Dagur - 14.07.1995, Page 15
IÞROTTIR
Föstudagur 14. júlí 1995 - DAGUR - 15
SÆVAR HREIPARSSON
Knattspyrna - 2. deild karla:
Rislitið jafntefli
KA og Skallagrímur skildu jöfn,
1:1, í rislitlum leik á Akureyrar-
velíi í gærkvöldi. Leikurinn var
lítið fyrir augað og knattspyrnan
sem boðið var upp á var ekki
upp á marga fiska. Baráttan var
í fyrirrúmi og þegar upp var
staðið var jafnteflið sanngjarnt.
„Þetta var hörku leikur og það
var allt annað að sjá til okkar
heldur en í síðasta leik. Það var
mikil barátta og góð hreyfmg á
liðinu. Með smá heppni áttum
við að vinna þennan Ieik,“ sagði
Árni Stefánsson, harðjaxlinn í
vörn KA, eftir leikinn.
Gestirnir byrjuðu betur og
höfðu yfirhöndina fyrstu mínút-
urnar án þess þó að skapa sér
hættuleg færi. Þeir náðu loks að
leika á KA-vörnina á 14. mínútu
og uppskáru mark. Valdimar Sig-
urðsson slapp framhjá varnar-
Úrslit:
Stjarnan-HK 2:1
KA-Skallagrímur 1:1
í kvöld:
Víkingur-ÍR
Víðir-Þór
mönnum KA og upp að enda-
mörkum hægra megin. Fyrirgjöf
hans fann kollinn á Haraldi Hin-
rikssyni, fyrrum leikmanni ÍA,
sem skallaði af öryggi í netið. Við
þetta lifnuðu KA-menn til lífsins
og jöfnunarmarkið kom aðeins
þremur mínútum síðar. Það skor-
aði Bjarni Jónsson með skalla af
markteig eftir að Halldór Kristins-
son hafði unnið lofteinvígi við
Daða Lárusson, markvörð Skalla-
gríms, 1:1.
Óhætt er að segja að lítið hafi
gerst það sem eftir lifði fyrri hálf-
leiks og leikurinn fór að mestu
fram á ntiðju vallarins.
Síðari hálfleikur var öllu líf-
legri og færin voru fleiri þótt svo
lítið vit væri í spili liðanna. Bjarni
Jónsson og Þorvaldur Sigbjörns-
son voru nálægt því að skora fyrir
KA og Brasilíumaðurinn Junior
fyrir Skallagrím. Á 64. mínútu
kom sennilega besta færi KA-
manna. Daði markvörður gestanna
hitti ekki boltann þegar hann
hugðist sparka frá vítateig sínum
og Þorvaldur var fyrstur að bolt-
anum. Daði náði að koma fingur-
gómunum í boltann og ýta honurn
frá Þorvaldi og hefði þar átt að
dæma óbeina aukaspyrnu á mark-
vörðinn en dómaranunt yfirsást
þetta.
Stuttu síðar fékk Hermann
Karlsson upplagt færi en skot hans
af stuttu færi fór í varnarmann.
Skallgrímur fékk líka sín færi en
tókst ekki að nýta. Það hættuleg-
asta kom undir lok leiksins þegar
Eggert Sigmundsson varði með
glæsibrag skot frá Haraldi Hin-
rikssyni.
Spilið hjá liðununt gekk illa og
sóknirnar voru ómarkvissar.
Skárstir í slöku KA-liði voru
Bjarni Jónsson og Stefán Þórðars-
son. Þá var Árni Stefánsson
traustur í vörninni. Ungur nýliði,
Þorleifur Árnason, kom inná í lið
KA á 77. mínútu en hann er enn í
3. flokki KA og aðeins 15 ára.
Lið KA: Eggert Sigmundsson -
Árni Stefánsson, Halldór Kristins-
son, Bjarki Bragason - Hermann
Karlsson, Sverrir Ragnarsson
(Þorleifur Árnason 77), Bjarni
Jónsson, Helgi Aðalsteinsson, Jó-
hann Arnarsson, Stefán Þórðar-
son, Þorvaldur Makan Sigbjörns-
son.
Það var oft hart barist á Akureyrarvellinum í gærkvöld. Hér eru þeir Hall-
dór Kristinsson og Rjarni Jónsson í einvígi við Daða Lárusson, markvörð
Skallagríms. Mynd: BG
íslandsmótiö í knattspyrnu - 3. deild:
Jafntefli Völsunga
og Dalvíkinga í bar-
áttuleik á Húsavík
„Við erum efstir í deildinni og
ætlum að vera það áfram. Strák-
arnir spiluðu ekki vel í þessum
Ieik og verða vonandi betri í
næsta leik,“ sagði Sigurður
Lárusson, þjálfari Völsungs, eft-
ir markalaust jafntefli gegn Dal-
víkingum í gærkvöld á Húsavík.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu
leiksins að það var mikið í húfi og
bæði lið ætluðu að seija sig dýrt.
Fyrir bæði lið var leikurinn í raun
sex stiga, hann skipti vissulega
miklu máli fyrir topplið Völsungs
og ekki síður gestina frá Dalvík.
Baráttan var í fyrirrúmi og hún
var á kostnað áferðarfallegrar
knattspyrnu.
Völsungar voru sterkari aðilinn
í fyrri hálfleik og tókst að skapa
sér tvö góð marktækifæri, en náðu
ekki að nýta þau. Dalvíkingar áttu
líka sín færi í fyrri hálfleiknum,
skutu meðal annars í stöng Völs-
ungsmarksins.
Dalvíkingar byrjuðu síðari
hálfleik með mikíum látum og
áttu heimamenn þá í vök að verj-
ast. Með smá heppni hefðu Dal-
víkingar þá átt að geta gert út um
leikinn, en heilladísirnar voru ekki
með þeim upp við mark Völ-
sunga.
Völsungar komust síðan smám
saman meira inn í leikinn og síð-
asta stundarfjórðunginn voru þeir
sterkari og hefðu með heppni átt
að geta skorað eitt til tvö mörk.
Þegar á heildina er litið geta
bæði lið vel við þessi úrslit unað,
miðað við gang leiksins eru þau
sanngjörn. HJ/óþh
Jón Guömundsson, nýr þjálfari Þórsara í körfuknattleik, hélt sína fyrstu
æfingu í gær. Þar var einnig mættur Böövar Kristjánsson sem gekk til
liðsins frá Keflvíkingum. Jón er til vinstri á myndinni. Mynd:BG
Arngrímur Arnarson og félagar
hans í Völsungi eru enn á toppnum.
Tröllaskaga-
tvíþraut
Eins og kom fram í Degi í síð-
ustu viku mun Skíðadeild
Leifturs halda Tröllaskagatví-
þraut á morgun, laugardag.
Hlaupið verður frá ráðhúsinu á
Dalvík upp BÖggvisstaðadalinn
og yfir Reykjaheiði og niður að
Reykjum í Ólafsfirði. Þaðan
verður hjólað eftir gamla þjóð-
veginum sem liggur í vestan-
verðum firðinum niður í bæ.
Islandsmótið í knattspyrnu
-1. deild kvenna:
Baráttan var
ekki til staðar
- sagði þjálfari ÍBA eftir 2:1 tap í Eyjum
„Það var eins og fyrri daginn,
baráttan var ekki til staðar,“
sagði Hinrik Þórhallsson, von-
svikinn þjálfari ÍBA-stúlkna,
eftir tap þeirra gegn ÍBV í Vest-
mannaeyjum í gærkvöld, 2:1.
í fyrri hálfleik sóttu ÍBV-stúlk-
ur meira undan strekkingsvindi,
staðan í hálfleik var 0:0.
Þegar um 15 mínútur voru liðn-
ar af síðari hálfleik náðu heima-
stúlkur forystunni eftir slæm mis-
tök í vörn IBA og var þar að verki
íris Sæmundsdóttir. Þegar um tíu
mínútur voru eftir af leiknum náði
Þorbjörg Jóhannsdóttir að jafna
metin nteð háum „bananabolta“
utan af velli yfir markmanninn og
í netið. Þegar síðan um fimrn mín-
útur voru eftir af leiknum náðu
ÍBV-stúlkur stungusendingu inn
fyrir vörnina og í netið fór boltinn,
2:1 fyrir ÍBV og þar við sat.
„Það er vissulega afar slæmt að
tapa þessum leik, þetta var sex
stiga leikur. Stúlkurnar virtust
ekki vera tilbúnar til að leggja sig
nægilega fram,“ sagði Hinrik
Þórahallson.
Lið ÍBA: Þórdís, Hjördís, Val-
gerður, Erna, Rannveig (Bjarney),
Sara, Ragnheiður, Harpa H., Þor-
björg, Rósa og Katrín.
^ Knattspyrna:
IBA fékk Val
- í undanúrslitum bikarsins
í gær var dregið um það hvaða
lið mætast í undanúrslitum
Mjólkurbikarkeppni karla og
kvenna í knattspyrnu. Eitt lið að
norðan er enn með í bikarnum
en það er kvennalið ÍBA. Stúlk-
urnar höfðu heppnina með sér
og fengu heimaleik gegn Val.
Leikurinn er á dagskrá að viku
liðinni, föstudaginn 21. júlí kl.
20.00. I hinum undanúrslitaleikn-
urn mætast Breiðablik og KR í
Kópavogi og verður sá leikur viku
síðar, 29. júlí.
í undanúrslitum hjá körlunum
mætast Keflavík og KR á Suður-
nesjum og Fram og Grindavík á
Laugardalsvelli. Það er því enn
mögulegt að sömu lið mætist í úr-
slitum í ár og í fyrra, KR og
Grindavík. Leikirnir verða leiknir
mánudaginn 31. júlí.
Golf:
Meistaramót í Svarfaðardal
Meistaramót Golfklúbbsins
Hamars á Dalvík stendur yfír
þessa dagana á Arnarholtsvelli.
Mótið hófst á miðvikudag og
stendur fram á laugardag. Keppt er
í 1. og 2. flokki karla og kvenna
og unglingaflokki og eru 28 þátt-
takendur skráðir til leiks.
í gær og í dag hófst keppnin kl.
17.30 en um helgina byrja kylfing-
arnir að slá kl. 9.30 og fyrir þá
sem vilja fylgjast með þegar síð-
ustu kylfingar klára mótið er best
að koma á milli 13.00 og 15.00.
Glaðasólskin hefur verið í Svarf-
aðardal fyrstu keppnisdagana og
fuglarnir syngja glatt undir skrafí í
leikmönnum og hvini kúlnanna.
Það er því tilvalið að líta við og
berja kylfingana augum enda mikil
uppsveifla í golfinu í Svarfaðardal.