Dagur


Dagur - 10.06.1995, Qupperneq 9

Dagur - 10.06.1995, Qupperneq 9
Laugardagur 10. júní 1995 - DAGUR - 9 SACNABRUNNUR_____ BJÖRN DÚASON TÓK SAMAN Lítíð eitt af Hvanndala-Ama Vestan megin Eyjafjarðar, á nes- inu milli Olafsfjarðar og Héðins- fjarðar, er nokkuð gott graslendi upp frá sjónum. Þar stóð áður bærinn Hvanndalir uppi á sjávar- bakkanum; sjást þar enn í dag nokkur tóttarbrot og vottar glöggt fyrir túninu. A síðari öldum mun jörðin stundum hafa verið í eyói, en oftar var þó búió þar. Var jörð- in talin til Hvanneyrarhrepps og var metin á 10 hndr. að fomu mati. Þar er kjamgóð beit, en afar örðugt um aðdrætti, því leiðin á báða bóga er næstum því ófær, en lending af sjó mjög slæm og oft hættuleg, þar sem allt liggur fyrir opnu hafi. Á ofanverðri sextándu öld bjó í Hvanndölum bóndi sá, er Tómas hét, faðir hinna nafnkenndu Hvanndalabræðra, Bjama, Jóns og Einars. Árið 1580 fékk Guðbrand- ur Þorláksson Hólabiskup þá bræður til að leita Kolbeinseyjar og fundu þeir hana eftir miklar mannraunir. Var sú för lengi fræg. Hvanndalir fóru loks alveg í eyði nokkru eftir miðja nítjándu öld. I lok seytjándu aldar bjó í Hvanndölum bóndi, sem Ámi hét. Guðrún hét kona hans. Árni var karlmenni að burðum en blendinn í skapi og lét sér fátt fyrir brjósti brenna; aflaði hann sér fanga með hverju því móti, sem hann gat. Á hans dögum ráku Danir hér einok- unarverslun og var búðum jafnan lokað allan veturinn. Átti Ámi að sækja verslun til Siglufjarðar, en þegar honum var einhvers vant í búi á vetuma, var hann vanur að ýta byttu sinni á flot, róa þangað og stela úr búðinni eftir þörfum. Gerði hann þetta jafnan á nóttum og fór svo laumulega að því, að ekki komst upp, hver gert hafði. Þegar umsjónarmenn tóku eftir því, að farið hafói verið í búðina og stolið tóku þeir það ráð að spenna dýraboga á þeim stað í búðinni, þar sem þjófurinn hlaut að ganga um. Fór svo, að Ámi festi fótinn í boganum næsta skipti, sem hann vildi bæta sér í búi. Varð honum erfitt um að losa sig, en tókst þó að lokum; var fót- urinn allur laskaður og marinn. En þrátt fyrir þetta slys komst Ámi klakklaust heim til sín með grjónahálftunnu, komhálftunnu og eitthvað fleira smávegis. Gekk honum erfiðlega að bjarga bytt- unni í lendingunni, og svo sagði hann síðar, aó oft hefði sér legið á liði Gunnu sinnar, en aldrei eins og þá. Einhverju sinni var Ámi að gorta af kröftum sínum og sagði þá meðal annars, að enginn væri sá þjófur, sem eigi bæri 24 fjórð- unga í byggð, en 18 fjórðunga yfir fjöll! Einn vetur voru ísalög svo mik- il, að gengt var á ís frá Hvanndöl- um til Sigluness. Átti Ámi erindi út þangað og fór leiðar sinnar yfir ísinn. Þegar hann var kominn fyrir miðjan Héðinsfjörð, sá hann hvar stórt rauðkinnótt bjamdýr lá á skör með sel í hrömmunum. Langaði Áma mjög til að ná í sel- inn, en af því að hann hafði engin önnur vopn en veikan b'roddstaf, þóttist hann sjá fram á, að hann mundi lúta í lægra haldi fyrir bim- inum, ef þeir ættust við. Það hafði Ámi heyrt að sá maður, sem gæti yfirunnið bjöm í hljóðum, ræki hann um leið frá bráð sinni, og af því að karl var raddmaður mikill, hugðist hann freista þessa ráðs. Læddist hann nálægt biminum, faldi sig bak við ísjaka og tók að hljóða í ákafa. Tók bjöminn þegar undir og hljóðaði á móti, en þá herti Ámi á hljóðunum svo sem hann gat, þar til bjöminn fældist, yfirgaf selinn og hljóp út eftir ísn- um. Ámi var þá ekki seinn á sér, tók selinn, bar hann í land og gróf hann í fönn hjá Reyðará, sem er eyðikot undir Siglunesdal; hélt hann svo ferð sinni áfram út á Siglunes og lauk þar erindum sín- um. Á heimleiðinni tók hann sel- inn á bak sér og færði hann Gunnu sinni. Iöraðist Ámi þess eftir á að hafa rænt bjöminn selnum því hann óttaðist að bangsi hygði á hefndir og mundi koma í heim- sókn síðar. Þess var heldur eigi langt að bíða, því að nokkm síðar sá Ámi dýr koma í hóp utan af ísnum og stefna á bæinn; þóttist hann þekkja kunningja sinn, rauð- kinnann í fararbroddi. Þá skipaði Ámi Guðrúnu að gera eins mikla brælu í bæjardyrunum eins og hún framast gæti, til þess að fæla bjamdýrin burtu. Gerði hún það og bar á eldinn allt lauslegt, sem fyrir hendi var, en það kom fyrir ekki; dýrin biðu þess á hlaðinu að eldurinn kulnaði út. Að lokum hafði Guðrún brennt öllum þeim rúmfötum, sem til voru í kotinu, nema kodda þeirra hjónanna, sem henni var sárt um. Þá mælti Ámi: „Fleygðu koddanum á eldinn, Gunna.“ Gerði Guðrún það, en þegar kviknaði í fiðrinu, kom svo mikil svæla og megn fýla, að bjamdýrin flýðu hvert sem betur gat Ámi var mikill sjósóknarmaóur og réri til fiskjar, þegar á sjó gaf; oftast var hann einn saman, en stundum hafði hann með sér son sinn ungan, er Páll hét. Einu sinni sem oftar réri hann og var þó veð- ur uggvænt; sótti hann alla leið út á mið það, sem kallað var Brún, og er það fremsta fiskimió, þegar róið er á handfæri frá Hvanndöl- um. Hitti Ámi þar á góðan fisk, lét Pál vera í andófi og hótaði honum hörðu, ef hann léti reka. Dugði drengurinn lengi vel, en þegar hann var þreyttur orðinn, lét Ámi hann fara undir færi, en settist sjálfur undir. Sjór var í uppgangi, en af því að fiskur var ærinn, vildi Ámi halda sem lengst áfram. Loksins lét hann þó Pál hafa færið og snéri á heimleió; var þá sjór orðinn úfinn og af því að báturinn var hlaóinn, gaf mjög á. Ætlaði Ámi að lenda í vík þeirri, sem er vestanvert við bæinn og er venju- legur lendingarstaður, en þegar þangað kom, sá hann að alófært var orðið þeim megin. Var þá ekki annar kostur en leita lendingar í annarri vík, sem er austanvert við bæinn og sjaldan er lent í. Réri Ámi tvíára fyrir nesið á milli vík- anna, og var erfiður róður, því hvasst var orðið og sjór stóð á hliö bátsins. Lét hann Pál ausa og herti mjög að honum að duga. Lentu þeir í víkinni og var þar fyrir Guð- rún kona Áma, til að hjálpa þeim, en ekki var fleira fólk á bænum. Um leið og báturinn kenndi grunns, stökk Ámi út, en drengur- inn sat eftir í skut. I sama vetvangi reið alda mikil undir bátinn, hvolfdi honum og skolaði út drengnum og fiskinum. Þegar Guðrún sá þetta, hljóðaði hún upp og ætlaði aó stökkva^ út í brim- garðinn, en þá greip Ámi í hand- legg hennar og mælti: „Bjargaðu þyrsklingunum, Gunna, en láttu strákinn eiga sig.“ Drukknaði drengurinn þar, enda varð engri hjálp við komið. Dregur víkin nafn af honum síðan og er kölluð Pálsvík. (Sögn Páls Ámasonar á Siglufirði 1906). Glæsilegt gistíhús opnað á Leifsstöðum Á Leifsstöðum í Eyjafjaróarsveit var verið að taka í notkun nýtt og afar glæsilegt gistihús. Leifsstaðir eru við austanverðan Eyjafjöró og eru nákvæmlega 5 kílómetrar í miðbæ Akureyrar. Bærinn stendur nokkuó upp í hlíðinni og er útsýni óvíða fegurra yfir Akureyri og hinar blómlegu byggðir Eyjafjarð- ar. Þar ráóa ríkjum hjónin Gunnar Th. Gunnarsson og Ámý P. Sveinsdóttir sem keyptu húsið ásamt 14 hektara landi og fluttu frá Akureyri árið 1992. Síðan í ágúst í fyrra hefur verið unniö hörðum höndum við að breyta fjósi og hlöðu í gistihús, en einnig var byggt við húsið. Her- bergin eru sex talsins og gistirýmin í allt tíu. Tvö herbergin eru með sér baði og öll hin með vaska. Að auki er rúmgóð setustofa meö bar og öllum þægindum. Greinilegt er á öllu að hvergi hefur verið til sparað að gera allt sem glæsilegast og gefur aðstaðan góðum hótelum ekkert eftir. Stór og fallegur garður eru viö húsið sem verið hefur lengi í ræktun og auk þess hafa Gunnar og Ámý verið ötul við að planta. byrjuð aó auglýsa. Vió emm að láta útbúa bækling fyrir okkur sem kemur út innan skamms. Gestir eru samt famir að bóka sig. Ann- ars rennum við alveg blint í sjóinn varðandi nýtinguna. Við vonum bara að hún verði góð en það tek- ur alltaf 1 -2 ár að auglýsa sig upp og við ætlum að reka þetta á heils- árs grundvelli,“ sagði Ámý. Möguleikamir eru miklir á Leifsstöðum og þau Gunnar og Ámý eru með ýmsar hugmyndir í kollinum varðandi nýtingu á þeim. Þau segjast vera að hugsa um aó selja kvöldmat og hafa sótt um vínveitingaleyfi. „I framtíðinni hugsum við okkur jafnvel að vera með snjósleða, hér er mikið af góðum gönguleiðum og hægt að fara í bæði styttri og lengri göngu- ferðir. Þingmannaleiðin gamla er t.d. héma beint norðan við bæinn. Kannski verðum við með lífræna ræktun að einhverju marki handa gestum,“ sagói Gunnar. HA Gunnar Th. Gunnarsson og Árný P. Svcinsdóttir innan við barinn í setustof- unni. Á innfelldu myndinni er merki scm þau hafa látið hanna fyrir gisti- húsið. Mynd: Halldór. „Viö keyptum þetta 1991 og fluttum árið eftir. Við vorum í ágætis húsnæði á Akureyri, en þar var allt búið þar sem við gátum gert svo okkur langaði aö gera eitthvað meira. Eins langaði okkur til að hafa rýmra um okkur og geta stundað einhverja ræktun. Hér erum við stutt frá bænum en samt út af fyrir okkur,“ sagði Ár- ný. Endurbætumar hófust sem fyrr segir í ágúst sl. „Þaó hafa margir komið að þessu og lagt hönd á plóginn en mig langar sértaklega að minnast á smiðina þá Þórarin Arinbjamarson og Eyjólf Áma- son, sem hér hafa unnió hörðum höndum,“ sagði Gunnar. Fyrstu gestimir komu 7. maí og það vom fréttamenn frá TV-4 í Svíþjóð sem hér vom í tengslum við heimsmeistarakeppnina í handbolta. „Þeir voru hér í 11 daga, vom afskaplega ánægðir og mjög góðir gestir. Þegar þeir fóm gáfu þeir okkur handbolta sem var áritaður af öllum í sænska liðinu,“ sagði Ámý. - Eruð þið farin að sjá hvernig nýtingin verður í sumar? „Við erum auðvitað bara rétt að byrja, erum hvergi inn í neinum auglýsingabæklingum og ekki FORELDRAR! FORELDRAR! Innritun er hafin í sumarbúðirnar að Hólavatni Dvalarflokkar sumarsins fyrir börn 8 ára og eldri verða: Drengir Tímabil Dagar Verð 2. fl. 15. júní-22. júní 7 dagar 13.800,- Stúlkur 3. fl. 24. júní-1. júlí 7 dagar 13.800,- 4. fl. 4. júlí-11. júlí 7 dagar 13.800,- 5. fl. 14. júlí-21. júlí 7 dagar 13.800,- 6. fl. 24. júlí-31. júlí 7 dagar 13.800,- Unglingaflokkur 12-15 ára, blandaður: 7. fl. 8. ágúst-13. ágúst 5 dagar 9.900,- Rútugjald er innifalið í dvalargjaldinu. Innritunargjald er kr. 3.000,- og er óafturkræft en dregst frá dvalargjaldinu. Innritun fer fram í félagsheimili KFUM og K, Sunnuhlíð 12, mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30-18.30 í síma 26330 og utan skrifstofutíma í síma 23929 hjá Önnu og 22066 hjá Addý sem einnig veita allar nánari upplýsingar. Sumarbúðirnar Hólavatni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.