Dagur


Dagur - 12.07.1995, Qupperneq 7

Dagur - 12.07.1995, Qupperneq 7
Miðvikudagur 12. júlí 1995 - DAGUR - 7 Ferðast á fljótandi fart Skemmtiferðaskipin, sem sigla inn á Pollinn á Akureyri á sumrin, vekja jafnan töluverða athygli. Skemmst er að minnast hins gífur- lega stóra og íburðarmikla skips, Oriana, sem fjallað var um á síð- um Dags fyrir stuttu. Skipin eru hinsvegar ekki einungis merkileg vegna íburðar og stórra sala. í þeim er líka fjöldi ferðamanna sem hafa kosið þægilegan ferða- máta skemmtiferðaskipanna til að víkka sjóndeildarhringinn og skoða heiminn. En hvers konar ferðamenn eru þetta, hvað gera þeir hér og hverju skila þeir í þjóðarbúið? Til að fá svör við þessum spurningum brá blaðamaður sér um borð í Astra II þegar skipið lá við bryggju á Akureyri og ræddi þar við Thomas GleiB, fulltrúa ferðaskrifstofunnar Neckermann Reisen, sem leigir skipið og selur í það ferðir, og Böðvar Valgeirs- son, framkvæmdastjóra ferðaskrif- stofunnar Atlantik, en hún sér um ferðamennina þegar þeir eru í landi. Óformlegur klæðnaður „Við reynum að höfða til breiðari hóps fólks á þessu skipi en hinna hefðbundnu farþega sem ferðast með skemmtiferðaskipum,“ segir Thomas GleiB. „Yfirleitt klæðist fólk mjög hefðbundum klæðnaði um borð í svona skipum, jakkaföt- um og kjólum í kvöldverðarveisl- um, en við auglýstum að það væri allt í lagi að vera óformlega klæddur. Fólk getur verið í galla- buxum og peysum ef það kærir sig um og við styttum líka ferðirn- ar sem við bjóðum upp á þannig að nú eru þær að meðaltali 13 dagar. Þannig auðveldum við nýju og yngra fólki að kaupa hjá okkur ferðir." Thomas segir að margir hefðu verið hræddir um að með því að slaka á kröfum um klæðnað myndi skipið missa stíl. „Það hef- ur hinsvegar ekki gerst. Meðalald- ur hefur lækkað nokkuð en þetta eru góðir farþegar og mjög áhuga- samir um að gera sem mest. Við erum einstaklega ánægðir með þá“ Thomas GleiB hjá þýsku ferðaskrifstofunni Neckermann Reisen og Böðvar Valgeirsson, framkvæmdastjóri ferða- skrifstofunnar Atlantik, um borð í Astra II þegar skipið var í höfn á Akureyri. Mynd: Al Thomas tekur fram að þó með- alaldur hafi lækkað um sex ár hjá þeim þýði það alls ekki að farþeg- ar séu ungir. „I heimsreisunum er meðalaldur mjög hár, eða um 60 ár. Á þessu skipi er meðalaldurinn 49 ár. Við bjóðum ekki upp á mikinn afslátt fyrir börn og því eru fá börn um borð til að draga aldurinn niður. Reyndar eru hinir yngri ekki endilega áhugasamari nema síður sé. Oft er það gamla fólkið sem er athafnasamast. Mað- ur sér oft afa og ömmur dansa á fullu á diskótekunum sem eru hér. Yngra fólkið er oft óvirkara.“ Áhöfnin úkraínsk Um borð í Astra II eru 320 farþeg- ar og tæplega 177 manns í skips- höfn auk 15 starfsmanna ferða- skrifstofunnar. Allir farþegarnir eru þýskir en áhöfnin er frá Úkra- ínu. Þeir sem eru í þjónustustörf- um eru allir þýskumælandi þó rússneska sé þeirra móðurmál. Skipið er frekar lítið miðað við mörg önnur skip. Á Oriana eru t.d. um 1700 farþegar en algengt er að farþegar á skipum séu á bilinu 500-600. Engu síður er skipið vel búið með veitingastöðum, börum, líkamsræktarstöð, útisundlaug og öðru því sem skilur skemmtisigl- inguna frá tjaldútilegunni. „Úti- sundlaugin og útibarinn eru hins- vegar ekki notuð á íslandi því hér er svo kalt,“ segir Thomas og hristir undrandi höfuðið yfir blaðamanni, sem er í stuttbuxum. Sér ura farþeganaílandi Hér á íslandi hafa skipin sem koma oftast tvo umboðsaðila. Annars vegar er einhver sem fer með skipsumboð, þ.e. sér um að skipið geti lagst að bryggju, fái vistir, samskipti við áhöfn og fleira. Hinsvegar þurfa ferðaskrif- stofurnar, sem leigja skipin, um- boðsmann til að sjá um ferðir og annað sem viðkemur ferðamönn- unum og það er Böðvar Valgeirs- son sem er umboðsmaður þess hluta fyrir flest skemmtiferðaskip- in sem koma hingað í sumar. „Við erum samstarfsaðilar þessara skrifstofa og sjáum um farþegana þegar þeir eru í landi. Við komum með tillögur að ferðum og sjáum svo um alla framkvæmdina.“ Böðvar segir að skipunum hafi fjölgað mikið á undanförnum ár- um og hafi örugglega tvöfaldast á síðustu fimm árum. Alls eru um 40 skipakomur til landsins í sumar og er hann með umboð fyrir 30 þeirra. Langflest skipanna stoppa á Akureyri og í Reykjavík en sjaldgæft að þau stoppi annars- staðar. „Langstærstur hluti farþeganna er frá Þýskalandi,“ segir hann, „og þaðan koma jafnframt áhugasöm- ustu ferðamennirnir. Ég er með tvö bresk skip og þrjú amerísk. Ameríkanar virðast hugsa meira um skipið sem hótel og undir hæl- inn lagt hvort þeir nenni í skoðun- arferðir.“ Flestir í Mývatnssveit Skemmtiferðaskipin stoppa oftast á Akureyri í 6-9 klukkutíma og gefst þá farþegum kostur á að fara í land og ganga um bæinn eða fara í skoðunarferðir sem Atlantik skipuleggur í samvinnu við Sér- leyfisbíla Akureyrar, sem Böðvar segist hafa átt mjög góð samskipti við. „Langflestir fara í Mývatns- sveit, eða um 80 prósent. Einnig er nokkuð um að fólk velji styttri hring þar sem farið er í Laufás og að Goðafossi. Við höfum líka boðið upp á flug til Grímseyjar sem hefur gengið nokkuð vel. Reyndar hefur stundum þurft að fella þær ferðir niður vegna þoku í Grímsey en þá höfum við breytt ferðinni í útsýnisflug sem hefur mælst mjög vel fyrir. - Ferðamennirnir á skipinu stoppa stutt á Norðurlandi, gista á skipinu og borða þar. Hvaða tekj- um skila þeir inn í atvinnulífið hér? „ÖIl skip þurfa að borga hafn- argjöld og geta tekjur bæjarfélags- ins af þeim verið nokkuð drjúgar. Einnig kaupir skipið eitthvað af vistum eins og olíu og vatn þó reyndar sé ekki mikið um það. Síðan má reikna með að hver ferðamaður eyði að meðaltali um 4000-5000 krónum í skoðunar- ferðir og auk þess kaupa margir sér minjagripi. Á þessu skipi kom fólk frá Foldu t.d. um borð og var að selja áhöfninni útsölupeysur.“ ísland hluti af stærra dæmi - Er erfitt að fá skipin til að stoppa á íslandi? „Island er í rauninni hluti af stærra dæmi þar sem Noregur er þungamiðjan. Oftast byrja skipin að sigla til Noregs í maí. Þegar fer að líða á sumarið bætist ísland við en þá er hápunkturinn að sigla upp að Svalbarða og fylgjast með mið- nætursólinni. Island er því nokk- urskonar viðbót við Noreg og miðnætursólina. Okkar þáttur er fyrst og fremst að veita góða þjón- ustu og bjóða upp á skemmtilegar ferðir,“ segir Böðvar og nefnir jafnframt að hann telji að það hafi tekist vel, fá lönd geti boðið upp á jafngóðar ferðir og ísland enda ferðamennirnir yfirleitt ánægðir. AI Sýníng á skúlptúrum í HaUormsstaðaskófii ..., ö - frá 14. júlí og út september Föstudaginn 14. júlí kl. 17 verður opnuð í Hallormsstaðaskógi sýning á höggmyndum eftir sautján ís- lenska listamenn. Stofnað var til sýningarinnar að frumkvæði Skógræktarinnar á Hallormsstað en myndlistarmenn- imir Helgi Þorgils Friðjónsson og Hannes Lárusson hafa haft umsjón með vali á þátttakendum. Flest verkin á sýningunni eru unnin úr lerki úr Hallormsstaða- skógi en önnur tengjast skóginum á einn eða annan hátt. Með sýningunni vilja aðstand- endur hennar vekja athygli á skóg- inum, þeirri starfsemi sem þar fer fram og jafnframt gefa almenningi kost á að kynnast iist í óvenjulegu umhverfi. Markmið sýningarinnar er einnig að gefa listamönnum kost á að vinna út frá íslenskum efnivið. Sýningunni hefur verið valinn staður meðfram gönguleiðinni um trjásafn skógarins, sem er það stærsta á íslandi. Hugmyndin að þessu verkefni varð til á síðast- liðnu hausti og var þá þegar leitað til listamanna sem tóku hugmynd- inniafar vel. Ákveðið var að allir listamenn- irnir fengju tveggja metra lerkibol sem grunn að listaverki. Þeir hafa síðan útfært sínar hugmyndir, bætt við bolinn, sagað hann niður eða skorið út. Nokkrir listamannanna munu þó ekki nota lerkibolinn sem grunn að verki en það mun auka á fjölbreytni sýningarinnar. Verkin hafa verið unnin á vinnustofum í vor og sumar en nokkrir munu skapa verk sín á Hallormsstað. Eftirtaldir listamenn munu eiga verk á sýningunni: Kristján Guð- mundsson, Magnús Pálsson, Hall- dór Ásgeirsson, Þorvaldur Þor- steinsson, Helgi Þ. Friðjónsson, Hannes Lárusson, Gunnar Árna- son, Kristinn G. Harðarson, Sól- veig Aðalsteinsdóttir, Valborg Ing- ólfsdóttir, Finna B. Steinsson, Erl- ing Klingenberg, Ólafur Gíslason, Jóhann Eyfells, Inga Svala Þórs- dóttir, Inga Jónsdóttir og Ingileif Thorlacius. Undirbúningsnefndina skipa þeir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, Jón Guðmunds- son, Hallormsstað, og myndlistar- mennimir Helgi Þorgils Friðjóns- son og Hannes Lárusson. Þeir munu einnig veita allar nánari upp- lýsingar. Rangur opnunartími Opnunartími kaffihússins á Greni- vík misritaðist í blaðinu sl. fimmtudag. Hið rétta er að opið er kl. 14.00-18.00 alla sunnudaga og leiðréttist það hér með. Skólaritari Ritari óskast f hálft starf við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit f.o.m. 14. ágúst nk. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á íslensku máli, vera vanur ritvinnslu, geta unnið sjálfstætt og síðast en ekki síst að vera lipur í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk. og skal umsóknum skilað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Syðra-Lauga- landi, 601 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir aðstoðarskólastjóri í síma 463 1127 og 463 1137. Húsaskoðunarmaður Vegna aukinna verkefna óskar Fasteignamat ríkis- ins eftir viðbótar starfsmanni við húsaskoðun á umdæmisskrifstofuna Akureyri. Viðkomandi þarf að vera teikninga- og reikningsglögg- ur húsasmiður, gæddur góðum samskipta- og skipu- lagshæfileikum, ásamt því að vera nokkuð vanur vinnu á tölvu. Starfsvettvangur skrifstofunnar er Norðurland. Upplýsingar um starfið veitir umdæmisstjóri. Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 1995. Fasteignamat ríkisins Norðurlandsumdæmi, Hafnarstræti 95, 600 Akureyri, sími 462 1763

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.