Dagur - 12.07.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 12.07.1995, Blaðsíða 1
78. árg. Akureyri, miðvikudagur 12. júlí 1995 131. tólublað Skandia Lifandi samkeppni - lœgri i Ceislagötu 12 • Sími 461 2222 Laxeldisstöð Nordic Seafarm hf. Norska fyrirtækið NFO- Gruppen í Lofoten í Noregi hefur auglýst laxeldisstöðina Nordic Seafarm hf. við Mikla- vatn í Fljótum til sölu sam- kvæmt auglýsingu sem birtist í síðasta tölublaði Norsk Fiske- oppdrett. Þar kemur m.a. fram að í stöð- inni sé framleiddur lax, urriði og bleikja og þar sé hægt að fram- leiða allt að 400 þúsund fiska í sláturstærð og ársframleiðslan sé um 1.000 tonn. Stöðin hafi eigið sláturhús og framleiðslan sé stöð- ug og góð. NFO-Gruppen keypti stöóina í byrjun þessa árs af Byggðastofn- un sem eignaðist hana eftir gjald- þrot Miklalax á árinu 1994. Kaupverð var 25 milljónir króna, sem greiða skyldi vió undirskrift samnings. Síóar samdi NFO- Gruppen með milligöngu skipta- stjóra þrotabúsins, Kristjáns 01- afssonar hdl., um að hluti kaup- verðsins, 20 milljónir króna, skyldi greiðast með skuldabréfi en 5 milljónir innan skamms tíma. Tvær milljónir af þeirri upphæð hafa fengist greiddar en ávísun að upphæð þrjár milljónir króna hefur ekki fengist innleyst. Kristján Olafsson hdl., skipta- stjóri þrotabúsins, segir að erfið- lega hafi gengið að ná inn fimm milljón króna greiðslunni, en hann hafi gert það til að ráðstafa þeirri upphæð upp í lögveð sem Byggðastofnun átti ekki að greiða. „Tvær milljónir hafði ég feng- ið greidöar og ég taldi mig vera kominn með greiðslu upp á þær þrjár milljónir króna sem á vant- aði, en innlendur aðili seldi fisk fyrir Norðmennina erlendis og átti greiðslan aó koma til þessa Þessi auglýsing í Norsk Fiskeoppdrett kemur mönnum hér heima í opna innlenda aðila og af því átti að skjöldu. Forstjóri Byggðastofnunar hafði ekki heyrt af málinu þegar greiða mér þrjár milljónir króna blaðamaður Dags spurði hann um það í gær. . La.to.rt anlegg for protoi™ » ogsjproyre, lokalisert pa Island. . Firmaet har eget settefiskanlegg med produksjons kapasitetpáca 400.000 smolt. . Kapasiteten pá matfiskannlegget er pá ca. 1.000 tonn. • Anlegget har eget slakten. . A.legger er godt utstvtr. og er i dagltg dnft- . Det e, ogsi muligheter til S benytte andre mariné arter i anlegget- Seriöst interesserte kan henvende seg t.l:| og ég taldi það nokkuð örugga greiðslu. Kaupandinn erlendis fór í greiðslustöðvun þannig að hing- aö til hefur ekkert fengist greitt. Norðmennirnir áttu þá auðvitað aó greiða þessar þrjár milljónir króna með öðrum hætti,“ sagói Kristján Olafsson hdl. Guðmundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar, segir að ekki hafi vprið staðið viö greiðslu kaupverðs á stöóinni vió Mikla- vatn, en í gærmorgun hafi verið fundað um málið. Honum hafi hins vegar ekki verið kunnugt um að NFO-Gruppen hafi auglýst stöðina til sölu en Byggðastofnun muni fylgjast náið með málinu. „Ætli Norðmennirnir verói ekki að ljúka við að kaupa stöð- ina áöur en hún veróur seld. Meira get ég ekki eða vil segja um þetta mál að sinni,“ sagði Guómundur Malmquist. GG Beðið eftir steypunni Múrararnlr Valdimar Þórhallsson og Kjartan Tómasson hvíldu lúin bein í gær meðan þeir biðu eftir næsta steypubíl. Myndin var tekin við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, en þeir félagarnir voru í steypuvinnu við viðbygg- ingu FSA, sem þokast hægt og örugglega upp úr jörðinni. óþh/Mynd: BG Hlutabréf í íslenskum skinnaiðnaði: Eyjafjarðarsveit áformar sölu Afmæli Ölafsfjarðar: Brottfluttir Ólafs- firdingar fjölmenna Eyjafjarðarsveit: Sveitar- félagið stendur vel Arsreikningar ársins 1994 í Eyjaíjarðarsveit hafa verið lagðir fram og að sögn Stefáns Árnasonar, starfsmanns Eyja- fjarðarsveitar, stendur sveitarfé- lagið ágætlega. Skatttekjur voru árið 1994 92,5 milljónir, lækkuðu um sjö milljón- ir frá 1993, en rekstrargjöld hækk- uðu örlítið, fóru í 73,3 úr 71,6 milljón. í gjaldfærða fjárfestingu fóru 17,4 milljónir og í eignfærða fjárfestingu 3,1 milljón, en helstu fjárfestingar ársins voru gjald- færðar. Stærstu fjárfestingar voru vegna félagsheimila sveitarinnar, 5,6 milljónir, þar af mest í Sól- garð, 3,1 milljón, vegna viðhalds og endurbóta á grunnskólanum, 3,6 milljónir, 2,5 milljónir í skipu- lagsmál, en verið er að vinna aðal- skipulag fyrir Eyjafjaróarsveit, og 3,2 milljónir í götur, holræsi og nýbyggingar. Veltufé minnkaði um 6,7 millj- ónir en langtímaskuldir lækkuðu úr 21,3 milljónum í 17,2 milljónir og voru engin ný lán tekin á árinu. „Eg held aó það sé ekki hægt að segja annað en að peningaleg staða sveitarfélagsins sé mjög sterk. Veltufjárhlutfallió, sem oft er notað sem mælikvarði á stöðu er 4,33 og þaó telst mjög gott. Auðvitað verða menn að gæta sín að ganga ekki á sjóðina, rekstur málaflokka hefúr tilhneigingu til að verða umfangsmeiri, eins og fræðslu- og félagsmál, en ég held að við megum vel við una.“ shv Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveit- ar hefúr fengið heimild frá sveitarstjórn til að selja öll hlutabréf sveitarfélagsins í ís- lenskum skinnaiðnaði, að nafn- virði um 1,1 millj. króna. Ástæðuna fyrir sölunni sagói Stefán Ámason, starfsmaður Eyja- fjarðarsveitar, vera þá að sveitar- stjómin liti svo á að það væri ekki hlutverk sveitarfélagsins aó standa í atvinnurekstri. A sínum tíma þegar bréfin hafi verið keypt hafi sérstakar aðstæður verið fyrir hendi og fyrir sveitarfélaginu hafi þá vakað að leggja sitt af mörkum til að aðstoða við endurreisn fyrir- tækisins. Nú þegar fyrirtækið virt- ist vera komið á réttan kjöl væri hlutverki sveitarfélagsins í raun lokið. Stefán sagði einnig að það væri ekki þar meó sagt að rokið yrði til og bréfin seld strax á næstu dögum, heldur væri fyrst og fremst verió að veita sveitarstjóra heimild til að mögulegt væri að selja bréfin ef vel þætti horfa til þess. shv Brottfluttir Ólafsfirðingar ætla að fjölmenna á afmæli kaupstaðarins og munu meðal annars sjá um útigrill á afmælis- hátíðinni laugardaginn 15. júlí. Margrét Sigurðardóttir er ein þeirra sem ætlar að sækja Ólafs- fjörð heim og segir hún að þær fjölskyldur brottfluttra Ólafsfirð- inga sem ætli að fara á afmælió skipti tugum. Margir Ólafsfirðingar, sem hafa flutt burt, hafa haldið sterk- um tengslum við byggðarlagið og hefur þaö verið árviss viðburður að halda grillveislu einu sinni á hverju sumri. Ólafsfirðingafélagið í Reykjavík leigir land af Ólafs- fjarðarbæ þar sem búið er að byggja 5-6 sumarbústaði og um- sóknir um fleiri liggja fyrir. Þetta land er á jörðinni Hólakoti sem bærinn keypti fyrir einum fimm árum síðan og leigði félaginu til fimmtíu ára. Svæðið hefur verió skipulagt sem sumarbústaðaland en nú standa yfir viðræður milli bæjarins og Ólafsfirðingafélagsins hvemig uppbyggingu á svæðinu verði hagað varðandi girðingar, skógrækt og þess háttar. AI Útboö í hafnarmannvirki í Ólafsfirði: ■■■ *m ■ ■ ^ Einungis þrju tilboð bárust T T afnasamlag EyjaQarðar JLTóskaði eftir tilboðum í lagnir og þekju á Þverbryggju í Ólafsfirði fyrir skömmu, og voru tilboðin opnuð í gær, 11. júlí, á bæjarskrifstofu Ólafs- Qarðar og á Vita- og hafna- málastofnun. Tilboðin voru ótrúlega fá, einungis þtjú tals- ins. Tilboó bárust frá Eikarási hf. á Egilsstöðum, Tréveri hf. í Ól- afsfirói og sameiginlegt tilboð frá Steypustöð Dalvíkur hf. og Trésmiðju Ólafsfjaróar. Tilboð Eikaráss hljóóaði upp á kr. 19.379.446, tilboð Trévers hf. var kr. 18.990.000 og tilboó Steypustöðvar Dalvíkur og Tré- smiðju Ólafsfjarðar var kr. 18.115.236. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hver hljóti verkið en búast má við að botn fáist í mál- ið í enda þessarar viku eða byrj- un þeirrar næstu. shv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.