Dagur - 15.06.1995, Page 9

Dagur - 15.06.1995, Page 9
Fimmtudagur 15. júní 1995 - DAGUR - 9 Heimsókn í Glaumbæ - Byggdasafn Skagfirðinga Höfuðstöðvar Byggðasafns Skagfirðinga eru í Glaumbæ, rétt utan Varmahlíðar og hefur bærinn verið til sýnis almenn- ingi síðan 1952.1 safninu er mik- ið af gömlum áhöldum og mun- um og andrúmsloftið á staðnum gefur góða hugmynd um lífíð í torfbæjum stórbýla á síðustu öld. Torfbærinn mun hafa verið þarna í aldaraðir og var búið í honum fram undir 1950. Auk torfbæjarins er búið að flytja hús sem heitir Áshús til Glaum- bæjar og þar er nú hluti af safn- inu staðsettur. Sigríóur Sigurðardóttir hefur verið safnstjóri í Glaumbæ síóan 1987. Tildrög safnsins segir hún að megi rekja til þess að árið 1937 gaf Englendingurinn Mark Wats- son 200 sterlingspund sem átti að nota til að gera bæinn upp. Hafði hann verið á ferð þar nokkru áður og sannaðist eins og oft að gests- augað er glöggt því hann gerði sér grein fyrir að Glaumbær var hinn merkasti bær. Bærinn er byggður úr torfi en veggir eru hlaðnir úr klömbrum og streng. Bæjarhúsin sem nú standa eru misgömul; yngstu voru byggð Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfírðinga. á árunum 1876-9 en það elsta, sem er eldhúsið, er frá 1750. Bærinn er óvenju stór af torfbæ að vera. Stof- umar eru t.d. tvær og göngin frá bæjardyrum til baðstofu eru 22 metra löng. Snorri Þorfinnsson Margt merkra manna hafa búið í Glaumbæ og þeirra á meöal er Snorri Þorfinnsson, sonur Þorfinns Asdís Sigrún Sigurjónsdóttir og Anna Margrét Stcfánsdóttir taka vel á móti gestuin í Áshúsi og bjóða þcini að kaupa kaffí og þjóðlegt meðlæti. Kaffístofa í Ashúsi - veitingar í íslenskum stíl „Hér l'ærðu ekki kók eða fransk- ar,“ segir Anna Margrét Stefáns- dóttir þcgar blaóamann ber að garði. Anna Margrét rckur, ásamt Ásdísi Sigrúnu Sigurjóns- dóttur, kaffistofu í Áshúsi, þar sem gestum gefst kostur á að setjast nióur eftir skoöunarferö um byggóasafnið og fá sér kaffi og aðrar veitingar að íslenskum sió. Ásdís og Anna Margrét búa báóar í Skagafirði, sú fyrmefnda er þar borin og barnfædd en síö- arnefnda flutti þangað eftir að hún kynntist manninum sínum sem er Skagfiróingur og jafn- framt frændi Ásdísar. Þær stöll- ur voru búnar að undirbúa opn- un kaffistofu í húsinu í fyrra en úr því varð ekki vegna brunans. Nú er búið að cndurgera húsið og Ásdís og Anna Margrét eru til í slaginn. Hlýlegt andrúmsloft Kaffistofan er í tveimur stofurn á neðri hæó hússins. Fiest hús- gögnin eru keypt á fomsölu eða eru frá bæjum í Skagafirði og inni cr fátt sem minnir á nútím- ann. Anna Margrét og Ásdís eru sammála blaðamanni um að andrúmsloftiö inni sé hlýlegt og segja að margir sem konti nefni að húsið hafi „góða sál“. „Þetta cr á nokkuð svipuðum nótum hjá okkur og kaffistofan i Dillonshúsi sem tilheyrir Árbæj- arsafni. Við reynum að halda okkur í takt við safnió þannig að þegar fólk skoðar safnið og sýn- ingarnar og kcmur svo og fær sér kaffi á það ekki aó dctta úr þessum safnanda,“ segir Anna Margrét. Til aó leggja enn meiri áherslu á gamla tíman klæðast þær báðar líkt og húsfreyjur á sveitabýlum áóur fyrr og ef ekkí væru bílarnir sem sjást út um gluggann væri auðveldlega hægt að gleyina því að 21. öldin sé að nálgast. Súkkulaði og sveitabrauð Á kaffistofunni verður hægt að fá íslenskar veitingar cins og þær gerast bestar. Pönnukökur, klcinur, súkkulaði og sveita- brauó veróa á boðstólnum að ögleymdu skyrinu og flatkökun- um svo eitthvað sé nefnt. „Reyndar erurn við líka að sækja um að fá bjórleyfi til að þjóna ferðamönnum vel og rciknum með að fá slíkt leyfi fijótlega,“ segir Ásdís. „En markmióið er að bjóða hér einfaldar og ódýrar veitingar í íslcnskum stíl," bætir Anna Margrét við. Kaffistofan tekur rúntlcga 30 manns og veröur opin í allt sum- ar frá níu til sex á daginn eins og byggóasafnið. Einnig geta hópar komist að samkomulagi urn aó fá að koma á kvöldin cóa á öðr- um tímum ef slíkt hcntar betur. AI Karlsefnis, sem stjómaöi leiðangri til Vínlands rétt eftir árið 1000. Þorfinnur og kona hans Þuríður höfðu vetursetu á Vínlandi og þar fæddist Snorri. Talið er að hann sé fyrsti hvíti maðurinn sem fæddist í Ámeríku. Snorri bjó í Glaumbæ á 11. öld og reisti fyrstu kirkjuna sem þar var byggö. / Ashús - húsið sem brann I byrjun júní stækkaði byggðasafn- ið töluvert þegar Áshús var opnað. Afkomendur hjónanna Olafs Sig- urðssonar og Sigurlaugar Gunnars- dóttur gáfu byggðarsafninu húsið en hjónin byggðu það á árunum 1883-6. Húsið er tvílofta timbur- hús á steinhlöðnum kjallara og var íverustaður afkomenda Olafs og Sigurlaugar í fjóra ættliði. Formáli að opnun Áshúss er óvenjulegur. Húsið var flutt frá Ási í Hegranesi árið 1991 og var strax byrjað að endurbæta það og laga. I fyrravor var endurbótum lokið og stóð til að opna það til sýningar en nokkrum dögum fyrir opnun kom upp eldur í húsinu. Talið er að kviknað hafi í út frá efnum sem verið var að vinna með og skemmdist húsið mikið vegna elds og reyks. En Skagfiróingum líkar ekki að gefast upp og í vetur var allt húsið tekið í gegn öðru sinni. Sigríður segir að viðgerðir vegna eldsins hafi verið gífurlega umfangsmiklar. „Þaó þurfti að þvo og pússa hverja einustu spýtu“. Á efri hæðinni má enn finna reykjar- lykt og þrátt fyrir pússun og lag- færingar er viðurinn óvenjudökkur vegna rcyksins. Þar sent þurfti að laga var farin sú leið að fá gantlan við frá bæjum í Skagafirði í staó þess að kaupa nýjan vió sem er miklu hvítari. Það rná því mcó sanni segja að Áshús sé sameign allra Skagfiróinga og þcir eru ófáir bæirnir sem hafa lagt til við í end- urbætumar, annaó hvort fyrir eða eftir eldinn. Mónika Helgadóttir og skagfírskur útskurður I Áshúsi verða í sumar tvær sýn- ingar sem Sigríður hefur sett upp. Onnur sýningin er á munurn úr búi Moniku Helgadóttur á Merkigili í Austurdal. Hún var mikil merkis- kona og skrifaði Guðmundur Hagalín m.a. um hana bók: „Kon- an í dalnunt og dæturnar sjö“. Hin sýningin er ekki síður áhugaverö en þar gefur að líta skagfirskan útskurð. Meðal muna er útskurður eftir Bólu-Hjálmar. Einnig er til sýnis smíði úr kassa- fjölum sem er óvandaðri viður en gefur hugmynd unt hve mikið var lagt í nytjahluti. AI Búið var í torfbænum á Glaumbæ framundir 1950. Ashús var flutt frá Hegranesi að Giaumbæ árið 1991. Myndin er tek- in í fyrrasumar þegar fólk í sveit- inni klæddist líkt og algengt var á fyrri tímum og heyjaði upp á gamla mátann. Uppákoman mæltist vcl fyrir og er ætlunin að cndurtaka hana í sumar. Hér hefur Bólu-Hjálmar skorið út á skápshurð: „Hver sem stokkinn auðgrund á í eigu sinni, lista besta lánið fínni. Annó 1843.“ Orðið stokkur bcndir til að hurðin hafí hugsaniega verið á öðrum hlut áður en hún var sett á skápinn. Stcfán ◄ Jónsson frá Mallandi gerði askana ofan á skápnum. Garðeigendur - Skógræktarfólk Sumarblóm, fjölær blóm, tré og runnar. Bóndarósir, rósir. Himalajaeinir 70-90 cm á hæð. Blómstrandi gullregn 2 m á hæð. Skógarplöntur í bökkum og margt margt annað. Gróðrarstöðin Réttarhóll f\. Svalbarðseyri, sími 461 1660. i ) «• «» «• «» «» •• 4» «» «» «» «■ «» 4« «» «» «M «» • w • t «* •• «• •• •• •• «W •• «* •• «9 •• «• «9 «9 «9 «9 «9 •■ » W 15% kynningarafsláttur til 24. júní .» Kynnið ykkur þessa vinsælu 0CCO skó Þú getur unnið helgarferð til Kaupmannahafnar. Þú kaupir eitt par af 0000 skóm til að komast í pottinn. M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103 • Sími 462 3399 {•> •» «» 9» «» «» «» «» «» «» «» «» «» «» «• «• «» «» «» «» «»

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.