Dagur - 24.05.1995, Síða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 24. maí 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir).
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
LEIÐARI-----------------------
Vel heppnuð sameining
Þann 1. desember 1992 sameinuðust sex lífeyr-
issjóðir á Norðurlandi og úr varð Lífeyrissjóður
Norðurlands, sem nú er einn af sterkari lífeyris-
sjóðum á landinu. Aðalskrifstofa sjóðsins er á
Akureyri en einnig eru svæðisskrifstofur á Húsa-
vík, Blönduósi og Sauðárkróki.
Árið 1994 var fyrsta heila rekstrarár Lífeyris-
sjóðs Norðurlands og það er því fyrst nú sem
menn geta metið að einhverju leyti hvernig til
hefur tekist. Á aðalfundi Lífeyrissjóðs Norður-
lands á Akureyri um liðna helgi kom fram að
staða sjóðsins er mjög sterk og sameiningin hafi
gengið betur en menn hafi þorað að vona. Um
þetta segir Kári Arnór Kárason, framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands, í Degi í gær:
„Ég tel að þau markmið sem við settum okkur
við sameininguna hafi gengið eftir. Við spörum
21 milljón króna á ári, sem eru 50% lækkun, í
rekstrarkostnaði og það var eitt af markmiðun-
um við sameiningu. Við höfum meiri möguleika
á góðri ávöxtun á okkar fjármunum og áhættu-
dreifingin er sömuleiðis meiri. Á síðasta ári skil-
uðum við 7,3% raunávöxtun. Ég tel þegar á
heildina er litið að sameining lífeyrissjóðanna
hafi heppnast vel og skilað árangri fyrr en við
áttum von á. Rekstrarsparnaður er meiri en við
áttum von á."
Þessi orð framkvæmdastjórans eru allrar at-
hygli verð. Rekstrarkostnaður við marga litlu líf-
eyrissjóðina var orðinn gríðarlegur og ekki síst
þess vegna var tekin ákvörðun um að sameina
þá. Menn trúðu því að unnt væri að ná fram
verulegum sparnaði og það ánægjulega er að
það hefur tekist og vel það. Þetta er mikilvægt
atriði, nokkuð sem gefur efasemdarmönnunum
langt nef.
Sterkur lífeyrissjóður hlýtur að ná mun betri
kjörum á fjármálamarkaði en þeir veikburða og
það hefur gerst. Góð raunávöxtun Lífeyrissjóðs
Norðurlands á síðasta ári, 7,3%, segir allt sem
segja þarf.
Mörgum fannst í mikið ráðist þegar ákveðið
var að sameina lífeyrissjóði á Norðurlandi. Nið-
urstaða síðasta árs sýnir svart á hvítu að sam-
einingin hefur heppnast vel og hún hefur verið
gæfuspor.
Viðamikil breyting á símanúmerakerfínu tekur gildi laugardaginn 3. júní nk:
Öll símanúmer verða sjö stafa
- mikilvægt að breyta nafngjöfum faxtækja - einnig breyting á farsímakerfinu,
grænum númerum og símatorgum
Þaö hefur vart fariö framhjá
nokkrum manni aö halin er mikil
auglýsingaherferö á vegum Pósts
og síma í ljósvakamiðlum og dag-
blöðum þar sern kynnt er viöa-
rnikil breyting sem á sér staö á
símanúmcrakcrfi landsmanna
laugardaginn 3. júní nk. þegar öll
símanúmcr landsins veröa sjö
stafa. Þó aö þessi breyting sé út af
fyrir sig ekki flókin er ástæöa til
þess aó gera ítarlcga grein fyrir í
hverju hún er fólgin. Dagur lcitaöi
upplýsinga hjá Hrefnu Ingólfs-
dóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og
síma í Reykjavík, í gær.
ÖII númer verða sjö stafa
Viðamcsta brcytingin á símanúm-
erakerfinu felst í því aó frá og
með 3. júní nk. veróa öll sínta-
núnier á landinu sjö stafa og um
leið falla í burtu núgildandi svæö-
isnúmer. I raun má segja aö svæö-
isnúmerin, í flestum tilfellum, séu
fclld inn í nýju númerin. Sem
dæmi er núntcr dagblaðsins Dags
á Akureyri nú 96-24222 en eftir
breytinguna veröur númeriö
4624222. Meö öörum orðum;
svæðisnúmeriö fellur burtu og í
staö þess kemur 46 fyrir framan
sjálft númerið. Aó sama skapi
bætist 45 framan vió símanúmer á
Norðurlandi vestra og svæðisnúm-
criö 95 fellur burtu. Tekiö skal
fram að ný númer gilda jafnt inn-
an núgildandi númeraumdæma
sem milli þeirra.
í tengslum við útgáfu
nýrrar símaskrár
Hrefna Ingólfsdóttir segir aó ekki
sé tilviljun aö ráöist sé í þessa
viöamiklu breytingu á þcssum
tímapunkti, ný símaskrá sé aö
korna út og bcst hafi þótt að síma-
númerabrcytingin yrði jafnhlióa.
Hrefna segir að með því að
taka upp sjö stafa símanúmera-
kerfi sé verið aó skapa rými fyrir
fjölgun númera. Þá segir hún að í
nágrannalöndunum hafi sú þróun
átt sér staö á undanförnum árum
aó svæðisnúmerin séu tekin inn í
símanúmerin. Þaó sama sé að eiga
sér staö hér á landi.
Breytingin tekur einnig til bíla-
símanna, núrner þeirra verða
einnig sjö stafa. Hins vegar brcyt-
ast þau númer sem byrja á 0, t.d.
upplýsingar og talsambönd við út-
lönd, ckki jafnhliða símanúmera-
brcytingunni 3. júní. Þessi númer
breytast hins vegar 1. október nk.
Gömlu númerin falla úr
gildi 3. júní
Hrefna segir aó þctta sé ein mesta
kerfisbreyting sem Póstur og sími
hafi ráðist í á síðari árum og hún
hafi lengi verið í undirbúningi.
Hún segir aó þetta sé töluvert
kostnaðarsöm aðgerð, til dæmis
verði umtalsverðum fjárntunum
variö til kynningar á breytingunni
frarn til 3. júní.
Vert er að ítreka að frá og rneð
3. júní falla gömlu símanúmerin
úr gildi. Gleymi fólk hins vegar
breytingunni, sent hætt er við að
margir geri, og slái á gamla góða
númerið, er engin ástæóa til að
örvænta því símsvari kemur sím-
notendum til hjálpar og leiðbeinir
þcim inn á rétta braut. Hrefna seg-
ir að þessir sínisvarar verði gjald-
frjálsir og því hafi það ekki í för
með sér aukakostnað fyrir símnot-
endur að hlusta á upplýsingar sem
þeir veita.
Breytið nafngjöfum
faxtækjanna!
Ástæða er til að taka það skýrt
fram að eigendur bréfsíma (fax-
tækja) verða aó breyta nafngjafa
þeirra áður en númerabrcytingin á
sér stað 3. júní nk. Verði það ekki
gert er hætta á því að blöð skili sér
ekki í gegnum viókomandi bréf-
síma. Hrefna segir að í flestum til-
felluni séu greinargóðar upplýs-
ingar unt breytingar á nafngjöfunt
í leiðbeiningabæklingum með
bréfsímum, en einnig sé liægt að
fá upplýsingar hjá söluumboðum
og auk þess sé möguleiki að fá
símvirkja gegn gjaldi til þess að
setja nýja nafngjafa inn á bréfsím-
ana.
Breyting á grænum númer-
um og símatorgsnúmerum
Breyting verður einnig á grænum
númerum og símatorgsnúmerum
sem nú byrja öll á 99. Frá og með
3. júní byrja grænu númerin á 800
og símatorgsnúmerin á 900.
Kynningarþátturinn
mikilvægur
„Auðvitað er þetta viðamikil
breyting en við erum bjartsýn á að
hún gangi vel. Ég vona að breyt-
ingin hafi ekki mjög mikil óþæg-
indi í för með sér fyrir símnotend-
ur og við leggjum mikla áherslu á
kynningarþáttinn í fjölmiðlum á
Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu á
Akureyri boða til fundar á Stáss-
inu nk. föstudagsmorgun kl. 8.30
þar sem gerð verður upp páskahá-
tíðin á Akureyri og næstu skref
rædd.
Á fundinum mun Magnús Már
Þorvaldsson, sem var starfsmaöur
hagsmunaaóila í ferðaþjónustu í
sambandi við framkvæmd „Páska
á Akureyri“, gcra grein fyrir
hvernig til tókst. ívar Sigmunds-
son, forstööumaður Skíðastaða og
tjaldsvæðis Akureyrarbæjar, met-
ur hverju „Páskar á Akureyri" og
hátíðin um síðustu verslunar-
mannahelgi hafa skilað fyrir Ak-
ureyrarbæ og ferðaþjónustuaðila í
bænum.
næstu dögum. Við hvetjum fólk til
þess að kynna sér vel í hvcrju
þessar breytingar felast áður en til
þcirra kemur,“ sagói Hrcfna. óþh
Á fundinunt nk. föstudag, sem
er opinn öllum áhugamönnum um
feróaþjónustu á Akureyri, verður
rætt um framtíðina, fyrst og
fremst þó komandi suntar, en í
ljósi þess hversu vel hefur til tek-
ist er fastlega gert ráð fyrir fram-
haldi á komandi surnri. óþh
Leiðrétting
I pistlinum Skólamál í Degi í gær
var leiðinleg prentvilla. Þar var
sagt að Síðuskóli á Akureyri ætli
aó selja vöfflukaffió á kr. 1.300.
Það er að sjálfsögðu rangt. Rétt
veró á kaffinu er kr. 300. Grill-
pylsumar verða seldar á kr. 100
og safi á kr. 50.
Símanúmera-
breytingin
- dæmi um breytingu nokkurra símanúmera
Er nú Veróur
Vestfirðir 94-5000 4565000
Norðl. vestra 95-35100 4535100
Noról. eystra 96-30600 4630600
Austurland 97-11100 4711100
Suóurland 98-21100 4821100
Reykjavík 91-26000 5526000
Reykjavík 91-636000 5636000
Reykjanes 92-15000 4215000
Vesturland 93-11000 4311000
Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu á Akureyri:
Ræða málin á fundi
nk. föstudag