Dagur


Dagur - 03.08.1995, Qupperneq 2

Dagur - 03.08.1995, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 3. ágúst 1995 FRETTIR SvefnpoUar frá kl*. 1.596,- GrillUol 4,5 Ug kr. 235,- DisUar 50 stU. kf. 238,- Glös 25 stU. kr. 142,- Einnota grill ltr.198,- Eldhúsrúllur 4 stU. kr. 158,- Nemli uppþvottalögur ultra 500 ml. kr. 94,- PH sjampó+tannbursti kr. 298,- Ajax ultra shine 250 ml. kr. 158,- Saxbauti 1/1 dós kr. 585,- LambaUótilettur Uryddaðar kr. 599,- k$ NautagrillsteiU kr. 998,- k9 Hversdags ís 1 L. kr. 148,- Ananas sneiðar 850 gr. kr. 98,- Aspargus hv. bitar 425 gr. Itr. 62,- Bláber 425 gr. kr. 98,- Mc'Vities súUUulaðiUex 200 gr. kr. 76,- Libby's tómatsósa 567 gr. kr. 88,- Fanta 2 L. kr. 119,- Lindu súUUulaðibitar 250 gr. kr. 89,- Nói Súper Pipp 120 gr. kr. 119,- Chili hnetur 200 gr. kr. 198,- SUugga LaUUrísborðar/reimar 400 gr. kr. 189,- Risa Ópal 3 pU. kr. 129,- -JN" ; ;M3SÍÍtSÍ5 IIÉÉothS 'ftSISS Útsala - - Utsala Allt að 69% ahláttur við kassa. Þú sparar 15-25% í ailQDEi Þegar þú verslar ódyrt! . Áætlun um löndun Rússafisks á Dalvík gekk ekki eftir: Frystihúsi KEA lokað kringum versiunar- Frystihus KEA á Dalvík átti von á frosnum físki til vinnslu í þess- ari viku af rússnesku skipi sem fleiri norðlensk frystihús áttu einnig að njóta góðs af. Frysti- hús KEA á Dalvík hefur að und- anförnu í þrígang fengið Rússa- físk með milligöngu Fiskafurða hf. í Reykjavík, en farmurinn hefur m.a. farið til Húsavíkur og Þórshafnar auk Dalvíkur. Farmurinn sem von var á í þessari viku var þó fenginn með milligöngu annars aðila en skipið átti upphafiega að koma í byrjun júlímánaðar. Skipið landar aflan- um líklega í Danmörku og er ástæða þess talin vera sú að skipið þarf að vera í Eistlandi innan fimm daga, væntanlega til endur- nýjunar á haffærisskírteini. Kann- að hefur verið hvort mögulegt væri að kaupa Rússaþorsk sem landað væri í Færeyjum en flutn- ingskostnaður reyndist of mikill. Síðasti vinnudagur hjá Frysti- húsi KEA fyrir verslunarmanna- helgi var í gær og vinna hefst ekki aftur fyrr en fimmtudaginn 10. ágúst. Þessi háttur hefur verið hafður á undanfarin ár og öllum starfsmönnum Iíkað vel að fá verslunarmannahelgina lengda í báða enda. Gunnar Aðabjörnsson frysti- hússtjóri segir að kannski væri best að stöðva vinnsluna alveg um tíma því botnfiskvinnslan í landi sé rekin í dag með um 10% tapi. í öllu falli sé rétt að bíða ákvörðun- ar stjórnvalda. Gunnar segir rækjuvinnsluna vera rekna á núll- inu og sama sé með togaraútgerð- ina en í heildina skili sjávarútveg- urinn hvorki hagnaði né tapi að meðtöldum loðnubræðslum. GG mannahelgina Vestur-Húnavatnssýsla: Ástand túna slæmt Ástand túna víðast hvar í austur- Húnavatnsýslu er mjög slæmt en mikið er um kal og spretta lítil. Að sögn Gunnars Þórarinsson- ar, ráðunauts hjá Búnaðarsambandi V-Húnvetninga, er ástandið mjög svipað víðast hvar um sýsluna en þó er ástandið skást í Víðidal. „Ég held að það séu fyrst og fremst tvær ástæður fyrir þessu. Annarsvegar að það hafi verið komin sveli fyrir áramót áður en snjórinn kom og hafi legið undir snjónum allan tímann. Hinsvegar hafí kuldar og næturfrost í vor þeg- ar snjó fór að taka veitt náðarhögg- ið víða. Þetta er víða svona grisjun en ekki stórir kalblettir sem gerir það að verkum að í slætti verður uppskeran mun rýrari,“ sagði Gunnar, aðspurður um ástæður þessa mikla kals. Hann sagði enn- fremur að sprettan hefði verið nær engin á tímabili í júlí en síðustu daga hafi komið mikill kippur. Þrátt fyrir þennan kipp væri útséð með það að heyfengur yrði mun minni í ár en undanfarin ár. Aðspurður um hvort útlit væri fyrir að menn yrðu uppiskroppa með hey í vetur sagði Gunnar: „Staðan verður náttúrulega ekki góð í haust en almennt séð held ég að það verði nú engin veruleg vandræði. Hinsvegar ræðst það líka af vetrinum og hvað hrossin, sérstaklega, þurfa að taka til sín í vetur. Það verða allir blettir sem hér er hægt að slá nýttir en menn eru ekki ennþá famir að fara út fyr- ir héraðið." GH Varðskip verði sent i Smuguna Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, hyggst leggja til á fundi ríkisstjórnarinnar á föstu- dag, að varðskip verði sent í Smuguna í Barentshafí. Verði tillagan samþykkt, verður varð- skipið Óðinn væntanlega sent af stað fyrr en seinna. Fjölmörg íslensk skip eru við veiðar í Smugunni um þessar mundir og er talið að þar séu í kringum 600 íslenskir sjómenn við störf. Varðskipið Óðinn var nokkrar vikur í Smugunni í fyrra- sumar og var læknir um borð. Hann hafði í nógu að snúast allan þann tíma sem skipið var á svæð- inu, enda gekk oft mikið á um borð í íslensku togurunum. KK Siglufjörður: Hagtak hf. með lægsta tilboðið I gær voru opnuð tilboð í rekstur stálþils vegna nýrrar löndunar- hafnar á Siglufírði. Eftirfarandi tilboð bárust: Byggingarfélagið Stapar 16.815.393 kr., Sigur- björn Pálsson 16.989.145 kr., Einar Kristbjörnsson 17.962.196 kr., Hagtak hf. 12.760.979 kr. og Völur hf. 15.555.503 kr. Kostnaðaráætlun Hafnarstjórn- ar Siglufjarðarbæjar hljóðaði uppá 18.998.196 kr. og það er Hagtak hf. sem á lægsta tilboðið 12.760.979 kr. sem er um 67.2% af kostnaðaráætlun. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið. GH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.