Dagur - 10.06.1995, Page 12

Dagur - 10.06.1995, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 10. júní 1995 DÝRARÍKI ÍSLAND5 SI6URÐUR ÆOISSON Fuglar 60. þáttur Sílamávur (Larus fuscus) Sílamávurinn er af ættbálki strandfugla (fjörunga), en tilheyrir þaðan ætt máva. Þeir eru mjög al- gengir um allan heim, og eru til af þeim um 45 tegundir. Ættin er m.a. þekkt fyrir sundfitjar og langa og mjóa vængi, og yfirleitt eru kynþroska fuglar auk þess með hvítan búk. Hér á landi verpa einungis 7 tegundir máva. Auk sílamávs eru það svartbakur, hvítmávur, silfur- mávur, stormmávur, hettumávur, og loks rita. Attunda tegundin, bjartmávurinn, sem er mjög al- gengur við íslandsstrendur á vetr- um, einkum norðan- og vestan- lands, en kemur annars frá S- og SV-Grænlandi, hefur ekki ennþá reynt varp hér, að því er menn telja. Sílamávurinn er 52-67 sm á lengd, og með 135-155 sm væng- haf. Meðalþyngd íslenskra kven- fugla er um 760 g, en karlfugla 940 g. Hann er í útliti töluvert áþekkur svartbak, en 20-25% minni og grannvaxnari. Enska nafn hans er í íslenskri þýðingu „litli svartbakur“ (lesser black- backed gull), og áður fyrr gekk hann undir því nafni hér á landi, og gerir kannski enn einhvers staðar. I grófum dráttum er síla- mávur í varpbúningi dökkur á baki, herðum og um ofanverða vængi, er spannar allt frá gráu og yfir í svart, en drifhvítur á búkinn. Flugfjaðrir og axlarfjaðrir eru hvítar i oddinn, en sjálfir væng- endar dekkstir alls á fuglinum, og þar í hvítir, litlir blettir. Fætur eru gulir, en það er ein- mitt eitt helsta greiningareinkenn- ið (svartbakur hefur bleika eóa Ijósrauða). Á fuglum, sem eru u.þ.b. að ná kynþroskaaldri og eins sumum fullorðnum sílamáv- um í vetrarbúningi, geta fætur þó verió mjög fölgulir, eða jafnvel holdlitir. Nefió er einnig gult, en blettur á neðri skolti rauður, eins og á öðrum hvíthöfða- eða stóru máv- um. Augu eru gul, en umgjörð (augnhringur) rauð. Litarmunur kynja er enginn. Um er að ræða nokkrar deili- tegundir, eftir stærð og litarhætti. Larus fuscus fuscus (kolsvartur á baki) er í N-Noregi og Svíþjóð og allt austur að Kólaskaga vestan- verðum og Hvítahafi. A S-Kóla- skaga tekur við Larus fuscus he- uglini (dökksteingrár að ofan - dekkstur þó vestast á útbreiðslu- svæðinu, ljósastur austast), og dreifist allt að stórfljótinu Jenisei. Þaðan og að Taimýrskaga fer svo Larus fuscus taimyrensis, sem mun vera blendingur Larus fuscus heuglini annars vegar og einnar deilitegundar silfurmávs (Larus argentatus vegae) hins vegar, og er litur þeirra fugla að ofanverðu mismunandi frá einum til annars. Á Islandi, Færeyjum, Bretlandi, írlandi, Frakklandi og NV-Spáni er Larus fuscus graellsii (dökk- steingrár á baki, herðum og vængjum) og í Hollandi, Dan- mörku og S-Noregi Larus fuscus intermedius (millistig hins svarta og dökksteingráa, líkari þó hinum fyrmefnda). Greining er þó ekki alltaf möguleg, þar sem breytileiki getur verió nokkur innan deiliteg- undanna. Heuglini, graellsii, intermedius, og taimyrensis eru stærri á búk, og með þykkara nef og styttri og breiðari vængi en fuscus. Sílamávurinn er farfugl og er kominn hingað til lands afar snemma á vorin (febrúar/mars). Þetta er ein af hinum svokölluðu nýju mávategundum Islands, er sást fyrst hér á landi árið 1913 (í Reykjavík), fór að verpa í V- Skaftafellssýslu um 1928 og varð algengur við sunnanverðan Faxa- flóa eftir 1930. Fyrstu hreiðrin á Suðvesturlandi fundust á árunum 1952-1954 (við Eyrarbakka, á Vatnsleysuströnd, sunnan Hval- fjarðar, í Heiðmörk, milli Grafar- vogs og Korpúlfsstaða, í Blika- staðakró, og á Akrafjalli). Varp á Rosmhvalanesi uppgötvaðist árið 1958. I dag er sílamávur algeng- astur á sunnanverðu landinu, sem fyrr, og mun hann reyndar orðinn einn algengasti varpfuglinn þar um slóðir. Hann verpir einkum í mólendi nálægt sjó, oft í stórum byggðum, en ávallt í flötu landi. Erlendis er hann þó einnig á hrjóstrugu bersvæði fjarri sjó og jafnvel til fjalla. Og eins í eyjum. Varp hefst stundum í apríllok, sé tíðarfar gott, en er þó einkum í maí. Hreiðrið er einfalt að allri smíð, gert úr sinu og kvistum. Eggin oftast 3 talsins, brúnleit eða ólívugræn í grunninn, alsett dökk- um flikrum og skellum. Útungun tekur 26-27 daga og liggja báðir fuglar á. Ungamir eru hreiður- fælnir. Eftir ábrot sér kvenfuglinn einn um uppeldið, uns ungamir verða fleygir og yfirgefa varp- lendið, rúmlega mánaðargamlir. Ungfuglar á fyrsta ári eru (líkt og aðrir mávsungar), býsna ólíkir foreldmm sínum í útliti, eða dökk- brúnflikróttir, með svartleitt nef og brúnholdlita fætur. Þeir verða ekki greindir frá ungum silfur- mávum. Með tímanum dekkjast þeir á baki, lýsast á höfði og aó Sílamávur ásamt cinum hálfstálpuðum unga sínum. (Alan Richards: Seabirds of the Northem Hemisphere. 1990) neðanverðu, og verða gulari á nefi og fótum. Sílamávurinn er alæta. Á Eng- landi var eitt sinn gerð könnun á magainnihaldi 43 sílamáva og reyndust 30% vera krabbadýr, 26% fiskur, 15% ýmis blanda úr dýraríkinu (sitthvað úr fjörunni, leifar sjávarfugla o.fl.), 14% skor- dýr, 9% skelfiskur, 4% smávaxin nagdýr (mýs o.þ.h.) og 2% jurta- fæða. Rödd sílamávs er mjög áþekk rödd svartbaks, en þó ekki eins djúp og eins í ætt við rödd silfur- mávs. Sílamávurinn fer af landi brott síðla hausts og eru allra síðustu fuglamir yfirleitt horfnir í október. Vetrarheimkynni íslenskra síla- máva em ekki vel þekkt, en talið er að þau nái frá Skotlandi og það- an allt til NV-Afríku. A.m.k. hafa einhverjir fuglar héóan endur- heimst í Marokkó. Árið 1970 var íslenski síla- mávsstofninn áæílaóur 10.000 varppör, en árið 1982 talinn kom- inn í 15.000 varppör. Hefur fugl- inn dreifst töluvert síóan þá, eink- um vestur og noröur, en langflest- ir fuglar eru þó enn syðra. Sumar- ið 1990 var stofnstærðin metin á Reykjanesskaga, Innnesjum og við Hvalfjörð og talin þar vera um 20.000 pör, þar af 16.500 á Rosm- hvalanesi, 2.000 á Innnesjum og 1.600 við Hvalfjörð, þar af 1.220 í Akrafjalli. í heildina gæti því ver- ið um að ræða a.m.k. 25.000 varp- pör á landinu öllu, ef ekki fleiri. Elsti, merkti fugl, sem ég á heimildir um, varð 26 ára og mán- uði betur. I VINNUNNI HJÁ SKSRÍPI SVEINBJÖRNSDÓTTUR, VERSLUNARMANNI í VERSLUNINNI Á FOSSHÓLI 2000 ferða- menn Sigríður Sveinbjömsdóttir býr í Lyngholti í Bárðardal en starfar í verslun Kaupfélags Þingeyinga á Fosshóli við Goðafoss. Sigríður er fædd og uppalin á Þórshöfn en eiginmaður hennar, Steinn Jóhann Jónsson, er frá Lyngholti og þar hafa þau hjón búið í rúm tuttugu ár, þau eiga þrjár dætur, Freygerði Jóhönnu, Guðlaugu Margréti og Þuríði Jónu. í Lyngholti er sauð- fjárbú en eins og kunnugt er hefur verið mikill samdráttur í þeirri at- vinnugrein og því sækir Sigríður vinnu utan bús. „Eg byrjaó aó vinna hér á Foss- hóli sumarið 1983 en fyrstu árin vann ég eingöngu yfir sumartím- ann en þá þarf að margfalda starfsmannafjöldann hér í verslun- inni. Svo kom að því að ég fór aó vinna allt árið og ég hef unnið hér samfellt bæði sumar og vetur síð- an árið 1991. Nú er verslunin rek- in undir yfirumsjón Ásgeirs Bald- urs, verslunarstjóra í Matbæ KÞ á Húsavík, en það kemur í minn hlut að hafa með höndum daglega yfirumsjón hér á staónum. Auk þess hef ég á minni könnu bréfa- hirðingu sem er hér á Fosshóli." Yfir veturinn starfar einn starfsmaður í hálfu starfi í versl- uninni á Fosshóli ásamt Sigríði en þá er opið frá níu til sex alla virka daga. I sumar verða starfsmenn á Fosshóli hins vegar sjö talsins og opið alla daga frá átta að morgni til níu að kvöldi. Að Goóafossi og í verslunina á Fosshóli kemur geysilegur fjöldi ferðamanna á hverju sumri, „það er talið að hingað komi 2000 manns á dag að meðaltali yfir há annatímann,“ segir Sigríður. - En er skemmtilegt að vinna í versluninni á Fosshóli? „Já, já, þetta er ágætt starf. Auðvitað fæ ég stundum leið á því og Iangar til að breyta til en það er einfaldlega ekki um marga kosti að velja hér í nágrenninu. Starfið býður líka upp á ákveðna árstíða- bundna tilbreytingu. Á vetuma eru viðskiptavinirnir fyrst og fremst nágrannar mínir hér í sveitinni í kring, fólk sem ég þekki mæta vel og því er þjónust- an ákaflega persónuleg. Yfir sum- arið eru viðskiptavinimir hins vegar hvaðan æfa að úr heiminum og flestir stoppa stutt.“ Að sögn Sigríðar er sumarið alltaf mikill álagstími, hlaup og stress, en á vetuma getur mesta stressió verið að komast í vinn- una, þó aðeins sé um nokkurra kílómetra leið að fara. „Yfirleitt er ég svona fjórar mínútur á leiðinni í vinnuna en í vetur var ég allt upp í fimm klukkustundir og það kom fyrir að ég varó að gist hér í versl- uninni, komst einfaldlega ekki heim.“ Nú er sumarösin að hefjast á Fosshóli og Sigríður rifjar upp að eitt sinn var búðin opnuó klukkan níu að morgni og klukkan tíu var búiö að afgreiða fólk úr 17 rútum. Verslunin er lítil og oft þröngt á þingi en í sólskála gefst þó tæki- færi til að setjast niður. „Erlendu ferðamennimir, sem ferðast með hópferðabifreiðum, skoða gjaman fossinn og ganga svo hingað með- fram fljótinu yfir gömlu brúna. Þegar þeir koma til okkar finnst þeim gott að fá sér kaffisopa og svo kaupa þeir mjög oft póstkort áður en þeir stíga upp í rútuna á ný,“ sagði Sigríður. KLJ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.