Dagur - 14.07.1995, Síða 5

Dagur - 14.07.1995, Síða 5
Föstudagur 14. júlí 1995 - DAGUR - 5 Akureyríngur ver doktors- ritgerð í læknisfræði Hjörtur Gíslason, skurðlæknir við Haukeland sjúkrahús í Bergen í Noregi, varði þann 22. júní sl. doktorsritgerð sína við Háskóiann í Bergen. Andmælendur voru Ivar Guldvog, Ame Sandvik og Karen Helle, prófessorar og kunnir fræði- menn við háskóla í Osló, Þránd- heimi og Bergen. Leiðbeinandi við rannsóknarstörfin var prófessor Knut Svanes í Bergen. Ritgerðin nefnist „Adaptive Gastric Mucosal Protection - An experimetal study with emphasis on mucosal blood flow and mediators of the hyoer- emic response to mucosal injury". Ritgerðin byggist á fimm vís- indagreinum Hjartar sem birtar hafa verið í nokkmm af víðlesn- ustu alþjóðlegu læknaritunum svo sem Gastroenterology. Ritgerðin fjallar um vamarhætti magaslímhimnunnar, mikilvægi stjómunar á blóðflæði í slímhimn- unni til að hindra myndun sára. Við áverka í efri lögum slímhimn- unnar verður blóðflæði mjög hátt í djúpu lögunum sem em ósködduð, en þetta er mjög mikilvægur vam- arháttur til að hindra að magasár myndist. Sýnt var fram á þetta með tækni þar sem notaðar vom míkró- kúlur merktar með mismunandi geislavirkum ísótöpum sem gerir kleift að mæla nákvæmlega blóð- flæði í vef á mismunandi tímum. í ritgerðinni er einnig sýnt fram á hvaða efni, frá fmmum og tauga- endum, stjóma breytingum á blóð- flæði í slímhimnunni við áverka. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa aukna innsýn í hvernig maga- slímhimnan ver sig gegn áverkum og á hvern hátt ýmis lyf svo sem gigtarlyf og astmalyf geta valdið magasárum (þekktar aukaverkan- ir). Hjörtur er fæddur á Akureyri 1958. Hann er stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1978, útskrif- aðist frá læknadeild Háskóla ís- lands 1984, starfaði við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri 1984-1986. Hann hefur búið í Noregi frá 1986, numið skurðlækningar og stundað rannsóknir. Hjörtur er kvæntur Margréti Hjörtur Gíslason Sigurbjömsdóttur frá Akureyri og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Hjart- ar em Gísli Bragi Hjartarson, múr- arameistari og bæjarfulltrúi á Ak- ureyri, og Aðalheiður Alfreðsdótt- ir, afgreiðslustjóri við íslands- banka, Hrísalundi á Akureyri. Símar Margar gerðir af símum fyrir heimili og fyrirtæki Tilboðsverð tClvutæki Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 k______________A Lög frá liðnum árum Fimmtudaginn 6. júli var efnt til tónleika í Deiglunni, þar sem fram komu söngkonurnar Harpa Harð- ardóttir og Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir ásamt Reyni Jónassyni, harmóníkuleikara. Efnisskrá tón- leikanna var óvenjuleg og jafn- framt forvitnileg. Á henni vom eingöngu dægurlög íslenskra höf- unda, sem vinsælda nutu um mið- bik þessarar aldar. Á einum tónleikum er ekki unnt að koma að öllum þeim fjöl- mörgu laga- og textahöfundum, sem sömdu lög og Ijóð á þessum tíma. Hins vegar hefur vel tekist til með höfundaval á efnisskránni. Þar eru lög og textar eftir marga þá, sem hvað mestra vinsælda nutu í hópi þessara manna. Ekki síður var lagavalið gott og voru rifjaðar upp margar þær perlur, sem dilluðu því fólki, sem nú er komið vel á miðjan aldur og sem eiga það vel skilið, að þeirra sé minnst, svo ríkan hlut sem þær eiga í tónlistarsögu þjóðarinnar á þessari öld. Höfundar, sem eiga lög og ljóð á efnisskrá tónlistarmannanna þriggja, eru: Oddgeir Kristjáns- son, Oliver Guðmundsson, Ágúst Pétursson, Tólfti september (Frey- móður Jóhannesson), Steingrímur Matthías Sigfússon, Jenni Jóns, Sigfús Halldórsson, Jónatan Jó- hannsson og Svavar Benedikts- son. Mörg laga þessara manna nutu vinsælda, sem endast allt til okkar tíma, og vekja upp minn- ingar í brjóstum þeirra, sem muna þau frá æskuárum sínum. Harpa Harðardóttir og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir eru klassísk menntaðar söngkonur. Þess gætti í flutningi þeirra og í raun spillti honum nokkuð, þar sem bragur klassísks söngs á jafnan heldur illa við í dægurlagaflutningi. Þær fluttu hluta efnisskrár sinnar í dú- TONUST HAUKUR A6USTSSON SKRIFAR ettum. Þeir voru almennt vel út færðir. Söngkonurnar eru greini- lega orðnar vel samæfðar. Því var samfella almennt góð og afar lítið var um það, að önnur yfirgnæfði hina. Sem dæmi um lög í þessum flokki má nefna Mikið var gaman af því, sem var fjörlega flutt, og Litla stúlkan, sem einnig tókst talsvert vel. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir hefur mjúka og breiða rödd, sem fellur talsvert vel að flutningi dægurlagatónlistar. Hún krefst lip- urðar í framsetningu, frjálslegs innileika í túlkun, sem verður að falla að texta og lagi, og þess, að laglína sé sveigð tilgerðarlaust og hóflega, svo að hún fái líflegan brag. Þessi atriði hefur Ágústa Sigrún talsvert vel á valdi sínu og beitti þeim snyrtilega í flutningi Sem dæmi um lög, sinum. sem Húsavík: Heimilislegt gisti- heimili Kötu í Kötukoti Við Ketilsbraut á Húsavík stendur gistiheimili sem ber hið skemmti- lega nafn Kötukot en það er rekið af Katrínu Eymundsdóttur. Rekstur þess hófst í fyrravor, en þar er hægt að taka í gistingu 8 manns og er jafnframt boðið upp á morgun- verð. Katrín Eymundsdóttir segir að- sókn hafa verið vonum framar í fyrra, en í sumar hafi aðsóknin ver- ið fremur dræm þrátt fyrir aukinn straum ferðamanna til landsins. Katrín segir að það hljóti að vera ferðaþjónustuaðilum á Norð- austurlandi verulegt áhyg&juefni að á sama tíma og ferðamanna- straumurinn til landsins eykst, dragi úr fjölda ferðamanna á norð- hún flutti vel, má nefna Hvar ertu vina, sem varð innilegt og angur- vært, svo sem við á og Baugalín, þar sem Ágústa Sigrún formaði túlkun sína af verulegri tilfinningu að brag lags og texta. Rödd Hörpu Harðardóttur er ekki verulega breið og hefur nokkuð harðan og heiðan blæ. Til- finning hennar fyrir flutningsmáta dægurlagsins er tæplega nógu mikil, svo að túlkunaratriði verða dálítið tilgerðarleg á stundum. Auk þessa er í rödd Hörpu gjarnan verulegur skjálfti, sem spillir nokkuð í samsöng, svo sem í dú- ettum. í einsöng gerði Harpa þó talsvert mikið vel í nokkrum lög- um, einkum í laginu Haustkvöld, þar sem hún komst verulega nærri viðeigandi brag. Reynir Jónasson brást ekki í neinu á nikkuna. Hann var reynd- ar í hlutverki undirleikara og tók lítið af einleiksköflum, en þeir, sem fyrir komu, voru vel af hendi leystir. Undirleikur hans var á alla lund mjög við hæfi og aldrei yfir- gnæfandi, en hann er ekki síður kúnst en annað, sem hljóðfæra- leikarar inna af höndum. Tónleikarnir í Deiglunni voru afar vel sóttir og stóðu talsvert margir, þar sem sæti voru öll set- in. Framtak list mannanna þriggja er vel til fundið. Það á greinilega hljómgrunn og því full ástæða til þess að halda áfram á þessari braut, víkka efnisskrána, nema burt eftir getu þann brag klassísks söngs, sem nú er víða í flutningi - og koma aftur. IUMFERÐAR Iráð simanumer #\x JFax 462 7639 Frá Menntaskólanum á Akureyri Vegna sumarleyfa veróur skrifstofa Menntaskól- ans á Akureyri lokuð til 14. ágúst. Skólameistari. Stórkostleg tækninýjung! Stórkostlegur vinningur dreginn út á gamlársdag! PLUS-VINNINGURINN í HHÍ95 AkBlFREIÐIN AUDIA8 austurhorni landsins. „Eg hef enga allsherjarlausn á því hvað skal til bragðs taka, en menn verða að halda vöku sinni og vera tilbúnir til að brydda upp á nýjungum. Það getur orðið erfitt að skapa Húsavík sérstöðu, en hér er gríðarlega gott og hagkvæmt að gista því héðan er svo stutt í allar áttir og til margra mestu náttúru- perla þessa lands, m.a. í Myvatns- sveit og austur í Þjóðgarðinn í Kelduhverfi. Húsavfk býður upp á eitt skemmtilegasta gönguskíða- svæði landsins á vetrum, og mér finnst að það hafi ekki verið lögð nógu þung áhersla á það,“ sagði Katrín Eymundsdóttir í Kötukoti. GG með öllum búnaði til sýnis á Ráðhústorginu Akureyri, íbstudag 14. júlí kl. 14-18. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.