöfn.
Um er að ræða hlutafrágang íþróttasalar og tengibygg-
ingar við núverandi sundlaugarhús.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Raufarhafnar-
hrepps. Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 96-
51151.
Tilboði skal skilað á skrifstofu Raufarhafnarhrepps Að-
albraut 2, Raufarhöfn, í lokuðu umslagi, merktu:
„Tilboð í frágang íþróttahúss á Raufarhöfn."
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Raufarhafnarhrepps
Aðalbraut 2, Raufarhöfn, þann 2. júní kl. 14. að þeim
viðstöddum sem þess óska.
Sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps.
FRÉTTIR
Viðbygging Dalbæjar formlega vígð
Mikið var um dýrðir í Dalbæ, hcimili aldraðra á Dalvík, sl.
laugardag cr þar var vígð viðbygging. A efri hæðinni cru
cldhús, borðsalur og búr, cn geymslur, frystir og starfs-
mannaaðstaða niðri. Borðsalurinn nýi bcr nafnið Setberg
til minningar um hjónin Egil Júlíusson, fyrrv. útgerðar-
mann og Guðfinnu Þorvaldsdóttur, sem gáfu háar fjárhæð-
ir til Dalbæjar. Fjölmcnni var við athöfnina og þá voru
mcðfylgjandi myndir tcknar. Fremst á stærri myndinni cr
Rúnar Búason, byggingamcistari, cn á innfclldu myndinni
eru Sigurlaug Stefánsdóttir, form. stjórnar Dalbæjar, og
Agúst Hafsteinsson, arkitckt að byggingunni. Myndir: Hj.Hj.
ux
IFERÐAH
RAUTT
LJÓS!
Atvinnukúgun aftan úr öldum
að skrá skip utan verkfallssvæðis
Framkvæmdanefnd Verka-
mannasambands íslands for-
Afgreiðslutími:
Mánud.-föstud.kl. 10.00-19.30
laugard.kl. 10.00-18.00
"1 < '■ .1
1. •
drögum við fram
If m stk.
lUa
'ill
dæmdi yfirlýsingar og aðgerðir
einstaka útgerðarmanna til að
komast hjá löglega boðuðu verk-
falli sjómanna á fundi sínum
þriðjudaginn 23. maí sl.
Framkvæmdanefnd VMSI telur
fyrirætlanir útgerðanna fólgnar í
því að leigja skip og áhafnir ýmist
erlendum aðilum eða íslenskum
fyrirtækjum utan þess svæóis sem
verkfallið nær til ótrúlega ósvífna
hegðun og þverbrjóta vinnulög-
gjöfina. Til þess sé beitt atvinnu-
kúgun sem sé aðferð aftan úr öld-
um.
Framkvæmdanefnd VMSI lýsir
fullri ábyrgð á hendur viókomandi
útgerðum svo og forystu LIU, láti
hún það afskiptalaust. VMSI skor-
ar á aðildarfélög sín að þjónusta á
engan hátt þau skip sem þarna
eiga hlut að máli og að vera jafn-
framt vel á verði gagnvart verk-
fallsbrotum og grípa þegar til við-
eigandi ráðstafana komi þau upp.
GG
Þorbergur hættur
með landsliðið
Þorbergur Aðalsteinsson sækist
ekki eftir að halda áfram störf-
um sem landsliðsþjálfari íslands
í handknattleik og ljóst að nýr
maður tekur við liðinu innan
skamms.
Samningur Þorbergs við HSI
rann út um leið og Heimsmeist-
aramótinu lauk og þegar lands-
liðsnefnd kom saman til fundar í
fyrrakvöld lá fyrir að Þorbergur
sækist ekki eftir framlengingu á
samningnum. Þorbergur hefur
stýrt „strákunum okkar“ sl. fimm
ár og undir hans stjórn varð liðið í
Sumar-
búðir
í Hamri
fyrir börn
fædd 1982-1989
hefjast 6. júní
Innritun í Hamri
í síma 12080
4. sæti á Ólympíuleikunum í
Barcelona 1992 og í 8. sæti á HM
í Svíþjóð ári síðar. Alþjóð veit
hvemig liói hans reiddi af í nýlok-
inni Heimsmeistarakeppni á ís-
landi.
Bókasafn S-Þingeyinga:
Forstööumanni
sagt upp vegna
fjárdráttar
Forstöðumanni Bókasafns S-
Þingeyinga á Húsavík, hefur
verið vikið frá störfum eftir að
það kom í ljós fyrir nokkrum
vikum að „smáupphæðir“ vant-
aði í bókhald safnsins auk
óreiðu. Forstöðumaðurinn hefur
greitt peningana til baka. Þetta
kemur fram í DV í gær.
I viðtali við blaðið segir Einar
Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík,
að það hafi verið mat stjómarinnar
að það hafi verið eðlileg máls-
meðferð aó segja forstöðumannin-
um upp störfum og ekki hafi verið
um annað að ræða en grípa til
þeirra ráða.
Forstöðumaðurinn hafði veitt
bókasafninu forstöðu í þrjú ár.
Nýr forstöðumaður hefur ekki
verið ráðinn. KK