Dagur - 10.06.1995, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 10. júní 1995
Fjarvera vegna fallslysa í byggingariðnaði að meðaltali tveir mánuðir:
„Auðvelt að koma í veg fyrir mörg Msfysanna“
- segja Sigurlína Styrmisdóttir og Helgi Einarsson í lokaverkefni sínu
við rekstrardeild Háskólans á Akureyri
Lokaverkefni nemenda í rekstrar-
deild Háskólans á Akureyri eru af
ýmsum toga eins og nærri má
geta. í dag útskrifast á annan tug
nemenda frá rekstrardeild Háskól-
ans ásamt nemendum frá öðrum
deildum skólans. Meðal þeirra eru
þau Sigurlína Styrmisdóttir og
Helgi Einarsson sem völdu að
fjalla um fallslys í byggingariðn-
aði sem lokaverkefni sem teljast
verður nokkuð óvenjulegt vió-
fangsefni í rekstrardeild. Skýrslan
er unnin fyrir Vinnueftirlit ríkisins
og gera þau Sigurlína og Helgi sér
vonir um að forráðamenn Vinnu-
eftirlits ríkisins geti nýtt sér upp-
lýsingamar og niðurstöóumar.
Tilgangur skýrslunnnar er fyrst og
fremst sá að kryfja slysaflokkinn
„fall af hærri stað“ í byggingar-
iðnaði á tímabilinu 1986 til 1994.
Þetta er gert til þess að fá betri
yfirsýn yfir fallslys í því augna-
miði að auka vitneskju til þess aö
fækka slysum. Af 212 slysum á
þessu tímabili voru 192 fyrirséð,
þ.e. telja verður líklcgt að þau
ættu sér stað og þar með átti að
vera hægt að fyrirbyggja þau, en
fjögur af þessum slysum voru
banaslys en banaslys í byggingar-
iðnaði hafa alls orðið 7 talsins á
sl. níu árum. Oft voru slysin mjög
alvarleg, t.d. mænuskaðar og al-
varlegir höfuóáverkar. Síðan er
freistað þess að gera yfirlit yfir
þær stofnanir sem slasaðir geta
þurft að leita til varðandi rétt sinn
á bótagreiðslum. Fallslys hérlend-
is munu vera hlutfallslega fleiri en
í nágrannalöndunum og mænu-
skaðar að tiltölu helmingi fleiri
hérlendis.
Upphaflega var hugmynd
þeirra Sigurlínu og Helga að fá
fram raunverulegan kostnað við
umrædd slys en það reyndist ekki
mögulegt þar sem það reyndist of
viðamikið mál að fá samþykki
allra viðkomandi stofnana og að-
ila til þess. Þar má nefna Trygg-
ingastofnun ríkisins, stéttarfélög
og lífeyrissjóði. Eins reyndust lítil
sem engin tengsl milli sjúkra-
stofnana og Tryggingarstofnunar
og því erfitt að rekja sjúkraferil
einstaka aðila. Af 5.021 slysi
tengdum atvinnugreinum á fyrr-
nefndu tímabili voru 531 í bygg-
ingum og viðgeró mannvirkja og
þar af 212 fall af hærri stað. Flest
þeirra eru við lausa stiga eða
tröppur, eða alls 38, síðan koma
28 við tréverkpalla og sami fjöldi
við byggingahluta, 22 við röra-
verkpalla og sami fjöldi við þök.
Verkpallar af alls kyns gerðum
eru meó lang mestu tíðnina, eða
alls 63 slys.
Vinnuvcmdarstarf leiðir til út-
gjalda fyrir fyrirtækin og þjóðfé-
lagið. Helstu kostnaóarliðir eru
framkvæmd úrbóta, vinnuvemdar-
starf innan fyrirtækja og starf
stofnana sem annast eftirlit og
þjónustu. Árangur af starfinu leið-
ir aftur á móti til spamaðar vegna
aukinnar framleiðni, minni fjar-
veru frá vinnu og minni kostnaðar
vegna afleiðinga vinnuslysa og at-
vinnusjúkdóma.
Markmið vinnuverndar er að
koma í veg fyrir óhóflegt álag,
slitsjúkdóma og vinnuslys. Að
auka vellíðan starfsfólks um leið
og framleiónina samtímis því að
stuðla að auknum þroska starfs-
manna. Einnig er markmiðið að
nota fyrirbyggjandi þekkingu á
samspiíi vinnuumhverfis og vel-
líðunar starfsmanns til að útbúa
góóan vinnustaó.
Fyrirbyggjandi starf dregur
úr kostnaði við heilbrigðis-
þjónustu
Ríkisvaldið hefur hagsmuna að
gæta af fyrirbyggjandi starfi sem
miðar að því að fækka slysum og
sjúkdómum og auka vellíðan
þegnanna. Náist árangur með
starfinu dregur úr kostnaði viö
heilbrigðisþjónustu og tryggingar,
sem skilar sér í aukinni velferð.
„Kostnaður við fyrirbyggjandi
aðgerðir er yfirleitt mjög lítill og
mjög auðvelt að koma í veg fyrir
mörg slysanna og í 91% tilfell-
anna var hægt að sjá fyrirfram aó
hættan var til staðar en ekkert var
aðhafst til að fyrirbyggja hana.
Spumingin var því oft um það
hvenær slysið yrði en ekki hvort. I
Bygging og gerð mannvirkja Fiskiðnaður Landbúnaður Málmsmíði Póstur og simi
lorsök áverka fjöldi |% fjöldi |% fjöldi |% fjöldi |% fjöldi |%
Högg 114 19.83% 107 16.80% 20 23.53% 120 23.53% 47 12 70%
Klemmdist 64 11.13% 145 22.76% 35 41.18% 96 18.82% 8 2 16%
Fall á jafnsléttu 25 4.35% 80 12.56% 3 3.53% 30 5 88% 140 37.84%
Fall af hærri stað 20P 36.17% 74 11.62% 5 5.88% 73 14.31% 48 12 97%
Skurður 71 12.35% 140 21 98% 4 4.71% 92 18.04% 57 15 41%
Ofraun á líkama 10 1.74% 8 1.26% 1 1.18% 9 1 76% 8 2 16%
Bruni eöa kal 8 1.39% 11 1.73% 4 4.71% 27 5.29% 5l 1.35%
Rafmagnshögg 2 0 35% 1 0.16% 0 0 00% 4 0.78% 1 0.27%
Hættuleg efnasanibönd 4 0.70% 17 2 67% 0 0.00% 5 0.98% 2 0.54%
Annaö 22 3.83% 9 1.41% 5 5 88% 9 1.76% 28 7.57%
ótilgreint 47 8.17% 45 7.06% 8 9 41% 45 8 82% 26 7.03%
Samtals 575 100.00% 637 100.00% 85 100.00% 510 100 00% 370 100.00%
Fjöldi slasaðra og látinna eftir orsökum áverka og ávcrkum.
Helgi Einarsson og Sigurlína Styrmisdóttir, höfundar skýrslunnar: „Fallslys
í byggingariðnaði, vinnuvernd - bætur“. Mynd: GG
□ Landsbyggðin
■ Höfuðborgarsvæðið
Ár
Skipting fallslysa milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar frá 1.
janúar 1985 tii 31. desember 1994.
viðræðum við smiði kom í ljós að
þeir álitu aó í 50% tilfella væri
hægt að koma í veg fyrir slys, en
okkar rannsókn leiddi í ljós aó
hlutfallið var 91% og í þeim
fiokki voru öll dauðaslysin.
Mikið af verkefnum í bygging-
ariðnaði eru unnin samkvæmt út-
boði og allir að flýta sér. Það eru
reglur um það að nota skuli líflín-
ur í ákveðinni hæð, reglur um
hjólapalla og fleiri þætti sem er
alls ekki framfylgt. Oft er það
þannig að sá slasaði veit ekki til
hvaða stofnana hann getur leitað
eftir bótum og hversu mikið hann
getur fengið. Hér getur verið um
fimm stofnanir að ræða. Það er
Tryggingastofnun ríkisins sem
greiðir sjúkrakostnað, slysadag-
peninga, örorkubætur og dánar-
bætur; lífeyrissjóðir sem greiða
örorkulífeyri og greiðslu vió and-
lát; stéttarfélög sem greiða slysa-
dagpeninga; almenn tryggingarfé-
lög sem greiða slysatryggingar,
örorkutryggingar og líftryggingar
og síðan skaðabótaréttur sem
greiðir skaðabætur, miska sem
getur innifalið hugræn gæði, rösk-
un á stöðu og högum og lýti og
loks útlagðan kostnað sem hlýst af
slysinu. Auk þessa kann vinnu-
veitandi að greiða staðgengilslaun
í 6 mánuði, læknisvottorð og
flutning á sjúkrahús," sögóu þau
Sigurlína og Helgi.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
sparnaður fyrir þjóðarbúið
Það er mjög athyglisvert að árið
1988 var gert átak til aó fækka
slysum. Til þess var fenginn sum-
arafleysingamaður hjá Vinnueftir-
liti ríkisins og hann fór á milli
byggingarstaóa og benti á það sem
betur mátti fara. Með því spöruð-
ust hundruð þúsunda eða milljónir
í hverju einstöku tilfelli, þar sem
hugsanlega hefði verið komið í
veg fyrir slys. í fallslysum í bygg-
ingariðnaði verða oft beinbrot, eóa
í 34% tilfella, sem þýðir að við-
komandi er oft lengi frá vinnu, að
meðaltali um tvo mánuði en auð-
vitað miklu lengur eftir því sem
slysin eru alvarlegri. Af þeim 212
slysum sem urðu á árunum 1986
til 1994 urðu afleiðingar 45 þeirra
tognun eða liðhlaup eða 21%;
óþekktir áverkar voru 39 eóa
18%; útvortis blæðing var í 19 til-
fella eða 9%; innvortis blæðingar
voru 14 eða 7% og bruni í einu til-
felli.
„Það stefnir í það að harðar
veröi tekið á þessum málum og at-
vinnurekendur verði gerðir ábyrg-
ari, jafnvel sóttir til saka ef á þá
sannast vísvitandi afglöp við það
að tryggja öryggi starfsmanna.
Vinnueftirlitið býr við niðurskurð
á fjárveitingum þannig að það er
gert sífellt vanbúnara af hálfu fjár-
veitingavaldsins til að sinna þessu
eftirlitshlutverki sínu.
Unnið er að lagfæringum við
Jökulsá á Brú og undir brúna var
strengt öryggisnet. í netið hefur
fallið einn maður í stað þess að
falla í straumharða jökulsána og
það er ekki víst að hún hefði skil-
aö viðkomandi starfsmanni lifandi
upp úr ánni. Þessi atriói þyrfti
einnig að skrá til að bcnda á
hversu nauðsynlegt er aö viðhalda
ýtrustu öryggisráðstöfunum á
byggingarvinnustöðum.“
Hjólavinnupallar séu festir
við vegg
- En hverju er mest aðkallandi að
breyta að mati skýrsluhöfunda?
„Það er greinilegt að bremsu-
búnaður á hjólaverkpöllum er ekki
nægjanlega öruggur til þess að
hægt sé að treysta því að pallurinn
færist ekki til. Þaó þyrfti aö setja
það sem skilyrði að þeir séu festir
vió vegg eins og aðrir vinnupallar.
Slysaskráning er í dag fram-
kvæmd af atvinnurekendum og
send inn til Vinnueftirlitsins.
Skýrslumar eru mjög mismunandi
vel útfylltar, sumar nánast ekkert
en aðrar vel og þetta veikir mjög
gildi þessarar upplýsingasöfnunar.
Við hefðum helst viljað sjá þessa
skýrslugerð framkvæmda af
Vinnueftirlitinu en það er ekki
framkvæmanlegt í dag. Til þess að
unnt sé að áætla kostnað vegna
vinnuslysa er nauðsynlegt að við-
komandi stofnanir svo sem
Vinnueftirlit ríkisins, Trygginga-
stofnun ríksins og sjúkrahús
landsins skrái slysin þannig aó
unnt sé að fylgja einu og sama
slysinu á milli stofnana með ein-
hvers konar samkeyrslu. Upphaf-
leg hugmynd verkefnisins var að
sýna fram á hvað slys kostuðu
meó því að tengja saman gögn
Vinnueftirlitsins og raunverulegan
kostnaó sem af þeim hlýst. Þetta
höfum við sannreynt að illmögu-
legt er í framkvæmd eins og mál-
um er háttað nú,“ sögðu þau Sig-
urlína Styrmisdóttir og Helgi Ein-
arsson.
Fylgni milli uppmælingar
og slysatíðni
I niðurstöðum skýrslunnar segir
m.a.:
„Byggingariönaður er sú at-
vinnugrein sem hefur næst hæstu
slysatíðnina, með 579 slys á tíma-
bilinu 1986 til 1994, á eftir fisk-
iðnaði. I þessari atvinnugrein eru
4% allra skráðra vinnuslysa á síð-
astliónum níu árum og eru þau oft
með alvarlegustu vinnuslysunum.
80% fallslysa hafa átt sér staö á
höfðuborgarsvæðinu en aðeins
20% utan þess. Aðalskýringin er
sennilega sú að á höfuóborgar-
svæðinu tíðkast uppmæling í
miklum mæli, sem utan höfuó-
borgarsvæðisins heyrir til undan-
tekninga. Fylgifiskur uppmælinga
er mikið álag og pressa á starfs-
menn sem hefur í för með sér
aukna slysatíðni. Árió 1988
lækkaði slysatíðnin og eina rök-
rétta skýringin er sú að aukið eft-
irlit á vinnustöðum hafi haft mikil
áhrif. Það vekur upp þá spumingu
hvort með litlum tilkostnaði sé
hægt að koma í veg fyrir slys og
þannig spara stórupphæóir.
Greinilegt er að þegar slasaðir
þurfa að leita réttar síns þá er það
á fárra færi að rata þann veg sem
nauðsynlegur er til þess aó nálgast
þær upplýsingar sem þörf er á hjá
hinum ólíku stofnunum sem svona
mál varóa. Það væri mjög æski-
legt að þessar upplýsingar væru
skýrar þannig aó viðkomandi ætti
greiða leið að þeim. GG