Dagur - 24.05.1995, Page 5

Dagur - 24.05.1995, Page 5
Miðvikudagur 24. maí 1995 - DAGUR - 5 Söngtónleikar á Raufarhöíin Kirkjukór Raufarhafnar efndi til tónleika í Hnitbjörgum, félags- heimilinu á Raufarhöfn, miðviku- daginn 17. maí. Söngstjóri kórsins er Stefanía Sigurgeirsdóttir og lék hún líka undir söng kórsins í nokkrum lögum. Einsöngvari á tónleikunum var Margrét Bóas- dóttir. Aóalundirleikari á tónleik- unum á píanó var Wolfgang Trezsch og á gítar lék Snorri Kristjánsson. Sópranraddir Kirkjukórs Rauf- arhafnar eru margar vel bjartar, ná vel hæö og gefa yfirleitt fallegan tón. Svo var til dæmis í lögunum Þýtur í skógum eftir J. Sibelius við ljóð Axels Guðmundssonar og Nú sefur jörðin eftir Þorvald Blöndal vió ljóð Davíðs Stefáns- sonar. Fyrir kemur, að röddin verður dálítið gjallandi og bar hvað mest á því í laginu Þú hljóða nótt eftir Joh. Brahms vió ljóð Freysteins Gunnarssonar, en kom fram nokkru víðar. Altinn er þétt- ur og fyllir ágætlega. Hann fellur almennt vcl í hljóminn og myndar góða samstæðu með sópranrödd- um. Þessa naut vel í ýmsum lög- um, svo sem í Eg elska hafið, sem sungió var í útsetningu eftir Jakob Tryggvason og vió texta í þýðingu Guómundar Guðmundssonar og Við tvö og blómið, sem er eftir Sigfús Halldórsson vió ljóð Vil- hjálms frá Skálholti. Einnig var víða vel gcrt í lögum, sem kon- umar sungu einar, einkum í syrpu laganna Eg vildi aó ung ég væri rós og Játning, sem bæói eru cftir Sigfús Halldórsson, en ljóðið við fyrra lagið eftir Þorstein Ó. Steph- ensen og hiö síðara eftir Tómas Guðmundsson, sem voru vcl lip- urlcga flutt. Tenórar falla almennt vel í TÓNLIST HAUKUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR hljóm, og gerðu allvel. Röddina skortir þó fyllingu, eins og fram kom, þar sem hún hafði sóló- strófur, svo sem í upphafslagi tón- leikanna: Vel er mætt til vinafund- ar cftir Wetterling við ljóð eftir Jón Trausta. Bassinn gaf iðulcga góðan undirtón, svo sem í ýmsum þeim iögum, sem þcgar hafa Vcrið nefnd og cinnig til dæmis í Nú yf- ir hciðið, sem er þýskt þjóðlag við ljóð cl'tir Pál Jónsson og Svalan mín cftir Björgu Björnsdóttur við ljóð Axcls Thorsteinssonar. Bæði þessi lög tókust vel í öllum kóm- um. Fyrir kom hins vegar nokkuð tíðum, að bassinn var hrjúfur og féll ekki sern skyldi í samfellu kórsins. Karlar sungu einir lagið Logn og blíða cftir Bellman við ljóð Björgvins Jörgenssonar og kom þar nokkuð vel í ljós, hve æskilegt hefði verió að hafa nokkrar karlaraddir í viðbót. Kirkjukór Raufarhafnar er efni- iegt hljóðfæri, sem íbúar hafa fulla ástæðu til að vera stoltir af. Hann má þó bæta og væri æski- legt í því sambandi að auka nokk- uð við fjölda kórfélaga, einkum í karlaröddum. Margrét Bóasdóttir gerði víða fallega á þessum tónleikum. Svo var til dæmis í einsöng hennar í laginu Allsherjar Drottinn, þar sem kórinn var reyndar heldur í sterkasta lagi. Skemmtilegast tókst Margréti í lögum eftir Sigfús Halldórsson, en hún flutti Við tvö og blómið með kómum og söng ein lögin Er sumarið kom yfir sæ- inn og Tondeleyo og virtist njóta sín sérlega í ljúflegri og leikrænni túlkun. Undirleikur WolfgangsTrezsch var víðast miklu of hógvær og mátti iðulega heita, að hann hyrll sem næst gersamlega í kórinn. Hann gaf þó kórnum styrk, sem meðal annars kom fram í því, að lítið var um það, að hljómur væri ckki hreinn. Gítarlcikur Snorra Kristjánssonar heföi mátt vera ör- uggari. Undirtektir áheyrenda voru ágætar og virtust þeir lítt teknir að lýjast á tónleikunum, sem voru þó mjög efnismiklir. Vel yfir tuttugu lög voru á söngskránni og mikið af talsvcrt metnaðarfullu efni, scm lofar góðu um framhaldið. Lögmannshlíðarsókn Aðalsafnaðar- fundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í Glerár- kirkju miðvikudaginn 24. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefnd. Lif og fjör Dansleikur verður haldinn í Víkurröst á Dalvík laugar- daginn 27. maí nk. frá kl. 22-03. Létt og laggott leikur fyrir dansi. Sætaferðir frá Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 21.30. Höfum góða skapið með okfeur á síðasta ball fyrir sumarfrí. Stjóm skemmtiklúbbsins Líf og fjör. Fermingarböm sunmi- daginn 28. maí Húsavíkurkirkja kl. 10.30 Benjamín Rúnar horsteinsson, Lyngbrckku 14. Brynjar Smárason, Laugarholti 12. Guðlaugur Rúnar Jónsson, Heiöargcrði 7. Guðmundur Helgi Melberg Loftsson, Grundargarói 4. Gunnar Illugi Sigurðsson, Stórhóli 77. Haukur Þóróarson, Stóragarói 4. Kristján Breiðfjörð Svavarsson, Garðarsbraut 13. Kristján Friðrik Sigurðsson, Uppsalavcgi 22. Sigmar Ingi Ingólfsson, Brúnagerði 7. Ævar Omarsson, Garóarsbraut 69. Elfa Birkisdóttir, Höfóavegi 26. Guðný Ósk Agnarsdóttir, Lyngbrekku 15. Guðný Þóra Guðmundsdóttir, Miðgarði I. Guðrún Sigríður Grétarsdóttir, Asgarðsvegi 13. Helga Björg Pálmadóttir, Brúnagerði 2. Hulda Hallgrímsdóttir, Árholti 6. Ingunn Ólína Aðalsteinsdóttir, Baughóli 33. Jóhanna Gísladóttir, Litlagerói 1. Óiaf'sfjarðarkirkja. Húsavíkurkirkja. Jóna Bima Óskarsdóttir, Stórhóli 73. Kristín Huld Magnúsdóttir, Höfðavcgi 16. Kristjana María Kristjánsdóttir, Vallholtsvegi 9. Lilja Hrund Másdóttir, Heiðargerði 19. Rakei Dögg Haflióadóttir, Garðarsbraut 53. Sigurbjörg Stcfánsdóttir, Sólbrekku 4. ✓ Olafsfjarðarkirkja kl. 10.30 Amar Óli Jónsson, Aóalgötu 28. Atli Elvar Bjömsson, Hlíöarvegi 18. Baldur Ævar Baldursson, Ólafsvcgi 38. Birkir Guðnason, Hrannarbyggð 9. Björk Óladóttir, Kirkjuvegi 3. Diljá Helgadóttir, Aðalgötu 28. Eydís Ósk Víðisdóttir, Ægisbyggð 2. Fjóla Björk Karlsdóttir, Túngötu 13. Guðmundur Ámi Hannesson, Bylgjubyggó 43. Heiöa Kristín Víðisdóttir, Ólafsvegi 30. Jóhann Gunnar Jónsson, Bylgjubyggð 7. Karen Sif Róbertsdóttir, Bylgjubyggó 33. Marsibil Siguröardóttir, Kirkjuvegi 4. Sigurveig Petra Bjömsdóttir, Aóalgötu 3.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.