Dagur - 19.07.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 19.07.1995, Blaðsíða 12
50 ára afmæli Raufarhafnar: Hólmvíking- ar ætla að fjölmenna Drjúgur hópur fólks frá Hólmavík ætlar að bregða sér austur á Raufarhöfn um næstu helgi til þess að samfagna Raufarhafnarbúum á 50 ára af- mæli sveitarfélagsins, sem hald- ið verður upp á með miklum glæsibrag um helgina. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu Hólmavíkurhrepps í gær að 105 Hólmvíkingar hafi ákveðið að fara austur á Raufarhöfn, en fyrir fimm árum fjölmenntu íbúar Raufarhafnar vestur á Hólmavík til þess að taka þátt í 100 ára af- mæli Hólmavíkur og þá var komið á formlegu vinabæjarsambandi þessara tveggja þéttbýlisstaða. Örn Ingi Gíslason var þá fram- kvæmdastjóri Hólmavíkurhátíðar- innar og hann er einnig heilinn á bak við hátíðarhöldin á Raufar- höfn um næstu helgi. Hómvíkingar hyggjast koma saman á Kópaskeri nk. föstudag, 21. júlí kl. 15.30 og þaðan ætla þeir að aka í fylkingu síðasta spöl- inn. Kl. 18 taka Raufarhafnarbúar síðan á móti Hólmvíkingum með kvöldverði. Hólmvíkingar ætla sér að mynda sérstaka tjaldborg á Rauf- arhöfn og er ætlun þeirra að setja upp stórt samkomutjald. Þá gista þeir á Hótel Norðurljósi og vafa- laust víðar. óþh Kappklædd sláttukona Þegar norðanáttin er við völd er eins gott að vera þokkalega klædd- ur í vinnunni. Þessi sláttukona var að slá niður grasið við Andapoll- inn á Akureyri í gær og af vetrarklæðnaðinum að dæma var lofthit- inn ekki ýkja mikill á Akureyri. óþh/Mynd: bg Aðalfundur Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf.: Örlítill hagnaður Aðalfundur Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. fyrir árið 1994 var haldinn á dögunum. Þar kom fram að afkoman var heldur lakari en árið á undan. Reksturinn var þó réttu megin við strikið og skilaði 1.270 þús. kr. hagnaði að teknu tilliti til af- skrifta og annars. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar rek- ur annars vegar frystingu og hins vegar beinamjölsverksmiðju og Ioðnubræðslu. Heildarvelta ársins var 428 milljónir króna, þar af velti frystingin 361 milljón og bræðslan 67 milljónum. Að sögn Jóns Þorvaldssonar, stjórnarformanns, rekja menn versnandi afkomu til minnkandi afla, hærra hráefnisverðs, gengis- breytinga og fleiri hluta. Talsvert tap varð á beinamjölsverksmiðj- unni og loðnubræðslunni. Undan- farið hefur verið mikið rætt um versnandi afkomu landvinnslunn- ar með lækkandi gengi dollars og punds. Það sagði Jón vera mjög alvarlegan hlut og mál sem þyrfti að ganga í að leysa. Fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ól- afsfjarðar er Karl Guðmundsson. HA Olafsfjörður: Skilorðsbundinn fangelsisdómur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt 19 ára gamlan Ólafsfirðing í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár vegna þjófnaða í mars sl. Um var að ræða innbrot í Radíóvinnustofuna við Strandgötu þar maðurinn stal meðal annars út- varpstækjum, segulbandstækjum, myndavél og reiknivél. Þá braust hann inn í Grill-Barinn við Ægis- götu og stal þar áfengi, vindling- um og sælgæti. Sömuleiðis braust maðurinn inn í skíðaskálann í Ól- afsfjarðarfjalli og stal þar sælgæti, myndavél og sólgleraugum. Fram kemur í dómi Héraðs- dóms að maðurinn hafi játað þjófnaðarbrot sín og greitt fram- lagðar skaðabótakröfur. „Að þessu athuguðu," eins og segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, „og þegar litið er til ungs aldurs ákærða þykir refsing hans hæfilega ákveðin 2ja mánaða fangelsi." Eins og áður segir er dómurinn skilorðsbundinn, þ.e. refsingin fellur niður að tveim ár- um liðum haldi maðurinn almennt skilorð. óþh Rannsóknum á Hofsstöðum í Mývatnssveit verður fram haldið í sumar: Afar áhugaverður staður Adolf Friðriksson, fornleifa- fræðingur, og Orri Vésteins- son, fornleifa- og sagnfræðingur, hafa fengið 385 þúsund króna styrk úr Vísindasjóði til þess að halda áfram rannsóknum sínum við fornbýli á Hofsstöðum í Mý- vatnssveit. „Þarna er afskaplega stór tóft, um 45 metra löng, sem er ein sú stærsta á landinu. Þessi tóft hefur verið kölluð „hoftóft". Menn hafa haldið þetta vera hof, en það álit byggist á munnmælum, ekkert er til um það skráð. Á síðari árum hafa menn bent á að þetta geti ver- ið fornbær og einnig hefur þeirri tilgátu verið slegið fram að þetta sé fornbær sem einnig hafi verið notaður fyrir fornar helgiathafnir," sagði Adolf Friðriksson í samtali við Dag. „Við erum að skoða - segir Adolf Friöriksson, fornleifafræðingur þessa tóft í áföngum. 1 sumar munum við grafa í stóra holu við tóftina. I holuna hefur tvisvar áður verið grafið og þar hafa menn fundið mikið af ösku, brenndum beinum og eldsprungnum stein- um. Sumir hafa talið þetta holu fulla af rusli, aðrir hafa viljað halda því fram að hún hafi verið einskonar fórnarhola, þ.e.a.s. hol- an hafi verið notuð við matseld við fórnarathafnir. Sú tilgáta byggist á því að holan er svo stór, hún er um 6 metrar í þvermál. Slíkar holur eru víða til hér á landi en þær eru yfirleitt ekki nema 1 metri eða svo í þvermál. Ein hug- myndin er sú að þetta geti hugsan- lega hafa verið jarðhús. Rannsókn okkar í sumar mun því ganga út á að komast að því hvaða hlutverki þejsí hola hafði að gegna hér áður fyrr.“ - Teljið þið ykkur geta komist til botns í því máli í sumar? „Við teljum okkur í það minnsta geta komist að því frá hvaða tíma hún er. Fræðimenn hafa talið að holan sé frá sama tíma og þessi stóra tóft, en það hefur enginn getað sýnt fram á það.“ Þeir Adolf og Orri voru síðast við rannsóknar á Hofsstöðum árið 1992 og 1991. Þar áður var þar við rannsóknir Daninn Olav 01- sen, árið 1965, en fyrstir munu þeir Finnur Jónsson og Daníel Bruun hafa skoðað þessar merku minjarárið 1908. „Þetta er afar áhugaverður staður. Þarna eru mjög skýr og falleg gjóskulög í jarðveginum, meðal annars úr Heklugosum, og þau notum við, með aðstoð jarð- fræðings til þe:,s að aldursgreina holuna," sagði Adolf Friðriksson. óþh Staða sveitar- stjóra Hofs- hrepps auglýst Staða sveitarstóra Hofs- hrepps í Skagafirði hefur verið auglýst laus til um- sóknar og rennur umsóknar- frestur út þann 28. þessa mánaðar. Núverandi Hofshreppur varð til fyrir fimm árum með sameiningu Hofshrepps og Fellshrepps. íbúar hreppsins eru um 400 talsins og býr góð- ur hluti þeirra á Hofsósi. Jón Guðmundsson hefur verið sveitarstjóri í Hofshreppi und- anfarin ár en lætur nú af störf- um af heilsufarsástæðum. HA VEÐRIÐ I dag verður áfram norð- austan stinningskaldi. Á Norðurlandi verður skýjað og hitinn á bilinu 3-9 stig en hjá íbúum norðan heiða ætti þó að verða þurrt. Framtíð- arspáin er ekkert til að hrópa húrra fyrir, áfram norðlægar áttir og kalt. Á sunnudag er þó spáð sunn- an- og suðaustanátt en aft- ur norðanátt á mánudaginn. Oljós framtíð Hvamms- hlíðarskóla á Akureyri Ekki hefúr verið tekin ákvörðun um framtíð Hvammshlíðarskóla þegar grunnskólar flytjast frá ríki til sveitarfélaga haustið 1996. Skól- inn, sem í eru mikið fatlaðir nemendur, er sérskóli ríkisins og tilheyrir því ekki grunnskólun- um á Akureyri. Nemendur koma frá mörgum sveitarfélög- um bæði á Norðurlandi og ein- hverjir eru einnig frá Austur- landi. Halldóra Haraldsdóttir, skóla- stjóri Hvammshlíðarskóla, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hún taka við skólastjórastöðu við Giljaskóla í haust. Ekki þótti æskilegt að ráða nýjan skólastjóra fyrir einungis eitt skólaár sökum fárra nemenda og því hefur verið ákveðið að á næsta ári yrði skól- inn rekinn sem sérdeild ríkis og að skólastjóra Giljaskóla verði falin stjórnun hans þann tíma. Ásta Sigurðardóttir, formaður skólanefndar Akureyrar, segir að skólanefnd hafi ekki gert athuga- semdir við þær áætlanir að skólinn verði rekinn sem sérdeild ríkis næsta skólaár. Hinsvegar sé nefndin ekki tilbúin að taka efnis- lega afstöðu til framtíðarlausna vegna skólans á þessu stigi. „Sveitarfélögin, sem koma til með að taka við Hvammshlíðarskóla, þurfa að ákveða hvort þau samein- ist um þennan skóla eða hvort hvert og eitt sveitarfélag taki þessa nemendur inn á sig en þau hafa ekki tekið afstöðu ennþá.“ segir Ásta. AI Allt fyrir garðinn í Perlunni við □ KAUPLAND Kaupangi y/Mýrarveg, simi 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.