Dagur


Dagur - 10.06.1995, Qupperneq 5

Dagur - 10.06.1995, Qupperneq 5
Laugardagur 10. júní 1995 - DAGUR - 5 Það er leikur að læra að synda - heimsókn í Akureyrarlaug Það var hlýtt og notalegt bæði vatnið og loftið í innisundlaug- inni á Akureyri þegar blaða- maður Dags heimsótti krakka, sem voru á sundnámskeiði í Ak- ureyrarlauginni. Hópur hressra sex og sjö ára krakka fram- kvæmdi hverja æfinguna af annarri undir handleiðslu Mar- grétar Rögnvaldsdóttur, íþrótta- kennara og sérkennara. „Ég lærói þessa kennsluaðferð, að kenna börnum grunnatriði fyrir sundnám í gegnum leik án kúts og korks, á Laugavatni fyrir um það bil 30 árum síðan en í þá daga þótti þessi kennsluaðferð nú ekki im,“ sagði Margrét. En nú hefur þessi aðferð að sundkennarinn sé ofan í lauginni hjá bömunum og leiði þau fyrst í gegnum ákveðna aðlögum við vatnið áður en þau fara að læra sundtökin náó vinsældum. „Börnunum er kennt að hreyfa sig í vatni í gegnum leik og gerðar ýmiskonar æfingar í sambandi við öndunartækni. Svo förum við að kenna þeim sundtökin og byrjum á baksundinu því það er auðveld- ara að fljóta á bakinu. Mörg bamanna eru vön því að hafa arm- hringi og þurfa að læra að hreyfa sig án þeirra og koma undir sig fótunum í lauginni,“ sagði Mar- grét. KLJ Mörg börn cru vön armhringjum og það krefst nýrrar tæki að ganga í vatn- inu án þcss að hafa þá til að treysta á. Snorri Hauksson, sonur listamanns- Tveir af gestum á sýningunni virða vcrk Hauks fyrir sér. Myndir: Robyn ins, flytur ávarp við opnun sýning- arinnar. Opnun sýningar á verkum Hauks Stefanssonar I>essa dagana stendur yfir sýn- ing í Listasafninu á Akureyri á verkum Hauks Stefánssonar. Þessi sýning er liður í kynning- arstarfi safnsins á norðlenskum iistamönnum. Haukur lést árið 1953 en á Akureyri var hann um 20 ára skeið og þann tíma var hann forystumaður frí- stundamálara í bænum og leik- tjaldamálari, auk þess að skreyta kirkjur, skóla og sam- komuhús. Formleg opnun sýningar á verkum Hauks Stefánssonar var í Listasafninu á Akureyri um síð- ustu helgi og jafnfram opnuninni kom út bók um listamanninn og verk hans eftir Harald Sigurðsson. Utgefandi bókarinnar var fjöl- skylda Hauks Stefánssonar. Meðfylgjandi myndir voru teknar viö opnun sýningarinnar en þess má geta að hún stendur til 25. júní næstkomandi. JÓH Haraldarnir þrír, frá vinstri: Har- aldur Bcssason sem gerði cnska þýðingu listaverkabókarinnar um Hauk Stefánsson, þá Haraidur Sig- urðsson höfundur bókarinnar og Haraldur Ingi Haraldsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Akur- cyri. 1 ; 181111111 1 I1|;M Ásríður Jósefsdóttir, ekkja Hauks Stefánssonar, var við opnun sýningarinn- ar og hér er hún ásamt Jakobi Björnssyni, bæjarstjóra. „Allir í gcgnum hringinn.“ Það er ákveðið öryggi í því að haldast í hendur þegar kátir krakkar æfa sig í því að fara í kaf. Myndir: Robyn ----------------------------------------N AKUREYRARB/ER Staða jafnréttis- og fræðslu- fulltrúa Akureyrarbæjar er laus til umsóknar Starfið er tvíþætt, annars vegar er um að ræða stjórnun, umsjón og skipulagningu fræðslu og end- urmenntunar starfsmanna og stjórnenda Akureyrar- bæjar og hins vegar að vinna að framgangi Jafn- réttisáætlunar Akureyrarbæjar og öðrum jafnréttis- málum innan bæjarkerfisins og í bæjarfélaginu öllu skv. lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Krafist er háskólamenntunar, reynslu og þekkingar á sviði fræðslu- og jafnréttismála svo og reynslu af stjórnun og skipulagningu. Umsækjendur þurfa einnig að hafa góða hæfni í samskiptum, eiga auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og hafa gott vald á ensku og/eða skandinavísku. Akureyrarbær hefur haft forystu meðal sveitarfélaga á sviði jafnréttismála og hlaut fyrstu viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 1992 fyrir vel unnin störf. Akureyrarbær hóf að starfa samkvæmt sérstakri jafnréttisáætlun árið 1989 og þar var fyrst ráðinn jafnréttis- og fræðslufulltrúi 1991. Ný jafnréttisáætlun var samþykkt í lok árs 1993 og gildir hún til loka árs 1997. Þar er áhersla lögð á tvíþætt verksvið jafnréttisfulltrúans sem er að vinna að framgangi áætlunarinnar bæði innan bæjarkerfisins og gagnvart bæjarbúum. Akureyrarbær hefur einnig haft forystu í fræðslumálum og er nú verið að vinna að undirbúningi þriggja ára þróunar- verkefnis um nám í starfi hjá Akureyrarbæ. í því verkefni mun jafnréttis- og fræðslufuiltrúi gegna veigamiklu hlutverki. Hjá Akureyrarbæ starfa hátt á annað þúsund konur og karlar við fjölbreytt störf. Það er m.a. hlutverk fræðslufulltrúa að stuðla að því að starfsfólk og stjórnendur geti verið í sífelldri þróun, sífelldu námi í starfi. Ráðningin er tímabundin til fjögurra ára. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Akureyrarbæjar og STAK. Umsóknarfrestur er til 23. júní n.k. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra, Geislagötu 9, 600 Akureyri, á sérstökum eyðublöð- um sem fást þar. Nánari upplýsingar hjá jafnréttis- og fræðslufulltrúa og starfsmannastjóra í síma 462 1000. Bæjarstjórinn á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.