Dagur - 04.08.1995, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 4. ágúst 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SlMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285),
SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir).
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
LE5ENDAHORNIÐ
- LEIÐARI------------------------
Baríst fyrír bifreiðaeigendur
Félag íslenskra bifeiðaeigenda kynnti í vik-
unni samanburð á iðgjöldum bifreiðaeig-
enda á íslandi og í nágrannalöndunum þar
sem kemur fram hrópandi mismunur, ís-
lenskum bifreiðaeigendum í óhag. Skýrsla
FÍB birti sannarlega ekki ný tíðindi því fyrir
nokkrum árum höfðu svipaðar tölur komið
fram og samanburðurinn nú staðfestir að-
eins fyrri tölur en segir um leið að engin
breyting hefur orðið á þessum tíma. Spurn-
ingin sem stendur upp á íslensk trygginga-
félög nú er sú hvort verið geti að samkeppni
milli þeirra sé ekki næg og sé svo mun það
fyrr en síðar verða til þess að hörð sam-
keppni við þau kemur erlendis frá. Sagan
sem er að gerast á sviði olíufélaganna þar
sem sterkt erlent fyrirtæki er að hasla sér
völl á íslenskum markaði getur hæglega átt
eftir að bírtast á tryggingasviöinu.
Vandi íslenskra bifreiðaeigenda í gengum
árin hefur kannski heíst verið sá að fyrir þá
hefur ekki verið sterkur málsvari. í ljósi þess
að hér er um að ræða þann útgjaldalið fjöl-
skyldna og einstaklinga sem er stærstur í
daglegum rekstri, þá er mikið hagsmunamál
að spyrnt sé fast við fótum, bæði hvað varð-
ar skattlagningu á bíla, bensínsverð og
tryggingaverð. Þó íslendingar hafi tilhneíg-
ingu til að líta á bíla sem stöðutákn og
margir fjárfesti í bílum samkvæmt því þá er
engu að síður stór hópur þjóðarinnar bund-
inn mikilli notkun á fjölskyldubílnum og
kostnaður við þann lið skiptir mjög miklu.
Þetta á t.d. við um barnafjölskyldurnar og
þykir kannski mörgum sem stakkur þeirra
sé nógu þröngur fyrir.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda ýtti með
skýrslu sinni af stað þarfri umræðu en
tryggingarnar eru aðeins einn af mörgum
liðum sem þarf að fara aö skoða í útgjalda-
reikningum bifreiðaeigenda. Þar er af nógu
að taka.
Ein með öllu gefiur u.þ.b.
800 þúsund í aðra hönd
„Ein með öllu“ skrifar.
1 síðustu viku fengu allir lands-
menn eldri en 16 ára álagningar-
seðilinn sinn.
A vinnustað mínum sem er rík-
isstofnun með starfsmenn á öllum
aldri ríkti mikil eftirvænting eftir
þessum seðlum. Flestir bjuggust
við glaðningi frekar en hinu. Þar
sem laun hjá ríkinu eru ekkert til
að hrópa húrra yfir áttu því flestir
von á barnabótaauka og/eða
vaxtabótum.
A föstudaginn var svo aðal um-
ræðuefnið í vinnunni, innihald
seðlanna hjá hinum ýmsu starfs-
mönnum.
Og þá kom hið furðulega í ljós.
Ég sem er einstæð móðir með tvö
börn kom verr út úr viðskiptavin-
um mínum við ríkið en hann Jón
sem vinnur með mér, en hann er
giftur ágætis konu og eiga þau tvö
böm. Hvernig stóð á þessu? Alltaf
er talað um að við þessar einstæöu
mæóur komum manna best út úr
vióskiptum okkar vió ríkið.
Við Jón erum samkvæmt jafn-
réttislögum á sömu launum. Ars-
laun okkar fyrir síóasta ár voru
1.105.290 kr„ af þeirri upphæð
borgaði ég 178.726 kr. í skatta.
Jón borgaði ekki neina skatta þar
sem konan hans er heimavinnandi
og hann nýtir persónuafslátt henn-
ar ekki að fullu. Um 50.000 kr.
var ónýttur á síóasta ári.
Aætla mætti að þetta jafnaði
sig út með hinum „gífurlegu"
bamabótum sem einstæðir foreldr-
ar fá. Jú, samanlagt fékk ég
178.824 kr. í barnabætur en Jón
og frú 98.392 kr. Þama hafði ég
75.432 kr. betur en þau. Það vegur
þó engan veginn upp á móti þeim
178.726 kr. sem ég greiði ríkinu í
skatta.
Og þá er komið að barnabóta-
aukanum. Þar fæ ég samkvæmt
álagningarseðli 132.461 kr. í
bamabótaauka með mínum tveim
bömum en Jón og frú 186.328
með sínum tveim.
Samtals fékk ég því 127.461
kr. í plús út úr viðskiptum mínum
við ríkið en Jón og frú 284.720 kr.
Það skal þó tekið fram að í þessari
tölu minni er ekki meö talið um
35.000 í mæðralaun sem ég fékk á
síöasta ári aö frádregnum skatti.
Ennfremur hefur vaxtabótum
og mismuni þeirra hjá mér og
þeim hjónum ekki verið bætt inn í
dæmið. Ég get fengið aö hámarki
181.212 kr. í vaxtabætur en Jón
og frú 233.015 kr., munurinn er
um 28,5%.
Ég hef nú hugsað málið vel. Ég
hef komist aó því að ég er hinn
besti kvenkostur. Auk þess að mér
fylgi tvö yndisleg böm, húsgögn,
heimilistæki, íbúð, bíll, vídeó og
ýmsir góðir eiginleikar, mun ég
einnig sem heimavinnandi hús-
móðir koma meó um 800 þúsund
krónur á ári í hcimilisbókhaldið í
formi bamabóta, barnabótaauka;
persónuafsláttar og meðlaga. I
þessari upphæð eru þó ekki vaxta-
bætur sem mér fylgja.
Ég hef ákveðió aó kynna þetta
fyrir honum Sigga héma. Hann er
glöggur á peninga, hann gæti
meira að segja örugglega reiknað
út hvaða áhrif ég gæti haft á
vaxtabætumar hans.
Óþægindatrjágreimr
Akureyringur hringdi.
„í grónum hvcrfum í bænum
háttar víða svo til að stór tré eru
alveg út við gangstéttir og það
hefur í för meó sér að trjágrein-
amar skaga langt út á gangstétt-
ina, þannig að oft á tiðum er crf-
iðleikum bundið að komast leið-
ar sinnar.
Ég hef nú ekki látið þetta fara
í taugamar á mér en hins vegar
veit ég til þess að flestum líkar
þetta ekki og á það hefur verið
bcnt aó húseigcndum beri að
klippa greinar trjáa sem skaga út
fyrir garða. Ég aflaði mér upp-
lýsingar um þetta atriði og í ljös
kom að í lóðarskilmálum Akur-
eyrarbæjar er skýrt kveðið á um
þetta. Þar segir: „Sú kvöð hvílir
á lóðinni, að ekki má gróðursetja
tré eða runna það nálægt lóðar-
mörkum, að það geti valdið tjóni
eða óþægindum á nágrannalóð-
um eða vegfarendum, þar sem
lóð veit að götu.“
Einstæðu móðurinni þótti litið koma út úr samskiptum sínum við ríkið.
Eílífa lífíð
Einar Ingvi Magnússon skrifar.
Þegar ég var á ferð í strætisvagni
fyrir skömmu, sem átti leið fram
hjá sjúkrahúsi í höfuðborginni,
vatt sér að mér ung kona, sem
sýnilega leið mikla sálarangist, og
spurði mig að því hvort ég kviði
fyrir að deyja. Þessi ókunnuga
kona sagði fátt annað, en ég fékk
samt ekki tækifæri til að segja við
hana allt sem ég vildi, því hún var
farin burt nánast á sama auga-
bragði eitthvert út í mannþröng
strætanna.
Þó þessi unga kona eigi aldrei
eftir aó lesa þessa grein mína, sem
inniheldur að meginefni þau orð,
sem ég vildi hafa sagt henni, veit
ég að margir ala með sér kvíða í
brjósti fyrir dauðanum, svo til
þeirra beini ég þessum orðum
mínum í þessu bréfi.
Þegar ég heyri þennan kvíða
hjá fólki, koma mér ætíð í hug orð
Jesú Krists, Guóssonarins og
frelsara mannkynsins, þegar hann
sagði: „Hver sem trúir á mig mun
aldrei að eilífu deyja.“ (Jóh.
11:36)
Ekki treysti ég mér til að skil-
greina furður lífsins, þar sem
kannski stærsta og mesta undrið er
dauðinn sjálfur. En orðum frelsara
míns trúi ég statt og stöðugt í full-
komnu æðruleysi gagnvart dauð-
anum, að sá sem trúir á hann mun
aldrei að eilífu deyja. Ef þú sem
lest þessar línur spyrð sjálfan þig
stundum þessarar spumingar,
hvort þú kvíóir dauðanum,
hugleiddu þá þessi orð frelsarans.
Þá vil ég líka segja þér, að ef þú
trúir á Jesú Krist, þá hefur þú stig-
ið frá dauðanum inn í lífið. Þú
hefur byrjað göngu þína inn í ei-
lífðina og þú munt aldrei deyja.
Kvíðinn gagnvart dauðanum er
kristnum mönnum því óþarfur, og
hverjum þeim sem tekur þá
ákvörðun að trúa á Jesú Krist. Það
er stórkostlegra en orð fá lýst.