Dagur - 29.06.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 29.06.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 29. júní 1995 íslenskir málmsuðumenn á alþjóðlegu námskeiði: Hluti a£ víðtækri endurmenntun málmiðnaðarmanna - segir Hákon Hákonarson Fyrr í þessum mánuði var efnt til alþjóðlegs námskeiðs fyrir málm- suðumenn á vegum Fræðsluráðs málmiðnaðarins. Námskeiðið stóð yfir í samtals 222 klukkustundir, á annað ár með hléum, og voru við lok þess útskrifaðir þrettán fyrstu íslendingarnir með prófgráðuna „European Welding Specialist". Undanfarin ár hefur verið unn- ið að samræmingu gæðakrafna til iðnaðarframleiðslu í Evrópu og liður í því er að gefa út staðla til að vinna eftir. Meðal þeirra er staðallinn ÍST EN 719, sem nær til skipulags málmsuðuverkefna og ÍST EN 729, sem fjallar um gæðastjórnun í málmiðnaðarfyrir- tækjum. Báðir þessir staðlar ganga út frá tiltekinni hæfni starfsfólks. Fyrirtæki sem ætla að taka þátt í verkefnum, þar sem krafist er að þau uppfylli ákvæði þeirra, verða að hafa á sínum snærum starfs- mann eða -menn, sem geta sýnt fram á að þeir hafi staðist um- ræddar hæfniskröfur. Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna á Ak- ureyri, er varaformaður fræðslu- ráðs málmiðnaðarins. Hann segir að fyrirtækin verði að gera sér ljóst að innan skamms sé komið að þeim tímapunkti að þau verði að afla sér þessarar alþjóðlegu vottunar og nauðsynlegt sé að sem flestir starfsmenn ljúki einhverju viðbótarnámi. Hákon segir að unnið hafi verið að undirbúningi þessa máls sl. 2-3 ár og sé það hluti af víðtækri endurmenntun málmiðnaðarmanna. Hann nefnir sem dæmi að Félag málmiðnaðar- manna á Akureyri hafi staðið fyrir margþættum endurmenntunar- námskeiðum og sl. vetur hafi 25% félagsmanna sótt slík námskeið. Þátttakendur á áðurnefndu al- þjóðlegu námskeiði fyrir málm- suðumenn komu frá flestum landshlutum og einnig tóku fimm kennarar verkmenntaskóla þátt í því. Við athöfn sem iðnaðarráðu- neytið efndi til þegar skírteini voru afhent, var Hirti Sigurðssyni frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur af- hent viðurkenning frá Samtökum iðnaðarins og Samiðn fyrir frá- bæran námsárangur. Áætlað er að halda fleiri nám- skeið af þessu tagi og verður þá stærsti hluti námsefnis kenndur af íslendingum, sem uppfylla kröfur „European Welding Engineer", sem er efsta þrep skv. EWF skil- greiningu. HA Á myndinni eru m.a. íslenskir þátttakendur á námskeiðinu. Aðalfundur Aðalfundur félags sauðfjárbænda við Eyja- fjörð verður haldinn að Hótel KEA mánudag- inn 3. júlí kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fjölmennum fundinn. Stjórnin. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR Breyting á áætlun Ferð aó Ishóli, Mjóadal og Mýri í Bárðardal er frestaó vegna vatnavaxta til laugardagsins 8. júlí. I stað hennar veróur ferö í Leyningshóla og að stein- boga viö Torfufellsá nk. sunnudag, 2. júlí. Minnt er á aó þátttöku í sumarleyfisferó til Borgar- fjaróar 14.-18. júlí þarf aö tilkynna meó góðum fyrir- vara. Skrifstofa félagsins, Strandgötu 23, er nú opin kl. 16- 19, mánudaga til föstudaga. Þar eru veittar upplýsingar um feröimar og þátttakendur skráðir í þær. Sími er 462 2720 og bréfasími 462 7240. Ferðanefnd. Það er gaman að vera þrjú. Við leikum okkur oft saman. III hamingju með daginn! Á þessum degi fyrir tíu árum fæddust þríburarnir Hanna María, Birgitta Elín og Fannar Hólm, börn Jóhönnu Birgisdóttur og Halldórs Halldórssonar. Þau segja að það sé gaman að vera þríburar og að þau leiki sér oft saman en Fannar vill samt koma því að, að hann hefði nú frekar viljað að það hefði komið annar strákur, það hefði verið enn- þá skemmtilegra. Það er ekki allt- af auðvelt að vera einn með tveimur systrum... Hann fær oft að vera með, segja systurnar, ef vinkonum þeirra er sama. Hanna og Birgitta eru eineggja, munurinn á þeim er jafn lítill og á tveimur vatnsdropum, og þær eru sam- vaxnar á sálunum. Stundum koma upp léttvæg vandamál vegna þess, eins og þegar mamma eins leikfé- laga þeirra spurði hvort hann væri ekkert skotinn í þeim. Jú, hann var það, en vandamálið var að hann vissi ekki hvorri. Elst, yngri, yngstur. Þær sjálfar eru ekki í neinum vandræðum heldur segja einfald- lega: V7ð erum skotnar f þremur strákum. Takk fyrir, einfalt og gott, eða var það tvöfalt...? shv íslenska vegahand- . bókín í nýjum búníngí íslenska bókaútgáfan hf., áður Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hf., hefur sent á markað nýja og gjör- breytta útgáfu Vegahandbókarinn- ar, sem nú nefnist Islenska vega- handbókin og er 512 blaðsíður í mun stærra broti en fyrri útgáfur og öll litprentuð. Bókinni fylgja úr hlaði þeir Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, Magnús Oddsson, ferða- málastjóri, og Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, en í tilefni útgáfunnar efna Um- ferðarráð og íslenska bókaútgáfan til hugmyndasamkeppni um um- ferðaröryggismál. í formála bókarinnar segir Ör- lygur Hálfdánarson, ritstjóri, m.a.: „Með þessari útgáfu tekur ís- lenska vegahandbókin miklum stakkaskiptum, það að gera bókina sem auðveldasta í notkun. Hún er nú prýdd fjölda Ijósmynda, nýrra og gamalla, sem ætlaðar eru til þess að laða fólk að athyglisverð- um náttúrufyrirbærum og söguleg- um minjum í byggðum og óbyggðum. Hinn merki fræðimað- ur og skólameistari, Steindór Steindórsson frá Hlöðum, samdi á sínum tíma hinn kjarnmikla texta bókarinnar. Sá texti er enn megin- uppistaðan, þótt ýmsu hafi orðið að breyta í tímans rás. Sá sem nýt- ur þessarar leiðsagnar Steindórs um landið á ekki völ á fróðari Hér er um afar glæsilega bók að ræöa sem á eftir aö veröa ferðafólki kærkomin. ferðafélaga.“ Eins og framan segir er hér um gjörbreytta bók að ræða. Öll kort hafa verið endurskoðuð og unnin í tölvu sem gerir þau skýrari til af- lestrar. Tekið hefur verið upp til- vísunarkerfi milli vegnúmera í bókinni sem gerir mönnum kleift að finna samstundis þann veg sem þeir vilja fara. Aftast í bókinni er þess utan ítarleg staðanafnaskrá sem einnig auðveldar notkun hennar. Gatnakort eru af öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins, þ. á m. öllu höfuðborgarsvæðinu. Á vega- og bæjarkortunum er að finna fjölda merkja sem tilgreina hvers konar þjónustu er að fá á hverjum stað. Á hverri blaðsíðu er að finna útvarpsrásir Ríkisútvarps- ins og Bylgjunnar fyrir viðkom- andi svæði. Þá er vert að vekja at- hygli á að við bókina er fest spjald þar sem tilgreindir eru fjölmargir aðilar víða um land sem veita eig- endum bókarinnar talsverðan af- slátt af viðskiptum. Á Akureyri veitir Bílaþjónustan 10% afslátt gegn staðgreiðslu, Gistiheimilið Glerá 15%, Hótel Harpa 10% og Pizza 67 10% af pizzum. Á Húsa- vík veitir B.K. bílaverkstæði 10% af einni viðgerð í ágúst og sept- ember og Víkurbarðinn 7% af dekkjum og dekkjaviðgerðum. Á Sauðárkróki veitir Bílaverkstæði KS 5% afslátt, Hótel Áning 10% afslátt af gistingu, Hótel Mælifell sömuleiðis 10% afslátt af gistingu, Matvörubúðin hf. 5% og Sauðár- króksbakarí 5%. Á Siglufirði veit- ir Bíó Café 5% afslátt og Hótel Lækur 10% afslátt af gistingu og Kántríbær á Skagaströnd veitir 10% afslátt af veitingum. Ritstjórar íslensku vegahand- bókarinnar eru þeir Örlygur Hálf- dánarson og ívar Gissurarson en auglýsingastjórar þeir Matthías Örlygsson og Jóhannes Ingimars- son.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.