Dagur - 29.06.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 29.06.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. júní 1995 - DAGUR - 5 Lofthræddi ömínn Stundum er um það rætt, að of lft- ið framboð sé á efni fyrir börn í leikhúsum landsins, og rétt er það, að á stundum virðist alllangt á milli uppsetninga, sem ætlaðar eru yngstu kynslóðinni sérstaklega. Leikfélag Akureyrar hefur sinnt þessum þætti í verkefnavali sínu og ýmsar sýningar eru settar upp í skólum sem á annarra vegum. Ef til vill mætti betur gera. Börn samtíma okkar eru hinir fullorðnu framtíðarinnar. Þau þurfa að kynnast leikhúsinu og galdri þess og getu. Þeim er því nauðsynlegt að sinna. Börn hafa jafnan meiri getu til þess að lifa sig inn í það, sem fram fer í leikverki, heldur en við, sem fullorðnari erum. Okkur hætt- ir til þess að sporna á móti, þegar nærri okkur er gengið í túlkun eða tjáningu. Börn, aftur á móti, hríf- ast og taka þátt í því, sem gerist á sviði, og deila með persónunum sorg og gleði, sigrum og ósigrum. Því er án efa skemmtilegt að leika fyrir börn; ná til þeirra og fá þau til þess að vera með í ferli verks- ins, sem flutt er. Á vegum Listasumars 95 var sunnudaginn 25. júní frumsýndur leikþátturinn Lofthræddi örninn hann Örvar, sem er gestaleikur frá Þjóðleikhúsinu. Verkið er einþátt- ungur, saminn af Peter Engkvist og Stalle Ahrreman upp úr sögu eftir Lars Klinting. Þýðing er eftir Anton Helga Jónsson, en tónlist eftir Ulf Erikson. Leikstjóri er Peter Engkvist. Verkið fjallar um örninn Örvar, sem er haldinn þvílíkri loft- hræðslu, að hann þorir ekki að fljúga. Músarindillinn, einn hinn LEIKLI5T HAUKUR ÁdÚSTSSON SKRIFAR smæsti á meðal fugla, kemur hon- um til bjargar og hjálpar honum að komast yfir vanmetakennd sína. Með lagni laðar hinn smái fram ónýtta getu hins stóra og hann nýtur hennar. Sagan er dæmisaga. Hún sver sig í ætt þeirra dýrasagna, sem alla tíð hafa verið sagðar til þess að benda á einhver sannindi, sem líf okkar byggist á, til dæmis þau, að máttur er ekki nóg til afreka, hug þarf einnig til; eða, að ef vilji er fyrir hendi, má sigrast á erfiðleik- um og hömlum; eða, að ekki skuli vanmeta það, sem boðið er þó smátt sé; eða, að smæðin gerir engan fánýtan, því að satt er, að „margur er knár, þó hann sé smár.“ Björn Ingi Hilmarsson fer með öll hlutverk í leikritinu, en þau eru sögumaðurinn, örninn og mús- arindillinn. Björn Ingi kemst vel og lipurlega frá þessum hlutverk- um öllum og tekst í heild tekið vel að skapa hverja persónu fyrir sig, svo að greinilega kemur fram, hverja hann túlkar hverju sinni. Leikur hans felur í sér mikið lát- bragð og ferst honum það mjög svo bærilega úr hendi. Hann sér einnig fyrir leikhljóðum, svo sem marri í hurð og fleiru. Björn Ingi breytir rödd sinni í samræmi við persónurnar og tekst það vel, einkum framan af verkinu, en förlast heldur er á líður. Fas gefur hann einnig hverri persónu og heldur það einnig allvel til enda, en það mætti þó á stundum vera heldur samfelidara. Víða tekst Birni Inga mjög vel að vekja kát- ínu með skoplegu fasi, svo sem í tengslum við trjástubbinn. Hvað sem líður ýmsu smálegu, sem ef til vill hefði mátt betur fara, náði sýningin vel til þeirra, sem hún er ætluð. Börnin virtust njóta hennar og það er höfuð- markmiðið. Þau voru mörg í Deiglunni og gjarnan í fylgd með einhverjum aðstandendum sínum. Það var ánægjulegt að sjá hina fullorðnu taka þátt í innlifun barna sinna og virtust þeir einnig hafa gaman af verkinu. Lofthræddi örninn hann Örvar verður sýndur aftur í Deiglunni laugardaginn 1. júlí kl. 11:00 og kl. 17:00. Þeir, sem ekki gátu nýtt sér sýninguna 25. júní, eiga þess því enn kost að gleðjast við ljúfa sögu. Blindrafélagið samtök blindra og sjónskcrtra á Islandi Happdrætti blindrafélagsins Dregið 22. júní. Vinningsnúmer eru: 5636 24550 3753 7621 9489 15293 5266 8442 11549 24572 4955 20881 22078 20733 21478 Þökkum landsmönnum veittan stuðning. BLINDRAFÉLAGIÐ HAMRAHLÍÐ 17. ^JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllh' Gróðar- [ stödin í ICJarna ] sími 462 4047 fax 461 1247 ♦ Trjáplöntur ♦ Skrautrunnar ♦ Skógarplöntur ♦ Rósir ♦ Áburður ♦ Fræ ♦ Plöntulyf ♦ Áhöld Ótrúlega fjölbreytt úrval! | Opið frá kl. 8-20 virka daga | og 10-1 7 um helgar amiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiMiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii? Tímarit Máls og menningar komið út Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 1995 er komið út. Heftið er að stórum hluta helgað skáldskap Einars Más Guðmundssonar, en hann hlaut eins og kunnugt er Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrr á þessu ári. Birt er þakk- arræða Einars Más við afhendingu verðlaunanna, viðtal Silju Aðal- steinsdóttur við Einar Má, sem er ítarlegasta viðtal sem tekið hefur verið við hann, og loks er vandað- ur ritdómur Páls Valssonar um verðlaunabókina, Englar alheinis- ins. Að vanda frumbirtir TMM skáldskap eftir þekkt og óþekkt skáld á ýmsum aldri: Ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, Gerði Kristnýju, Þórodd Bjarnason, Kristján Þórð Hrafnsson, Guðjón Sveinsson og Andra Snæ Magna- son og sögur eftir Thor Vilhjálms- son, Stefaníu Þorgrímsdóttur og þýska Islandsvininn Wolfgang Schiffer. Auk þess stutt útvarps- leikrit eftir austurríska rithöfund- inn Peter Handke. Meðal greina í nýjasta TMM má nefna „Söngvara lífsfögnuðar- ins, hugleiðingu um skáldskap Davíðs Stefánssonar á aldaraf- mæli hans“, eftir Svein Skorra Höskuldsson prófessor, og tvær greinar um myndlist: Ólafur Gíslason listfræðingur ritar grein um verk Errós og Haraldur Jóns- son myndlistarmaður veltir fyrir sér spurningunni um það hvernig myndlistarmenn hafa reynt að fanga mannssálina í verkum sín- um í aldanna rás. Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 1995, er 120 bls. TMM kemur út fjórum sinnum á ári og kostar ársáskrift 3.300 kr. Ritstjóri er Friðrik Rafnsson. SÁLIN áritar og spilar lög af nýútkominni plötu og hitar upp fyrir ballið í Sjallanum um kvöldið Vörukynningar frá Víking Brugg. Frissi Fríski mætir á svæðið. Greifinn kynnir grillþjónustu sína og grillar kjöt frá Kjötiðnaðarstöð KEA. Kynningar og tilboð frá Vöruhúsi KEA. Æ Fyrir bæði kynin! Nýi ilmurinn CenderOne - aðeins hjá okkur -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.