Dagur - 12.07.1995, Page 10

Dagur - 12.07.1995, Page 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 12. júlí 1995 ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARSSON KR lagði Þór í vítakeppni í 8 liða úrslitum bikarsins: „Getum borið höfuðið hátt“ - sagði Nói Björnsson, þjálfari Þórs Bikarmeistarar KR þurftu fram- Iengingu og vítaspyrnukeppni til þess að leggja annarrardeildarlið Þórs í átta liða úrslitum bikar- keppninnar í knattspyrnu í gær- kvöldi. Hvorugu liðinu hafði tekist að skora mark eftir venju- Iegan leiktíma og sama var uppi á teningnum eftir framlengingu. í vítaspyrnukeppninni fóru fyrstu þrjár spyrnur Þórs í súg- inn á meðan KR skoraði úr tveimur af þremur. Liðin nýttu svo eina hvort og lokatölur urðu Knattspyrna: Martin í eins leiks bann Aganefnd KSÍ kom saman í gær og tók fyrir 27 mál knattspyrnu- manna sem hafa unnið sér inn leikbönn. Þrír leikmenn liða á Norðurlandi fengu eins leiks bann. Dean Martin, leikmaður KA, fékk eins leiks bann vegna brott- vísunar í leik gegn HK um síðustu helgi. Hann leikur því ekki með KA gegn Skallagrím annað kvöld. Ragnar Gíslason, leikmaður Leift- urs, fékk bann vegna fjögurra áminninga og missir af leik liðsins við FH þann 20. júlí, en Leifturs- menn fá nú langt frí þar sem leik liðsins við Keflvíkinga í næstu umferð hefur verið frestað til 9. ágúst. Sævar Ö. Þorsteinsson, leik- maður SM, fékk eins leiks bann vegna brottvísunar í leiknum gegn Tindastól um síðustu helgi. Leiðrétting I grein á íþróttasíðu Dags í gær um opna Islandsmótið í siglingum var sagt frá því að tíu sterkir sigl- arar væru staddir í Þýskalandi að sigla þriggja mastra skútu. í grein- inni var sagt að þar væru einungis strákar á ferð en það mun vera al- rangt því a.m.k. ein stúlka, Laufey Kristjánsdóttir, er með í för. Beð- ist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. 3:1 KR í vil. „Við getum svo sannariega borið höfuðið hátt eftir þennan leik. Þeir nýttu ekki sín færi og við vorum því inni í leiknum allan tímann. Við vorum að komast ein- ir í gegn og hefðum við nýtt það er aldrei að vita hvað hefði gerst. Við lékum frábæran varnarleik en kannski má segja að taugar manna hafi brostið þegar komið var út í vítaspyrnukeppni og fyrsta spyrnan fór í súginn," sagði Nói Björnsson, þjálfari Þórs, eftir leik- inn. „Við gerðum okkur þetta erfitt og áttum að vera búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Þeir fengu sín færi en í vítakeppninni er þetta bara spurning um heppni. Það var ekki amalegt að leggja gömlu félagana að velli í víta- spyrnukeppni," sagði Guðmundur Benediktsson, leikmaður KR og fyrrum leikmaður Þórs. KR-ingar voru mun meira með boltann í leiknum í gær og fengu fleiri færi til þess að skora. Þórsar- ar fengu einnig góð færi og hefðu í raun getað gert út um leikinn í síðari hálfleik þegar Árni Þór Árnason slapp tvisvar sinnum einn í gegnum vörn KR- inga. Þórsvörnin var frábær í leiknum, með þá Þóri Áskelsson og Pál Pálsson sem bestu menn. Olafur Pétursson var öruggur í markinu og varði oft meistaralega. KR-Iið- ið virkaði lítt sannfærandi og leik- menn þess virkuðu á köflum and- lausir. I vítaspyrnukeppninni voru Þórsarar lánlausir. Sveinbjörn Hákonarson skaut í stöngina úr fyrstu spyrnunni og Kristján Finn- bogason varði tvær vítaspyrnur fyrir KR og munar um minna. Örn Viðar Arnarson skoraði úr vítaspyrnu fyrir Þór og Mihajlo Bibercic, Þormóður Egilsson og Ásmundur Haraldsson fyrir KR. SV Lið KR: Kristján Finnbogason - Þor- móður Egilsson, Sigurður Örn Jónsson, Brynjar Gunnarsson (Óskar H. Þorvalds- son), Salih Heimir Porca, Izudin Daði Dervic, Hilmar Björnsson, Einar Þór Daníelsson, Mihajlo Bibercic, Heimir Guðjónsson (Asmundur Haraldsson), Guðmundur Benediktsson. Lið Þórs: Ólaur Pétursson - Páll Pálsson, Þórir Askelsson, Örn Viðar Arnarson, Sveinn Pálsson, Eiður Pálmason (Birgir Karl Birgisson), Páll Gíslason, Svein- björn Hákonarson, Dragan Vitorovic, Radovan Cvijanovic, Árni Þór Árnason (Hreinn Hringsson). Dómari leiksins var Gylfi Orrason og var hann slakur. Hann var ekki samkvæmur sjálfum sér og bar of mikla virðingu fyrir KR-ingum. Sveinbjörn Hákonarson og félagar hans eftir vítaspyrnukeppni í gærkvöldi. í eldra liði Þórs töpuðu fyrir KR Þorvaldur Orlygsson í viðræðum við Birmingham City: „Ekki búið að ganga frá neinu“ - sagði Þorvaldur í samtali við Dag í gærkvöldi Undanfarna daga hefur knatt- spyrnumaðurinn snjalli Þorvald- ur Örlygsson átt í viðræðum við enska 1. deildarfélagið Birming- ham City um að hann leiki með félaginu næstu ár. í gær spurðist þetta út í Englandi og fréttir um að búið væri að ganga frá samn- ingum birtust í breskum fjölm- miðlum. „Þetta er mjög spenn- andi dæmi og nokkuð líklegt að ég fari til Birmingham en það er ekki komið neitt blek á blað ennþá,“ sagði Þorvaldur í sam- tali við Dag í gærkvöldi. „Það er ekki búið að ganga frá neinu. Ég er búinn að eiga viðræð- ur við Birmingham á síðustu dög- um og aðra klúbba. Ég átti í við- ræðum við framkvæmdastjóra Birmingham í gærkvöldi (á mánu- dagskvöld (innsk. blaðamanns)) og fram á nótt. Það var mjög góð- ur fundur og þeir vilja fá mig til félagsins. Við höfum komist að samkomulagi í stórum atriðum en það á enn eftir að ganga frá ýms- um hlutum. Ég á væntanlega ann- an fund með þeim í kvöld og það er margt sem þarf að ganga frá og margt sem gæti gerst ennþá,“ sagði Þorvaldur Örlygsson. Knattspyrna -1. deild kvenna: Dapur leikur hjá IBA - þegar liöíö tapaði á Skaganum, 1:5 IBA lék á Akranesi í gærkvöldi í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Heimastúlkur í liði ÍA sigruðu nokkuð örugglega í Iciknum, Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubaó Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 5:1, eftir að staðan í hálfleik var 2:L Stúlkurnar í ÍBA byrjuðu leik- inn ágætlega og náðu ágætum köflum í fyrri hálfleik en eftir hlé datt leikur liðsins niður á lægra plan. Skaga- stúlkur höfðu ávallt yfirhönd- ina og á 15, mínútu kom fyrsta markið. Það skoraði Jónína Víg- lundsdótdr úr vítaspyrnu. Um miðjan fyrri hálfíeik jafnaði Katrín Hjartar- dóttir fyrir ÍBA með fallegu marki. Eftir að hafa fengið stungusend- ingu inn vörn heima Katrín Hjartar- fydr dóttir skoraði eina mark ÍBA. sætna renndi Katrín af öryggi í markhornið. En eins og vant er orðið náði ÍBA ekki að halda út og skömmu fyrir leikhlé skoraði Áslaug Ákadóttir annað mark ÍA en skömmu áður hafði hún brotið af sér án þess að dæmt væri. í síðari hálfleik skoraði Ingi- björg Ólafsdóttir, fyrrum ÍBA stúlka, með glæsilegum skalla og þær Anna Sólveig Smáradóttir og Helga Lind Björgvinsdóttir bættu mörkum við. Lokastaðan var því 5:1 fyrirÍA. Tveir aðrir leikir voru í 1. deild kvenna í gær. Haukar sigruðu ÍBV í Eyjum 3:2 og Breiðablik sigraði Stjörnuna, 2:0, í Garðabæ. Lið ÍBA: Þórdís Sigurðardóttir, Hjördís Ulfarsdóttir, Harpa Frímannsdóttir, Val- gerður Jóhannsdóttir, Erna Rögnvalds- dóttir - Harpa Hermannsdóttir (Lillý Við- arsdóttir), Rósa Sigbjörnsdóttir (Bjarney Jónsdóttir), Sara Haraldsdóttir, Rannveig Jóhannsdóttir, Þorbjörg Jóhannsdóttir - Katrin Hjartardóttir. Þorvaldur Örlygsson hefur að öll- um líkindum leikið sinn síðasta lcik fyrir Stoke City. Birmingham City hefur undan- farin áratug verið „sofandi risi“ í enska boltanum. Þetta er fornfrægt félag sem hefur gengið illa og fallið úr hópi efstu liða. Fyrir nokkrum árum festi maður að nafni David Sullivan kaup á meirihluta í félaginu og hefur snú- ið því til betri vegar. Birmingham er án efa eitt af 10 stærstu félög- um Englands í dag og það ríkasta í 1. deild. Liðið var í 2. deild á síð- asta ári en vann deildina örugg- lega og stefnan er sett upp á við undir stjórn Barry Fry, eins litrík- asta framkvæmdastjóra enska boltans. Félagið hefur gért upp heimavöll sinn á síðustu árum og er búið að nota 10 til 15 milljónir punda í að búa til leikvang sem tekur 30.000 manns í sæti og á næstu árum stendur til að bæta 10.000 sætum til viðbótar við. „Það er ekki hægt að neita því að ég er mjög spenntur fyrir Birm- ingham en ég hef einnig talað við tvo aðra klúbba í 1. deildinni og það eru félög sem eru mjög líkleg til að fara upp. Svo er ég búinn að tala við tvö úrvalsdeildarfélög. Það hafa verið mjög spennandi dæmi en þó ekkert í líkingu við þetta hjá Birmingham. Þeir hafa mestan áhuga á að fá mig en það er ekkert öruggt fyrr en maður er búinn að skrifa undir,“ sagði Þor- valdur. Samkvæmt nýjustu heimildum hafa Stoke og Birmingham ekki komið sér saman um kaupverð en Þorvaldur er á enda samnings síns hjá Stoke og því frjálst að semja við annað félag. Stoke fer fram á u.þ.b. 1 milljón punda fyrir Þor- vald en Birmingham er tilbúið að borga helming þeirrar upphæðar. Einnig hefur komið til tals að þrír eða fjórir leikmenn fari frá Birm- ingham til Stoke í skiptum fyrir Þorvald. Ef Þorvaldur gerir samn- ing við Birmingham og félögin koma sér ekki saman um kaup- verð mun mál hans fara fyrir sér- stakan gerðadóm en sá dómstóll kemur næst saman næstkomandi þriðjudag. Bimiingham hefur keypt þrjá leikmenn í sumar en það eru fram- herjarnir Ken Charlery frá Peter- borough fyrir 350.000 pund og Ja- son Bowan frá Swansea, sem hef- ur verið í landsliðshópi Wales, og er Ifklegt að hann muni kosta um 500.000 pund. Þá er Steve Castle, tengiliður frá Plymouth, á leið til félagsins en mál hans fer fyrir gerðardóm á næstunni þar sem Plymouth vill fá 750.000 pund fyrir leikmanninn en Birmingham er tilbúið að borga 150.000 pund. Ef Þorvaldur gengur til liðs við Birmingham verður fyrsti leikur hans með nýju félagi væntanlega æfingaleikur gegn stórliði Li- verpool á St. Andrews 26. júlí. Síðan taka við æfingaleikir við Celtic, Sheff. Wed., WBA og Chelsea áður en baráttan í 1. deildinni hefst.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.