Dagur - 15.06.1995, Síða 16
Akureyri, fímmtudagur 15. júní 1995
Fjölsfcyldtivernd er ný þjónusta Tryggíngar hf.
Hún felur í sér mikinn sveígjanleíka fyrír hvem og eínn til
að sníða tiyggingarpakkann að sínum þðrfúm.
...eíns og þu
vílt hafa hana
TRYGGING HF
Hofsbót 4 • Símí 462 1844
Riðuveiki í Svarfaðardal:
Niðurstöður úr
rannsóknum
liggja í fyrsta
lagi fyrir í
næstu viku
- beðið með
eftirvæntingu
Sýni sem tekin voru úr fé frá
bænum Tjörn í Svarfaðardal
fyrir tæpum tveimur vikum eru
enn til rannsóknar á rannsóna-
stofnun landbúnaðarins að
Keldum.
Að sögn Sigurðar Sigurðarson-
ar dýralæknis er nióurstöðum úr
rannsóknunum fyrst að vænta
seint í næstu viku.
Eins og Dagur hefur greint frá
að undanfömu hafa bændur í
Svarfaðardal mátt þola hvert áfall-
ið á fætur öóru en orðið hefur að
lóga fé á fimm bæjum vegna riðu-
veiki á innan vió ári. Heimamenn
eru ekki sáttir vió að þeim sé skylt
að lóga öllu fé en ekki sé látið
nægja að lóga þeim einstaklingum
er greinast með veikina.
Niðurstöóum úr fyrmefndum
rannsóknum er beðið með mikilli
eftirvæntingu þar sem þetta er í
fyrsta skipti sem sýni eru tekin úr
öllum einstaklingum. Er þær ber-
ast verður fyrst unnt að segja til
um hvort nauðsynlegt sé að lóga
öllu fé ef riðuveiki greinist í fjár-
hópnum. GH
Glerárkirkja
senn tilbúin
Unnið hcfur vcrið af mikilum krafti að endurbótum í Glerárkirkju eftir
brunann á dögunum. Mála þurfti alla kirkjuna og safnaðarheimilið að
innan og hreinsa það sem ekki var málað t.d. alla stóla og Ijós. Mynd: Robyn
Að undanförnu hefúr verið
unnið af miklum krafti að
endurbótum á Glerárkirkju eftir
brunann sem þar varð á dögun-
um. Nánast allt er að verða til-
búið á efri hæðinni og þar ætlar
kvenfélagið Baldursbrá að vera
með kaffísölu á laugardaginn
nk., 17. júní, til fjáröflunar fyrir
kirkjuna.
Aó sögn Jónasar Karlessonar,
formanns sóknamefndar Lög-
mannshlíðarsóknar, verður kirkjan
tilbúin til notkunar og athafna um
eða eftir næstu helgi. „Við höfum
miðað viö 20. júní og það mun
standa. Það passar mjög vel því í
framhaldi af því verður Akureyr-
arkirkju lokað vegna breytinga á
orgelinu og Glerárkirkja mun þá
þjóna Akureyrarprestakalli á meö-
an,“ sagói Jónas. Fyrsta messa
Lögmannshlíðarsóknar í kirkjunni
verður sunnudaginn 9. júlí og þá
mun vígslubiskupinn m.a. verða
viðstaddur. Mála þurfti alla kirkj-
una og safnaóarheimilið að innan
og hreinsa það sem ekki var mál-
að, t.d. alla stóla og ljós.
Endurbætur á neðri hæð eru
einnig á flugaferð að sögn Jónas-
ar. Verió er að ráða verktaka og
framkvæmdir vió endurbyggingu
að fara af stað. Búið er að hreinsa
allt út og undirbúningi fyrir edur-
Fyrirtæki sem ekki tilkynntu uppsögn kauptryggingar vegna sjómannaverkfalls:
Hafa ekki heimild til að taka
starfsfólk út af launaskrá
- samkvæmt ákvöröun stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs
- Vinnumálasambandið mótmælir og neitar að una þeirri ákvörðun
Fyrirtæki sem ekki tilkynntu
uppsögn kauptryggingar til
vinnumiðlana með fjögurra
vikna fyrirvara vegna yfirvofandi
sjómannaverkfalls, hafa ekki
heimild til þess að taka starfsfólk
sitt út af launaskrá, samkvæmt
ákvörðun stjórnar Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs. í staðinn fá þau
endurgreitt úr sjóðnum.
Er þetta gert til að láta reyna á
hvort fyrirtækin virði nýja reglu-
gerð um kauptryggingu en frekar
fá fyrirtæki munu hafa tilkynnt
um uppsögn kauptryggingar.
Starfsmenn þeirra fyrirtækja sem
ekki tilkynntu uppsögn, fá ekki at-
vinnuleysisbætur.
VEÐRIÐ
A Norðvesturlandi verður
í dag sunnan eða suð-
vestan kaldi og skúrir og
hiti á bilinu 10-15 stig,
hlýjast yfir hádaginn. Á
Noróausturlandi verður
sunnan eða suðvestan
átt, víóast kaldi og skýjað
meö köflum. Búast má við
smá skúrum þegar líóur á
daginn. Hiti verður á bilinu
14-19 stig.
Ekki lagðist vinna niður hjá
öllum fískvinnslufyrirtækjunum,
því sum þeirra hafa keypt fisk til
vinnslu af erlendum skipum og
trillukörlum sem ekki eru í verk-
falli.
Vinnumálasambandið hefur
sent stjóm Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs bréf, þar sem ákvörðun
stjómarinnar er mótmælt. „Réttur
fyrirtækja til að fella fólk af
launaskrá er ótvíræður, þegar um
hráefnisskort er að ræða vegna
vinnustöðvunar. Fyrir því er ára-
tuga hefð og skýr lagafyrirmæli
og um þetta hefur ekki verið neinn
ágreiningur við forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar. Frá
þeim tíma, sem fólk er fellt af
launaskrá á þaö ekki rétt til launa
frá fyrirtækinu,“ segir m.a. í bréfi
Vimumálasambandsins.
Einnig er bent á aö það sé ekki
hlutverk stjórnar Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs að ákveða hvort
skilyrði 3. gr. laga nr. 19/1979 séu
fyrir hendi. Sú ákvöróun hljóti
ávallt að byggjast á raunveruleg-
um aðstæóum í hverju einstöku
fyrirtæki. Sú fullyrðing og fyrir-
mæli í bréfi sjóðsins um að starfs-
menn „ættu að vera áfram á launa-
skrá fyrirtækja“ sé einnig með
öllu gildislaus. Stjóm Atvinnu-
leysistryggingasjóós hafi ekkert
vald til að úrskurða um launa-
skyldur fyrirtækja, þótt sjóðurinn
láti í verki af þeirri hótun sinni að
greiða þeim ekki réttmætar at-
vinnuleysisbætur vegna verkfalls
sjómanna.
„Akvöröun stjómar Atvinnu-
leysistryggingasjóðs um að neita
greiðslu atvinnuleysisbóta til
verkafólks, sem fellt hefur verið
af launaskrá vegna afleiðinga
vinnustöðvunar sjómanna, er eins-
dæmi og henni verður einfaldlega
ekki unaó. Það er jafnframt illt til
þess að vita að fórnarlömb þessar-
ar ákvöröunar skuli verða fisk-
vinnslufólk, sem nú þegar hefur
oróið fyrir fjártjóni vegna yfir-
standandi verkfalls sjómanna,“
segir ennfremur í bréfi Vinnu-
málasambandsins. KK
Landfestingar fyrir flotkví:
Þijú tilboð bárust
- verkinu skal lokið 1. ágúst nk.
pwrjú tilboð bárust í vinnu við stjómar Akureyrar í gær, var sam-
xf landfestingar fyrir flotkví
Akureyrarhafnar, við flotkvíar-
stæðið norðan við stóru skemmu
Slippstöðvarinnar-Odda hf. og
voru þau öll yfir kostnaðaráætl-
un.
Kostnaðaráætlun Vita- og
hafnamálastofnunar hljóðaði upp
á kr. 19.567.837.-. Lægsta tilboðið
kom frá Byggingarfélaginu Stapar
hf. í Reykjavík, og var fyrirtækið
tilbúið aö vinna verkió fyrir kr.
21.452.117.-, sem er um 10% yfir
kostnaðaráætlun. Á fundi hafnar-
þykkt að ganga til samninga við
Stapa hf., á grundvelli tilboðsins.
Fyrirtækið Trévangur hf. á
Reyóarfirði, bauð kr. 25.260.888,-
í verkið, sem er 29% yfir kostnað-
aráætlun og Valfell hf. í Mosfells-
bæ, bauð kr. 26.480.495.-, sem er
35% yfir kostnaðaráætlun.
Framkvæmdir við landfesting-
arnar hefjast mjög fljótlega en
samkvæmt útboðsgögnum, skal
verkinu lokið eigi síðar en 1. ágúst
nk. í framhaldinu verður svo flot-
kvínni komið fyrir í stæðinu. KK
gerð nánast lokið. Er stefnt á aó
þeim framkvæmdum verði lokið
fyrir haustið þannig að leikskólinn
Krógaból geti flutt aftur á sinn
stað áður en skólar byrja, en hann
er sem kunnugt er til húsa í Gler-
árskóla í sumar.
Ekki liggur að sögn Jónasar
fyrir hvað tjónið vegna brunans er
mikió, en þessa dagana er unnið
að mati á því af hálfu tryggingafé-
lagsins og fulltrúa sóknarinnar.
HA
Háskólinn á Akureyri:
Skráningu
nýnema lokið
Þann 1. júní sl. rann umsókn-
arfrestur um skólavist við
Háskólann á Akureyri út, þó
enn verði tekið við umsóknum í
kennaradeild, rekstrardeild og
sjávarútvegsdeild eitthvað fram
eftir sumri.
Að sögn Þorsteins Gunnarsson-
ar, rektors, er fjöldi umsókna svip-
aður og á sama tíma í fyrra, en þó
er fyrirsjáanleg fækkun í sjávarút-
vegsdeild. 22 umsóknir bárust um
inntöku í kennaradeild, 44 í heil-
brigóisdeild, 25 í rekstrardeild og
10 í sjávarútvegsdeild. Sú ný-
breytni var tekin upp í ár að um-
sækjendur borga hluta skráningar-
gjaldsins við skráningu. Meó
þessu móti telur Þorsteinn að þeir
nemendur sem sæki um skólavist
skili sér betur.
Aðspuróur um hvort unnt verði
að veita öllum umsækjendum
skólavist sagði Þorsteinn að
tjöldatakmarkanir væru í heil-
brigðisdeild, einungis 25 nemend-
ur fá að halda áfram eftir haust-
misseri. Þar fyrir utan voru nokkr-
ir umsækjendur sem ekki upp-
fylltu þau skilyrði er krafist var
eins og t.d. stúdentsprófs. Helstu
nýjungar næsta vetur verða þær aó
boðið verður upp á fjölbreyttari
námssvió innan rekstrardeildar-
innar. Kostur verður gefinn á sér-
sviðum eftir 1 'A árs nám þ. á m. á
stjórnunarsviði, sjávarútvegssviði,
rekstrarsviði og markaðssviði.
Skráningu nemenda sem lengra
eru komnir lýkur í dag þannig að
upplýsingar um fjölda þeirra
liggja ekki fyrir. GH
Allt fyrir garðinn
í Perlunni við
□ KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565