Dagur - 04.08.1995, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Föstudagur 4. ágúst 1995
Stígamót:
Veggspjald gegn
nauðgunum
Stfgamót hafa gefiö út og dreift Meðal þess sem Stígamót
veggspjaldi og fræðsluefni um segja um vamir gegn nauðgun-
nauðganir og afleiðingar þeirra. um er að í því tilfelli þar sem um
Samtökin verða að vanda með útihátíðir er að ræða eigi konur
viðbúnað um verslunarmanna- að varast að verða viðskila við
helgina eins og undanfarin ár en vinahópinn. Minni áfengisneysla
þau hafa nokkrum sinnum þurft dragi líka verulega úr hættunni á
að hafa afskipti af slíkum málum nauðgunum.
um þessa mestu ferða- og útihá- Um verslunarmannahelgina
tíðahelgi ársins. verður opið hjá Stígamótum
Veggspjaldið ber sem fyrr milli kl. 9 og 19 og er sími sam-
yfirskriftina „Nei þýðir Nei -
nauðgun er glæpur". Meðal þess
sem bent er á í efni Stígamóta er
að nauðganir hafi í för með sér
alvarlegar tilfinninga- og líkam-
legar afleiðingar fyrir þann sem
nauðgað er. Þolendurnir Iýsi
henni sem því versta og alvar-
legasta sem komið hafi fyrir þá.
„Fyrstu viðbrögð við nauðgun
geta verið breytileg, margar
stúlkur/konur lýsa þeim sem til-
finningalegum dóða, sumar
verða ofsahræddar, aðrar sýnast
afar rólegar og yfirvegaðar á
yfirborðinu og enn aðrar missa
alla stjóm á tilfinningum sínum.
Það eru ekki til nein rétt við-
brögð við nauðgun, þau eru með
ýmsum hætti.“
nUinníngur: er tvöfaldur næst
takanna 562-6868.
—
AKUREYRARBÆR
Grunnskólar Akureyrar
Lausar kennarastöður
Giljaskóli, nýr skóli sem hefur starfsemi í haust.
Staða bekkjarkennara yngstu deilda. Upplýsingar
hjá skólastjóra í síma 462 5469, 462 1761 eða 462
5003.
Barnaskóli Akureyrar. Lausar stöður við byrjenda-
kennslu, almenna bekkjarkennslu, sérkennslu og
heimilisfræði. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma
462 4449 eða 462 4661.
Oddeyrarskóli. Lausar stöður vió almenna bekkjar-
kennslu og sérkennslu (% staða). Upplýsingar í
síma 462 3496 eóa 462 5243.
Glerárskóli. Lausar stöður við almenna bekkjar-
kennslu og tónmennt ('A staða). Upplýsingar hjá
skólastjóra í síma 461 2666 eða 462 1521.
Lundarskóli. Lausar stöður við tónmenntakennslu
('A staða) og heimilisfræði ('A staða). Upplýsingar
hjá skólastjóra í síma 462 4888 eða 462 1749.
Síðuskóli. Laus staða við byrjendakennslu. Upplýs-
ingar hjá skólastjóra í síma 462 2588 eða 461
1699.
Gagnfræðaskóli Akureyrar. Laus staða við heimil-
isfræði (% stöðu). Upplýsingar hjá skólastjóra í síma
462 4241 eða 462 1018.
Skólafulltrúi.
J
Kvöldstund í Davíðshúsi
Miðvikudaga á þessu sumri er
flutt dagskrá í Davíðshúsi á Akur-
eyri. Þetta er í tilefni þess, að í ár
er eitt hundrað ára fæðingaraf-
mæli Davfðs Stefánssonar frá
Fagraskógi og er þetta framtak
einn þátturinn af mörgum á þessu
ári í því að minnast skáldsins.
Hólmfríður Benediktsdóttir, söng-
kona, og Helga Bryndís Magnús-
dóttir, píanóleikari, hafa komið
fram mörg miðvikudagskvöldin
og svo var 26. júlf.
Svo sem vænta má eru öll ljóð
sem flutt eru á dagskrá þeirra
Hólmfríðar og Helgu Bryndísar
eftir Davíð Stefánsson. Þau eru
valin svo, að þau fjalla svo til öll
um konur með einhverjum hætti
en Davíð, sem og flestum öðrum
skáldum, var talsvert tíðort um
þær og með ýmsum hætti. Hólm-
fríður söng flest ljóðin, en nokkur
las hún, eða ljóðin Kvenlýsing, Þú
ert ung og Abba labba lá, en hið
síðast nefnda söng hún einnig.
Hólmfríður las þekkilega. Eitt
ljóð, Konan sem kyndir ofninn
minn, var flutt af hljóðupptöku af
lestri Davíðs Stefánssonar sjálfs
og var það vel til fundið.
Annað lesið efni í dagskrá
Hólmfríðar Benediktsdóttur og
Helgu Bryndísar Magnúsdóttur,
var lestur Helgu Bryndísar á stutt-
um kafla úr ævisögu Páls ísólfs-
sonar tónskálds, en hann og Davíð
Stefánsson voru miklir vinir. í
textanum sem Helga Bryndís las
TONLIST
HAUKUR ÁGÚSTSSON
SKRIFAR
sagði frá ferð þeirra félaga til Eyr-
arbakka og Stokkseyrar. Helga
Bryndís las fallega. Hún hefur
breiða og lipra rödd sem fer vel
við lestur.
Vel til fundið var í dagskrá
Hólmfríðar Benediktsdóttur og
Helgu Bryndísar Magnúsdóttur að
áheyrendur voru látnir taka undir í
söng í nokkur skipti. I laginu við
Góða veislu gera skal, tóku áheyr-
endur undir í viðlagi en í Lapí,
listamannaknæpa í Flórens, sungu
allir í fjöldasöng. Hólmfríður söng
fyrir í bæði skiptin og fórst henni
það vel úr hendi. Undirtektir gesta
á dagskránni voru talsvert góðar
en hefðu þó gjarnan mátt vera
heldur fjörlegri.
AIIs söng Hólmfríður Bene-
diktsdóttir tíu lög við ljóð Davíðs.
Flutningur hennar var víða túlkun-
arríkur og innilegur. Svo var til
dæmis í lögunum Sigling inn
Eyjafjörð eftir Jóhann Ó. Haralds-
son, Mamma ætlar að sofna eftir
Guðrúnu J. Þorsteinsdóttur og
Söngur bláu nunnanna eftir Karl
O. Runólfsson. Einnig tókst
Hólmfríði vel að gæða nokkur
laganna á efnisskránni fjöri og
léttleika, svo sem lögin Góða
veislu gera skal, sem er íslenskt
þjóðlag, í dag skein sól eftir Pál
Isólfsson og Capri Catarina, sem
er eftir Jón Jónsson frá Hvanná.
Hvað best tókst flutningur
Hólmfríðar á lögunum Að skýja-
baki eftir Karl O. Runólfsson og
Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórð-
arson. I þessum lögum virtist rödd
Hólmfríðar liggja hvað lipurlegast
og vald hennar á henni vera í
bestu lagi. í öðrum lögum ýmsum
spillti það nokkuð flutningi hve
harður skjálfti kom í röddina,
einkum á nokkuð háum tónum. Á
lægra sviði gætti þessa ekki eins.
Undirleikur Helgu Bryndísar
Magnúsdóttur var næmur og féll
vel að. Hún átti stóran hlut í því
að ná fram anda þeirra laga sem
flutt voru og víða voru tök hennar
allt að því glæsileg, svo sem í lag-
inu Sjá dagar koma og Söng Bláu
nunnanna.
Það framtak að efna til kvöld-
stunda í Davíðshúsi er lofsvert.
Húsnæðið er reyndar ekki sem
best fallið til tónleikahalds, en sá
andi sem ríkir í stofum þjóð-
skáldsins frá Fagraskógi gerir
meira en að bæta upp óhentugar
kringumstæður og gefur kvöld-
stundinni dýpt sem gerir hana
Ijúfa og eftirminnilega.
Tónlist eftír
Hafliða Hallgrímsson
Hafliði Hallgrímsson sellóleikari
og tónskáld opnaði sýningu á
myndverkum sfnum í Listasafninu
á Akureyri hinn 29. síðasta mán-
aðar. Sýningin mun standa til 27.
ágúst. Kærkomið er að eiga þess
kost að kynnast þessari hlið Haf-
liða, en ekki síður er ánægjulegt
að í tengslum við myndlistarsýn-
inguna hefur Hafliði skipulegt
tvenna tónleika, þar sem einungis
tónlist hans er flutt. Fyrri tónleik-
arnir voru í Listasafninu á Akur-
eyri miðvikudaginn 2. ágúst.
Flytjendur voru úr forystusveit
jreirra sem gefa sig að flutningi
klassískrar tónlistar hér á landi.
Þeir voru félagarnir í Tríói
Reykjavíkur, þau Halldór Har-
aldsson, píanóleikari, Guðný Guð-
mundsdóttir, fiðluleikari, og
Gunnar Kvaran, sellóleikari.
Frammistaða þessara frábæru
listamanna var stórgóð. í öllu var
ljóst hve samæfðir þremenning-
arnir eru og var þar hvergi feyru
að finna. Ekki síður var skemmti-
legt að fylgjast með hæfni hvers
um sig á hljóðfæri sitt. Þar mátti
vart á milli sjá, enda njóta þessir
tónlistarmenn viðurkenningar
jafnt hér á landi sem erlendis, en
þar hafa þeir allir komið fram iðu-
lega og við góðan orðstír.
Flutt voru sex verk eftir Haf-
liða HaPgrímsson. Fyrst voru stór-
skemmtilegar útsetningar hans á
þrem íslenskum þjóðlögum fyrir
píanó og selló. Eins og Gunnar
Kvaran tók fram í aðfararorðum
sínum að verkinu er hér í raun um
meira en útsetningar að ræða, ekki
síst í fyrsta þjéðlaginu Ljósið
kemur langt og mjótt, þar sem
Hafliði spinnur Iaglínu þjóðlags-
ins sérlega lipurlega og skapar
sjálfstætt verk þar sem hann gefur
sköpunargáfu sinni fagurlega laus-
TONLIST
HAUKUR ÁGÚSTSSON
SKRIFAR
an tauminn.
Annað verkið var Fimm svip-
myndir fyrir píanó. Það er tileink-
að Halldóri Haraldssyni, píanó-
leikara. Verkið er tónlistarútfærsla
á ljóðum eftir Hafliða sjálfan.
Kaflar þess bera heitin Forspil,
Ský, Speglun, Hillingar og
Draumur. Yfir verkinu er líkt og
draumkenndur drungi, sem er
áhrifamikili og talandi.
Þriðja verkið var einleiksverk
fyrir selló, sem ber heitið Solita-
ire, og er það tileinkað Gunnari
Kvaran. Verkið er í fimm köflum,
sem heita Ræða, Serenaða, Nætur-
ljóð, Sorgarljóð og Dans. Hver
kafli ber sín sérkenni, sem eru
mjög í samræmi heiti hans. Sér-
lega skemmtiiegur var annar kafl-
inn, þar sem sellóið er plokkað og
fær á sig gítarblæ. í lokakaflanum
sleppir tónskáldið fram af sér
beislinu og til verður fjörlegur og
á stundum allt að því villtur dans,
sem Gunnar Kvaran lék af innlif-
un.
Sex Norrænar svipmyndir fyrir
fiðlu og píanó var fjórða verkið á
tónleikunum í Listasafninu á Ak-
ureyri. Verkið er samið fyrir unga
fiðluleikara og í þvi líkir Hafliði
eftir stíi norrænna tónskálda. Tón-
skáldin eru Grieg, Síbelíus, Niels-
en, Jón Leifs og Stehammar, en
einn kaflinn er til heiðurs Heine-
sen, sem reyndar er þekktastur
fyrir ritverk sín. Verkið er lifandi
og létt og gerir þeim, sem heiðra
skal, góð skil.
Næstsíðast á efnisskrá var
verkið Offerto, sem er fyrir ein-
leiksfiðlu og tileinkað Guðnýju
Guðmundsdóttur. Verkið er samið
til minningar um listmálarann
Karl Kvaran. Það skiptist í fjóra
hluta: Ritað í sand, Línur án orða,
Flug tímans og Allt að þvf sálmur.
Þetta er áhrifamikið verk, sem
birtir greinilega söknuð höfundar
að Karli Kvaran látnum. Kaflarir
eru yfirvegun á erindi mannsins
og kringumstæðum hans. Sérlega
áhrifamikill er þriðji þátturinn,
Flug tímans, þar sem á myndræn-
an hátt er táknað hratt rennsli tím-
ans, sem hrífur burt hverja stund
af annarri úr lífi manns.
Lokaverkið, Metamorphoses,
er fyrir píanótríó og er samið til
minningar um John Tunnell.
Verkið er harmljóð og uppbygg-
ing þess afar áhrifamikil. Það
hefst á hljóðum nótum, en rís síð-
an í átökum söknuðar og sorgar
uns það aftur hnígur í lokin þar
sem syrgjandinn jafnar sig á missi
sínum en minningin varir sem
huggandi og hvetjandi máttur.
Þetta verk hefur sálfræðilegan
undirtón, sem finnur sér enduróm
í huga hvers þess, sem þurft hefur
að sjá á bak kærum samferðar-
manni.
Aðrir tónleikarnir, þar sem
leikin verða verk eftir Hafliða
Hallgrímsson, verða í Listasafninu
á Akureyri 13. ágúst. Þá verða á
efnisskrá engöngu píanóverk og
verður Helga Bryndís Magnús-
dóttir við flygilinn. Það er full
ástæða til þess að hlakka til þeirra.