Dagur - 05.07.1995, Blaðsíða 7
LESEN DAHORN lf>
Miðvikudagur 5. júlí 1995 - DAGUR - 7
Vinnubrögð fyrir
neðan allar hellur
Páll Jóhannesson, íþróttaáhuga-
maður á Akureyri, skrifar.
Föstudagskvöldið 30. júní var
sýndur smá grínþáttur á Stöð 2 og
bar hann heitið „íþróttir á Stöð 2 í
umsjá Valtýs Björns VaItýssonar“.
{ þætti þessum varð stjórnandi
þáttarins sér til háborinnar skamm-
ar með umfjöllun sinni um drátt í
8 liða úrslitum mjólkurbikar-
keppni KSÍ og viðtöl sem hann átti
við þjálfara ÍA (sem greinilega var
meðvitaður um fáfræði og
heimsku fréttamannsins) og full-
trúa Framara.
Og hvað var það svo sem
hneysklar undirritaðan svo mjög?
Sem landsbyggðarmaður og grjót-
harður Þórsari langar mig að
benda á eftirtalin atriði:
Þegar Valtýr spurði forráða-
mann Framara hvernig honum lit-
ist á leik ÍA og Fram (Fram dróst á
móti sigurvegara úr leik ung-
mennaliða ÍA og Þórs) taldi hann
bara í lagi að mæta ÍA þrisvar,
þ.e.a.s. einu sinn í deild og tvisvar
í bikar. Síðan spyr Valtýr Björn
þjálfara ÍA (Loga) hvort hann
mætti ekki nota þrjá eldri leik-
menn en 23 ára í leik gegn Fram.
Þegar hér var komið við sögu skal
bent á að ungmennalið Þórs og ÍA
voru ekki búin að leika um hvort
liðið kæmist áfram í 8 liða úrslit,
leikurinn var um það bil að hefjast
þegar þátturinn var sýndur, þar af
leiðandi voru þessar spurningar
meira en lítið undarlegar.
Þegar það svo lá ljóst fyrir að
Þórsarar slógu ÍA útúr bikarnum
Ungmennalið Þórs náði þeim frá-
bæra árangri að komast í 8 liða úr-
slit Mjólkurbikarkeppni KSI en
Kristján Örnólfsson og félagar hans
hafa ekki fengið þá umfjöllun sem
þeim ber. Það var undarleg kveðja
sem þeir fengu frá Stöð 2 áður en
gengið var til leiks á Skaganum sl.
föstudag.
hlakkaði í okkur og kættumst við
mjög. Nú liggur það ljóst fyrir að
Þór mun mæta Fram í bikarnum
og verður gaman að vita hvort
Valtýr Björn muni taka viðtal við
Nóa Björns, þjálfara Þórs, og
spyrja hann hvaða leikmenn eldri
en 23 ára hann muni nota í 4 liða
úrslitum. Nei, örugglega ekki.
Þegar íþróttamenn eins og marg-
umræddur maður á í hlut og með
jafn mikla reynslu og raun ber
vitni, á hann að vita manna best að
það er enginn leikur unninn fyrir-
fram eins og 16 liða úrslitin sýndu.
Það er krafa mín að íþrótta-
fréttamenn sýni okkur Þórsurum
þá virðingu að fjalla um okkur
eins og hvert annað íþróttafélag,
við erum jú til þó svo að féiagið
okkar hafi orðið fyrir því áfalli að
falla í aðra deild síðastliðið ár.
Þetta á einnig við um öll önnur
íþróttafélög á landsbyggðinni.
Eins og kemur fram í þessari
grein er ég alveg hoppandi illur og
er ekki einn um það, menn hér í
bæ eru ekki sáttir við að svona
fréttaflutningur sé látinn vaða yfir
okkur blásaklaus (eða er það
kannski glæpur að okkur gangi
vel?). Að lokum vona ég að allir
þeir sem eru mér sammála hvað
þetta varðar, láti nú duglega í sér
heyra og mótmæli svona frétta-
flutningi og það af miklum krafti.
Pennavinur óskast
Degi hefur borist bréf frá þrettán
ára gamalli þýskri stúlku sem óskar
eftir að komast í bréfasamband við
jafnaldra sína á íslandi. Hún getur
skrifað bréf á ensku og þýsku.
Ahugamál hennar eru hesta-
mennska, skíðaíþróttin og siglingar.
Heimilisfangið í Þýskalandi er:
Johanna de Reese
Starzenbachstr. 14
D - 85304 Ilmmunster
Germany.
Aðalfundur Menningarsamtaka Norðlendinga:
Samþykkti að ráða starfs-
mann í tilraunaskyni
Aðalfundur MENOR - Menning-
arsamtaka Norðlendinga - var
haldinn í Kiwanishúsinu á Dalvfk
10. júní sl. og hófst kl. 14. Krist-
inn G. Jóhannsson, myndlistar-
maður, og fyrsti formaður MEN-
OR, ávarpaði fundarmenn í upp-
hafi fundar og ræddi í skemmti-
legu máli um stofnun MENOR og
tilgangi og hvatti til varðstöðu um
samtökin.
Á fundinum fóru fram venjuleg
aðalfundarstörf, en í fundarhléi
um kl. 16 skemmti söngtríóið
„Tregabandið“ með söng og tali.
Tríóið skipa: Kristján Hjartarson,
Eiríkur Stephensen og María
Gunnarsdóttir, allt heimafólk á
Dalvík og í Svarfaðardal.
Að því loknu flutti ræðu Svan-
fríður Jónasdóttir, alþingismaður
og forseti bæjarstjórnar Dalvíkur.
Ræddi hún um gildi og mikilvægi
menningarlífs í dreifbýlinu og
hversu oft væri spurt um slíka
þætti, þegar um flutning eða bú-
setuval er að ræða. Menning og
listir væri það, sem gerði okkur að
sjálfstæðri þjóð.
Góður rómur var gerður að
máli Kristins og Svanfríðar, svo
og tónlistaratriðum.
Kaffiveitingar voru á borðum í
fundarhléi.
Nokkrar umræður urðu á fund-
irtum um framtíð MENOR, og
hvöttu fundarmenn til þess, að
starfsemi samtakanna yrði efld.
Fram kom, að vel hefði til tek-
ist með ljóðasamkeppni á liðnum
vetri, svo og útkomu MENOR-
frétta, sem komu út skömmu fyrir
aðalfund og dreift var til allra fé-
laga í MENOR, sömuleiðis til
áskrifenda Dags.
Stefán Þ. Sæmundsson, blaða-
maður á Akureyri, ritstýrði MEN-
OR-fréttum að þessu sinni. í blað-
inu var leitast við að gefa yfirlit
yfir nokkuð af því helsta, sem var
að gerast í norðlensku menningar-
lífi á liðnum vetri.
Þá kom fram á fundinum, að
innheimta félagsgjalda hefur batn-
að nokkuð á síðasta ári, en alls
greiddi um þriðjungur félags-
manna gjöld sín.
Rætt var um nauðsyn þess að
samtökin hafi yfir að ráða starfs-
manni sem sinnt geti ákveðnum
verkefnum.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt á fundinum:
„Aðalfundur MENOR haldinn
á Dalvík 10. júní 1995 samþykkir
að ráða starfsmann í tilrauna-
skyni í 6 mánuði 4 tíma á viku.
Starfsmanni verði fyrst og fremst
falið að taka saman skrá um lista-
fólk í fjórðungnum, sem tilhúið
vœri að fara með sína list milli
staða á félagssvœði MENOR eða
til annarra landshluta. Þessari
skrá yrði síðan komið á framfœri
við menningarmálanefndir, fé-
lagsheimili, ferðaþjónustuaðila
ofl. Ennfremur verði starfsmaður
með ákveðinn símatíma á viku og
sinni öðrum verkefnum fyrir
MENOR, eftir því sem tími leyfir. “
Einnig var samþykkt að sækja
um styrk til Eyþings og S.S.N.V.
til að taka þátt í kostnaði við ráðn-
ingu starfsmanns.
Þá var samþykkt eftirfarandi
tillaga:
„Aðalfundur MENOR, Menn-
ingarsamtaka Norðlendinga,
haldinn á Dalvík 10. júní 1995
lýsir yjir áhyggjum vegna mikillar
tíðni ofheldismynda í dagskrá
Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins.
Telur fundurinn engan vafa leika
á, að vaxandi ojheldishneigð í
samfélaginu, einkum meðal harna
og ungmenna, megi í einhverjum
mœli rekja til þess magns ofheld-
is- og glœpamynda, sem í untferð
eru í þjóðfélaginu. Skorar fundur-
inn á yfirmenn sjónvarpsstóðv-
anna að taka málið til alvarlegrar
athugtinar og draga eftir megni úr
ofbeldi í sjónvarpsdagskránni. “
Úrslit í stjórnarkjöri urðu þau
að Ólafur Þ. Hallgrímsson, sókn-
arprestur á Mælifelli, var endur-
kjörinn formaður MENOR til eins
árs. Úr stjórn gengu Ruth Hansen,
Akureyri, og Kári Sigurðsson,
Húsavík, og gáfu þau ekki kost á
sér til endurkjörs. í stað þeirra
voru kjörin Roar Kvam, Sval-
barðsströnd, og Helga Erlingsdótt-
ir, Landamótsseli, Ljósavatns-
hreppi. Aðrir í stjórn eru Hlín
Toifadóttir, Dalvík, og Guðrún
Helga Bjamadóttir, Hvamms-
tanga. Varastjórn skipa: Guð-
mundur Ármann Sigurjónsson,
Akureyri, Margrét Jónsdóttir,
Löngumýri, Anna Helgadóttir,
Hrafnagilsskóla, Elín Einarsdóttir,
Blönduósi, og Þuríður Baldurs-
dóttir, Eyjafjarðarsveit.
Elín og Þuríður koma nýjar inn
í varastjóm í stað Skarphéðins
Einarssonar og Emelíu Baldurs-
dóttur, sem ekki gáfu kost á sér til
endurkjörs. Endurskoðendur eru
hinir sömu og áður: Helgi Þor-
steinsson og Þóra Rósa Geirs-
dóttir.
„No Name“ sá um förðunina, en
þetta er fyrsta förðunarsýningin
með þessu yfirbragði sem „No
Name“ stendur fyrir.
Meðfylgjandi myndir voru
teknar að sýningunni lokinni og
sýnir vel fjölskrúðuga flóru
módela. óþh
Fjörleg
föröunar
sýning
Síðastliðið laugardagskvöld var
haldin í 1929 á Akureyri förðunar-
sýning á vegum „No Name“ og
þótti hún takast mjög vel.
Fjöldi fólks sótti sýninguna, en
þar komu fram fimmtán módel.
Anna Karen sá um uppsetningu
sýningarinnar, hárgreiðslustofan
Medulla annaðist hárgreiðslu og
Hótel KEA
Föstudags-
djass
Stórgítaristinn
Björn Thoroddsen
ásamt Jóni Rafnssyni í léttri
sveiflu fyrir matar-
og bargesti.
Enginn aðgangseyrir,
Laugardagskvöldið 8. júlí
Loksins á Akureyri
Hin frábæra danshljómsveit
Saga-klass
ásamt söngvumnum
Berglindi Björk og
Reyni Guðmundssyni
sími 462 2200
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%^
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%*
%^
%«“
%A
%^
%*
V*
%A
%*
%*
%^
%*
%*
**
%<“
%*
%*
%*
%*
%*
V*
%*
%*
%*
%*