Dagur - 12.07.1995, Side 4

Dagur - 12.07.1995, Side 4
4- DAGUR - Miðvikudagur 12. júlí 1995 LEIÐARI ísland - Danmörk ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: BJÓRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 Fyrir nokkru var sendur út í sjónvarpinu þáttur sem Óðinn Jónsson fréttamaður Ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn gerði um íslendinganýlenduna sem hefur smám saman verið að mjmdast í Hirts- hals í Danmörku. Fram kom í viðtölum við íslend- inga, sem hafa á síðustu misserum flutt frá ís- landi til þess að vinna í fiski í Hirtshals, að þar geti menn lifað af dagvinnulaunum, nokkuð sem sé útilokað hér á landi. Þessi sjónvarpsþáttur vakti mikla athygli og um hann var talað manna á meðal. Það eru launakjörin, sem útgerðaraðilar í Hirtshals geta boðið fiskvinnslufólki, sem mesta athygli vekja. Daglaunataxtinn í Hirtshals virðist vera allt að þrefalt hærri en þekkist hjá fisk- vinnslufólki hér heima og það hlýtur að vekja upp spurningar. Af hverju getur íslensk fisk- vinnsla ekki keppt við danska fiskvinnslu í launa- kjörum? Er það hugsanlega vegna þess að rekst- ur íslenskra fiskvinnslufyrirtækja sé lakari en danskra? Spyr sá sem ekki veit og þeirri spurn- ingu verður ekki svo auðveldlega svarað. Hitt er það að athygli vakti i nefndum sjónvarpsþætti þegar einn hinna íslensku viðmælenda sagði aö verulega hafi komið á óvart hversu ríkan þátt stjórnendur fiskvinnslufyrirtækjanna í Hirtshals tækju í fiskvinnslunni með verkafólkinu. Og við- mælandinn bætti við að jeppaeign stjórnenda fiskvinnslufyrirtækjanna væri ekki eins áberandi í Hirtshals og hér á landi. Þetta voru eftirtektar- verð ummæli og umhugsunarverð. Þrátt fyrir góð fyrirheit við kjarasamningagerð á undanförnum áratugum, hefur lítt þokast í þá átt að fiskvinnslufólk geti lifað af launum sínum. Alltaf hefur verið gengið út frá því að fólk vinni svo og svo mikla eftirvinnu, því aðeíns hefur fólk haft möguleika á að ná endum saman. Þessi launastefna þekkist ekki í Danmörku eins og kom vel fram í sjónvarpsþættinum. Þar ná menn endum saman á dagvinnulaunum. Gæti ekki hugsast að framleiðni hér á landi, sem hagspek- ingar virðast sammála um að sé alls ekki nægi- lega góð, myndi stóraukast ef horfið yrði frá þeirri láglaunastefnu sem hefur viðgengist allt of lengi og miðað þess í stað viö mannsæmandi dagvinnulaun? Frjálshyggjan treður á hinum veika ÞG hringdi: „I sambandi við svokallaðar gerviverktökur sem forystumenn verkalýðsfélaganna hafa stundum talað um að þurfi að sporna við, vil ég segja það að á því verður engin breyting meðan frjáls- hyggjuhugsjónin gengur um eins og eldur í sinu, óbeisluð og óheft. Frjálshyggjan þýðir frelsi hins sterka til að traðka á hinum veika í miskunnarlausri samkeppni sem er meira í ætt við lögmál dýraríkis og líffræðikenningu Darwins en samfélag siðaðra manna byggt á hugsjónum menntunar og mann- úðar. í „útboðabransanum“ í dag ganga málin þannig fyrir sig að þeir sent eiga nóga peninga geta nánast verið einráðir um hvað þeir greiða í kaup. Það eru gerðar kostnaðaráætlanir sem eru oft mjög villandi og stundum er hægt að álíta að gengið sé út frá lægsta tilboði í gerð kostnaðaráætlana í verk. Ég hef talað við aðila sem telja þetta útboðakerfi gott en það eru launþegar í föstum störfum með góð laun sem hafa enga reynslu af þessu kerfi. Sjálfstýrða markaðshyggjukerf- ið er gengið sér til húðar. Verði ekki settur ákveðinn hemill á lág- mark tilboða miðað við kostnaðar- áætlun heldur gjaldþrotahrinan áfram og ríkissjóður heldur áfram að tapa. Þessi útboðsmál hef ég rætt við Steingrím Sigfússon, fyrrverandi samgönguráðherra, og hann hefur tjáð mér að þar þurfi ýmsu að breyta.“ Mávagarg á Andapollínum Hundfúl móðir hringdi og sagði að þessa dagana væri ekki hægt að koma með börn að Andapollinum sökum þeirra gargandi máva sem þar væru nánast búnir að hrekja allar endur í burtu. Fyrir vikið væri heldur lítið skemmtilegt fyrir foreldra að leggja leið sína með börnin að Andapollinum til þess að gefa öndunum brauð, það færi allt í vargfuglinn. Móðirin vildi beina þeirri fyrir- spurn til þeirra sem um Andapoll- inn sjá hvort ekki sé mögulegt að gera eitthvað í þessum málum og er þeirri fyrirspurn hér með komið á framfæri. Ótrúlegt orðbragð á knattspyrnuleik íþróttaáhugamaður hringdi og sagðist hafa farið á Akureyrarvöll sl. föstudagskvöld þegar Þór tók á móti Stjörnunni. Því miður hafi ákveðinni manneskju í hópi áhorfenda tekist að hálfeyðileggja leikinn með ótrúlegu orðbragði í garð dómar- ans, Braga Bergmanns, og línu- varða. „Eg skil ekki að vallaryfir- völd geti látið þetta viðgangast ár eftir ár, þetta setur ljótan blett á knattspyrnu hér á Akureyri,“ sagði íþróttaáhugamaðurinn. Ekki augnayndi Lesandi hringdi og sagðist hafa verið á ferð skammt frá Skjaldar- vík norðan Akureyrar. Þar hafi blasað við heldur ófögur sjón í malarkrús; dauð kýr. Lesandinn kvað þetta heldur lítið augnayndi fyrir svo utan óþrifnað og um- hverfisspjöll. Vildi hann koma þeirri ósk á framfæri að úr þessu yrði bætt hið snarasta. Bifreiðaskattur og ökumælagjald til sveitarfélaganna Kona á Akureyri hafði samband og varpaði fram þeirri hugmynd að í stað aðstöðugjalds sem fellt hefur verið niður af rekstraraðil- um kæmi fast gjald sem tekjustofn fyrir sveitarfélögin sem lagt yrði á eftir umfangi og stærð rekstrarað- ilans. Jafnframt vildi konan leggja til að bifreiðaskatturinn og ökumæla- gjaldið kæmi í kassa sveitarfélag- anna í stað ríkissjóðs og þannig mundu tekjur höfuðborgarinnar t.d. aukast mjög. Þetta mundi auka hag margra sveitarfélaganna og atvinnu í þeim sem ekki mun af veita. Athugasemd blaðamanns - við lesendabréf Magnúsar H. Gíslasonar Magnús H. Gíslason gerir að um- fjöllunarefni á lesendasíðum blaðsins sl. föstudag, frétt er birt- ist í Degi þann 30. júní sl. um Graskögglaverksmiðjuna í Skaga- firði. Þar sem ég samdi fréttina þykir mér rétt að skýra mína hlið máls- ins. í þessu bréfi segir Magnús að rangt sé farið nteð nafn verksmiðj- unnar og ennfremur að sú rang- færsla hljóti að stafa af hugsunar- eða hirðuleysi nema hvort tveggja sé. Þessari fullyrðingu Magnúsar, um ástæður rangfærslanna, sé ég enga ástæðu til að svara og læt hann alfarið um slíkt. Við upphaf fréttaöflunarinnar Ieit ég í hina nýju, umdeildu síma- skrá okkar landsmanna og fann þar verksmiðjuna undir Kaupfé- lagi Skagfirðinga. Þar stendur skýrum stöfum „Graskögglaverk- smiðjan Vallhólma". Sé það rangt vil ég ekki ganga eins langt og Magnús og fullyrða að hér sé um að kenna hugsunar- eða hirðuleysi, þar sem ég þekki hvorki bakgrunn né vinnubrögð þeirra er sáu um vinnslu skrárinn- ar. Ég kýs fremur að halda að um einföld, mannleg mistök sé að ræða. Er ég hafði samband við Pétur Stefánsson, framkvæmdastjóra verksmiðjunnar, tjáði hann mér að Verksmiðjan héti Vallhólmur, stæði á landi þriggja jarða sem heita Krossanes, Langamýri og Lauftún, að svæðið nefnist Vall- hólmur og talað væri um verk- smiðjuna sem graskögglaverk- smiðjuna í Vallhólmi. Landið Vallhólmur er því sam- kvæmt þessu, Magnúsi til glöggv- unar, staðsett í Skagafirði. Ennfremur tjáði Pétur mér að rangt væri að segja í Vallhólma og sé svo biðst ég hér með velvirð- ingar á því, en ástæðu þeirra mis- taka er ekki að rekja til „hugsun- ar- eða hirðuleysis" heldur vegna áðurnefndrar stafsetningar á nafni verksmiðjunnar í símaskránni. Ennfremur sagði Pétur að beyging nafnsins væri Hólmur um Hólm frá Hólmi til Hólma. Samkvæmt þessu virðast Skag- firðingar sjálfir ekki vera sammála um nafngift staðarins og ekki von að undirritaður sem aldrei hefur búið í Skagafirði nái að gera öll- um til geðs. Magnús segir ennfremur í les- endabréfi sínu: „Við tölum um að fara fram í Hól, niður í Hólm eða út í Hólm...“ Það er mér umhugs- unarefni hvernig staðarnafn sem, samkvæmt Magnúsi, endar á Hólm getur skyndilega orðið að Hól og ef það er ekki afbökun veit ég ekki hvað. í lokin á ég mjög erfitt með að skilja þann saman- burð Magnúsar á því að sam- kvæmt minni umfjöllun ætti að tala um Hól í Hjaltadal í stað Hóla. Guðni Hreinsson. Lumt er aðlijá.77 lagnús II. Gíslason skrifar: Alltaf finnst ntcr hálf öinurlcgt laö licyra og sjá örncfni albökuó. [ Ol'tast mun slíkt athæfi stafa af I luigsunar- cöa hiröulcysi ncma ! hvortlvcggja komi lil. (Tci>i frá 30. ii'iní. á móti kannast cg viö Vallhólnt, cylendiö ntilli Svartárinnar (Hús- cyjarkvíslar) og Hcraösvatna, frá Vindhcimabrckkunt og noröur aö Söndunt, kvísl scm lcllur úr Hér- aösvötnum og noröur mcö BorgJ arcyjunni vcstanvcrðri. Viö tö1* um aö far-i

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.