Dagur


Dagur - 12.07.1995, Qupperneq 2

Dagur - 12.07.1995, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 12. júlí 1995 FRÉTTIR Lánshlutfall húsbréfa hækkaö úr 65% í 70% hjá þeim sem kaupa í fyrsta sinn: II Aðgerðin ekki nógu afgerandi og flokkast undir hálfkák" m * a m * m m a ■ ■■ - segir Pétur Jósefsson, fasteignasali Vorum að taka upp nýjar gerðir af handsturtum, börkum og veggslám. 20% kynningar- afsláttur. Nú er tækifæri til að lagfæra í baðherberginu. Htih fagmanri. Draupnisgötu 2 • Akureyri Sími 4622360 ORÐ DAGSINS 462 1840 Félagsmálaráðuneytið gaf út 22. júní sl. breytingar á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti sem snýr að þeim sem eru að kaupa íbúð eða eru húsbyggj- endur í fyrsta skipti. Reglugerð- in nær einnig til þeirra sem hafa ekki átt íbúð eða hluta úr íbúð sl. þrjú ár. í 2. grein reglugerðarinnar seg- ir svo m.a.: „Skipta má fasteigna- veðbréfi og húsbréfum fyrir fjár- hæð sem nemur allt að 70% af matsverði íbúðarinnar ef umsækj- andi er að kaupa eða byggja sína fyrstu íbúð, en annars 65% af matsverði íbúðar, þó aldrei fyrir hærri fjárhæð en krónur 6.513.000 vegna nýrrar íbúðar og notaðrar og vegna notaðra íbúða allt að krónur 5.427.000, þó aldrei hærri fjárhæð en krónur 4.256.000 vegna meiri háttar viðbygginga, endurbóta og endurnýjunar á not- uðu íbúðarhúsnæði, þó aldrei meira en 65% af samþykktri kostnaðaráætlun vegna viðbygg- inga, miðað við byggingarvísitölu 1. apríl 1995.“ Pétur Jósefsson fasteignasali hjá Fasteigna- og skipasölu Norð- urlands segir að ekki hafi orðið vart við neinn aukinn áhuga þeirra sem eru að koma á fasteignamark- aðinn í fyrsta skipti þrátt fyrir að lánshlutfallið hafi verið hækkað úr KJ0RBUÐIN KAUPANGI Miðvikudagstilboð: Nautahakk 598 kr., áður 795,- Kynning og tilboð Frá Einarsbakaríi: Rúgbrauð 96 kr., áður 120. Frá Ora: Luxus sælkerasíld 15% afsláttur. Fimmtudagstilboð: Svínapottréttur í súrsætri sósu 699 kr., áður 890,- Föstudagstilboð: Lambalærissneiðar 938 kr., áður 1120,- Kryddlegnar lambalærissneiðar 999 kr. kg, áður 1190, Fimmtudag og föstudag: Kynning og tilboð frá Osta- og smjörsölunni 15% afsláttur á ostaköku með súkkulaðibitum og öllum tegundum af ostarúllum. Vikutilboð: Maggi bollasúpur 50% afsláttur. Federici pasta 500 gr. kr. 59,- Federici spaghetti 500 gr. kr. 49,- k KJÖRBÚDIN SÍMI 261 2933 - FAX 461 2936 65% í 70%, enda kannski full- snemmt að segja til um áhrif reglugerðarbreytingarinnar. „Þetta nær ekki tilgangi sínum, breytingin gengur of skammt, en ástandið mundi batna ef lánshlut- fallið yrði aukið úr 65% upp í 75%. Það mundi líka hafa áhrif á aðsókina í félagslega kerfið, fólk mundi frekar kaupa með húsbréf- um heldur en kaupa félagslegar íbúðir. Það mundi þá létta á að- sókninni að félagslega kerfinu og fjörga söluna á notuðum íbúðum. Þessi aðgerð Páls Péturssonar, fé- lagsmálaráðherra, er því ekki nógu afgerandi, þessi aðgerð flokkast undir hálfkák,11 sagði Pét- ur Jósefsson. Aðsókn þeirra að fasteigna- markaðnum sem eru að kaupa í fyrsta skipti er fremur dræm, fólk- ið kannar í auknum mæli kaup á íbúðum í félagslega kerfinu eða fer á ieigumarkaðinn. Eftir að skyldusparnaður var aflagður kemur ekki Iengur fólk á fast- eignasölur sem á fyrir stærsta hluta útborgunar í fasteign í spari- merkjum. Töluvert er þó að gera á fasteignasölunum, mikið skoðað, ekki síst raðhús og stærri eignir og nokkur sala. Það er nokkur breyt- ing frá því áður er hreyfing á stærri eignum var í algjöru lág- marki. GG Togaraafiinn fyrstu fjóra mánuöi ársins: Arnar HU-1 með mesta verðmæti frystitogara Skagfirðingur SK-4 var með næstmesta aflaverðmæti ískfisk- togara fyrstu fjóra mánuði árs- ins 1995, eða 116.6 milljónir króna en alls var aflinn 913 tonn og meðalskiptaverðmæti á út- haldsdag 786 þúsund krónur. Mesta aflaverðmæti ískfisktog- ara hafði Ásbjörn RE-50, sem fiskaði fyrir 120 milljónir króna og var aflinn 2.260 tonn. Arnar HU-1 frá Skagaströnd var með mesta aflaverðmæti frystitogara fyrstu fjóra mánuði ársins 1995 eða 222 milljónir króna. Meðalskiptaverðmæti á út- haldsdag var 1.478 þúsund krónur og meðalafli á úthaldsdag 14,76 tonn en alls var aflinn á umræddu tímabiii 1.653 tonn. Meðalskiptaverðmæti á norð- lenskum ísfisktogurum var 472 þúsund krónur fyrstu fjóra mánuði ársins og hafði aukist um 13,3% milli ára. Meðalaflinn á úthalds- dag var 7,65 tonn á dag og hafði aukist um 4,26% milli ára. Meðal- skiptaverðmætið á Iandinu öllu var 503 þúsund krónur og meðal- aflinn 9,10 tonn. Meðalskiptaverðmæti á frysti- togurum á landinu öllu var 705 þúsund krónur og hafði aukist um 9,86% milli ára. Meðalaflinn á út- haldsdag var 9,93 tonn sem er lækkun um 6,21%. GG Lánardrottnum boðinn ^órðungur kröfufjárhæðar Eins og fram hefur komið í Degi hefúr verið staðfest frumvarp til nauðasamnings fyrir Fjöregg hf. í Sveinbjam- argerði á Svalbarðsströnd. Frumvarpið var samþykkt á fúndi með atkvæðismönnum með 85,7% eftir höfðatölu og 94% eftir kröfufjárhæðum. í nauðasamningnum felst m.a. að lánardrottnum sem fara með samningskröfur er boðin greiðsla á 25% af höfuð- stóli krafna í mars sl., þó þann- ig að lágmarksgreiðsla til hvers kröfuhafa verður 20 þús- und og kröfur til og með þeirri fjárhæð greiðast að fullu. Miðstöð fólks í atvinnuleit í Punktinn Miðstöð fólks í atvinnuleit á Akureyri, sem hefur verið starfrækt í safnaðarheimili Akureyrarkirkju frá byrjun árs 1993, mun á næstu mán- uðum hafa hluta starfsemi sinnar í tómstundamiðstöð- inni Punktinum á Gleráreyr- um. Prestar munu koma í Punkt- inn kl. 15 á miðvikudögum, þar verður kaffi og brauð á boðstólum og dagblöðin liggja frammi. Það skal þó tekið fram að Miðstöð fólks f atvinnuleit verður í safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju fyrsta miðvikudag- inn í hverjum mánuði, en í dag verður Miðstöð fólks í at- vinnuleit hins vegar í fyrsta skipti í tómstundamiðstöðinni Punktinum. — Listasumar 95 Perry stólar í sali Staflanlegir Léttir Hreyfanlegt bak Samtengjanlegir Plastklæddir/Bólstraðir Tíu ára ábyrgð tClvutæici Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 k____________________A Kvöldstund í Davíðshúsi í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stef- ánssonar skálds frá Fagra- skógi eru fluttar dagskrár um skáldið í Davíðshúsi á Akur- eyri á miðvikudagskvöldum í sumar. í kvöld og næstu miðviku- dagskvöld verða þær Hólmfríð- ur Benediktsdóttir, söngkona, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari, með dagskrá í Davíðshúsi sem þær nefna „Bak við hina bláu jökla er brúðurin hans“. Þær Hólmfríður og Helga Bryndís fjalla í tali og tónum um konurnar f Ijóðum Davíðs. Samstarf Hólmfríðar og Helgu Bryndísar hófst árið 1991 er þær fluttu nokkur lög við ljóð Davíðs í Davíðshúsi á afmæli Akureyrarbæjar. Á undanförn- um árum hafa þær haldið tón- leika saman, auk þess að vera báðar virkir þátttakendur í tón- listarlífi hér nyrðra og taka þátt í tónleikahaldi um land allt. Tónleikarnir í Davíðshúsi í kvöld hefjast kl. 21. Aðgangs- eyrir er kr. 600.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.