Dagur


Dagur - 03.08.1995, Qupperneq 4

Dagur - 03.08.1995, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 3. ágúst 1995 LEIÐARI---------------------- Falinn fjársjóður ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 íslendingar vísa gjarnan til þess á hátíðar- og tyllidögum hversu mikinn auð þjóðin á þar sem eru sögurnar og menning fyrri alda. Ör og góð uppbygging safna hér á landi ber vott um þær taugar sem fólk ber til verðmæta sem varðveist hafa frá fyrri öldum og skemmst er að minnast viðbragðanna í þjóðfélaginu við umræðunni um Miðhúsasilfrið svokallaða. Allt það mál sýndi skýrt og greinilega að íslendingum eru forn- minjar ofarlega í huga. Þó verður að viðurkennast að í þjóðfólags- breytingum á undangengnum áratugum hafa minjar frá fyrri öldum orðið fyrir barðinu á fram- kvæmdagleðinni, minjar sem gætu verið þakk- lát búbót í ferðaþjónustuuppbyggingunni í dag. í fyrri viku var í Degi rætt við fornleifafræöinga sem vinna nú að viðamikilli fornleifaskráningu á Eyjafjarðarsvæðinu. í viðtalinu bentu þeir á að íslendingar eiga langt í land að halda utan um upplýsingar um fornleifar. „Fornleifavarsla og umhverfisvernd eru mjög skyld hugtök og við finnum fyrir viðhorfsbreytingu hjá fólki hór á landi gagnvart fornleifum. Það er mjög aðkall- andi að kortleggja minjar hér á landi því í þess- um efnum erum við mjög aftarlega miðað við önnur lönd. í nágrannalöndum okkar eru menn búnir að þessu fyrir löngu á meðan við erum komin í þá stöðu að stjórnvöld og framkvæmda- aðilar kalla á upplýsingar en við höfum ekki undan að útbúa þær fyrir þessa aðila. “ Það veit á gott að menn eru að vakna til vit- undar um að rústir og sýnilegar fornminjar þarf að skrá og varðveita þannig upplýsingar um byggðina á fyrri öldum. Til þess þarf vilja og fjármagn en ávöxtun þess fjár getur orðið góð og skilað sér fyrr en menn grunar. „Þegar einu sinni er búið að moka yfir fornleifar," sögðu fornleifafræðingarnir í viðtalinu við Dag, „þá verður þeim ekki bjargað en margir slíkir staðir geta einmitt hentað sem ferðamannastaðir og þar með skapað tekjumöguleika. Þá er ónefnt sögu- og menningarlegt gildi fornleifanna. “ Til mikils getur því verið að vinna að leggja fé í þetta starf. Kjarnaskógur: I'jöLskylJu' tjaldstæði um helgina Um verslunannannahelgina mun Skógræktarfélag Eyfirð- inga reka fjölskyldutjaldstæði í Kjamaskógi í samvinnu við skátafélagið Klakk og tjald- svæði Akureyrarbæjar. Tjaldstæðin verða opnuð í dag og verða opin til þriðju- dagsins 8. ágúst. Af þessu tilefni verða bíla- stæði við Kjamakot lokuð allri umferð. Einnig verður aksturs- leið að vestasta bílastæði lokuð öðrum en gestum tjaldsvæðis- ins. Útivistarfólki er bent á að bílastæði við aðalveg verða op- in. Strætisvagnar Akureyrar verða með fastar ferðir til og ffá Kjamaskógi föstudag til mánudags á klukkutímafresti. Föstudag frá kl. 21.00- 04.30, laugardag frá kl. 13.30- 04.30, sunnudag frá kl. 13.30- 04.30 og mánudag frá kl. 10.30-15.30. (Fréttatilkynning). Minjasafnskirkjan á Akureyri: Söngvökur Þórarins og Rósu á snældu - síðustu vökurnar í næstu viku Út er komin snælda með lög- um sem flutt eru á söngvöku f Minjasafnskirkjunni. Flytjend- ur eru þau Rósa Kristín Bald- ursdóttir og Þórarinn Hjartar- son en á snældunni flytja þau úrval laga af söngvökunni. Snældan er seld í Minjasafninu og kostar kr. 1000 Söngvökur eru haldnar á þriðjudags- og fimmtutíags- kvöldum í Minjasafnskirkj- unni. Vökunum fer þó fækk- andi og síðasta kvöldvakan verður á fimmtudag í næstu viku. Því em að verða síðustu forvöð að heyra í þeim Rósu Kristínu og Þórarni í sumar en Rósa Kristín er á förum til Finnlands með Tjarnarkvartett- inum, þar sem þau koma fram á leiklistarhátíð í Tampere. j Erlendir ferðamenn: Á fjórtánda hundrað á hverjum degi júlímánaðar - gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar gætu verið fjórir milljarðar í júlímánuði einum Þjóðverjar eru fjölmennastir erlendra gesta á þessu ári. lands, flestir Þjóðverjar. I júlímánuði komu 41.600 er- lendir ferðamenn til landsins, sem er um 3,5% fleiri en í sama mán- uði í fyrra. Flestir komu frá Þýskalandi eða tæplega 11 þúsund en frá Frakklandi, Bandaríkjunum, Danmörku og Bretlandi komu á bilinu 2900 til 4700 gestir. Miðað við tölurnar fyrir júlí- mánuð hafa komið að meðaltali 1340 erlendir ferðamenn á degi hverjum en þá eru ótaldir þeir fjölmörgu sem koma með skemmtiferðaskipum og hafa hér viðdvöl. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði liggur ekki fyrir hve lengi fólk dvelur að meðaltali á íslandi né um gjaldeyristekjur. Sé á hinn bóginn reiknað út frá meðaltekjum af hverjum ferða- manni á síðasta ári lætur nærri að gjaldeyristekjurnar af ferðamönn- um í júlímánuði einum saman nemi um 4 milliörðum króna. JÓH Um 4% fleiri erlendir ferðamenn lögðu leið sína hingað til lands á fyrstu sjö mánuðum ársins, sam- anborið við sömu mánuði í fyrra. Alls komu á þessu tímabili tæp- lega 118 þúsund ferðamenn til Is- Fimmtudaginn 27. júlí var efnt til djasskvölds í Deiglunni í Grófar- gili á vegum Klúbbs Kaffihússins Karólínu og Listasumars ’95. Að þessu sinni mættu fjórir tónlistar- menn. Þeir voru Stefán S. Stefáns- son, saxófónleikari, Hilmar Jens- son, gítarleikari, Gunnar Hrafns- son, bassaleikari, og Einar Valur Scheving, trommuleikari. Allir hafa þeir verulegan feril að baki í tónlistinni, þó mislangur sé. Þeir skipa kvartett sem ber heitið Kvar- tett Stefáns S. Stefánssonar, en þeir félagar hafa leikið saman um tals- verða hríð og munu gefa út geislaplötu innan tíðar undir heit- inu I þorpi drottningarenglanna. Það var greinilegt á tónleikun- um að fjórmenningamir í Kvartett Stefáns S. Stefánssonar hafa leikið það lengi saman að þeir hafa náð góðu sambandi hver við annan. Frasar, áherslur og túlkunaratriði vom tíðast töm og markviss. Þetta setti þéttan svip á leik þeirra fé- laga, sem iðulega vill skorta í leik djassflokka. Tíminn til þess að menn nái hver til annars er iðulega of knappur. Hljómsveitarmennirnir koma gjaman saman án ýkja mik- ils undirbúnings, æfa kvöldstund eða svo og síðan eru haldnir tón- leikar. Slík vinnubrögð gefa al- mennt ekki fullnægjandi árangur og sjaldan það, sem fæst með nán- um kynnum af þeim, sem leikið er með. Við bætist það í Kvartett Stef- áns S. Stefánssonar, að hann er vel skipaður. Höfuðpaurinn er lipur og skemmtilegur saxófónleikari. Hann hefur öruggan og breiðan tón sem hann hefur lag á að vefja um lag- línu og víkka hana. Þetta átti við til dæmis í lögunum High Walk, sem verður á væntanlegri geislaplötu og er eftir Stefán, Oleo, þar sem Stefán fór á kostum, I Remember April, þar sem sveiflan var í stór- fínu lagi, Round Midnight og víð- ar. Gítarleikarinn, Hilmar Jensson, hefur bjartan tón, sem hann á ugg- laust eftir að móta enn frekar, en hann er enn ungur að ámm. Fæmi hans í ýmsum tæknilegum atriðum er mjög mikil og hugmyndaaugði hans þegar verulega þroskuð og eftirtektarverð. Hann hefur gott lag TONLIST HAUKUR ÁCÚSTSSON SKRIFAR á því að leika sér með litlar strófur í gítarsólóum sínum og vinna þær lipurlega hverja af annarri. Hilmar fór víða á kostum í leik sínum svo sem í lögunum Hymn for her, þar sem hann beitti fallegum brigðum í Iokin, Round Midnight, þar sem Hilmar brá skemmtilega á leik í sólói sínu, og Lífdagatali, sem verður á geislaplötunni, þar sem Ililmar sýndi getu sína til melód- ískra tilþrifa í sólóleik. Gunnar Hrafnsson lagði al- mennt góða bassalínu og hana iðu- lega talsvert fjölbreytta. Nokkuð skortir þó á það á stundum, að bassinn sveiflist í undirleik, en í sólóum gerði Gunnar verulega vel í nokkur skipti. Svo var í samleik með gítamum í lögunum Nostalgia in Times Square, þar sem hann fór á kostum í sólói og kímilegum til- þrifum, og Loðmundarfirði, þar sem hann átti drjúgan hlut í seið lagsins. Einnig má nefna lagið Round Midnight, þar sem Gunnar spann fallega í laglínubundnu sólói. Trommuleikarinn Einar Valur Scheving stóð sig með prýði. Leik- ur hans á slagverkið var langtíðast innlifaður og mjög í samræmi við ferð annarra hljóðfæra. Nær aldrei var Einar Valur yfirþyrmandi há- vær í leik sínum, heldur studdi jafnan við af natni og mikilli fjöl- breytni. Einar Valur tók nokkur stutt sóló og sýndi í þeim að hann hefur verulega getu á því sviði. Tónlistarmennirnir fjórir gáfu áheyrendum, sem fyiltu Deigluna, margt eyrnakonfektið að taka með sér út í nóttina í tónleikalok. Þeir hafa sveifluna á valdi sínu og verða kærkomnir gestir þá þeir koma aftur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.