Dagur - 19.07.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 19. júlí 1995
Brýnt að gefa fólki tækifærí til að velja
- segir Hákon Hákonarson, formaður bygginganefndar Akureyrarbæjar
Hræringar virðast vera í bygg-
inga- og skipulagsmálum á Akur-
eyri um þessar mundir. Háskólinn
á Akureyri mun flytja á Sólborg,
verið er að byggja á svæði
Menntaskólans og á suðurbrekk-
unni, þar sem lítið hefur gerst í
íbúðabyggingum síðastliðin tíu ár
munu nú tvær nýjar götur byggjast
sunnan við Hjarðarlund. Fjöl-
margar umsóknir bárust þegar
lóóir við þessar götur voru aug-
lýstar, eða um þrisvar sinnum
fjöldi úthlutana. Meó þá staðreynd
fyrir augunum, aó meira en 40
umsóknum var hafnað fór bygg-
inganefnd að velta fyrir sér hvem-
ig hægt væri að koma til móts við
þetta fólk.
Hákon Hákonarson er formað-
ur bygginganefndar bæjarins.
Hann segist ekki hafa nema eitt
svar við þeim fjölda umsókna sem
barst um lóðirnar við Hörpu- og
Hindarlund og það sé ekki „nei,
því miður“, heldur að bjóða fleiri
lóóir á suðurbrekkunni. „Ég vil
endilega að þetta sé skoðað frá
mörgum hliðum og í kjölfar þess
að hafm er endurskoðun á aðal-
skipulagi bæjarins opnast ýmsir
möguleikar, ekki síst þar sem Há-
skólinn á Akureyri er kominn í sitt
framtíðarhúsnæói á Sólborg. Það
hefur verið ríkjandi viðhorf í tutt-
ugu, jafnvel þrjátíu ár, að Eyrar-
landsholtið allt skyldi vera undir
æðri menntastofnanir; mennta-
skóla, verkmenntaskóla, háskóla.
Allt var þetta góðra gjalda vert á
sínum tíma og ég vil ekki gera lít-
ið úr þeim fyrirætlunum. Nú höf-
um við allt aðrar forsendur, með
nýrri byggingu Menntaskólans og
flutningi Háskólans á Sólborg.
Það þarf væntanlega ekki að gera
ráð fyrir neinum byggingum
tengdum Háskólanum á holtinu,
og ég hef ekki séð neinar áætlanir
um að Verkmenntaskólinn verði
stærri en hann er í dag. Sam-
kvæmt fyrirligggjandi áætlunum
mun eitthvert landrými sunnan
Jörvabyggðar og Reynilundar vera
laust.“
Háskólinn gefur Glerár-
hverfinu aukið vægi
Hákon segir að kanna þurfi af al-
vöru hvaö gera eigi við það land
sem virðist liggja á lausu á þessu
svæði, ljóst sé að þetta sé mjög
vinsælt byggingaland fyrir íbúða-
húsnæði og því eigi að leggja
áherslu á að nýta það í þeim til-
gangi. Hann segir einnig að bæjar-
yfirvöld hafi haft þungamiðju
uppbyggingar í Glerárhverfi und-
anfarin ár en mikilvægt sé að ein-
blína ekki um of á einn hluta bæj-
arins frekar en annan, brýnt sé að
frelsi til að velja. Mynd: bg
gefa fólki tækifæri til að velja.
Gera þarf ráð fyrir þjónustu
fyrir íbúa hvers svæðis og segir
Hákon að samkvæmt hans bestu
vitund geti þjónustustofnanir á
brekkunni annað fleiri íbúum. „Er
ekki rökrétt að skoða þessi mál í
tengslum við endurskoðun á aðal-
skipulaginu og í ljósi þess fjölda
umsókna sem barst um lóðimar á
brekkunni? Ég vil hlusta á þær
raddir sem ég heyri, og mér er í
mun að borgarinn hafi frelsi til að
velja húsnæði sínu stað ef þaó er
mögulegt, hvort sem er utan eða
sunnan Glerár. Ég held reyndar
að Háskólinn eigi eftir að gefa
Glerárhverfinu aukið vægi sam-
hliða lagningu Borgarbrautarinn-
ar, því hún tengir bæjarhlutana
saman og skólann við Glerár-
hverfió. Brú yfir Glerá; tengslin
við Borgarbrautina, er mikilvægt
atriði til að Háskólinn hafi jákvæð
áhrif fyrir svæðið. Það þýóir t.d.
það að kennarar og annað starfs-
fólk skólans gæti verið fimm mín-
útur aó ganga heim til sín; þó ég
sé ekki að halda því fram að það
sé neitt sjálfgefið að það muni allt
búa í Glerárhverfinu, þá gefur það
auga leið að það verður mun
ákjósanlegri kostur en áöur.“
Hljómgrunnur fyrir
framkvæmdum
Hákon segir það nú vera í hendi
bæjaryfirvalda að taka ákvarðanir
um þessar hugmyndir; bygginga-
nefnd sé sammála um að það eigi
að kanna hvort ekki sé hægt að
heimila frekari einbýlishúsabygg-
ingar á brekkunni, ásamt því að
halda áfram uppbyggingu Glerár-
hverfisins. „Það eru afskaplega
gömul og ríkjandi viðhorf héma í
bænum og ef til vill í pólitíkinni
líka aó byggðamunstrinu skuli
hagað eins og hefur verið, og
þessi vióhorf þarf að stokka upp
ef árangur á að nást. Ég hef hins
vegar enga trú á öðru en að end-
urskoðun aðalskipulagsins taki
mið af þeim breyttu forsendum
sem við nú höfum. Ég vona að
næsta vor munum við geta á ný
boðið lóðir á suðurbrekkunni um
leið og I boði verða byggingalóðir
í Glerárhverfinu fyrir einbýlis- og
raóhús. Framkvæmdahraðinn
ræöst auóvitað alltaf af fjármagni;
þetta kostar allt peninga; skólar,
gatna- og holræsakerfi, vatns-,
raf- og hitaveita, þannig að hendur
bæjarins eru svolítið bundnar að
því leytinu. Þess vegna spyr mað-
ur hvort e.t.v. megi hækka hér
byggingagjöldin sem bærinn fær
til að standa undir þessum kostn-
aði.“
Hákon segir að niðurstaða eigi
að fást í þessum efnum upp úr ára-
mótum; þegar hafi verið fjallað
um málió í bygginganefnd og það
sé nú til meðferóar hjá skipulags-
nefnd. Hann segir að hljómgrunn-
ur sé fyrir framkvæmdunum hjá
bæjaryfirvöldum og hann hafi
ekki orðið var vió neina persónu-
lega andstöðu gegn þeim. „Ég hef
að vísu heyrt að menn óttist að
jafnvægi byggðar og þjónustu-
stofnana raskist og vilji gæta þess
að allar áætlanir þar um standist,
Höíum orðið fyrír barðinu á niðurskurði
- segir Guðríður Ólafsdóttir, formaður Sjálfsbjargar
Framkvæmdastjóm Sjálfsbjargar,
landssamtaka hreyfihamlaðra,
fundaði á dögunum á Akureyri og
í framhaldi af þeim fundi var boð-
að til fundar með stjóm og nefnd-
arfólki Akureyrarfélagsins. Fund-
urinn var góður og vel mætt, og
meðal annars var rætt um hvemig
efla mætti samtökin, en fundir
sem þessi eru liður í því; hafa það
aó markmiði að virkja betur hinn
almenna félagsmann. Fatlaðir hafa
átt í vök að verjast undanfarin ár
þar sem þeir hafa fengið að kenna
á niðurskurðarhnífnum eins og
fleiri hópar.
„Það eru ýmis mál sem brenna
á fötluðum,“ sagði Guðríður Ól-
afsdóttir, formaður Sjálfsbjargar.
„Við höfum orðió fyrir barðinu á
niðurskurði í heilbrigóis- og fé-
lagsmálakerfinu. Æ erfiðara verð-
ur fyrir okkur að fá hjálpartæki,
jafnvel tæki sem eru fólki nánast
lífsnauðsynleg. íslenska ríkis-
stjómin er aðili að yfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna sem sett var
fram 1993, þar sem meóal annars
segir að hjálpartæki skuli vera aó-
gengileg fyrir þá sem þurfa á þeim
að halda, en allt kemur fyrir ekki,
þar sem verið er að spara. Hjá Al-
mannatryggingum hefur fólk
fengið hin og þessi svör sem oft er
erfitt aó skilja og svo gott sem
undantekningalaust án nokkurra
raka, og því höfum við hjá Sjálfs-
björgu hvatt fatlaða til að fá neit-
animar skriflegar og einhver rök
fyrir þeim.“
Ferðaþjónustuaðilar
óttast aukakostnað
Guðríóur tók við af Jóhanni Pétri
Sveinssyni sem lést síðastliðið
haust og mun hún gegna for-
mannsstarfinu fram að næsta aóal-
fundi samtakanna 1996. Hún er
fædd spastísk og gengur við tvo
Sjálfsbjargarhúsið í Hátúni í Rcykjavík. Ríkið hefur ekki borgað húsaleigu síðan 1991 og telur Guðríður líklegt að
samtökin þurfl að loka húsinu innan nokkurra ára.
stafi og þarf því aö treysta á að
aðgengi sé gott, en víða er pottur
brotinn í þeim efnum. Á fundinn á
Akureyri kom Þorsteinn Thorlaci-
us frá Feróamálaráði og ræddi ein-
mitt ferlimál fatlaðra, kröfur
þeirra um aðbúnað og hugsanlegar
leiðir í ferðamálum. Að sögn
Guðríðar hefur hann sýnt málefn-
um hreyfihamlaðra mikinn áhuga.
„I máli hans kom fram að hann
hefur orðið var við ákveðna
hræðslu hjá ferðaþjónustuaðilum
við kröfur okkar, og þau lög og
reglugerðir sem sett hafa verið um
málefni fatlaðra, þar á meðal að-
gengismálin. Ástæðan er einna
helst sú að þeir óttast aukakostnað
sem breytingum og sérmerkingum
fylgir.“
Ferlimál
Starfsmaður á vegum félagsmála-
ráóuneytisins hefur gert úttekt á
byggingum sem eru aðgengilegar
fyrir fatlaða en skráin er ekki til á
tölvutæku formi en Guðríður
sagði að samtökin legðu áherslu á
að það yrði.
Guðríður er nokkuð ánægð
með hvemig hefur verið tekið á
ferlimálum á Akureyri. „Ferlimál
eru alltaf í umræóunni á Akureyri.
Nefnd á vegum Akureyrarbæjar
um þessi mál hefur verið starfrækt
um árabil og eiga fulltrúar frá
Sjálfsbjörgu sæti í nefndinni,
þannig að okkur hefur gefist gott
tækifæri til að koma málum okkar
áleiðis í bænum. Ferlimál eru síst í
verra fari á Akureyri en í Reykja-
vík, því þar var einungis nýverið
stofnuð nefnd um þessi mál.“
Erfið fjárhagsstaða
Fjárhagsstaða Sjálfsbjargar er erf-
ið og að sögn Guðríðar er þar
stærsti þátturinn sá að samtökin
hafa ekki fengið neina húsaleigu
greidda fyrir afnot ríkisins af
Sjálfsbjargarhúsinu sem opnaó var
1971 og verið hefur í eigu hreyfi-
hamlaðra síðan.
„Sjálfsbjargarhúsið var byggt
aó mestu fyrir fé almennings, en
við fengum einnig styrk úr erfða-
fjársjóði og lán frá ríkinu. Við
höfum ævinlega staðið í skilum
með greiðslur og eigum því húsið
meó réttu. Ríkið rekur í húsinu
vinnu- og dvalarheimili á föstum
fjárlögum og búa þar 45 mikið
fatlaðir einstaklingar. Ríkið
greiddi samtökunum húsaleigu
fram til ársins 1991, að ráðamenn
ákváðu með einu pennastriki að
því skyldi hætt. Þetta hefur komið
mjög illa við okkur fjárhagslega,
því húsaleigan framreiknuð til
dagsins í dag er um 16 milljónir á
ári.
Þessi kúvending skýtur skökku
við. Á hátíðlegum stundum, allar
götur til ársins 1991, höfðu stjóm-
málamenn verið sammála um aó
ef þessi samtök væru ekki til í
landinu, væri þessi þjónusta held-
ur ekki til í því formi sem hún
hefur verið. Hún hefur verið ódýr
og vel af hendi leyst en samt gera
þeir þetta; þaó er niðurskurðurinn
enn og aftur. Við sendum ríkinu
alltaf reikninga fyrir húsaleigunni,
þar sem vió teljum að þessi
framganga sé ekki eðlileg, okkur
finnst sem að þetta sé hálfgerð
eignaupptaka. Það að greiða okkur
ekki leigu vegna þess aó þeir eru
með rekstur í húsinu er eins og að
búðareigandi úti í bæ segði leigu-
salanum sínum að því miður ætl-
aði hann ekki lengur að greiða
leigu, hann væri nefnilega með
rekstur í húsnæóinu!
Þetta er aó fara mjög illa með
samtökin og við getum ekki staðið
undir þessu. Ég býst allt eins við
því að við munum þurfa að loka
húsinu og þá verður bara einhver
önnur stofnun að taka við íbúum
þess og ég get ekki séð að það
verói ríkinu neitt ódýrara." shv