Dagur - 03.08.1995, Síða 12
Akureyri, fímmtudagur 3. ágúst 1995
aca
Fjölskyldttvernd er ný þjónusta Tryggingar hf.
Hún feíur í sér miklnn svefgjanleíka fVrir hvem og einn tíl
að sníða tryggingarpakkann að sínum þörfum.
...eíns og þú
vílt hafa hana
TRYGGING HF
Hofsbót 4 • Símí 462 1844
15% spenna
ekki bílbeltin
- eru í margfalt meiri hættu en aörir
í umferðinni
Jón Arnar Magnússon og þjálfari hans, Gísli Sigurðsson, cru hcr frcmstir á myndinni cn að baki þcim standa full-
trúar styrktaraðila hans. Frá vinstri: Júlíus Hafstein, formaður Ólympíunefndar íslands, Snorri Björn Sigurðsson,
bæjarstjóri Sauðárkróks, Knútur Óskarsson, framkvæmdastjóri FRI, Einar Einarsson, forstjóri Steinullarverk-
smiðjunnar hf, hórólfur Gíslason, Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Gcstur Þorsteinsson, bankastjóri Bún-
aðarbanka íslands á Sauðárkróki, Einar Svansson, forstjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Stcinunn Hjartardótt-
ir, forseti bæjarstjórnar.
Mynd: sh
Jón Arnar styrktur
til Ólympíufarar
- fær 6,7 milljónir til undirbúnings næsta árið
Igær var undirritað á Sauðár-
króki samkomulag nokkurra
aðila um að styrkja frjálsíþrótta-
manninn Jón Arnar Magnússon,
í Ungmennafélaginu Tindastóli
á Sauðárkróki, til undirbúnings
fyrir Ólympíuleikana í Atlanta í
Bandaríkjunum næsta sumar.
Jón Arnar fær samtals um 6,7
milljónir króna og veitti hann
fyrstu greiðslu viðtöku í gær.
Það eru Ólympíunefnd Islands,
Frjálsíþróttasamband Islands,
Sauðárkróksbær, Búnaðarbanki
Islands Sauðárkróki, Fiskiðjan
Skafgfirðingur hf., Steinullarverk-
smiðjan hf. og Kaupfélag Skag-
firðinga sem munu styrkja Jón
Amar og má segja að þetta sé
tímamótasamningur í íþróttasögu
íslands.
„Þctta ætti að gera honum
kleift að stunda sína íþrótt og ná
sem bestum árangri með það fyrir
augum að hann verði í toppformi í
Atlanta á næsta ári. Ég man ekki
til þess að áður hafi verið staðið
að svona verkefni sem hér er gert.
Allir leggja eitthvað til þannig að
Jón Amar og hans þjálfari geti
stundað íþróttina á þeim stað sem
heppilegust er á hverjum tíma,“
sagði Júlíus Hafstcin, formaður
Ólympíunefndar Islands, vió þetta
tækifæri.
„Nú get ég einbeitt mér að æf-
ingunum. Þetta verður mín vinna
og má segja að ég sé orðinn at-
vinnumaður,“ sagði Jón Arnar eft-
ir að hafa veitt fyrstu krónunum
viðtöku. Jón Arnar hefur skipað
sér á pall með fremstu tugþrautar-
mönnum heims og miklar vonir
eru bundnar við hann á Heims-
mcistaramótinu sem hefst í Gauta-
borg í Svíþjóð um helgina. Þar
mun Jón Amar spreyta sig gegn
sterkustu tugþrautarmönnum
heims en þessi samningur gcrir
honum kleift aö æfa og keppa á
sama grundvelli og aðrir bestu
tugþrautarmenn veraldar. „Ég veit
ckki til þess að neinn af þessum
sem ég er að berjast við hafi þurft
að vinna með sínum æfingum.
Með þessum styrk tel ég mig geta
gert svipaða hluti og þeir eru að
gera. Það kemur síðan í Ijós
hvemig ég stend mig,“ sagði Jón
Arnar.
Ólympíuleikamir í Atlanta fara
fram frá 19. júlí til 4. ágúst á næsta
ári og gildir samningurinn viö Jón
Amar til loka ágúst 1996. SH
Aundanförnum mánuðum
hafa orðið allmörg alvarleg
slys í umferðinni þar sem fólk
hefur kastast út úr bílum með
alvarlegum afleiðingum. í þeim
tilvikum hefði notkun bflbelta
getað breytt miklu. Umferðaráð
hvetur ökumenn og farþega í
bílum til að nýta sér þennan ein-
falda og áhrifaríka öryggisbún-
að sem bflbeltin eru.
I fréttatilkynningu frá Um-
ferðaráði kernur fram að tæplega
15% ökumanna voru ekki meö
bílbelti í umferðarkönnun sem
lögregla geröi fyrir skömmu um
allt land. Líkurnar á að þeir sem
ekki spenna beltin slasist í um-
ferðarslysum eru mjög miklar en
um 38% þeirra sem slasast í slys-
um nota ekki bílbelti. Einnig er
mælanlegt að þeir sem ekki nota
bílbelti hættir miklu meira til aö
lenda í slysum og óhöppum og
helmingur ökumanna sem lenda í
óhöppum eru ekki með belti þó
svo að yfir heildina séu beltislaus-
ir ökumenn mun minna hlutfall,
eða 15% eins og fyrr segir.
Sé hugað að bílbeltanotkun far-
þega í framsæti kemur í ljós að
hún er rúmlega 88%. Tæp 70%
fullorðinna farþcga í aftursæti
hafa beltin spennt sem er hærra
hlutfall en áður hefur mælst. 90%
barna sem sátu í aftursæti voru í
belti, í bílstól eða á bílpúða og af
þeim 80 bömum sem sátu í fram-
sæti bíla þegar könnunin var gerð
reyndust 7 vera laus eða 8,75%.
Aberandi er að bílbeltanotkun
er mun minni í þéttbýli utan höf-
uðborgarsvæðisins en á höfuð-
borgarsvæðinu og í dreifbýli. Þétt-
býlisstaðir á Norðurlandi komu þó
nokkuð vel út í könnuninni miðað
við meðaltal. A Blönduósi voru
96.7% ökumanna og 76.7% far-
Heimsmeistaramót íslenskra hesta í Sviss:
Baldvin Ari langefstur
í flokki sjö vetra og eldri
K
VEÐRIÐ
Norðlendingar þurfa ekki að
kvarta yfir kulda í dag. Á
Noróurlandi vestra er spáð
suðvestan golu eða kalda,
smá skúrum og 12-15 stiga
hita. Á Norðurlandi eystra
verður nokkru hlýrra, eóa
15-22 stig og skýjað með
köflum en helst sennilega
þurrt. Það er því vissara að
hafa stuttbuxurnar hand-
hægar.
eppni á heimsmeistaramóti
.íslenskra kynbótahrossa
hófst í Winterthur í Sviss sl.
þriðjudag.
Islensku keppendunum gckk
vcl þennan fyrsta dag mótsins og
unnu til tveggja gullverðlauna.
Baldvin Ari Guðlaugsson á Prúði
sigraði í flokki eldri kynbóta-
hrossa og Skafti Steinbjömsson í
flokki yngri kynbótahrossa á Fána
frá Hafsteinsstöðum.
„Ég sýndi Prúð í eldri flokki
stóðhesta og vann hann með mikl-
um yfírburðum. Það var meirihátt-
ar að fá fvrsta gullið hjá okkur Is-
lendinguuum. Prúður fékk lang-
hæstu hæfileikaeinkunn kynbóta-
hrossa í flokknum, 8,60 fyrir hæfi-
leika og 8,33 í aðaleinkunn en sá
sem næstur kom var graðhestur
frá þýskalandi með 7,80 í aðalein-
kunn,“ sagði Baldvin Ari í samtali
við blaðamann Dags.
Aðspurður hvort hann væri
ekki ánægður meó árangurinn
sagði Baldvin: „Jú, maður cr al-
veg í skýjunum, orðinn Akureyr-
Baldvin Ari Guðlaugsson.
armeistari, íslandsmeistari og
heimsmeistari þannig að maður
getur ekki kvartað yfir því.“
Baldvin sagði ennfremur að
Prúður, sem er frá Neðra Ási, hafi
vakið óskipta athygli, bæði meðal
keppenda og áhorfenda á staðn-
um.
Öll aðstaða er til fyrirmyndar á
mótsstað og veðrið leikur við
mótsgesti. „Aðstæður eru alveg
frábærar héma, það er búið að
vera ofboðslega heitt að vísu, um
og yfir 30 stiga hiti og sól en mót-
svæóið er mjög flott og vellir góó-
ir. Það er búist við 10.000 manns
þannig að það er alveg troðið af
áhorfendum.“
En hvaða áhrif skyldi þessi
mikli hiti hafa á hrossin?
„Við höfum þurft að passa þau
alveg ofsalega vel, bæói með fóð-
ur og eins að kæla þau reglulega
með köldu vatni en ef maður er
með öfluga og viljuga hesta eins
og ég er meó þá er það auðveldara
en ella. Það er töluverð vinna við
að passa uppá hrossin, t.d. við að
úóa þau og þvo með flugnavökva,
hlutir sem maður þarf nú ekkert
að vcra að bardúsa við heima.“
Á morgun tekur Baldvin svo
þátt í opnum dómi og um helgina
verður kynning á graðhestum og
verðlaunaafhending. GH
þega í framsæti í belti, á Akureyri
voru 90.9% ökumanna spenntir og
92% farþega í framsæti og sam-
svarandi tölur á Húsavík eru
94.9% og 95.8%. Fulltrúi Um-
feróaráðs segir þó ástæðu til að
hafa áhyggjur af minni þéttbýlis-
stöðum á landinu en hér eru
nefndir og nefnir sem dæmi að á
Neskaupstaó hafi einungis 65%
ökumanna verið með bílbeltin
spennt. AI
Beint flug
frá Akureyri
í haust
Síðustu ár hafa Norðlendingar
átt kost á að fara á haustin
með beinu flugi frá Akureyri til
borga í Evrópu og sama verður
upp á teningnum í haust. Ferða-
skrifstofan Úrval-Útsýn hefur
þegar ákveðið að bjóða upp á
beint flug til Glasgow/Edinborg-
ar í Skotlandi og Ferðaskrifstof-
an Samvinnuferðir-Landsýn
verður með ferðir til Dublin á Ir-
landi eins og í fyrra.
Rannveig Ármannsdóttir hjá
Úrval-Útsýn segir að farnar verði
tvær ferðir til Edinborgar, 12.-15.
október og 19.-22.október. Flogió
verður til Glasgow á fimmtudegi
og þaðan keyrt til Edinborgar þar
sem hægt er að velja um gistingu
á þremur hótelum. Verð er á bil-
inu 26.140-28.140 krónur eftir því
hvaða hótel er valió og er innifalið
flug til Glasgow, akstur milli
hótels og flugvallar, gisting í þrjár
nætur með morgunverðarhlað-
borði, íslensk fararstjóm og flug-
vallaskattur. Ef greitt er með
Visakorti er hægt að fá afslátt,
mismikinn eftir því um hvers kon-
ar kort er aó ræða. „I fyrra vorum
við líka með ferð til Ámsterdam
en ég veit ekki hvort við verðum
með ferö þangað í haust, þetta er
svona allt að skýrast þessa dag-
ana.“
Samvinnuferðir-Landsýn áætl-
ar ferðir frá Akureyri til Dublin.
Fyrsta ferðin verður í fimm daga
og verður flogið frá Akureyri 5.
október en nánari upplýsingar um
þær ferðir munu liggja fyrir fljót-
lega. AI
Allt fyrir garðinn
í Perlunni við
0KAUPLAND
Kaupangi v/Myrarveg, simi 23565