Dagur


Dagur - 15.06.1995, Qupperneq 3

Dagur - 15.06.1995, Qupperneq 3
P.OO t Fimmtudagur 15. júní 1995-DAGUR-3 FRETTIR Aðalfundur Landssambands veiðifélaga: Utibú Veiðimálastofnunar úti á landi verði efld Blómabarn. Mynd: Robyn Stúdent ’95 CLp>kmm Móm og dfoieytingcvL QjafauMUMttaiið oMax eu eimtaát íBíómaMdui faufáó MafnwiAkœU, ðúni 462 4250 SunnuMíd, óúni 462 6250 í úáðum tm&tunum oMwl pcá fkl. 8-18 CUuxMt C fxtruxxJ&Htuixii veiðidegi fjölskyldunnar og sam- starfs vió aðra ferðaþjónustu, svo sem um kynningar- og markaðs- mál. Þá ályktaði fundurinn að laxa- kvóti Færeyja yrði að minnka verulega eða í 200 lestir, m.a. vegna þeirrar rýmunar sem átt hefur sér staó í sambandi við stofn Atlantshafslaxins á seinni árum. Endurkjörnir voru í stjórn þeir Vigfús Jónsson, Laxamýri, fyrir Norðurland og Ketill Agústsson, Brúnastöðum, fyrir Suðurland. Aðrir í stjórn LV eru Bragi Vagnsson, Burstafelli, ritari, Svavar Jensson, Hrappsstöðum, gjaldkeri og Böðvar Sigvaldason, formaður. KK Bikarkeppni Norðurlands í bridds: Sveit Magnúsar sigraði örugglega Sveit Magnúsar Magnússonar, Bridgefélagi Akureyrar, varð bikarmeistari Norðurlands í bridds, eftir öruggan sigur á sveit Stefáns G. Stefánssonar, BA, í skemmtilegum úrslitaleik sl. laugardag. Sveit Magnúsar sigr- aði með 46 impa mun, 118-72. I sigursveitinni spiluðu auk Magnúsar, Anton Haraldsson, Grettir Frímannsson, Hörður Blön- dal, Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson. Þar mcð lauk síðasta mótinu á starfsárinu en briddsáhugamenn eru minntir á sumarbridds í Hamri, félagsheimili Iþróttafélagsins Þórs, kl. 19.30 á þriðjudögum. Spilaður er tvímenningur og öllum er heim- il þátttaka. - öll veiðifélög landsins eiga nú aðild að LV Aðalfundur Landssambands veiðifélaga, sem haldinn var að Laugalandi í Holtum nýlega, var tímamótafundur í sögu sam- bandsins, þar sem nú er LV með innan sinna vébanda öll veiðifé- lög í landinu. Þau eru 170 talsins með um fímm þúsund jarðir á félagaskrá veiðifélaga. Astæða þess er sú, að við breytingu á lögum um lax- og sil- ungsveiði á Alþingi á síðasta ári, komu ný ákvæði þar sem ákveðið er að öll veiðifélög skuli eiga aö- ild að Landssambandi veiðifélaga. Aðalfundinn sóttu tæplega 50 full- trúar víós vegar af landinu. í skýrslu formanns, Böðvars Sigvaldasonar, Barði, greindi m.a. frá stöðu mála í sambandi viö endurskoðun veiðilaga, um skylduaðild veiðifélaga að LV, kynningar- og markaðsátaki fé- lagsins og aðildarfélaga, veiðileig- um 1993 og ’94, alþjóðlegu sam- starfí um laxavernd, veióieftirliti í sjó og fasteignamati veióihlunn- inda. Meðal samþykkta aðalfundar LV, er áskorun til landbúnaðar- ráðherra að ljúka heildarcnd- urskoðun lax- og silungsveiðilag- anna, sem hófst í tíð forvera hans. Þá var ályktað um Veióimála- stofnun og bent á mikilvægi þess aó útibú stofnunarinnar úti á landi yrðu efld. Þá ítrekar fundurinn fyrri samþykkt um nauðsyn varð- stöðu eigenda og afnotahafa af- rétta landsins, að heimamenn hafí framvegis, eins og hingað til, full umráð og stjórn á afréttum lands- ins. Fundurinn bendir á að veiöi- félög um vötn á afréttum hafa reynst vel og hvetur til aö stofnuð séu félög um öll afréttarvötn. Jafnframt leggur aðalfundurinn áherslu á, að ímynd stangaveiði sé sem best á hverjum tíma. Unnið sé að því aö auðvelda fólki aðgang að veiói í ám og vötnum, t.d. með betri upplýsingum um sölu veiði- leyfa og vötnin almennt. Veiðieig- endur eru hvattir til þátttöku í Húsavík: Greifarnir á þjóðhátíðardaginn Fjölbreytt dagskrá verður á Húsavík á þjóðhátíðardaginn. Fyrir hádegi verður hjólreiða- ferð um bæinn, 17. júní hlaup á íþróttavelli, en eftir hádegi skrúðganga ineð skátum í broddi fylkingar og sundmót. Um morguninn verða nýstúd- entar brautskáðir frá Framhalds- skólanum á Húsavík. Eftir hádegi verður guðsþjónusta, en þar frum- flytur Hóimfríður Benediktsdóttir lagið Útsæ eftir Finn Torfa Stef- ánsson viö ljóð Einars Benedikts- sonar. Lagið er helgað vígslu minnisvarða um týnd sóknarbörn sem afhjúpaður verður í kirkju- garóinum eftir guósþjónustuna. Hátíðardagskrá vcrður í Iþróttahöll. Þar verður llutt tónlist, fjallkonan kemur fram og fimleik- ar vcrða á dagskrá, en hátíðarræð- una flytur Kolbrún Þorkelsdóttir, nýstúdent. Kaffisala vcrður við Borgar- hólsskóla og að lokum koma Grei- farnir saman á ný og leika fyrir Húsvíkinga, fyrst yngstu bömin og síóan þá sem cldri eru orðnir. IM LA GEAR SKÓR LJOSUIVI OshKosh STRICASKÓR OC BUXUR VERSLUNIN WS& VAGGAN Sunnuhlíb ÍSími 462 7586! Happdrætti Háskólas: Tíu milljónir í höfuðborgina og tvær norður Reykvíkingur og Akureyring- ur duttu í lukkupottinn sl. þriðjudag þegar dregið var í 6. flokki Happdrættis Há- skóla íslands. Tveggja milljóna króna vinningur kom á miða númer 363 og höfuóborgarbúi reynd- ist vera með fimmfaldan trompmiða með þessu númeri og Akureyringur einfaldan miða. Tíu milljónir króna veróa því eftir í höfuóborginni en Akureyringurinn heppni fær tvær milljónir króna í sinn hlut. Gísli Jónsson, umboðsmað- ur HHÍ á Akureyri, segir að vinningshafinn á Akureyri sé af yngri kynslóðinni og hafi ekki spilað mjög lengi í Happ- drætti Háskóla Islands. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.