Dagur - 12.07.1995, Page 12

Dagur - 12.07.1995, Page 12
NYJA Filmuhúsið • Hafnarstræti 106 • Sími 462 7422 Sláturhús KÞ: Lambakjöt á tveggja vikna fresti til Bandaríkjanna Sláturhús Kaupfélags Þing- eyinga hefur hafið reglu- legan útflutning lambakjöts til Bandaríkjanna og er reiknað með að senda þangað um 14 tonn á tveggja vikna fresti. Einnig er Sláturhús KÞ að hefja markaðssetningu á nýrri vöru innanlands, svo- köliuðum „Nöggum“, sem eru skyndibitar úr lambakjöti og gætu þeir farið að sjást í búðum fljótlega. Útflutningurinn er á vegum Kjötumboðsins hf. en kjötið er frá Sláturhúsi Norður- Þingey- inga. „Fyrsta prufusendingin fór út í maísegir Haraldur Haraldsson, aðstoðarmaður sláturhússtjóra, „og kjötið er búið að vera bæði í verslunum og veitingahúsum á New York svæðinu. Alls hafa farið þrjár sendingar frá okkur í skips- gámum, svona 14 tonn í hverri sendingu. Þetta er mjög vel verkað kjöt og pakkað í neyt- endaumbúðir.“ Haraldur segir að nú sé ætl- unin að þessar sendingar verði reglulega á tveggja vikna fresti, alla vega í nokkra mán- uði og hefur hann ekki heyrt annað en að vel hafi gengið að selja kjötið. Naggar - nýir skyndibitar Innlendi markaðurinn er ekki síður mikilvægur en þeir er- lendu og er Sláturhús KÞ að undirbúa komu nýrrar vöru á innanlandsmarkað. Það sem um ræðir eru tilbúnir skyndi- bitar úr formuðu lambakjöti og eiga þeir að heita „Naggar“. Ásgeir Baldurs, markaðsstjóri hjá Sláturhúsinu, segir að eingöngu frampartar séu notað- ir í Naggana. „Bitarnir eru 50% vöðvar og 50% hakkefni sem er blandað saman og formað með náttúrulegum bindiefnum. Þeir haldast því vel saman en eru alls ekki seigir. Bitamir eru alveg beinlausir, Jæir eru for- steiktir og tekur um tíu mínútur að elda þá í ofni." Ásgeir segir að bitarnir hafi verið kynntir fyrir verslunar- eigendum bæði í Reykjavík og hér norðanlands og hafi jæir fengið mjög góðar undirtektir. „Afdráttarlaust hefur mönnum líkað þetta mjög vel og eru spenntir fyrir þessu,“ segir Ás- geir og upplýsir að Naggarnir verði líklega komnir í hillur verslana eftir tvær vikur. AI VEÐRIÐ Á Norðaustur- og Norðvest- urlandi verður í dag fínasta veður, með austlægri eða breytilegri átt, golu eða kalda og gert er ráð fyrir að víðast hvar verði léttskýjað. Þó má búast við þokubökk- um út við sjóinn, en þeir ættu að hverfa þegar líður á morguninn. Hiti verður 15- 20 stig inn til landsins en 5- 9 stig í þokunni. Páll Þór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Húsavík: Þurfum að stórauka beint flug til Akureyrar - mikið áhyggjuefni að lausatraffík bregst annað árið í röð á Norðurlandi Það sem af er sumri er þetta metsumar hjá okkur. Júní- mánuður var alger metmánuður og júlí virðist ætla að verða það líka. Ágúsmánuður er enn svo- lítið óljós. Þetta er því annað ár- ið í röð sem við fáum mikla aukningu og höfum náð mjög góðri nýtingu,“ sagði Páll Þór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Húsavík, um viðskiptin í sumar. Hann sagði að þetta mætti án efa þakka mörgum samverkandi þáttum. „Við erum í mjög góðu samstarfi við margar ferðaskrif- stofur og höfum sterka stöðu á svæðinu, þar sem við erum einn af fáum stöðum sem bjóða upp á gistingu í „hótelklassa“. Eins er ég að vona að sú markassetning sem við höfum lagt í sé að skila sér.“ Hótel Húsavík hefur m.a. verið í samstarfi við ferðaskrifstofuna Saga Reisen, sem einu sinni í viku er með beint flug milli Sviss og Akureyrar. „Við sjáum t.d. um skoðunarferðir og gistingu hérna á Húsavík. Það er talsvert mikið að gera hjá okkur í tengslum við þetta og sérstaklega var júnímán- uður góður. Það er engin spurning að við eigum að gera miklu meira af þessu og þurfum að auka þetta beina flug um Akureyri, en eins og er þá er þetta eina beina teng- ing Norðurlands við útlönd. Ég held að framtíðin og það markmið sem við setjum okkur, hljóti að vera 3-4 flug í viku því með þessu myndi ferðaþjónusta á Norðurlandi stóreflast. Éins og nú er þurfum við að bíða eftir því að fólkið leggi af stað frá sv-horninu eða Seyðisfirði. Með svona beinu flugi fáum við fólkið strax og get- um látið það flæða um allt Norð- urland. I þessu tel ég vera að finna ástæðu þess að ferðamanna- straumurinn hér fyrir norðan byrj- ar alltaf miklu seinna en fyrir sunnan og endar fyrr. Þetta er ein- faldlega hlutur sem er mjög brýnt að menn fari að takast á við því Aðkoman að brúnni yfir Kotá hefur löngum þótt hættuleg enda sést brúin alls ekki frá þessu sjónarhorni en hún er staðsett beint neðan við hæðina framundan. Mynd: óþh Skagafjörður: Framkvæmdum við Kotá að Ijúka Eins og Dagur hefur greint frá áður standa framkvæmdir yflr við brúna yflr Kotá í Skaga- firði. Þeir sem leið hafa átt um Skagafjörðinn að undanförnu hafa margir velt fyrir sér hvort í bígerð væri að byggja nýja brú yfir ána. Hjá Vegagerð ríkisins, Sauðár- króki, fengust þær upplýsingar að verið væri að bæta aðkomuna að brúnni, Skagarfjarðarmegin, til að ökumenn hefðu betri yfirsýn yfir brúna. „Vegurinn er færður ofar í hlíð- ina til að auka sjónlengdina inn á brúna, það hefur alla tíð verið blint að brúnni þannig að nú eiga menn að sjá inn á brúna svona 200 metrum áður en þeir koma inn á hana,“ sagði Einar Gíslason hjá Vegagerðinni. Framkvæmdum við Kotá átti, samkvæmt útboði, að vera lokið þann 10. júlí en reiknað er með að takist að opna hina nýju aðkomu að brúnni um næstu helgi. Aðspurður um hvort til stæði að breikka brúna, sagði Einar að það yrði ekki fyrr en eftir aldamót. Hinsvegar verður ný brú gerð yfir Húseyjarkvíslina á næsta ári og yfirDalsá 1998. GH Útboð í styrkingu grjótgarðs á Grenivík: Mjög mikill áhugi Hafnarstjórn Grenivíkur óskaði í júní eftir tilboðum í gerð grjótvarnargarðs og rann útboðsfrestur út 28. júní. Fjöl- mörg tilboð bárust og voru þau opnuð í gær, samtímis á Vita- og hafnamálastofnun og á hrepps- skrifstofú Grýtubakkahrepps. í útboðinu sagði að helstu magntölur væru 25.000 m3 grjóts og 14.500 m3 kjarna og skyldi verkinu lokið eigi síðar en 30. október 1995. Eftirfarandi tilboð Jöfnun hf. Jöfnun hf. frávikstilboð V. Brynjólfsson hf. Steypustöð Dalvíkur hf. GV gröfur sf. ístak hf. Jarðverk hf. Háfell hf. Suðurverk hf. Klæðning hf. bárust: kr. 56.160.804. kr. 52.215.088. kr. 45.365.290. °g kr. 40.638.371. kr. 39.577.742. kr. 38.514.048. kr. 37.357.750. kr. 35.967.926. kr. 35.176.604. Amarfell hf. Völurhf. kr. 33.271.472. kr. 32.788.146. Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á kr. 40.646.511 og er því lægsta tilboðið, tilboð Valar hf. rúmlega 80% af kostnaði en það hæsta, tilboð Jöfnunar hf. rúm 138%. Tilboðin eru farin í vinnslu og er niðurstöðu að vænta í lok þess- arar viku eða byrjun næstu. shv það tekur alltaf mörg ár að vinna upp svona dæmi. Miðað við núverandi ástand er júní alls ekki nógu sterkur hjá ferðaþjónustu á Norðurlandi og það má segja að tímabilið sé búið um 20. ágúst. Það er auðvitað fjarri því að vera nógu gott.“ Páll segir að menn verði að gera sér ljóst að það kostar mikið átak að lengja ferðamannatímann og þar sé beint flug frá útlöndum lykilat- riði. Með því myndu áhrif Norð- lendinga aukast í því hvers konar ferðamennska byggist upp í land- inu. „Ég held að menn séu alveg sammála um það hér á Norður- landi að lausatraffík er mjög léleg í sumar. Þetta gerist núna annað árið í röð og er verulegt áhyggju- efni. Menn eru að vona að þetta sé að breytast núna, en það breytir því ekki að júní 1995 er búinn og góður hluti af júlí. Menn hafa tap- að ákveðnu fé sem ekki kemur aftur. Við verðum einfaldlega að fara að taka á þessu," sagði Páll Þór Jónsson. HA Laugalandsskóli: Samningar framlengdir Aðilar sem hafa haft aðstöðu að Laugalandi undanfarið hafa óskað eftir áframhaldandi leigu, en ekki er hægt að tryggja þeim langtímasaminga. Á Laugalandi er rekið þróunar- setur, handverkshópurinn Hagar Hendur hefur haft aðstöðu í hús- næðinu, Hótel Vín hefur verið með veitingarekstur, sérstaklega í tengslum við leiksýningar og auk þess er bókasafn sveitarfélagsins í húsinu. Framangreindir fá áfram inni að Laugalandi, en ekki var hægt að gera samninga um langtíma- leigu þar sem húsið er sameign sveitarfélagsins og ríkisins. Því voru Ieigusamningar einungis framlengdir, með þriggja mánaða uppsagnarfresti. shv Allt fyrlr garðinn í Perlunni við 0KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.